Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 9
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 B 9  GUÐJÓN Þórðarson var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna í Barnsley sem töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í ensku 2. deildinni á laugardaginn, 3:1 fyrir Port Vale. „Við komumst upp með að spila illa í síðasta leik, gegn Chest- erfield, en það gekk ekki gegn Port Vale sem er mun betra lið,“ sagði Guðjón en Port Vale náði forystunni úr höndum Barnsley með sigrinum.  INDRIÐI Sigurðsson var í leik- mannahópnum hjá sínu nýja félagi, Genk, þegar það vann Standard Liege á útivelli, 2:0, í belgísku 1. deildinni í gær. Indriði kom ekki við sögu í leiknum.  HELGI Kolviðsson tók út leikbann þegar lið hans, Kärnten, steinlá fyrir Salzburg, 5:0, í austurrísku úrvals- deildinni í knattspyrnu á laugardag.  VIKTOR Bjarki Arnarsson lék síðasta hálftímann með TOP Oss sem tapaði sínum fyrsta leik á tíma- bilinu í hollensku 1. deildinni, 2:0 gegn Heracles.  ATLI Sveinn Þórarinsson lék síð- ustu sex mínúturnar með Örgryte sem tapaði fyrir Halmstad, 2:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær.  ADE Akinbiyi skrifaði á laugar- daginn undir þriggja ára samning við 1. deildarlið Stoke City sem fékk hann á frjálsri sölu frá Crystal Pal- ace. Akinbiyi lék fjóra leiki með Stoke sem lánsmaður síðasta vetur og skoraði þá tvö mörk.  NICOLAS Anelka skoraði þrennu fyrir Manchester City í gær þegar lið hans vann góðan sigur á Aston Villa, 4:1, í úrvalsdeildinni. Tvö marka Frakkans komu úr vítaspyrn- um.  MIKAEL Forssell, finnski láns- maðurinn frá Chelsea, skoraði bæði mörk Birmingham sem gerði jafn- tefli, 2:2, við Fulham í líflegum leik þar sem leikmenn úr báðum liðum voru reknir af velli.  TEITUR Þórðarson, sem hætti störfum hjá norska knattspyrnulið- inu Lyn á dögunum, er kominn í stríð við forráðamenn félagsins. Teitur segir í viðtali við norska Dagbladet að stjórnarformaður Lyn hafi lofað sér greiðslu þegar hann komst að samkomulagi við félagið um að segja starfi sínu lausu í stað þess að vera rekinn en nú segir Teitur að stjórn- arformaðurinn kannist ekki við að hafa sagt þetta. Teitur hefur leitað aðstoðar norska þjálfarafélagsins um að sækja rétt sinn í málinu.  JERRY Brown danski framherj- inn sem gekk í raðir Grindvíkinga seinni hlutann í júlí er farinn af landi brott og leikur ekki fleiri leiki með Suðurnesjaliðinu.  YETUNDE Price, 31 árs gömul systir tennisstjarnanna Venus og Serenu Williams, var skotinn til bana á heimili sínu í Kaliforníu um helgina. FÓLK Sigur Liverpool var nokkuð dýruverði keyptur því liðið missti tvo leikmenn, Milan Baros fótbrotn- aði á fimmtu mínútu eftir viðskipti við Markus Babbel, varnarmann Liverpool sem er í láni hjá Black- burn, og Jamie Carragher var tækl- aður illilega á þeirri þrettándu og var Lucas Neill, varnarmaður Black- burn, sendur í sturtu með það sama. Á sunnudaginn kom í ljós að Carr- agher er einnig fótbrotinn og verða kapparnir báðir frá í hálft ár. „Þetta var súrsætur sigur, við misstum tvo leikmenn útaf meidda, en ég held að dómarinn hafi gert rétt í báðum tilfellum. Babbel braut ekki á Baros en hins vegar var tækling Neills á Carragher rosaleg,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool, eftir leikinn og sagði að hann hefði verið heppinn að fótbrotna ekki. Síð- ar kom í ljós að hann var brotinn. Leikurinn var sögulegur fyrir margra hluta sakir. Heimamenn komust yfir á áttundu mínútu, Owen jafnaði