Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 25 FRAMKVÆMDASTJÓRIÚtgerðarfélags Akureyr-inga segir ekkert því tilfyrirstöðu að Seyðfirðing- ar kaupi aftur þann kvóta sem fisk- vinnslufyrirtækið Dvergasteinn hefur haft til umráða á undanförn- um árum. Hann segir að reynt hafi verið til þrautar að halda rekstri Dvergasteins gangandi. Eins og fram hefur komið hafa forsvars- menn ÚA lýst því yfir að starfsemi Dvergasteins á Seyðisfirði verði hætt finnist ekki aðrir aðilar til að koma að rekstrinum. Fiskvinnslufyrirtækið Dverga- steinn hf. var stofnað á Seyðisfirði sumarið 1990 þegar keyptar voru fyrri eignir þrotabúa Fiskvinnsl- unnar hf. og Norðursíldar hf. Stofn- endur Dvergasteins voru bæjar- sjóður Seyðisfjarðar sem átti 60% hlutafjárs í félaginu, útgerðarfélag- ið Gullberg sem átti 20%, en aðrir smærri aðilar, m.a. hafnarsjóður Seyðisfjarðar og verkalýðsfélagið Fram, áttu einnig hlut í félaginu. Dvergasteinn rak frystihús á Seyð- isfirði og vann aðallega úr hráefni af togaranum Gullveri NS sem gerður er út af Gullbergi hf. Jafnframt áttu bæjarsjóður Seyðisfjarðar og Dvergasteinn um helming hlutafjár í útgerðarfélag- inu Birtingi á móti Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað en það félag réð þá yfir um 1.100 tonna þorskígild- iskvóta. Þegar Dvergasteinn sameinaðist Skagstrendingi í ársbyrjun 1997 var Birtingur hf. leystur upp og rann helmingur kvóta félagsins, ríf- lega 400 þorskígildistonn, til Skag- strendings í tengslum við samein- inguna. Heildarverðmæti kvótans og eigna Dvergasteins var þá metið á 147 milljónir króna sem var breytt í hlutabréf í Skagstrendingi á geng- inu 6,3. Við það eignuðust fyrrver- andi eigendur Dvergasteins 8,2% hlut í Skagstrendingi. Við sameininguna var gert þrí- hliða samkomulag milli Skag- strendings, Seyðisfjarðarbæjar og Gullberg þess efnis að togarinn Gullver NS veiddi þann kvóta sem Dvergasteinn hafði yfir að ráða en landaði jafnframt hluta af afla sín- um til vinnslu hjá Dvergasteini. Samningurinn hefur verið fram- lengdur frá ári til árs en mun nú vera laus en þó í gildi í framkvæmd, í það minnsta á meðan ennþá er unninn fiskur hjá Dvergasteini. Þá var einnig kveðið á um það í samkomulaginu að Skagstrending- ur byggði upp öfluga vinnslu á síld og loðnu á Seyðisfirði, auk þess sem félagið hugðist samhliða vinna að því að gera bolfiskvinnslu Dverga- steins arðbærari, á grundvelli áð- urnefnds samkomulags við Gull- berg. Unnið úr um 2.000 tonnum á ári Eftir stofnun Brims, sjávarút- vegsstoðar Eimskipafélags Íslands, fyrir liðlega ári færðist rekstur Dvergasteins á hendur Útgerðar- félags Akureyringa en undir Brim heyra, ásamt ÚA, Haraldur Böðv- arsson hf. og Skagstrendingur hf. Kvóti Dvergasteins hefur frá sameiningunni við Skagstrending verið veiddur af Gullveri NS. Hefur kvótanum verið landað öllum til vinnslu hjá Dvergasteini og það sem af er þessu ári hefur Brim lagt skipinu til annan eins kvóta, sem landað var til vinnslu á Seyðisfirði. Gullver NS hefur einnig lagt upp hluta af afla af sínum eigin kvóta til vinnslu hjá Dvergasteini. Jafnan hafa verið unnin árlega um 2.000 