Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 6
KNATTSPYRNA 6 B MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEIMIR Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, var bæði þreyttur og ánægður er Morgunblaðið spjallaði við kappann að leik loknum í gær. „Heilt yfir fannst mér við vera betri aðilinn allan tímann. Við fengum mörg góð færi í leiknum til að vinna stærri sigur. Eftir sig- urinn á móti KR ræddum við leikmennirnir um að koma okkur á jörðina sem fyrst.“ Aðspurður hvort leikur Þróttar hafi valdið honum vonbrigðum svaraði Heimir: „Nei nei. Þróttur er með vel spilandi lið en við vorum klókir og lokuðum á þeirra hættulegustu menn sem eru Halldór Hilmisson og Páll Einarsson. Það var lykillinn að okkar sigri að mínu mati.“ Um gott gengi liðsins í sumar sagði Heimir: „Það var ekkert óeðlilegt að okkur skyldi hafa verið spáð falli fyrir mót því við unnum varla leik á undirbún- ingstímabilinu. En í raun hefur gott gengi ekki komið mér á óvart því í FH er fullt af góðum fótboltamönn- um. Það sem vantaði fyrir mót var að láta hug og metnað fylgja máli. Varðandi framhaldið verð ég í leikbanni gegn KR í lokaumferðinni og mæti því vel hvíldur til leiks í bik- arúrslitaleikinn.“ Páll Einarsson, fyrirliði Þróttar, var afar vonsvikinn eftir leik gærdagsins: „Þetta var versti leikurinn okkar í sumar. Sóknarlega vorum við alveg dauðir. Einhvern veginn tókst okkur ekki að koma sókn- armönnum okkar inn í leikinn. Ef ég á að segja alveg eins og er þá man ég ekki eftir því að við hefðum fengið færi í þessum leik. FH var einfaldlega betra lið- ið.“ „Næsti leikur, sem er gegn Fram, er hreinn úr- slitaleikur um hvort liðið leikur á Valbjarnarvelli á næsta ári. Það er hrikalegt að vera komnir í þessa stöðu. En ég fer ekki á Valbjarnarvöllinn, það er á hreinu.“ Við vorum klókir Heimir Guðjónsson fagnar sigri með FH. Þróttur R. 0:3 FH Leikskipulag: 3-5-2 Landsbankadeildin, 17. umferð Laugardalsvöllur Sunnudaginn 14. september 2003 Aðstæður: Sól en sterkur vindur á annað markið. Völlurinn mjög blaut- ur. Áhorfendur: 734 Dómari: Magnús Þórisson, Keflavík, 4 Aðstoðardómarar: Hans Scheving, Sigurður Þór Þórsson Skot á mark: 8(4) - 14(7) Hornspyrnur: 4 - 1 Rangstöður: 2 - 3 Leikskipulag: 4-5-1 Fjalar Þorgeirsson M Eysteinn P. Lárusson Jens Sævarsson Hilmar Ingi Rúnarsson Erlingur Þ. Guðmundsson (Vignir Þór Sverrisson 68.) Páll Einarsson Gestur Pálsson (Hallur Hallsson 74.) Halldór A. Hilmisson Ingvi Sveinsson (Guðfinnur Þ. Ómarsson 68.) Hjálmar Þórarinsson Sören Hermansen Daði Lárusson Magnús Ingi Einarsson Sverrir Garðarsson M Tommy Nielsen Freyr Bjarnason Baldur Bett M Heimir Guðjónsson M Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Víðir Leifsson 72.) Jónas Grani Garðarsson M (Atli Viðar Björnsson 78.) Hermann Albertsson (Emil Hallfreðsson 60.) Allan Borgvardt MM 0:1 (42.) Baldur Bett sendi boltann fyrir mark Þróttar. Boltinn barst til Her- manns Albertssonar sem skoraði, liggjandi á jöðinni, milli fóta Fjalars Þorgeirssonar markvarðar Þróttar. 0:2 (62.) Eftir langa spyrnu fram völlinn barst boltinn til Jónasar Grana Garð- arssonar sem spyrnti viðstöðulausu skoti af 25 metra færi sem hafn- aði í netinu. Glæsilegt mark. 0:3 (88.) Emil Hallfreðsson fékk boltann á vinstri kanti og sendi á Allan Borgv- ardt sem var mættur á nærstöngina og skoraði með skalla af stuttu færi. Gul spjöld: Jens Sævarsson, Þróttur R. (20.) Fyrir brot.  Heimir Guðjónsson, FH (86.) Fyrir brot. Rauð spjöld: Engin Gestirnir úr Hafnarfirðinum réðulögum lofum allt frá fyrstu mínútu leiksins. Það hefur loðað við FH-inga að byrja leiki sína illa í sumar en nú voru þeir til- búnir í átökin frá byrjun. Eina skiptið sem Þróttarar ógnuðu verulega að marki FH-inga var strax á 7. mínútu er einn varnarmaður FH-inga virtist hafa brotið á Páli Einarssyni, fyr- irliða Þróttar, innan vítateigs en Magnús Þórisson, ágætur dómari leiksins, sá ekkert athugavert. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru það FH-ingar sem fengu færin á Laug- ardalsvellinum. Uppskriftin að marktækifærunum var yfirleitt á þann hátt að Allan Borgvardt leitaði Jónas Grana Garðarsson uppi en Jónas gerðist sekur um að brenna nokkrum upplögðum marktækifær- um af. Undir lok fyrri hálfleiks náðu FH-ingar verðskuldaðri forystu þeg- ar Dalvíkingurinn Hermann Al- bertsson kom þeim yfir. Þegar gest- irnir skoruðu markið voru Þróttarar aðeins tíu á vellinum því skömmu fyrir markið hafði Hermann brotið mjög gróflega á Jens Sævarssyni varnarmanni Þróttar sem þurfti að yfirgefa völlinn um tíma til að fá að- hlynningu sjúkraþjálfara. Í síðari hálfleik voru það áfram FH-ingar sem réðu ferðinni. Þrótt- arar fengu ekkert almennilegt færi allan síðari hálfleikinn. Eftir því sem á leikinn leið urðu yfirburðir FH- inga meiri og meiri og andleysi Þróttara varð algjört. Gestirnir bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Það fyrra gerði Jónas Grani Garðarsson með glæsilegu skoti ut- an vítateigs og það síðara gerði Dan- inn Allan Borgvardt. Þróttarar léku án efa sinn allra slakasta leik í sumar. Liðið var gjör- samlega bitlaust framá við og greini- legt að fjarvera Björgólfs Takefusa, sem er í námi í Bandaríkjunum, hef- ur slæm áhrif á liðið. Sören Her- mansen og Hjálmar Þórarinsson náðu engan veginn saman í framlínu liðsins. Miðjuspilið og varnarleikur- inn var sömuleiðis ekki uppá marga fiska. Það var helst Fjalar Þorgeirs- son markvörður sem lék af eðlilegri getu og verður ekki sakaður um mörkin. Nú hefur Þróttur ekki sigr- að á heimavelli síðan 9. júlí en þá sigraði liðið Fram 2:1. Til þess að lið- ið ætli sér að leika áfram í efstu deild á næsta ári verður liðið helst að ná jafntefli gegn Fram nk. laugardag. Ótrúleg staða sem Þróttur hefur komið sér í og enn eitt árið þarf liðið að leika nokkurs konar úrslitaleik í lokaumferð Íslandmótsins. Lífið leikur þessa dagana við FH- inga. Fyrir mót var liðinu spáð falli af fyrirliðum og þjálfurum deildar- innar. En FH-ingar hafa gefið öllum slíkum hrakspám langt nef og eru í 3. sæti deildarinnar og komnir í úrslit bikarkeppninnar. Sigur liðsins í gær var hins vegar mjög fyrirhafnarlítill og hafa FH-ingar oft leikið betur. Allan Borgvardt var einu sinni sem oftar besti maður vallarins. Þegar knattspyrnusumarið 2003 verður gert upp verður erfitt að líta framhjá honum sem leikmanni ársins. Auk hans var Jónas Grani Garðarsson síógnandi og þá var Baldur Bett góð- ur í stöðu hægri útherja. Þá er ekki hægt að skilja við leikinn án þess að hrósa Sverri Garðarssyni fyrir góð- an leik í hjarta varnarinnar og er það undirrituðum hulin ráðgáta hvernig sífellt er hægt að ganga framhjá honum í vali á landsliði Íslands skip- að leikmönnum 21 árs og yngri. Auðvelt hjá FH-ingum FH-ingar sigruðu Þróttara auðveldlega á Laugardalsvellinum í gær 3:0 í 17. umferð efstu deildar karla í gær. Hafnfirðingarnir eru nú komnir í þriðja sæti deildarinnar og var sigur liðsins í gær loka- punktur á ánægjulegri viku hjá þeim þar sem þeir tryggðu sér sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar sl. miðvikudag. Þróttarar sem lengi framan af móti voru í toppbaráttunni eru nú komnir í mikla fall- hættu en eftir að hafa fengið átjan stig úr fyrri umferð mótsins hef- ur uppskeran á síðari hlutanum verið afar rýr en liðið hefur aðeins fengið 4 stig úr síðustu 8 leikjum liðsins. Gengi Þróttara hefur minnt um margt á sumarið 1998 er liðið féll úr efstu