Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 11
13, Bregenz 13, Pasching 11, Mattersburg 10, Kärnten 8, Admira 7, Salzburg 7, Sturm Graz 5. Noregur Ålesund – Sogndal.....................................3:0 Viking – Lyn ..............................................2:2 Bryne – Stabæk.........................................0:2 Tromsö – Molde.........................................1:0 Vålerenga – Bodö/Glimt ...........................1:1 Rosenborg – Odd Grenland......................3:1 Staðan: Rosenborg 20 15 4 1 50:15 49 Bodö/Glimt 20 10 5 5 29:20 35 Stabæk 20 8 7 5 31:26 31 Viking 20 7 9 4 38:26 30 Odd Grenland 20 9 3 8 36:32 30 Sogndal 20 8 6 6 33:32 30 Brann 19 6 7 6 34:32 25 Lilleström 19 6 7 6 21:24 25 Molde 20 7 3 10 24:31 24 Bryne 20 7 1 12 30:39 22 Tromsö 20 6 4 10 24:41 22 Vålerenga 20 4 9 7 20:23 21 Ålesund 20 4 6 10 22:35 18 Lyn 20 4 5 11 23:39 17 Svíþjóð Halmstad – Örgryte..................................2:1 Örebro – AIK.............................................0:0 Öster – Sundsvall ......................................1:1 Staðan: Djurgården 19 13 2 4 44:17 41 Malmö 20 11 5 4 43:18 38 Hammarby 20 11 5 4 36:26 38 Halmstad 21 11 3 7 35:25 36 Örebro 21 8 6 7 25:27 30 Helsingborg 20 9 3 8 24:28 30 Örgryte 21 9 3 9 29:35 30 AIK 21 7 7 7 28:29 28 Gautaborg 19 7 5 7 26:19 26 Elfsborg 20 6 7 7 20:26 25 Landskrona 20 6 7 7 19:26 25 Öster 21 3 7 11 23:38 16 Sundsvall 21 2 9 10 17:31 15 Enköping 20 2 5 13 19:43 11 Danmörk AB – Bröndby............................................0:3 AaB – Nordsjælland .................................1:0 AGF – Herfølge.........................................2:1 Frem – Viborg ...........................................2:3 OB – Esbjerg .............................................2:0 København – Midtjylland.........................0:1 Staðan: Bröndby 7 5 1 1 12:3 16 Esbjerg 7 4 2 1 13:8 14 København 7 4 1 2 12:7 13 Midtjylland 7 4 1 2 11:10 13 OB 7 4 0 3 14:10 12 AaB 7 3 1 3 8:9 10 Viborg 7 2 3 2 11:12 9 Frem 7 2 1 4 8:11 7 AGF 7 2 1 4 9:15 7 AB 7 2 1 4 8:14 7 Herfølge 7 2 0 5 5:9 6 Nordsjælland 7 1 2 4 7:10 5 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 B 11 ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót kvenna Kennaraháskólinn: ÍS - KR..................19.30 Í KVÖLD Haukar, sem léku mjög ákeðna 3-2-1 vörn framarlega á vellinum, gerðu fyrstu tvö mörkin og hraðinn fyrstu mínúturnar var mikill og raunar nýttu bæði lið sér það eins og hægt var að nota hraðaupp- hlaup. Eftir rúmar fimm mínútur var staðan 3:3, gestirnir léku sams konar vörn og Haukar en heldur aftar. Mikill munur var þó á varnarleikn- um, Haukarnir miklu ákveðnari og gerðu næstu þrjú mörk áður en þeir misstu fyrsta manninn útaf í tvær mínútur. Þriggja marka munurinn hélst fram í miðjan hálfleikinn en þá var annar Haukamaður rekinn af velli en það hafði lítil áhrif og fljót- lega eftir að lið þeirra var fullmann- að á ný gerðu þeir þrjú mörk í röð á nýjan leik og staðan 12:7. Portúgalir brugðust við þessu með því að fara í flata vörn og héldu í horfinu fram að leikhléi. Fimm marka munur hélst fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiksins þrátt fyrir að gestunum væri vikið af velli í gríð og erg. Haukar náðu ekki að nýta sér það sem skyldi, en þá tók Birkir Ívar Guðmundsson til sinna ráða og lokaði markinu á nokkrum kafla og Haukar gerðu fjögur mörk í röð og voru komnir í þægilega stöðu, 25:16, og tólf mínútur búnar af síðari hálfleik. Portúgalir tóku leikhlé en það dugði þeim skammt því Haukar héldu sínu striki, gerðu sex mörk gegn einu og staðan var orðin 32:19 og 