Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 23 Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 LANGVINNIR verkir eru vanda- mál sem margir þekkja. Stundum fær fólk verki án áverka en skýringin getur legið í of miklu líkamlegu eða and- legu álagi. Flestir sem þjást af verkjum draga úr líkams- þjálfun eða hætta al- veg. Það eru eðlileg viðbrögð líkamans að koma sér undan verkjum en hreyf- ingaleysi getur komið af stað enn meiri vandamálum. Með tímanum dregur úr þoli og þreki en samtímis minnkar getan til að stunda vinnu og félagslíf. Margir finna fyrir kvíða vegna minnkandi getu á ýmsum svið- um. Þannig hafa verkir einnig nei- kvæð áhrif á andlega líðan. Verkir geta haft áhrif á líkams- stöðu fólks sem oft verður þannig að líkamsþunginn er á hælunum, hnén „læsast“, mjaðmir vísa fram, mjó- hryggur fer í fettu og hakan fer fram. Þá er óþarfa álag á mörgum liðamót- um. Spenna myndast í vöðvum sem veldur truflun á blóðrás sem getur viðhaldið verkjunum eða aukið þá. Til að snúa blaðinu við er nauðsynlegt að bæta líkamsástandið. Oft hentar ekki sú þjálfun sem í boði er. Fólk byrjar að æfa en gefst upp eftir mismargar tilraunir. Ein ástæðan er að léttustu tímarnir í leikfimi eru of erfiðir fyrir viðkomandi. Margir fá þau skilaboð frá læknum og öðrum „að fara út að ganga“. Ég tek undir þau orð því ganga hentar flestum. Þó er algengt að heyra fólk með verki kvarta yfir að þeir versni við göngu. Oft er ástæðan tengd líkamsstöðunni en þegar fólk stendur í hinni „læstu“ stöðu er hætt við að göngulagið sé í sömu átt. Þá vantar fjöðrun í göngulagið og spenn- unni er haldið í vöðvunum. Með „læstu“ stöðunni vantar þau jákvæðu áhrif sem gangan getur gefið. Má þar nefna eðlilega hreyfingu á liði og vöðva sem örvar blóðrásina. Til að geta breytt líkamsstöðunni og göngu- lagi þarf að efla líkamsvitund. Lík- amsvitund er það að skynja líkam- ann. Það þýðir að geta gert greinarmun á spenntum og slökum vöðva og hvort liðamót eru í slakri eða læstri stöðu. Einnig að finna mun á verk og spennu eða þreytu. Ef mað- ur vill breyta líkamsstöðu sinni er gott ráð að skoða stöðuna eins og hún er. Ef maður getur fundið hvernig staðan er, er hægt að breyta henni og leita eftir þægilegri og áreynslulítilli stöðu þar sem liðir og vöðvar eru í jafnvægi. Til eru ýmsar aðferðir til að örva líkamsvitund svo sem Tai Chi Quan og aðferðir sem kenndar eru við Dropsy og Feldenkrais. Einnig sum- ar tegundir Yoga og Alexander- tæknin. Burt séð frá hvaða aðferð er notuð þarf kennarinn að vera meðvit- aður um eigin líkamsvitund. Þeir sem kenna fólki með heilsubresti þurfa að hafa þekkingu á líkams- og sjúk- dómafræðum. Það er gott að kanna bakgrunn kennarans áður en haldið er á námskeið. Tai Chi er æfingakerfi sem upp- runnið er í Kína. Það hefur meðal annars þann tilgang að viðhalda and- legu og líkamlegu jafnvægi. Mikið er lagt upp úr líkamsstöðunni og að finna réttan þyngdarpunkt. Hvort sem um kyrrstöðu eða hreyfingu er að ræða fæst jafnvægi í álagi á liða- mót og vöðva en þá næst einnig fram slökunarástand. Þannig skapast ástand sem er hugleiðsla með eða án hreyfingar. Þróast hafa mismunandi kerfi sem öll flokkast undir samheitið Tai Chi Quan. Öll kerfin hafa sama grunn þó hvert hafi sitt sérkenni. Öll nota þungaflutning, snúninga og spíralhreyfingu sem kölluð er „reel- ing silk“ og er nafnið dregið af hreyf- ingu silkiormsins í púpunni. Í „reel- ing silk“ er lögð áhersla á að ná tökum á