Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 21 Gunnar Tónn Gu nnarsson Kt.: 021 070-000 9 FÉLAG SSKÍRT EINI ST ARFSÁ RIÐ 20 03-200 4 og sérstök vildarkjör! Ný félagsskírteini Félagsmenn í Vinafélagi Íslensku óperunnar fá • 10% afslátt af miðum á óperusýningar Íslensku óperunnar • 15% afslátt af miðum á óperutónleika og minni uppfærslur Íslensku óperunnar • 25% afslátt af miðum á hádegistónleika Íslensku óperunnar • 10% afslátt af þátttökugjaldi á óperu- námskeiðum Vinafélagsins og Endurmenntunar HÍ • áskrift að Óperublaðinu • 15% afslátt af vörum (geisladiskum, dvd-diskum og myndböndum) í 12 Tónum, Skólavörðustíg 15 • 15% afslátt af klassískri tónlist (á geisla- diskum, dvd-diskum og myndböndum) í Skífunni, Laugavegi 26 gegn framvísun félagsskírteinis Skuldlausir félagsmenn fá nýju skírteinin send fyrir 10. október. Skráning nýrra félaga stendur yfir. Sími: 511 6400 Netfang: vinafelag@opera.is Upplýsingar um fjölbreytta dagskrá Óperunnar er að finna á Óperuvefnum: www.opera.is ÞÝSKI organistinn Rose Kirn heldur tónleika í Selfosskirkju í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru hluti af Sept- embertónleikum í Selfosskirkju sem Glúmur Gylfason, org- anisti á Selfossi, hefur staðið fyrir sl. tólf ár. Kirn segist ung hafa heillast af orgelinu, því aðeins sex ára gömul heyrði hún fyrst í einu af stærsta og falleg- asta orgelinu í Þýska- landi, sem er í klaustr- inu í Weingarten rétt hjá Bodensee þar sem hún bjó. Orgelið var upp- runalegt hljóðfæri, með fimm hljóm- borðum, byggt á árunum 1750–90 og hefur að sögn Kirn einstaklega fal- legan hljóm. Hún fékk þó ekki að taka í orgelið fyrr en hún var orðin þrettán ára, en lærði fram að því á píanó. Ung fór hún til Rómar og lærði í nokkur ár hjá Fernando Germani, en þegar heim til Þýska- lands kom gerðist Kirn organisti í St. Georgs-kirkjunni í Hamborg, auk þess sem hún var ráðin aðalprófess- orinn í orgel- og kirkjumúsíkdeild- inni í Tónlistarskólanum í Hamborg og gegndi þeirri stöðu um áraraðir. Að sögn Kirn hefur hún ein- staklega gaman af því að spila bar- okktónlist, sérstaklega á upp- runalegt hljóðfæri. „En auðvitað er gaman að spila hvaða tónlist sem er, hvort sem hún nefnist barokk, róm- antík eða klassík, svo framarlega sem hún er góð.“ Spurð um efnisskrá tónleikanna í kvöld segir Kirn J.S. Bach mynda nokkurs konar kjarna í dagskránni. „Ég ætla að spila þrjú verk eftir Bach sem ramma inn dagskrána, en þess utan verð ég með verk eftir tvö tónskáld sem eru eldri en Bach og þrjú sem eru yngri. Eldri tónskáldin tvö eru J. Pachelbel og D. Buxterhude, en þeir höfðu báðir töluverð áhrif á Bach. Sá fyrr- nefndi var kennari bróður Bachs, en sá síð- arnefndi var kennari Bachs. Af yngri tón- skáldunum valdi ég tónskáld sem á ein- hvern hátt tengjast Bach, þannig er J. Rheinberger undir talsverðum áhrifum frá Bach þótt hann tilheyri snemmrómantíkinni og S. Karg- Elert, sem tilheyrir Jugendstílnum í listum, skrifaði t.d. 56 kóralforspil í anda Bachs. Auk þess mun ég spila verk eftir hinn franska A. Guilm- ant.“ Kirn segist mikið ferðast, bæði til þess að spila og ekki síst til þess að kenna. Í gærkvöldi hélt hún t.a.m. masterklass-námskeið í Selfoss- kirkju. Aðspurð hvort hún hafi alltaf haft gaman af því að kenna svarar Kirn því til að kennslan hafi ætíð verið sér ástríða. „Mér finnst í raun sífellt skemmtilegra með árunum að kenna, því mér finnst ég alltaf læra og skynja eitthvað nýtt í tónverk- unum í hvert sinn sem ég kenni þau.