Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 B 5 Valur 2:0 Fram Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 17. umferð Hlíðarendi Sunnudaginn 14. sept 2003 Aðstæður: Sól, talsverður hliðarvindur, völlurinn blautur og þungur. Áhorfendur: 981. Dómari: Gísli H. Jóhannsson, Keflavík, 2 Aðstoðardómarar: Gísli H. Jóhannsson, Einar Sigurðsson Skot á mark: 14(7) - 14(8) Hornspyrnur: 3 - 7 Rangstöður: 7 - 5 Leikskipulag: 3-5-2 Kristinn G. Guðmundsson Stefán Helgi Jónsson M Baldvin Hallgrímsson Guðni Rúnar Helgason M Bjarni Ólafur Eiríksson M Matthías Guðmundsson M (Birkir Már Sævarsson 82.) Jóhann H. Hreiðarsson Sigurbjörn Hreiðarsson M Ellert Jón Björnsson M (Benedikt B. Hinriksson 86.) Thomas Maale (Þorkell Guðjónsson 74.) Hálfdán Gíslason Gunnar Sigurðsson Andrés Jónsson Ingvar Ólason Eggert Stefánsson Ómar Hákonarson (Ragnar Árnason 72.) Viðar Guðjónsson Ágúst Gylfason M Freyr Karlsson (Kristinn Tómasson 63.) Daði Guðmundsson Andri Fannar Ottósson Kristján Brooks (Þorbjörn Atli Sveinsson 57.) 1:0 (26.) Bjarni Ólafur Eiríksson átti fallega sendingu í gegnum miðja vörn Fram- ara á Hálfdán Gíslason. Hann slapp inn í vítateiginn og skoraði með föstu skoti í hægra markhornið. 2:0 (58.) Ellert Jón Björnsson lék upp vinstri kantinn og sendi boltann fyrir markið. Hann fór framhjá Thomas Maale en á móts við stöngina fjær var Jóhann H. Hreiðarsson mættur. Hann gaf sér góðan tíma, lagði fyr- ir sig boltann og þrumaði honum óverjandi uppundir þaknetið. Gul spjöld: Freyr Karlsson, Fram (13.) fyrir brot  Viðar Guðjónsson, Fram (61.) fyrir brot  Ingvar Ólason, Fram (79.) fyrir brot  Baldvin Hallgrímsson, Valur (83.) fyr- ir brot Rauð spjöld: Engin „VIÐ vissum að við yrðum að vinna tvo síðustu leiki okkar í deildinni og fyrri sigurinn er í höfn. Næsta verk- efni er gríðarlega erfitt, við verðum að sigra Fylki í Árbænum, en við mun- um berja okkur saman fyrir þann leik eins og þennan,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, miðjumaður Valsmanna og fyrirliði til skamms tíma, við Morg- unblaðið eftir sigurinn á Fram í gær. „Þetta var góður leikur hjá okkur, við vorum staðráðnir í því að ef það yrði okkar hlutskipti að tapa, mynd- um við gera það með reisn. En innst inni vissum við að ef við myndum berj- ast eins og menn og spila eins og við getum, þá myndum við sigra.“ Fjóra leikmenn vantaði hjá Val vegna meiðsla og leikbanna og tæpt stóð með Sigurbjörn sjálfan fram á síðasta dag. „Við vissum að þessir fjórir yrðu ekki með, Ármann og Sig- urður yrðu í banni og Kristinn og Ólafur væru meiddir, og undir- bjuggum okkur vel í tvær vikur með tilliti til þess. Þetta leit vissulega ekki vel út en allir vissu hvaða ábyrgð þeir þyrftu að axla í þessum leik. Við erum sáttir við hvernig okkur tókst að vinna úr því. En við vitum hvað er framundan, við höfum upplifað það tvisvar að falla eftir að hafa unnið okkar leik í næstsíðustu umferðinni og erum staðráðnir í að láta það ekki endurtaka sig,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson. Góður undirbúningur síðustu tvær vikurnar „ÞETTA var langt frá því að vera sannfærandi hjá okkur. Við spiluðum í sjálfu