Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 13 sælt veri fólkið VIÐBRÖGÐ við úrslitum þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Svíþjóð um evruaðild hafa verið með ýmsu móti eins og líklegt er. Andstæðingar hennar fagna ákaft en stuðnings- mennirnir eru að sama skapi von- sviknir. Er ýmsu um kennt en ekki síst bágu efnahagsástandi á evru- svæðinu og alveg sérstaklega í Frakklandi og Þýskalandi. Fyrir Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, eru úrslitin mikið áfall og kunna að draga á eftir sér dilk í stjórnmálum landsins. Fyrstu afleið- ingarnar fyrir Svía voru þær, að gengi krónunnar lækkaði lítillega og vextir hækkuðu örlítið. Í sænsku blöðunum eru ýmsar ástæður nefndar fyrir niðurstöðunni, meðal annars, að kosningabarátta andstæðinga hafi verið beinskeyttari en stuðningsmanna auk þess sem fólk hafi óttast hið óþekkta og þau áhrif, sem evruaðildin kynni að hafa á velferðarkerfið. Þar fyrir utan hafi margir notað tækifærið til að kjósa gegn tilskipunum að ofan, toppunum í samfélaginu. Um 80% sænskra þingmanna studdu evruaðildina. Fremur bágt efnahagsástand í mörgum evrulöndum varð heldur ekki til að gera evruna eftirsóknar- verða í augum sænskra kjósenda og sú staðreynd, að Frökkum og Þjóð- verjum mun hugsanlega haldast það uppi að fara út yfir leyfileg mörk í fjárlagahalla, hefur komið því inn hjá mörgum, að í Evrópusambandinu gildi tvenn lög: ein fyrir stóru ríkin og önnur fyrir smáríkin. Þriggja ríkja blokk Úrslitin í Svíþjóð höfðu engin áhrif á gengi evrunnar en þau geta haft mikil áhrif í Bretlandi og Danmörku, sem einnig standa utan myntbanda- lagsins. Bresku blöðin voru flest á því máli, að nú væru engar líkur á at- kvæðagreiðslu um evruna í Bret- landi á næstu árum. Í sumum þeirra segir, að nú hafi dregið úr hættunni á aukinni einangrun Breta utan evru- svæðisins og aukið líkur á, að Bret- land, Svíþjóð og Danmörk myndi hálfvaranlega blokk utan þess. Önn- ur blöð segja að þegar frá líði muni úrslitin engu skipta fyrir Breta. Danskir evruandstæðingar fögn- uðu niðurstöðunni í Svíþjóð en And- ers Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, sagði, að hún myndi ekki breyta því, að Danir yrðu að stefna að fullum áhrifum innan Evrópusambandsins og losa sig við núverandi fyrirvara. „Áhrif dönsku undantekninganna aukast með nýjum ESB-sáttmála og því er það enn brýnna en áður, að við tökum fullan þátt í samstarfinu. Þeg- ar tíu ný ríki koma inn, verður það lífsnauðsynlegt fyrir hvert einasta ríki að rödd þess heyrist á öllum sviðum,“ sagði Rasmussen. Viðbrögð við úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Svíþjóð Engar líkur á evrukosn- ingu í Bretlandi í bráð AP Félagar í Vinstriflokknum og Umhverfisflokknum fögnuðu ákaflega þegar ljóst var, að Svíar höfðu fellt evruaðildina í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Niðurstaða sögð dómur yfir bágu efnahagsástandi á evrusvæðinu JACK Straw, utanríkisráðherra Bretlands, reyndi á síðustu stundu að fá Tony Blair forsætisráðherra til að hætta við þátttöku í innrásinni í Írak en án árangurs. Kemur þetta fram í nýrri bók, „Stríðin hans Blairs“, sem breska sunnudagsblaðið Mail on Sunday birtir útdrætti úr. Í bókinni segir, að Straw hafi sent Blair skrifleg skilaboð nokkrum dög- um fyrir innrásina í mars