Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 11 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 1. október í 3 vikur. Nú getur þú notið skemmti- legasta tíma ársins á þessum vinsæl- asta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Á Costa del Sol er að finna eitt besta veðurfar í Evrópu og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábæran aðbúnað. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í herbergi/stúdíó, 1. okt., 3 vikur. Almennt verð kr. 52.450 Verð kr. 39.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960 Verð kr. 29.950 Flugsæti til Costa del Sol, 1. okt. með sköttum. Almennt verð kr. 31.450 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin 17. sept. – 19 sæti 24. sept. – 23 sæti 1. okt. – 32 sæti 24. sept. • Vikuferð frá 29.963 3 vikur til Costa del Sol 1. október frá kr. 29.950 FRIÐRIK Pálsson, fráfarandi stjórn- arformaður SÍF, segist ekki taka til sín ummæli Halldórs J. Kristjánsson- ar, bankastjóra Landsbanka Íslands, í Morgunblaðinu í gær, heldur hafi Halldór þar vitnað í bréf sem sé sér ótengt. „Ég sagði í viðtalinu að ég teldi Landsbankann hafa komið faglega fram í þessu sameiningarmáli, allt til þess tíma að Halldór J. Kristjánsson gaf þá óheppilegu yfirlýsingu um að næðist ekki sameining með góðu þá yrði leitað „annarra leiða“ til þess. Í viðtali mínu við Morgunblaðið ákvað ég að rekja málið ítarlega og nefnd yf- irlýsing Halldórs hlaut að koma þar við sögu. Í viðtali Morgunblaðsins við Halldór [í gær] gerir hann heldur ekki neinar athugasemdir við þetta viðtal mitt, en notar að mér virðist þetta tækifæri til að svara efnislega því bréfi sem S-hópurinn sendi Landsbanka og Íslandsbanka á dög- unum og varð tilefni til átaka þeirra á milli. Það bréf er mér algjörlega óvið- komandi og ég tel því eðlilegra að Halldór beini athugasemdum þar að lútandi til réttra aðila. Ég tek þess vegna heldur ekki til mín fyrirsögnina á viðtalinu við Halldór, þar sem hann segir „Ósanngjarnt að gagnrýna bankann fyrir hans þátt.“ Sú setning er úr umfjöllun hans um bréf S-hóps- ins en ekki viðtali við mig.“ Spurður um ummæli Bjarna Ár- mannssonar, bankastjóra Íslands- banka, í blaðinu í gær segir Friðrik: „Lýsing mín á atburðarásinni stendur óhögguð, Bjarni svarar engu og hrek- ur ekkert.“ Friðrik Pálsson Tekur ekki til sín ummæli BJÖRN Ingi Sveinsson borgarverk- fræðingur varpaði fram þeirri hug- mynd í gær að gefa framhaldsskóla- nemum fría strætóferð tvisvar á dag gegn framvísun skólaskírteinis til að draga úr umferðarþunga einkabíla. Flutti hann ávarp ásamt þeim Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra og Árna Þór Sigurðssyni forseta borgarstjórnar við setningu Evr- ópskrar samgönguviku í Ráðhúsinu. Sagði Björn Ingi að bifreiðaeign landsmanna væri hlutfallslega jafn- vel orðin meiri en í Bandaríkjunum. „Það blasir við að fólkið sem á alla þessa bíla þarf og vill komast leiðar sinnar,“ sagði hann. „Felst lausnin þá í því að byggja fleiri og fleiri breiðstræti og mislæg gatnamót? Hvernig samræmist þétting byggð- arinnar í eldri hverfunum þeirri stefnu að vernda skuli og varðveita sjarma gömlu borgarinnar ef þétting kallar á hlutfallslega aukningu bíla- flotans?