tonn af fiski hjá Dvergasteini á und- anförnum árum. Eins og fram hefur komið segjast stjórnendur ÚA hafa leitað allra leiða til að snúa við erfiðum rekstri Dvergasteins en án árangurs. Því sé þeim nauðugur sá kostur að hætta rekstrinum ef ekki tekst að fá aðra aðila til að koma að honum. Staðan á mörkuðum fyrir afurðir Dvergasteins, sérstaklega ýsu og ufsaafurðir, er að sögn forráða- manna ÚA mjög erfið um þessar mundir, en mikið framboð hafi leitt til birgðasöfnunar og lækkandi af- urðaverðs, sem bæði má rekja til lækkunar á afurðaverði í erlendri mynt og hækkunar á gengi íslensku krónunnar. Þá liggur fyrir að ráðast þarf í kostnaðarsamar endurbætur á húsnæði Dvergasteins, tækjum og búnaði fyrirtækisins. Geta keypt kvótann til baka Gunnar Larsen, framkvæmda- stjóri ÚA, segir að eftir sameiningu Dvergasteins og Skagstrending hafi fyrirtækið, ásamt fleirum, stofnað fyrirtæki á Seyðisfirði, Strandberg, til vinnslu á síld og loðnu. Um það leyti sem fyrirtækið var tilbúið til að hefja vinnslu hafi verð á síldarafurðum hrunið, auk þess sem síldarvinnsla hafi í aukn- um mæli færst út á sjó um þetta leyti. Þannig hafi aðgangur að hrá- efni til vinnslunnar orðið erfiðari og rekstargrunvöllur fyrirtækisins í raun brostið. „Síðan má eflaust deila endalaust um það hvort standa hefði mátt betur að upp- byggingu frystihúss Dvergasteins á Seyðisfirði. Ég tel hinsvegar að menn hafi gert eins vel og efni stóðu til. Aðstæður hafa breyst mikið og hratt á undanförnum árum en eftir stendur þó að Dvergasteinn hefur starfað öll þessi ár með sama eða svipuðum starfsmannafjölda. Kvóti félagsins hefur alltaf verið unninn á staðnum og var meira að segja tvö- faldaður á þessu ári. Það er því ljóst að það hefur verið reynt til hins ýtr- asta að halda rekstrinum gang- andi.“ Kvóti Dvergasteins, sem á und- anförnum árum hefur verið vistað- ur á Gullveri NS, hefur nú verið færður á skip í eigu Skagstrend- ings. Aðspurður hvernig þessi kvóti verði nú nýttur segir Gunnar að Seyðfirðingum standi til boða að kaupa kvótann til baka. „Kvótinn var seldur á sínum tíma, þó að hann hafi alltaf verið nýttur á Seyðisfirði. Fyrir okkur snýst þetta alls ekki um kvóta, enda skiptir þessi kvóti ekki sköpum í okkar rekstri,“ segir Gunnar. Aflaheimildir Dvergasteins standa Seyðfirðingum til boða Kvótinn alltaf verið nýttur á Seyðisfirði Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Frystihús Dvergasteins á Seyðisfirði. Togarinn Gullver sést til vinstri á myndinni. FORSETI bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, Cecil Haraldsson, segir áætlanir Útgerðarfélags Ak- ureyringa um að loka fiskvinnslunni Dverga- steini afleiðingu þess að rekstrarhagnaður fyr- irtækisins hafi verið nýttur annars staðar og að vinnsla á verðminnstu tegundum hafi smátt og smátt verið flutt til Seyðisfjarðar, eins og tekið er til orða. Jón Ingi Kristjánsson, formaður Verkalýðsfélagsins Afls, segir ákvörðun ÚA „dæmi um kvótakerfið í sinni verstu mynd.“ Hann segir að starfsfólk fyrirtækisins, 45 manns, sé bæði „dapurt og hrætt um stöðu sína.