Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ fólkið Brynjar Níelsson hrl. fjallar um sjúkdómshugtakið í lagalegum skilningi á Lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 16. september kl. 16.30. Fyrirlesturinn verður fluttur í húsakynnum Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti 23 í stofu 14. Í erindi sínu mun Brynjar fjalla um réttindi geðsjúkra, sjálfræðissvipt- ingar og nauðungarvistanir með hliðsjón af lögum og dómafram- kvæmd. Þá mun hann leita svara við þeirri spurningu hvort tiltekin mannréttindi séu algild eða ráðist af skoðunum meirihlutans hverju sinni eða háværs minnihluta ef því er að skipta. Í DAG Þóroddur Bjarnason félagsfræð- ingur fjallar um framtíðarsýn ís- lenskra unglinga og viðhorf þeirra til heimahaganna í fyrirlestri sem hann flytur á Félagsvísindatorgi við Háskólann á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 17. september, kl. 16.30. Fyrirlesturinn ber heitir „Ertu að fara, elsku vinur?“ Hann verður fluttur í stofu 14 í húsakynn- um Háskólans á Akureyri við Þing- vallastræti. Kynntar verða breytingar á búsetu- óskum og búsetuvæntingum ís- lenskra unglinga frá 1992 til 2003 og rætt um þá þætti sem slíkum við- horfabreytingum tengjast. Þór- oddur, sem er lektor í félagsfræði við State University of New York í Bandaríkjunum, hefur stundað margvíslegar rannsóknir á við- horfum og hegðun íslenskra ung- linga og ritað fjölda greina um þau efni. Á MORGUN KVENNASAMBAND Akur- eyrar og Samband eyfirskra kvenna hafa sameinast í eitt samband, Kvennasamband Eyjafjarðar, KSE. Samein- ingarfundurinn var haldinn í Árskógi á Árskógsströnd sl. laugardag að viðstaddri stjórn og forseta Kvenfélaga- sambands Íslands. Tilgangur sambandsins er að efla kynningu og samvinnu með kvenfélögum á sam- bandssvæðinu, að styðja í hví- vetna að fræðslu og menning- armálum og efla velferð heimilanna og vinna að mark- miðum KÍ. Formaður KSE er Halldóra Stefánsdóttir á Ak- ureyri, gjaldkeri er Arnljót Eysteinsdóttir á Akureyri og ritari Anna Lilja Stefánsdótt- ir, Hauganesi. Í sameinuðu sambandi eru 10 kvenfélög, Kvenfélagið Aldan-Voröld, Eyjafjarðar- sveit, Kvenfélagið Bald- ursbrá, Akureyri, Kvenfélag- ið Hlíf, Akureyri, Kvenfélag Hríseyjar, Kvenfélagið Hvöt, Árskógsströnd, Kvenfélag Hörgdæla, Kvenfélagið Ið- unn, Eyjafjarðarsveit, Kven- félagið Tilraun, Svarfaðardal, Kvenfélagið Von, Siglufirði, og Kvenfélagið Æskan, Ólafs- firði. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum á laugardag var boðið upp á kaffi og skemmtiatriði. Margrét Guð- mundsdóttir las upp ljóð og sögur eftir svarfdælskar kon- ur og þrjár ungar stúlkur úr Svarfaðardal sungu nokkur lög. Tískuverslun Steinunnar stóð fyrir tískusýningu og að lokum sameinuðust kven- félagskonur við Eyjafjörð í fjöldasöng við undirleik Hlín- ar Torfadóttur. Kvenna- sambönd í Eyjafirði sameinast AÐSÓKN að Lautinni, sem er at- hvarf fyrir geðfatlaða á Akureyri hefur aldrei verið meiri en nú á nýliðnu sumri, en starfsemin hófst fyrir um þremur árum, haustið 2000, og hefur farið vaxandi upp frá því. Um var að ræða tilraunaverk- efni á vegum Akureyrardeildar Rauða krossins, Akureyrarbæjar og Geðverndarfélags Akureyrar. Nú hafa fulltrúar þeirra skrifað undir nýjan samning um áfram- haldandi starfsemi Lautar og er reksturinn þar með tryggður til næstu þriggja ára. „Við erum afar ánægð með samninginn,“ sagði Kristján Jó- steinsson sem sæti á í stjórn Geð- verndarfélags Akureyrar, en at- hvarfinu var á sínum tíma komið á fót að frumkvæði félagsins. Fyr- irmynd þess voru athvörf fyrir geðfatlaða sem rekin voru á höf- uðborgarsvæðinu, Vin í Reykja- vík, Dvöl í Kópavogi og Lækur í Hafnarfirði. Kristján sagði mark- mið athvarfsins að rjúfa fé- lagslega einangrun, draga úr end- urinnlögnum á geðdeildir og skapa umhverfi þar sem ríkir gagnkvæm virðing og traust. „Þetta fór af stað sem tilraun, við vissum af fólki hér í bænum sem bjó við mikla einangrun og starf- semin virðist hafa spurst vel út því aðsóknin hefur farið vaxandi og náði hámarki nú í sumar,“ sagði Kristján. Hann sagði starf- semina hafa þróast á tilraunatím- anum og æ fleiri fyndu að Laut væri góður staður heim að sækja. „Fólk kemur í heimsókn á eigin forsendum, fyrst og fremst til að hitta annað fólk og upplifa nær- veru þess. Þarna