35:20. Portúgalir löguðu stöðuna aðeins fyrir lok leiksins, en fjórtán marka sigur á að nægja Haukum til að komst áfram og leika í Meistara- deildinni í vetur. Haukar verða með mjög sterkt lið í vetur. Ungir leikmenn eru greini- lega tilbúnir að axla ábyrgðina og þeir eldri og reyndari verða þeim að sjálfsögðu til halds og trausts. Dalius Rasakevicius, nýr erlendur leik- maður Hauka, er ágætur varnar- maður og virðist hafa alla burði til að leika vel í sókninni þó svo hann hafi verið frekar þungur á sér í þessum leik. Kröftugur leikmaður sem verður gaman að fylgjast með í vetur. Andri Stefan er tilbúinn í slag- inn, var fínn fremstur í vörninni og nýtti færi sín vel. Robertas Pauzuol- is virðist í fínu formi og gerði tíu mörk hvert öðru fallegra og Þórir Ólafsson verður sterkur í hægra horninu. Haukar gerðu fjórtán mörk úr hraðaupphlaupum, en það er það sem koma skal, bestu lið keyra óspart á hraðaupphlaupi og það skil- ar sínu. Eins og áður segir var vörn Hauka sterk í leiknum og gekk henni vel að trufla sóknarleik mótherjanna. Vignir Svavarsson var sterkur þar. Gestirnir frá Portúgal eru með þokkalegt lið, en Haukar eru mun sterkari og eiga að komast áfram. Framan af leik virkuðu þeir sprækir en er á leið kom í ljós að heimamenn eru í betri æfingu. Bestur þeirra var hægri hornamaðurinn Sousa og síð- an er stór og stæðilegur leikmaður í stöðu vinstri skyttu, Bota, en hann virtist afskaplega þreyttur og ekki maður til að taka af skarið. Morgunblaðið/Þorkell Robertas Pauzuolis átti góðan leik. Hér sækir hann að Paulo Goncalues, fyrirliða portúgalska liðsins Bernardo Aveiro. Vandræðalítið hjá Haukum Skúli Unnar Sveinsson skrifar HAUKAR áttu ekki í teljandi erfiðleikum þegar þeir mættu portú- galska liðinu Bernardo Aveiro í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Leikið var í Hafnarfirði og höfðu heimamenn sigur, 37:23, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 17:12. Síðari leikur liðanna verður ytra á laugardaginn. „VIÐ vorum að sjálfsögðu búnir að skoða leik liðsins á myndbandi og mér fannst eins og við værum þetta tíu til fimmtán mörkum betri og það kom í ljóst hér í dag,“ sagði Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, eftir leikinn. Spurður um hvort það væri ekki aðeins formsatriði að leika síðari leikinn sagði Halldór: „Nei, það er aldrei formsatriði og þó okkur finnist við miklu sterkari þá erum við minnugir þess þegar við fórum með tíu marka forystu til Noregs fyrir tveimur árum og vorum búnir að tapa henni niður í fyrri hálfleik. Maður veit aldrei í hverju maður lendir þegar komið er á erlenda grund. Við vorum dálítinn tíma að komast í gang í dag enda kannski eðlilegt þar sem þetta er fyrsti stór leikur okkar í vetur, en eftir að við fundum taktinn og náðum að keyra hraðaupphlaupin þá var þetta nokkuð öruggt allan tím- ann. Mörk úr hraðaupphlaupum eru bestu mörkin og markmiðið er að skora sem flest slík mörk,“ sagði Halldór. Leikir í Evrópukeppni eru aldrei formsatriði BÆÐI Juan Pablo Montoya hjá Williams og Kimi Räikkönen hjá McLaren segja titilslagnum í Formúlu-1 hvergi lokið þótt Michael Schumacher hafi farið með sigur af hólmi í Monza í gær og aukið forskot sitt á þá. Hefur hann 82 stig gegn 79 stigum Montoya og 75 stigum Räikkönen þegar enn eru 20 stig til skiptanna. Räikkönen varð aðeins fjórði í gær og er fyrir vikið orðinn 7 stigum á eftir Schumacher í stað tveggja fyrir mót. Montoya var stigi á eftir fyrir kappakst- urinn en fyrst hann varð annar munar nú þremur stigum á þeim Schumacher þegar tvö mót eru eftir. Verði Schumacher í öðru sæti í mótunum