“ Þegar hann spurði hvað væri til ráða og hvort valið stæði á milli almenningssamgangna og einkabílsins, sagði hann óhugsandi að einkabíllinn yrði kvaddur fyrir fullt og allt. „Notkun einkabílsins mun halda áfram að aukast og því þurfum við enn að byggja götur og vegi sem taka mikla umferð, og mis- læg gatnamót. En hvenær og hvar? Það eru hinar stóru spurningar. Það hefur aldrei gefist vel að þvinga fólk til þess að breyta um lífsmynstur,“ sagði hann. Síðar bætti hann við að mikilvægt væri að kenna unga fólk- inu breytta lífshætti í þessu sam- hengi. Að efla almenningssamöngur á höfuðborgarsvæðinu væri framtíð- armarkmið sem ekki næðist á einni nóttu. Víða erlendis væru almenn- ingssamgöngur sjálfsagður hluti af daglegu lífi fólks, en því miður væri því ekki þannig farið hérlendis. Bíllinn stöðutákn Íslendinga „Í hugum ungra Íslendinga í dag er talið nauðsynlegt að eiga bíl,“ sagði hann og taldi bílana tákn um lífsstíl unga fólksins. Sagðist Björn Ingi hafa heyrt því fleygt að borgin borgaði árlega einn milljarð króna með strætisvögnun- um. Sömuleiðis að tekjur Strætós bs. stæðu undir 40% af rekstrarkostn- aði. Sagði hann að ef það væri alveg ókeypis í strætó þá væri meðlag borgarinnar um 700 milljónum krón- um hærra en það er í dag en kannski þyrfti ekki að ganga svo langt að fella algjörlega niður fargjöldin. Síðar sagði hann: „Við þekkjum það flest, að þegar framhaldsskól- arnir hefjast á haustin, er eins og skrúfað sé frá krana og umferðin á höfuðborgarsvæðinu skiptir niður um nokkra gíra. Þetta er svo á morgnana og á kvöldin þegar nem- endur og starfsmenn skólanna eru á leið til og frá skóla. Kannski væri rétt að skoða þetta og gefa öllum nemendum frítt í strætó tvisvar á dag gegn framvísun skólaskírteinis, t.d. á milli 7 og 9 á morgnana og aftur á milli 15 og 17 síðdegis. Kannski gæti svo einföld aðgerð frestað því að gera þyrfti t.d. mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar næstu árin, án þess að tilkostnaður borgarinnar væri of mikill. Á sama tíma myndi unga fólk- ið venjast því að ferðast með þessum hætti og þetta gæti orðið upphafið að nauðsynlegri viðhorfsbreytingu.“ Hugmynd borgarverkfræðings til að létta á umferð einkabíla Framhaldsskólanemar fái ókeypis í strætó YFIRVÖLD og stjórnendur fyr- irtækja á Vesturlöndum hafa síð- ustu ár í auknum mæli reynt að takmarka réttindi vinnandi fólks, bæði innflytjenda og annarra, að sögn Rogers Caleros, aðstoðarrit- stjóra tímaritsins Perspectiva Mundial, sem fjallar um réttinda- mál spænskumælandi innflytjenda í Bandaríkjunum, og blaðamanns tímaritsins The Militant í Banda- ríkjunum. Hann var staddur hér á landi um síðustu helgi þar sem hann talaði um baráttu sína gegn brottvísun innflytjenda úr landi í Alþjóðahúsinu og kynnti sér þessi málefni eins og þau eru hér á landi. Calero, sem er fæddur í Nik- aragúa en hefur búið og starfað í Bandaríkjunum frá árinu 1989, stóð sjálfur frammi fyrir því árið 2000 að yfirvöld ákváðu allt í einu að vísa honum úr landi fyrir þær sakir að hafa reynt að selja óein- kennisklæddum lögreglumanni maríjúana 15 árum áður, er hann var í framhaldsskóla. Þessar upp- lýsingar höfðu samt sem áður legið fyrir þegar hann fékk varanlegt dvalarleyfi árið 1989. „Ég var að koma úr vinnuferð og lenti á flugvellinum í Houston í Texas. Þar var mér tilkynnt að mér yrði vísað úr landi á grundvelli laga sem voru samþykkt árið 1996 og heimila útlendingaeftirlitinu að reka fólk úr landi sem hefur framið minniháttar lögbrot einhvern tím- ann á ævinni. Þetta kom mér al- gerlega á óvart, þar sem ég hafði ferðast til og frá Bandaríkjunum mörgum sinnum. En í þetta sinn var ákveðið að stoppa mig.