sér ágætlega en það vantaði mikið upp á að okkar menn væru tilbúnir til að fórna því sem til þurfti til að sigra. Á undan þessum leik höfðum við unnið fjóra af síðustu fimm og þá var allt önnur barátta í liðinu,“ sagði Steinar Þór Guð- geirsson, þjálfari Fram, við Morgunblaðið eftir ósig- urinn gegn Val í gær. „Munurinn á liðunum lá í því að viljinn hjá Vals- mönnum var meiri og hann skilaði þeim þremur stigum í hús. Við svona aðstæður, rok og þungan völl, er það baráttan sem ræður úrslit- um og það leystu Valsmenn vel. Við erum komnir aftur í fallsætið, sem við höfum verið í nánast allt mótið og við okkur blasir að ekkert annað en sigur í síðasta leiknum nægir okkur. Hann verðum við að vinna, þá höldum við okkur uppi. Það er kannski það eina já- kvæða við þessa stöðu, við getum séð um það sjálfir að bjarga okkur,“ sagði Stein- ar. Ekki tilbúnir að fórna því sem til þurfti RÍKHARÐUR Daðason skoraði í gær sig- urmarkið fyrir sitt nýja félag, Fredrikstad, þegar það sigraði Start, 2:1, í norsku 1. deildinni í knattspyrnu. Ríkharður, sem kom til Fredrikstad um mánaðamótin og var í fyrsta skipti í byrjunarliðinu, skoraði markið á 67. mínútu en lið hans hafði lent undir snemma leiks. Þar með styrkti Fred- rikstad stöðu sína í baráttunni um sæti í úr- valsdeildinni, er í þriðja sæti með 47 stig, en á toppnum er Hönefoss með 50 stig og síðan kemur HamKam með 48 stig. Haraldur Ing- ólfsson og félagar í Raufoss töpuðu heima fyrir Moss, 0:1, og sitja eftir með 43 stig í fjórða sætinu. Haraldur lék síðustu 15 mín- úturnar. Ríkharður skoraði sigurmarkið VALUR sigraði Fram í 50. skipti á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gær en þetta var 122. viðureign félaganna frá því þau mættust þar fyrst árið 1915. Fram hefur unnið 42 af þessum leikjum og 30 hafa endað með jafntefli. Markatalan er 206:170, Valsmönnum í hag. Þetta var jafnframt sjötti ósigur Framara í síðustu átta heimsókn- um þeirra að Hlíðarenda í efstu deild. 50. sigur Vals á Fram Og miðað við leikinn í gær erumun meiri líkur á að Valsmenn bjargi sér en Framarar. Allt frá byrjun var betri bragur á Valsliðinu sem var sterkari að- ilinn fyrsta hálftím- ann og náði oft ágæt- um samleiksköflum á blautum og þungum vellinum. Thomas Maale og Matthías Guðmundsson nýttu ekki bestu marktækifærin en Hálfdáni Gíslasyni urðu hinsvegar ekki á nein mistök þegar hann kom Valsmönn- um yfir á 26. mínútu. Framarar voru mun óstöðugri í leik sínum, þeir áttu ágætar sóknir inn á milli en sköpuðu sér engin opin færi fyrr en á síðustu tíu mínútum hálfleiksins. Þá hefðu þeir líka hæglega getað jafnað met- in. Ómar Hákonarson slapp innfyrir vörn Vals hægra megin en í stað þess að skjóta sjálfur úr ágætu færi gaf hann á Kristján Brooks rangstæðan. Skömmu síðar var mikill hamagang- ur í markteig Vals eftir hornspyrnu þar sem í tvígang var bjargað á marklínu, frá þeim Eggerti Stefáns- syni og Kristjáni Brooks. Kristinn Geir Guðmundsson varði mark Vals í forföllum Ólafs Þórs Gunnarssonar og var óstyrkur í fyrri hálfleiknum en öflugir miðverðir Vals hjálpuðu honum yfir erfiðustu hjallana. Síðasta tækifæri Framara til að komast inn í leikinn