“ Tónleikar Rose Kirn eru þriðju tónleikarnir í Septembertónleika- röðinni í ár. Næstkomandi þriðjudag leika sellóleikarinn Gunnar Björns- son og Haukur Guðlaugsson orgel- leikari, en Björn Steinar Sólbergs- son organisti leikur þriðjudaginn 30. september nk. Heillaðist ung af orgelinu Rose Kirn Á VESTURVEGG Skaftfells á Seyðisfirði stendur nú yfir myndlistarsýning Einars Vals. Verkið er myndbands- verk og nefnist 24 – Seyd- isfjordur. Verkið sýnir sólar- hring útum eldhúsglugga listamannsins, en hann býr á Seyðisfirði. Þetta er fyrsta einkasýning Einars en hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Sýn- ingin stendur til 26. septem- ber. Myndverk á vegg Skaftfells Ég sofna og Ég vakna – galdra- myndabækur fyrir yngstu börnin. Þetta eru litríkar harðspjaldabækur og hverja opnu prýðir nýstárleg víxl- mynd sem breytist þegar bókinni er snúið. Höfundur texta og mynda er Sue King. Útgefandi er Mál og menning. Hvor bók er 10 síður, prentuð í Kína. Verð: 890 kr. Börn ALDARMINNING Victors Urbanc- ic verður heiðruð með dagskrá í Saln- um í kvöld kl. 20.00. Flutt verða nokk- ur verk eftir Urbancic, þar á meðal Mala Svíta, fyrir fiðlu, selló og píanó frá 1935, en verkið hefur ekki heyrst hér á landi áður. Svítuna leika þær Hildi- gunnur Halldórsdóttir, Bryndís Björgvinsdótt- ir og Hrefna Unnur Eggertsdóttir. Þórunn Guðmundsdóttir og Hrefna Unnur flytja ljóðaflokkinn Elisabeth ópus 8, frá 1936, við ljóð eftir Hermann Hesse og blásararnir Ásgeir Hermann Steingríms- son, Eiríkur Örn Páls- son, Þorkell Jóelsson, Oddur Björnsson, og Sigurður Þorbergsson leika ásamt Hrefnu Unni Eggertsdóttur Fimm þætti fyrir píanó og málmblásara op 12. Victor Urbancic byrjaði á verkinu í Graz í Austurríki árið 1938, og lauk því nýfluttur hingað til lands ári seinna. Milli tónlistaratriða fjallar dr. Bjarki Sveinbjörnsson um ævi og störf Victors Urbancic og leikur hljóðritanir úr safni Ríkisútvarpsins. Hvalreki fyrir tónlistarlífið Kjartan Óskarsson skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík og einn skipuleggjenda tónleikanna segir það hafa verið mikinn hvalreka fyrir ís- lenskt tónlistarlíf að Victor Urbancic skyldi hafa komið hingað til lands. „Munurinn á honum og ýmsum öðr- um tónlistarmönnum sem hingað komu og unnu líka gott starf er sá, að Urbancic var fullþroskaður lista- maður og átti þegar verulegan feril að baki þegar hann kom hingað. Hann var þá orðinn 35 ára og hafði starfað víða sem kennari, fræðimað- ur, tónskáld og hljóm- sveitarstjóri. Ef maður skoðar það sem hann gerði hér, þá kemur í ljós að það er óhemju yfirgripsmikið, og ótrú- lega mikið starf sem hann vann þau 20 ár sem hann lifði hér.“ Það leynir sér ekki í samtölum við þá sem unnu með Urb- ancic, að hann var ekki aðeins mik- ilhæfur tónlistarmaður, heldur ein- stakt ljúfmenni. „Menn hljóta mis- jafnan dóm, en ég hef ekki heyrt nokkurn einasta mann varpa hnjóðs- yrði í Urbancic, og engan heyrt segja honum nokkuð til lasts. Það tala allir afskaplega vel og hlýlega um hann.