fær fólk færi á að hitta aðra sem upplifað hafa sambærilega lífsreynslu og það sjálft og það virðist hafa góð áhrif. Fyrir marga gestanna er þetta risaskref að taka,“ sagði Kristján. Í úttekt sem Jón Björnsson gerði á liðnum vetri á starfsemi Lautar kom fram að eindregin þörf er fyrir staðinn og kvaðst Kristján vonast til þess að hann hefði fest sig vel í sessi að þremur árum liðnum sem varanlegt úr- ræði í málefnum geðsjúkra. Akureyrarbær mun leggja fram fjórar milljónir króna til þessa verkefnis og Rauði krossinn sömu upphæð, en Geðverndarfélag Ak- ureyrar tvær milljónir, sem er framlag frá heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneyti. Nýr samningur tryggir athvarf Lautar, athvarfs geðfatlaðra Aðsókn hefur aukist og náði hámarki í sumar Morgunblaðið/Kristján Kristján Jósteinsson, stjórnarmaður í Geðverndarfélagi Akureyrar, t.v., Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Sigurður Ólafsson, formaður Ak- ureyrardeildar Rauða krossins, undirrituðu samninginn. þessum hætti. Fyrirtækið Malbikun KM ehf. á Akureyri hefur fjárfest í tækjabúnaði til að hita upp og leggja malbik og var hann prófaður á Syðri-Bægisá. Alls er lagt á um 130 fermetra í fjósinu, á fóðurgang og stéttar. Efnið er mjög fljótt að harðna og geta kýrnar farið að ganga á því um hálftíma eftir að það er lagt. Hér er ekki um hefðbundið götu- malbik að ræða, heldur asfalt-efni, sem sett er í sérstakt íblöndunarefni fyrir þessar aðstæður. Efnið kemur tilbúið í sekkjum til landsins en er hrært og hitað í katlinum. Eftir að efnið hefur verið lagt er sandi stráð yfir það, sem gerir það stamt. Efnið er hitað í yfir 200 gráður í katlinum áður en það er lagt. Þótt hér sé um nýjung að ræða hérlendis, er að- ferðin við flytja efnið og leggja það nokkuð gamaldags. Efnið er flutt frá katlinum í tréfötum og það slétt- HELGI Steinsson bóndi á Syðri- Bægisá í Hörgárbyggð hefur unnið að endurbótum á fjósi sínu und- anfarnar vikur. Skipt hefur verið um milligerði, sett upp nýtt mjalta- kerfi á braut og í gær var fjósið mal- bikað. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem fjós á Íslandi er malbikað með að með trésleifum. Þar sem hörðn- unartími efnisins er stuttur þurfa menn að hafa hraðar hendur við lagningu þess. Kristján Árnason eigandi Malbik- unar KM sagðist hafa verið beðinn að skoða þennan möguleika af að- ilum í mjólkuriðnaðinum. Hann fór til Þýskalands, þar sem efnið er framleitt og kynnti sér lagningu þess og tækjabúnað og réðst svo í þessa fjárfestingu. Kristján sagði að Helgi á Syðri-Bægisá hefði riðið á vaðið en að margir bændur hefðu sýnt málinu áhuga. Sérfræðingur frá framleiðanda efnisins í Ham- borg er staddur hér á landi er hann að kenna starfsmönnum KM malbik- unar réttu handbrögðin. Kristján Gunnarsson mjólkureft- irlitsmaður hjá Norðurmjólk hefur verið baráttumaður fyrir því að ís- lenskir bændur prófuðu þetta efni, eftir að hann kynntist því í Dan- mörku fyrir nokkrum árum. Krist- ján sagði að yfir 10 bændur á fé- lagssvæði Norðurmjólkur ætluðu að fá sér svona efni í fjós sín og hann er þess fullviss að bændur víðar um land muni gera slíkt hið sama. Krist- ján sagði að þetta efni væri mikið notað í fjósum í Danmörku og að reynslan af því væri mjög góð. Hann sagði að ýmsir sérfræðingar teldu þetta besta efnið fyrir gripina. „Efn- ið er auðvelt að þrífa, það er gott fyrir fætur kúnna, er stamt og því lítil hætta á að þær detti, þannig að heilsufarslega er þetta því yfir- burða efni,“ sagði Kristján. Hægt að nota mismunandi íblönd- unarefni í asfaltið og nota það við ýmsar aðstæður. Það hefur verið notað á gólf í íbúðarhúsum erlendis – í stað þess að flota gólfin, til við- gerða á hraðbrautum og flugvöllum og þá hefur efnið verið lagt á brúar- gólf, svo eitthvað sé nefnt. Fjósið á Syðri-Bægisá malbikað Morgunblaðið/Kristján Randver Gunnarsson og Kristján Árnason fengu að svitna duglega við að slétta malbikið í fóð- urganginum, enda er efnið yfir 200 gráðu heitt þegar það er lagt. Malbikuð fjós eru nýjung hér á landi, en aðferðinni kynntist Kristján í Danmörku. Það þarf hrausta menn til að bera malbikið í fötum á staðinn, eins og þau Berglind Kristjánsdóttir og Ómar Ólafsson fengu að reyna í fjósinu á Syðri-Bægisá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.