kom á 56. mín- útu. Kristján komst þá einn gegn Kristni Geir sem bjargaði glæsilega með úthlaupi. Þar með náði sá piltur sjálfstraustinu sem áður vantaði og steig ekki feilspor eftir það. Tveimur mínútum síðar skoraði Jóhann Hreiðarsson, 2:0, og Framarar sáu vart til sólar síðasta hálftímann. Sókn þeirra þyngdist þó eftir því sem leið á leikinn en hún skilaði sér aðeins í einu umtalsverðu marktæki- færi. Kristinn Tómasson skaut þá yf- ir mark Vals. Það voru hinsvegar þeir rauðklæddu sem voru mun nær því að skora. Maale hitti ekki markið úr sannkölluðu dauðafæri eftir horn- spyrnu og þessi danski sóknarmaður er augljóslega mun betri í því að spila samherja sína uppi en að skora sjálfur. Síðan slapp Birkir Már Sæv- arsson einn upp að marki Fram en skaut framhjá og Gunnar Sigurðs- son, markvörður Fram, virtist hepp- inn að fá ekki á sig vítaspyrnu í leið- inni. Valsmenn börðust með kjafti og klóm alls staðar á vellinum, í þeirra röðum voru allir samstilltir og með á nótunum um það sem í húfi var. Fremstur í flokki fór Sigurbjörn Hreiðarsson sem lék mjög vel á miðjunni, var miðpunktur í spilinu og fór fyrir sínum mönnum með dugnaði og baráttugleði. Guðni Rún- ar Helgason var afar traustur í vörn- inni en í raun er ekki sanngjarnt að tína til einstaka leikmenn því hjá Val var um að ræða átak liðsheildar sem skilaði sér í því sem stefnt var að – sigri og nýrri von um að halda sér í deildinni. Það var ekki að sjá að fjóra lykilmenn vantaði í Valsliðið, þeir sem fylltu í skörðin gerðu það með miklum sóma. Það var eins og Framarar væru mættir í þennan leik með öðru hug- arfari og hjá mörgum þeirra vantaði einbeitingu og baráttuvilja. Fyrirlið- inn Ágúst Gylfason var sá eini sem virtist skynja hvað til þyrfti en hann náði ekki að drífa félaga sína nægi- lega vel með sér. Þeir áttu marga ágæta samleikskafla en voru gjör- samlega bitlausir og hugmynda- snauðir þegar nær dró Valsmarkinu. Það var engu líkara en Framarar væru að spara kraftana fyrir síðustu umferðina þar sem þeir hafa jafnan gert það sem til hefur þurft undan- farin fjögur ár. En spili þeir gegn Þrótti næsta laugardag eins og þeir gerðu í gær er lítil von til þess að Fram leiki í úrvalsdeildinni næsta sumar. Morgunblaðið/Árni Torfason Sigurbjörn Hreiðarsson var fremstur í flokki í baráttuglöðu liði Vals í gær gegn Fram á Hlíðarenda. Öruggur Valssigur á andlausum Frömurum GÖMLU Reykjavíkurstórveldin Valur og Fram haldast í hendur í fallsætum úrvalsdeildarinnar eftir sannfærandi sigur Valsmanna í uppgjöri þeirra að Hlíðarenda í gær, 2:0. Þar með eru þau bæði í þeirri stöðu að ekkert annað en sigur í lokaumferðinni getur bjarg- að þeim frá falli. Hlíðarendapiltar voru reyndar líka þannig settir fyrir þennan leik, þeir urðu að sigra því annars hefðu dagar þeirra í deildinni verið taldir. Framarar hefðu verið í öruggri höfn með sigri en nú eru þeir í gamalkunnri stöðu – fimmta árið í röð stendur Safa- mýrarliðið frammi fyrir því að þurfa að spila um sæti sitt í deildinni á síðasta leikdegi. Víðir Sigurðsson skrifar Valur og Fram í fallsætunum fyrir síðustu umferðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.