á 11. mínútu og tveimur mín- útum síðar var Neill rekinn af velli. Besti maður vallarins var Brad Friedel, markvörður heimamanna, en hann lék frábærlega og kom í veg fyrir enn stærra tap. „Það má með sanni segja að upp- hafsmínútur leiksins hafi verið sögu- legar. Sigur okkar var sanngjarn og við hefðum getað unnið sex eða sjö eitt ef Owen hefði nýtt færin,“ sagði Houllier eftir leikinn og óskaði Friedel til hamingju með frábæran leik. Nýliðarnir stöðvuðu Arsenal Nýliðar Portsmouth bundu enda á fullkomna byrjun Arsenal og það var Teddy Sheringham sem gerði mark gestanna á Highbury, kom þeim yfir á 26. mínútu en Thierry Henry jafn- aði úr vítaspyrnu á 40. mínútu, spyrnu sem varð að endurtaka þar sem menn fóru of snemma inn í víta- teiginn. Að auki fannst mörgum sem vítaspyrnudómurinn væri vafasam- ur. Sheringham er einn þriggja leik- manna sem hafa gert fimm mörk í deildinni til þessa, hinir eru Shearer hjá Newcastle og Owen hjá Liver- pool. Portsmouth og Arsenal eru tvö af fimm liðum í deildinni sem hafa ekki tapað leik, hin eru Chelsea, South- ampton og Birmingham. „Ég vil ekki taka neitt frá leik- mönnum Portsmouth, en liðið kom mér skemmtilega á óvart með fínum leik. Ég held að það sé með nægilega sterkt lið til að halda sér í deildinni,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, eftir leikinn. Hol- lenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy skoraði tvívegis þegar meistarar United heimsóttu Charlt- on og unnu 2:0. „Við áttum engan stórleik í dag, en í heildina var þetta allt í lagi hjá okkur. Leikurinn var jafn og ég hafði á tilfinningunni að það lið sem næði að skora á undan fengi öll þrjú stigin. Það var því ánægjulegt að ná að koma boltanum í netið áður en þeir gerðu það,“ sagði Nistelrooy eftir leikinn. Vandamál Ranieri Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, er í raun ekki öfundsverður að þurfa að velja liðið. Hann fer með átján manna hóp og þarf síðan að tilkynna hvaða tveir leikmenn fylgjast með leiknum borgaralega klæddir. Þegar nágrannarnir frá Norður-Lundún- um, Tottenham, komu í heimsókn á laugardaginn voru það Juan Sebast- ian Veon og Hernan Crespo sem hvíldu en Eiður Smári Guðjohnsen komst ekki í leikmannahópinn en var á bekknum allan tímann. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Lampard og Mutu komu heimamönnum í 3:1, Mutu með tvö mörk, áður en Kanoute gerði annað mark sitt fyrir Spurs. Jimmy Floyd Hasselbaink fagnaði því að vera í 100. sinn í byrjunarliði í úrvalsdeild- inni með síðbúnu marki. „Enn einu sinni byrjum við ekki að spila af viti fyrr en mótherjinn hefur skorað. Það er alls ekki nógu gott. Ég gæti trúað að leikmenn setji allt of mikla pressu á sig með því að telja að þeir verði að vinna alla leiki. Það er fínt að vinna alla leiki en menn verða að halda ró sinni. Við erum að byggja upp liðið og nú um stundir er- um við ekki gott lið, sumir segja að við séum með sterkt lið en við erum það ekki enn sem komið er,“ sagði Ranieri eftir leikinn. Tveir reknir af velli Tvö mörk Alans Shearers af víta- punktinum tryggði Newcastle eitt stig þegar það heimsótti Everton, en þeir röndóttu eiga enn eftir að vinna leik í deildinni. Gestirnir frá Newcastle misstu leikmann af velli í upphafi síðari hálf- leiks þegar Laurent Robert var rek- inn af velli. Þeir voru þó ekki lengi einum færri því skömmu síðar var Gary Naysmith einnig rekinn af velli. „Shearer var maður leiksins, hann skoraði úr tveimur vítaspyrnum og til að gera slíkt verða menn að vera ískaldir og hann var það svo sann- arlega,“ sagði Bobby Robson, stjóri Newcastle. Southampton hélt sigurgöngu sinni áfram, lagði Úlfana 2:0 á heimavelli og skoraði James Beattie bæði mörk heimamanna. Úlfarnir hafa ekki skorað mark í síðustu fjór- um leikjum. Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á í liði Úlfanna á 62. mínútu en Ívar Ingimarsson var ekki í leik- mannahópi liðsins. Reuters Michael Owen fagnar marki sínu gegn Blackburn ásamt El Hadji Diouf, en Liverpool vann öruggan 3:1-sigur í leiknum á útivelli. Dýrkeyptur sigur LIVERPOOL virðist komið á beinu brautina, skoraði þrjú mörk ann- an leikinn í röð þegar liðið heimsótti Blackburn á Eewood Park og vann 3:1. Arsenal tapaði sínu fyrsta stigi þegar liðið gerði 1:1- jafntefli á heimavelli gegn Portsmouth og Manchester United hélt uppteknum hætti og vann Chalton á útivelli en United hefur ekki tapað á The Valley í deildinni síðan 1955. HANNES Þ. Sigurðsson skoraði í gær fyrsta mark sitt fyrir Viking í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili. Hannesi var skipt inn á snemma í síðari hálfleik þegar lið hans var 0:2 undir gegn Lyn á heimavelli. Hann skoraði aðeins fjórum mínútum síðar og Viking náði að jafna, 2:2, þegar tvær mínútur voru komnar framyfir leiktímann. Með þessum úrslitum datt Lyn niður í botnsæti deildarinnar og brotthvarf Teits Þórðarsonar sem þjálfara hefur því ekki dugað til að rétta liðið af, enn sem komið er. Helgi Sigurðsson lék síð- ustu 10 mínúturnar með Lyn en Jóhann B. Guðmundsson var ekki með liðinu. Ólafur Stígsson var rekinn af velli á 63. mínútu, eftir að hafa fengið gula spjaldið tvívegis þegar lið hans, Molde, tapaði fyrir Tromsö, 1:0. Ólafur og Bjarni voru á ný í byrjunarliði Molde, í bakvarðastöðunum, eftir talsverða fjar- veru. Tromsö skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar leiktíminn var liðinn. Árni Gautur Arason var á vara- mannabekk Rosenborg sem fyrr þegar lið hans vann Odd-Grenland, 3:1, og jók forskot sitt í deildinni í 14 stig. Mikil meiðsli hrjá lið Rosenborg sem ekki var með fullskipaðan varamannabekk í leiknum. Óskar Örn Hauksson lék sinn fyrsta leik með Sogndal sem tapaði, 3:0, fyrir Ålesund. Njarðvíkingurinn ungi sem samdi við félagið um síðustu mán- aðamót, lék síðustu 15 mínúturnar. Hannes skoraði og Lyn komið á botninn Morgunblaðið/Kristinn Helgi Sigurðsson LÁRUS Orri Sigurðsson og fé- lagar í WBA hafa sett stefn- una á að endurheimta úrvals- deildarsætið. Þeir eru efstir í ensku 1. deildinni eftir sann- færandi sigur á Ipswich á laugardaginn, 4:1, og Lárus Orri átti mjög góðan leik í sterkri vörn WBA. Hann bjargaði m.a. á marklínu í leiknum. Rob Hulse gerði tvö marka WBA sem er með 15 stig eftir sex umferðir og hef- ur unnið fimm leiki í röð eftir ósigur í fyrstu umferð deild- arinnar. Á eftir koma nýliðar Wigan ásamt West Ham með 13 stig. Gary Megson, knatt- spyrnustjóri WBA, fékk verð- laun sem stjóri mánaðarins í deildinni áður en leik- urinn hófst. Venjan er að lið tapi þegar slík verðlaun eru afhent, en svo fór ekki í þetta sinn og WBA lagði Ipswich að velli í fyrsta skipti í 19 ár. Lárus Orri var eini Ís- lendingurinn sem lék í 1. deildinni um helgina. Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Nottingham Forest sem vann Sheffield United, 3:1, og Heiðar Helguson er frá næstu 2-3 mánuðina en Watford vann þó sinn fyrsta sigur, 3:1, gegn Mill- wall. 5. sigur WBA í röð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.