þungaflutningi, snúningum og jafnvægi huga og líkama en þar með skapast grunnurinn að flóknari kerfum. Í kínverskri læknisfræði er talað um lífsorku sem flæðir eftir brautum um líkamann en allar brautirnar krossa í punkti sem liggur í kviðnum og er miðja líkamans. Heilbrigður líkami og sál hefur óhindrað flæði lífsorkunnar um brautir sínar. Ef hindrun verður á flæðinu getur það leitt til verkja og/eða sjúkdóma. Öll kerfin miða að því að fá lífsorkuna til að flæða óhindrað um líkamann. Í Tai Chi þarf maður að skynja eig- in líkamsbyggingu, styrk og hreyfi- getu með því að einbeita sér að lík- amsástandinu hverju sinni. Með tímanum á maður að geta beitt eigin líkamsvitund til að ákvarða hvort maður ráði við ákveðið verkefni eða ekki. Þegar framkvæma á Tai Chi þarf maður að kyrra líkama og huga og einbeita sér að eigin vitund til að ákvarða hversu stórt fyrsta skrefið á að vera því af því ræðst hversu erfið þessi lota verður. Í hverri lotu á að nota líkamann á áhrifaríkan hátt, nota nægan styrk án óþarfa spennu. Hreyfingarnar eiga að flæða um lík- amann þannig að allir hlutar lík- amans verði ein heild. Fólk á öllum aldri getur stundað Tai Chi. Fólk sem þarf að nota ein- beitingu í starfi, svo sem lista- og íþróttafólk getur nýtt sér Tai Chi til að ná enn meiri árangri. Einnig geta ýmsir sjúklingahópar og aldraðir not- að Tai Chi til að styrkja sig. Tai Chi er líka kjörið æfingakerfi fyrir fólk með langvinna verki þar sem það sameinar líkamsvitund, líkams- þjálfun og hugleiðslu. Langvinnir verkir, líkams- vitund og Tai Chi Quan Eftir Sigrúnu Völu Björnsdóttur Höfundur er sjúkraþjálfari og kennir Tai Chi Quan hjá Hreyfigreiningu og á HNLFÍ. Á UNGLINGSÁRUM eiga sér stað miklar breytingar. Kröfur og skyldur samfélagsins aukast og fyr- irsjáanlegar eru mikilvægar ákvarð- anir um framtíðina. Huga þarf m.a. að menntun, hvað mað- ur vilji verða, taka afstöðu til ýmissa málefna og svo er það auðvitað ástin og þau ævintýri sem henni fylgja. Á þessum tíma verður vinahópurinn sífellt mik- ilvægari og fjölskyldan fær því minni tíma. Stefnan er tekin á aukið sjálfstæði. Unglingum þykir spenn- andi að kanna þá möguleika sem lífið hefur upp á að bjóða og draga í efa ýmis viðmið og gildi. Flestir ungling- ar ganga áfallalaust í gegnum þetta tímabil. Margir byrja að fikta með vímuefni og sumir missa stjórnina á vímuefnaneyslu sinni og lífi sínu al- mennt. Þegar það gerist þarf fjöl- skyldan að grípa inn í með markviss- um aðgerðum og þá oft með aðstoð utanaðkomandi aðila. Ég þekki mörg dæmi þess að ekki er gripið inn í vandamál, tengd neyslu vímugjafa, fyrr en þau eru orðin svo alvarleg að stofnanavistun virðist eini kosturinn. En rannsóknir hafa sýnt að ef gripið er fyrr inn í ferlið er hægt að ná mun betri árangri án stofnanavistunnar. Slík íhlutun hefur einnig reynst ódýrari kostur. Þjónusta af þessu tagi ein- kennist einnig af því að þátttak- endur geta dvalið hjá fjölskyldu sinni og stundað skóla eða vinnu því þátttaka krefst ekki vistunar. Sem dæmi um þannig úrræði má nefna þá leið þegar unglingum er boðinn vettvangur til listrænnar sköpunar og þjálfunar í samskiptum og lífsleikni sem kost til mótvægis við áhættusama hegðun, s.s. vímu- efnaneyslu, ofbeldishegðun og af- brot. Annað dæmi er fjölskyldu- og samfélagsmiðuð nálgun þar sem unnið er gagngert með þá orsaka- þætti sem hugsanlega hafa áhrif á frávikshegðun hjá unglingnum. Slík ráðgjöf lítur á þátttakandann sem hluta af