tveimur þarf Mont- oya að vinna bæði til að verða heimsmeistari í ár. Verði þeir jafnir að stigum hlýtur Schu- macher titilinn út á fleiri móts- sigra, hefur unnið fimm mót en Montoya tvö og getur því sá síð- arnefndi ekki náð hinum í þeim efnum. Hlutskipti Räikkönen er mun erfiðara, en fyrir mótssigur fást 10 stig, 8 fyrir annað sætið, 6 fyrir þriðja og síðan 5-4-3-2-1. Aðrir ökuþórar eru úr leik en Ralf Schumacher hjá Williams hefur 58 stig, Fernando Alonso hjá Renault og Rubens Barri- chello hjá Ferrari 55 hvor. Þá hefur David Coulthard hjá McLaren unnið 45 stig. Schumacher og Barrichello unnu 16 stig fyrir lið sitt í gær í keppni bílsmiða en Williams 12 og minnkaði forysta síðarnefnda liðsins því niður í fjögur stig, 141:137. Eins og í keppni öku- þóra er útlit fyrir að úrslit í keppni bílsmiða ráðist ekki fyrr en í lokamótinu í Suzuka í Jap- an eftir mánuð. Ætla má að slagurinn standi milli Williams og Ferrari þótt McLaren með sín 120 stig eigi enn fræðilegan möguleika á titl- inum. Með því að jafna sinn besta árangur í ár kom Jacques Ville- neuve BAR-liðinu fram úr Jag- úar og situr það nú eitt í fimmta sæti með 18 stig en í því fjórða er Renault með 79 stig. Þó komst BAR ekki langt fram úr Jagúar því Mark Webber varð sjöundi og fyrir vikið mun- ar aðeins einu stigi, 18:17. Montoya og Räikk- önen segja titil- slagnum ekki lokið PATREKUR Jóhannesson skoraði 6 mörk og Heiðmar Felixson 5 þegar lið þeirra, Bidasoa, tapaði naumlega fyrir Valladolid á útivelli, 29:28, í fyrstu um- ferð spænsku 1. deildarinnar í hand- knattleik. Þetta var fyrsti deildaleikur Patreks með liðinu en hann kom til Spánar í sumar eftir að hafa leikið með Essen í Þýskalandi undanfarin ár. „Þetta var góður leikur og ég er sátt- ur við hann þrátt fyrir tap. Valladolid er með sterkt lið og er sérstaklega erf- itt heim að sækja, og vann t.d. Barce- lona í fyrra. Mér líst vel á mig hjá Bid- asoa og er bjartsýnn fyrir veturinn,“ sagði Patrekur við Morgunblaðið í gær. Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad Real í sínum fyrsta deilda- leik með nýju félagi. Ciudad Real vann þá afar auðveldan útisigur á Teucro, 34:19, og markskorið dreifðist mjög á leikmenn liðsins. Enterríos skoraði flest markanna, 6 talsins, og þeir Julin og Prieto 5 hvor. Barcelona vann auðveldan sigur á Barakaldo, 34:22, Portland San Anton- io sigraði Granollers, 31:27, Ademar vann Valencia úti, 30:25, Altea vann Cangas, 25:20, og Almeria vann Arrate á útivelli, 24:23. Íslendingar skoruðu ellefu mörk í Valladolid LITHÁAR urðu í gær Evrópu- meistarar í körfuknattleik þegar þeir lögðu Spánverja, 93:84, í úr- slitaleik. Ítalir urðu þriðju, unnu Frakka, 69:67, í leik um þriðja sæt- ið. Litháar léku frábærlega í öllu mótinu og átti ekki í nokkrum vandræðum í úrslitaleiknum. Þeir voru þeir einu sem áttu tvo leik- menn, Jasikevicius og Stombergas, í úrvalsliði keppninnar, sem valið var að hennilokinni í gær. Litháar urðu síðast Evrópumeistarar árið 1939 þannig að langt er um liðið og því mikill fögnuður í herbúðum liðs- ins og heima fyrir en þar er körfu- knattleikur mjög vinsæll. Í lið mótsins voru valdir bakverð- irnir Tony Parker frá Frakklandi og Jasikevicius, framherjarnir Andrei Kirilenko frá Rússlandi og Stombergas og miðherjinn Pau Gasol frá Spáni, sem jafnframt var stigahæsti maður mótsins. Predrag Drobnjak frá Serbíu/Svartfjalla- landi tók flest fráköst í mótinu og Arvydas Macjiauskas frá Litháen var með 100% vítanýtingu, hitti úr öllum 28 vítaskotunum sem hann fékk. Litháar Evrópu- meistar- ar í körfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.