og hvatt hann til að segja George W. Bush Bandaríkjaforseta, að Bretar myndu veita Bandaríkjamönnum siðferðileg- an og stjórnmálalegan stuðning en ekki taka beinan þátt í innrásinni. Segir höfundur bókarinnar, John Kampfner, að Blair hafi hafnað þess- ari ósk Straws og krafist þess, að hann styddi innrásina þrátt fyrir efa- semdir sínar um hana. Kemur bókin út 22. september næstkomandi. Hluti af varaáætlun? Talsmaður bresku stjórnarinnar sagði í gær, að orðsending Straws til Blairs hefði í raun verið hluti af áætlun um það hvernig við skyldi brugðist ef meirihluti þingmanna myndi fella þá ákvörðun að ráðast inn í Írak með Bandaríkjamönnum. Michael Ancram, talsmaður Íhalds- flokksins í utanríkismálum, sagði hins vegar, að upplýsingarnar kölluðu á fullkomna rannsókn á því hvernig leyniþjónustuupplýsingar hefðu verið notaðar í aðdraganda stríðsins. Í bók Kampfners er því einnig haldið fram, að Blair hafi á laun fallist á að taka þátt í innrásinni þegar í apríl 2002 en þá átti hann fund með Bush á búgarði hans í Crawford í Texas. Sagt er, að Blair hafi sjálfur haft efasemdir um leyniþjónustuupplýsingar um gereyðingarvopn Íraka en þau voru meginröksemd hans fyrir innrásinni. Hafi hann raunar haft undir höndum upplýsingar um, að geta Íraka til að framleiða og beita slíkum vopnuð hafi minnkað verulega. Vildi umboð frá Sameinuðu þjóðunum Kampfner, sem er stjórnmálarit- stjóri tímaritsins New Statseman, segir, að Straw hafi sent Blair orð- sendinguna er Blair kom frá Asor- eyjafundinum með Bush 16. mars og varað hann við innrásinni nema fyrir lægi skýrt umboð frá Sameinuðu þjóðunum. Hafi hann lagt til, að Bret- ar tækju þátt í friðargæslu og upp- byggingu í Írak eftir stríð en Blair svarað því til, að þessar óskir hans kæmu of seint, innrásin væri afráðin. Dagblaðið Observer skýrði frá því á sunnudag, að nýjar upplýsingar frá bresku leyniþjónustunni styrktu fyrri efasemdir um þá fullyrðingu Blairs, að Írakar hefðu haldið áfram fram- leiðslu efna- og sýklavopna allt þar til innrásin var gerð. Observer segir að fullyrðing for- sætisráðherrans hafi verið byggð á einni heimild, sem háttsettur maður í leyniþjónustunni hafi lýst sem „allt of afdráttarlausri“. Segir blaðið, að þrátt fyrir viðvaranir sérfræðinga hafi þessi fullyrðing verið í Íraks- skýrslu stjórnarinnar í september í fyrra. Í nótu frá leyniþjónustu varn- armálaráðuneytisins fjórum dögum fyrir birtingu skýrslunnar segi hins vegar, að ekki hafi verið sannað svo óyggjandi sé, að Saddam Hussein Íraksforseti hafi haldið áfram að framleiða efna- og sýklavopn. Útdráttur úr væntanlegri bók, „Stríðin hans Blairs“ Bað Straw Blair að hætta við Íraksstríð? London. AFP. 67 farast í eldsvoða Riyadh. AFP. SEXTÍU og sjö fangar týndu lífi í gær þegar eldur blossaði upp í stærsta fangelsi Sádi-Arabíu í borginni Riyadh. Talsmenn innanríkisráðuneytis landsins sögðu að 20 manns hefðu slasast í brunanum. Ekki var í gær vitað hvers vegna eldurinn braust út en getgátur voru uppi um að kviknað hefði í út frá raf- magni. Þá lá heldur ekki fyrir hvort íslamskir hreintrúarmenn, sem handteknir hafa verið vegna meintra tengsla við hryðjuverk- samtök, hefðu verið á meðal þeirra sem fórust. Nefnd hefur verið skipuð til að fara með rannsókn málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.