deild. Hjörvar Hafliðason skrifar Leikmenn og stuðningsmenn KR-inga þurftu nánast að kreista fram bros á andlitum sínum þegar Eggert Magnússon, formaður KSÍ, afhenti vesturbæjarliðinu Ís- landsbikarinn skömmu eftir leikinn enda má með sanni segja að Eyja- menn hafi stolið senunni – ekki bara með því að spilla sigurgleði KR-inga heldur tryggði ÍBV sér tilverurétt í deild þeirra bestu að ári. KR-ingar, sem sáu úrslitaleikinn í bikarkeppninni renna sér úr greipum eftir ósigurinn á móti FH-ingum í síð- ustu viku, stilltu upp sama byrjunar- liði en Willum Þór Þórsson, þjálfari, ákvað að gera breytingu á leikskipu- laginu. Í stað hefðbundins 4:4:2 leik- kerfis stilltu meistararnir upp í leik- kerfið 3:5:2 og líklega verður það í síðasta sinn, að minnsta kosti á þessu ári, sem KR-ingar beita þessari leik- aðferð. Eyjamenn höfðu öll ráð KR- inga í hendi sér og lykilmenn liðsins, Sigurvin, Veigar og Arnar, komust aldrei í takt við leikinn að neinu ráði. Fyrir vikið var sóknarleikur KR ómarkviss. Það var rétt í byrjun síð- ari hálfleiks sem KR-ingar ógnuðu Eyjamarkinu að einhverju ráði en Eyjamenn stóðu það af sér og í síðari hálfleik voru þeir klaufar að skora ekki nema tvö mörk. Sterkur norð- anvindurinn hafði eðlilega mikil áhrif á leik liðanna en Eyjamenn eru hon- um vanir og þeim gekk miklu betur að aðlaga sinn leik gagnvart honum. Eyjamenn léku með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og sóttu mun meira. Arnar Gunnlaugsson fékk mjög gott marktækifæri á 20. mínútu en var of lengi að athafna sig eftir að hafa leikið á Birki og skot hans fór framhjá. Mín- útu síðar skallaði Veigar beint í fang Birkis úr góðu færi en það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru Eyjamenn líklegri til að skora. Gunnar Heiðar var tvívegis í góðu færi en brást boga- listin og pilturinn sá átti heldur betur eftir að fá færin í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var annars mjög stór- karlalegur, baráttan á kostnað fót- boltans og fátt um fína drætti. Síðari hálfleikurinn var miklu skemmtilegri og hvert færið rak ann- að án þess að menn næðu að brjóta ís- inn. KR-ingar byrjuðu hálfleikinn vel og virtust vera að ná undirtökunum en Birkir var vandanum vaxinn í markinu auk þess sem varnarmenn ÍBV voru vel vakandi. Eftir fyrsta stundarfjórðunginn var eins og KR- liðinu þryti krafturinn og smátt og smátt fóru Eyjamenn að færa sig upp á K s f la k m s v S lo in g g G u s s E þ K ú v fy þ K a s k o a þ b v la T s u r H G m Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, og Sigursteinn Gíslason fagna því að meistari í knattspyrnu í níunda sinn, þar af í fjórða sinn með KR ÍBV spillti ÍBV kvaddi falldrauginn endanlega með verðskulduðum 2:0 sigri á Ís- landsmeisturum KR-inga í Frostaskjóli í gær. Með baráttuna og sig- urviljann að vopni höfðu Eyjamenn meistarana undir á flestum sviðum og ef ekki hefði komið til frábær frammistaða Kristjáns Finnbogasonar á milli stanganna er ljóst að sigur ÍBV hefði orðið mun stærri. Mótlætið fór mjög í taugarnar á KR-ingum og á lokakaflanum misstu Veigar Páll Gunnarsson og Kristján Örn Sigurðsson stjórn á skapi sínu með þeim afleiðingum að þeir voru sendir í bað. Guðmundur Hilmarsson skrifar LANDSLIÐSMENNIRNIR Veigar Páll Gunarsson og Kristján Örn Sigurðsson, sem án efa hafa verið bestu leik- menn Íslandsmeistara KR í sumar, gerðu sig báðir seka um ódrengilega framkomu á KR-velli í gær og fengu rauða spjaldið. Veigar Páll fyrir að gefa Bjarnólfi Lárussyni oln- bogaskot og Kristján Örn fóru sömu leið þegar hann danglaði fæti í Tryggva Bjarnason. Þeir fara sjálfkrafa í bann í síðustu umferðinni. Þoldu ekki mótlætið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.