flóknu og samverkandi neti sem inniheldur m.a. fjölskyldu, vini, skóla og nánasta umhverfi. Með listrænni sköpun og þjálfun í samskiptum og lífsleikni, sem kost til mótvægis við áhættusama hegð- un, er verið að bjóða áhrifaríkt og hagkvæmt úrræði í forvörnum og meðferð í stað kostnaðarsamrar meðferðar á stofnun. Leitast er við að virkja og styrkja skóla og heimili til að styðja unglingana í að fullnýta sér þá möguleika sem í boði eru. Leiðbeinendur, sem sameina hæfni á sviði sköpunar og mannlegra sam- skipta, aðstoða og hvetja unglingana til að beita ímyndunarafli sínu og sköpunargáfu til að ná félagslegri og tilfinningalegri kjölfestu. Eitt af lyk- ilhugtökunum í nálguninni er „vellíð- an án vímuefna“. Slík úrræði eru skipulögð sem nám þannig að nemendurnir innrit- ast að hausti eða um áramót og út- skrifast eftir að hafa lokið ákveðnum áföngum. Námsefnið og ráðgjöfin er byggð á listnámi, uppákomum tengdum vellíðan án vímuefna, hóp- og einstaklingsráðgjöf (hugrænni at- ferlismeðferð) og sjálfsstyrkingu. Þar sem það á við eru unglingarnir hvattir til efla sjálfa sig á öðrum vettvangi, s.s. í almennu námi, sjálfs- hjálparhópum, félagsstarfi, íþróttum og trúarlífi. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að úrræði af þessu tagi skili unglingum með hegð- unarvandamál að jafnaði betri ár- angri en stofnanavistanir. Íhlutunin er miðuð við þarfir ein- staklingsins, fjölskyldu hans og fé- lagsumhverfi og er oft nauðsynleg á fleiri en einum stað í félagslega tengslaneti þátttakanda. Markmiðin eru að m.a. auka hæfni uppalanda, minnka tengsl unglingsins við að- stæður og einstaklinga þar sem óæskileg hegðun kemur fram, bæta árangur í skóla og auka þátttöku í jákvæðu félags- og tómstundastarfi. Unnið er markvisst að því að búa svo í haginn hjá unglingnum og fjöl- skyldu hans að allir aðilar séu full- færir um að viðhalda því jákvæða umhverfi sem byggt er upp í sam- vinnu við ráðgjafa. Faglegt mat á verkefnum sem nota íhlutun af þessu tagi, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, gefa til kynna mjög góðan árangur, m.a. minnkandi líkur á vímuefnaneyslu, afbrotum fækkar og andfélagsleg hegðun minnkar. Ráðgjöfin hefur einnig stórlega minnkað líkur á að þátttakendur þurfi á stofnanavistun að halda seinna meir. Fjölskyldan hefur þá einnig farið að virka betur sem samheldin eining og tíðni geð- rænna kvilla minnkar. Ýmsir aðilar hafa reynt eða lagt á ráðin um að vinna á þeim nótum sem hér er um rætt. En að mínu mati hafa þau verkefni og hugmyndir ekki hlotið nægjanlegan stuðning. Kannski er það vegna þess að það hefur reynst okkur svo erfitt að losna undan þeim stofnanahugs- unarhætti sem einkennir þetta starf. Með þessu á ég ekki við að stofnanir séu óþarfar, alls ekki. Það sem ég á við er að við getum náð betri árangri með stóran hóp unglinga með að- ferðum á borð við þær sem hér eru nefndar og það með minni tilkostn- aði. Það verða þó ávallt einhverjir sem eru það ómóttækilegir slíkri nálgun að stofnanavistun er eina ráðið. Ég er meðvituð um það að var- hugavert geti verið að heimfæra er- lendar rannsóknir beint á okkar samfélag. En niðurstöðurnar eru slíkar að ég tel tímabært að látið sé á það reyna, með markvissum hætti, hvort slíkt eigi einnig við hér. Stuðningur við ungt fólk í vímuefnavanda Eftir Hrafndísi Teklu Pétursdóttur Höfundur er sálfræðingur og fram- kvæmdastjóri Nýrrar leiðar ráðgjafar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.