“ Urbancic samdi talsverðan fjölda verka áður en hann flutti hingað, en í því annríki sem tók við hér, við upp- byggingu tónlistarlífs, var minni tími til tónsmíða. „Hann hefur þó verið mjög fínt tónskáld. Það er samt enn fullt af verkum eftir hann sem ekki hefur heyrst hér. Hann hefur ekkert verið að halda þeim á lofti. Í þessu ágæta landi okkar erum við svo nýj- ungagjörn og horfum svo mikið fram á veginn, að við eigum það til að gleyma því sem gott var í fortíðinni.“ Fjölmenntaður doktor í Brahms Victor Urbancic fæddist í Vínar- borg 9. ágúst 1903. Hann lauk dokt- orsprófi í tónvísindum árið 1925. Doktorsritgerð hans fjallaði um són- ötuformið í verkum Brahms og er enn víða til hennar vitnað. Árið 1926 lauk hann prófum í hljómsveitarstjórn frá tónlistarakademíunni og síðar fylgdu lokapróf í píanóleik og orgelleik. Að loknu námi var Urbancic ráðinn hljómsveitarstjóri við óperuna í Mainz í Þýskalandi og síðar starfaði hann við óperuhúsin í Belgrad í Júgó- slavíu og Graz í Austurríki auk þess að veita tónvísindadeild háskólans í Graz forstöðu. Árið 1938 neyddist hann til að yfirgefa ættjörð sína. Hann fluttist hingað til Íslands ásamt eiginkonu sinni dr. Melittu fæddri Grünbaum, en hún var málvísinda- kona, skáld, leikkona og myndhöggv- ari, og þremur börnum. Á Íslandi fæddist þeim svo fjórða barnið. Hann tók virkan þátt í að auðga og móta ís- lenskt tónlistarlíf. Auk kennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík tók hann við stjórn Hljómsveitar Reykja- víkur, sem var undanfari Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Ennfremur stjórnaði hann áskriftartónleikum Tónlistarfélagsins um tólf ára skeið og stofnaði Tónlistarfélagskórinn, sem síðar varð Þjóðleikhúskórinn. Hann lék á tónleikum með fjölda inn- lendra og erlendra listamanna og frá 1938 var hann organisti og kórstjóri við Kristskirkju í Landakoti. Þar hafði hann forgöngu um að fyrsta „mekaníska“ pípuorgel landsins var byggt, árið 1950, Frobeníusarorgelið sem stendur þar enn. Dr. Urbancic var einn af stofnendum Félags ís- lenskra organleikara og formaður söngmálaráðs Landssambands blandaðra kóra. Árið 1942 hóf hann að safna íslenskum þjóðlögum og radd- setja þau og því starfi hélt hann áfram meðan hann lifði. Á árunum 1940– 1952 stjórnaði hann flutningi á fjöl- mörgum stórum kór- og hljómsveit- arverkum og var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir að fella íslenska passíusálma að Jó- hannesarpassíu Bachs. Urbancic stjórnaði flutningi á fyrstu óperunni hérlendis með íslenskum söngvurum og hljóðfæraleikurum. Þetta var óperan Rigoletto eftir Verdi í nývígðu Þjóðleikhúsi Íslendinga árið 1950. Ár- ið 1953 var Urbancic svo ráðinn hljómsveitarstjóri Þjóðleikhússins og söngstjóri Þjóðleikhússkórsins. Urb- ancic lést í Reykjavík langt um aldur fram 4. apríl 1958. Kjartan Óskarsson kveðst vonast til þess að verk Victors Urbancic heyrðust oftar í framtíðinni. „Þarna eru mörg verk óspiluð og verk sem fá- ir vita um; frá 1936 eru til dæmis tvö stór verk, annað fyrir selló og píanó og hitt fyrir víólu og píanó. Ég vona að fólk fari að skoða þessa tónlist og gefa henni gaum.“ Aldarminning Victors Urbancic tónlistarfrömuðar heiðruð með dagskrá í Salnum í Kópavogi Mikilhæfur ljúflingur og gott tónskáld Morgunblaðið/Þorkell Tónlistarmennirnir sem taka þátt í flutningi verka Victors Urbancic í Salnum í kvöld. Dr. Victor Urbancic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.