“ Calero ákvað að berjast fyrir rétti sínum og sóttist eftir stuðn- ingi bæði heima og á alþjóðlegum vettvangi. Hann sagði frá máli sínu á opinberum fundum þar sem hann höfðaði til stuðningsmanna rétt- inda innflytjenda og verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann bendir á að þúsundir annarra innflytjenda verði fyrir svipuðum uppákomum af hendi útlendingaeftirlitsins í Bandaríkjunum. Til dæmis hafi yf- irvöld látið vísa 171 þúsund inn- flytjendum úr landi árið 2001 fyrir minniháttar lögbrot sem þeir höfðu framið einhvern tímann á ævinni, á grundvelli áðurnefndra laga. Mál Caleros varð hins vegar að alþjóðlegri herferð og m.a. skrif- uðu 200 Íslendingar á lista til að mótmæla brottvísun hans. Hinn 22. maí var síðan tilkynnt að brottvís- unin hefði verið felld niður. Calero segir að mál sitt hafi verið orðið of óþægilegt fyrir yfirvöld og því hafi niðurstaðan orðið þessi. Þróun sem var hafin fyrir árásirnar 11. september Hann bendir á að réttindi inn- flytjenda í Bandaríkjunum og víðar hafi verið skert á undanförnum ár- um og að þessi þróun hafi verið byrjuð fyrir árásirnar 11. sept- ember. Þeir atburðir og hið svo- kallaða stríð gegn hryðjuverkum hafi hins vegar verið notuð sem af- sökun fyrir enn harðari stefnu gegn innflytjendum. Hann segir minni réttindi inn- flytjenda vera hluta af stærra sam- hengi sem sé tilhneiging yfirvalda og stjórnenda fyrirtækja til að tak- marka réttindi vinnandi fólks á undanförnum árum. „Þetta eru við- brögð við samdrætti sem á sér stað í heiminum núna. Við sjáum að tugir þúsunda í Bandaríkjunum hafa misst störf en þó er framleiðni að aukast. Fólk er látið vinna leng- ur fyrir lægri laun.“ Hann segir að niðurskurður sé lausn stjórnenda við kreppunni, þannig sé vinnandi fólk látið borga fyrir hana. Alls staðar séu rík- isstjórnir líka að skera niður fé- lagslega þjónustu t.d. við eldra fólk. Hann svarar ákveðið neitandi þegar hann er spurður hvort nið- urskurður sé ekki nauðsynlegur á samdráttartímum. „Nei, alls ekki. Auðlindirnar eru nægar. Spurn- ingin er bara hvernig þeim er skipt og hver stjórnar þeim. Gróði þeirra sem eiga eignirnar má ekki minnka og því þarf fólkið að vinna meira.“ Erlent verkafólk við Kárahnjúka standi saman Hann segir að aukin misnotkun og minni réttindi innflytjenda sé ekki einungis staðreynd í Banda- ríkjunum, heldur um allan heim, meðal annars á Íslandi. Þannig bendir hann á mál erlendra starfs- manna sem starfa við Kára- hnjúkavirkjun en kvartanir hafa borist um að þar sé fólki mismunað eftir þjóðerni hvað varðar laun og aðstöðu. „Þarna er skýrt dæmi um hvernig yfirvöld og stjórnendur fyrirtækisins [Impregilo] nota stefnur og lög til að ganga á rétt- indi þeirra sem þar vinna bæði hvað varðar laun og aðstöðu.“ Hann segir viðbrögð starfsmann- anna þar líka vera dæmi um hvern- ig vinnandi fólk getur staðið saman til að vekja athygli á málstað sín- um. Calero segir að brýnt að forð- ast að íbúar landa líti á erlent vinnuafl sem ógn við sín lífsgæði, það séu ekki þeir sem haldi launum sínum niðri heldur stjórnendur fyritækja. Hann telur að barátta fyrir auknum réttindum vinnandi fólks muni aukast á næstunni. „Vinnandi fólk verður að standa saman óháð kyni, þjóðerni og aldri, það er eina leiðin til að sigra,“ segir hann að lokum. Robert Calero berst fyrir réttindum innflytjenda um heiminn Morgunblaðið/Þorkell Roger Calero blaðamaður er fæddur í Nikaragúa en skyndileg brottvísun hans frá Bandaríkjunum varð að alþjóðlegri herferð. „Mál mitt varð of óþægilegt fyrir yfirvöld“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.