“ Forsvarsmenn ÚA tilkynntu bæjaryfirvöldum í síðustu viku, að ekki væri unnt að reka Dverga- stein á Seyðisfirði að óbreyttu. Segir Cecil ljóst að fyrirtækið vilji „losna út úr“ rekstrinum, en framhaldið sé ekki ljóst. „Við erum rétt að byrja að athuga hvernig við getum snúið okkur í þessu máli. Menn standa frammi fyrir því að ráðast þarf í þó nokkuð mikla endurnýjun á frystihúsinu og ætla sér einfald- lega ekki að fara í hana, heldur loka. Áætlað er að þessi endurnýjun kosti 100–150 milljónir, um það bil sömu upphæð og nemur vinnsluhagn- aðinum sem fluttur hefur verið úr bænum á þeim tíma sem Skagstrendingur hefur átt fyrirtækið. Það sem hefur líka gerst er að verð á því sem hefur verið framleitt hér stendur ekki undir framleiðslukostnaði. Enginn efast um að rétt sé frá því sagt. Hitt er annað mál að vinnslan á verðminnstu tegundunum hefur smátt og smátt verið færð hingað,“ segir hann. „Dapurt og hrætt“ Starfsmenn Dvergasteins eru félagsmenn í Afli, Starfsgreinafélagi Austurlands, og eru 45 manns að jafnaði við vinnu hjá fyrirtækinu. Jón Ingi Kristjánsson, formaður Afls, segir að fulltrúar félagsins hafi átt fundi með bæjarstjórn Seyðisfjarðar og starfsfólki Dvergasteins síðast- liðinn föstudag. „Ljóst er að staða fyrirtækisins er mjög erfið, kvótastaðan til að mynda, og eng- ar lausnir í sjónmáli strax. Okkur var tilkynnt að bæjarstjórn myndi funda stíft um þetta mál og að reynt yrði að sjá til þess að ekki kæmi til lok- unar. Að því búnu var efnt til fundar með starfsfólki og hljóðið auðvitað mjög slæmt í því. Það má orða það þannig, að það hafi verið dapurt hljóð því fólk er auðvitað mjög hrætt um stöðu sína,“ segir Jón Ingi. Hann segir ennfremur að „sagan sýni að orð [standi] alls ekki og heldur ekki undirritaðir samningar. Ekki þarf annað en að fara hringinn í kringum landið til þess að sjá það.“ „Hugmyndin virðist ekki sú að halda atvinnu á tilteknum stöðum, einungis er hugsað um arð- semi. Þarna sjáum við kvótakerfið auðvitað í sinni verstu mynd. Það er mitt álit að 150 millj- ónir króna séu smáaurar fyrir fyrirtæki sem eiga allan kvótann, en hlutabréfavæðingin lætur ekki að sér hæða. Við munum fylgjast mjög náið með framhaldinu,“ segir Jón Ingi ennfremur. Formaður Afls um boðaða lokun Dvergasteins á Seyðisfirði Dæmi um kvótakerfið í sinni verstu mynd nd sitt og um saman u 20-plús- ga verið ja afstöðu algerlega am að við eða verið r pólitísk- ann. „Að- er fagleg etta sé til atnaðar á a.“ a hvöttu á ta innan nnar og rópusam- „miðalda- nunin Ox- WTO hefðu rétta hlut erslun en rra. „Við- ipti verða talsmað- er. „Ríku a og léku mátu styrk anna sem erði sann- púr- nna vildu u hafnar svokölluð ða aukið tinga yfir í sam- viðskipta- ð. Fátæk- viðræðum a öflugum meiri að- . nna sögðu ndbúnað- og Evr- orðið til öndunum ildru þar sem afurðir þeirra væru ekki sam- keppnishæfar á heimsmarkaði. Landbúnaðarsérfræðingar í þró- unarlöndunum fögnuðu því að ráð- stefnan fór út um þúfur. „Pakistanskir búfræðingar hafa verið andvígir Heimsviðskipta- stofnuninni frá byrjun vegna þess að hún er dauðadómur yfir löndum eins og Pakistan,“ sagði einn af helstu landbúnaðarsérfræðingum landsins, Qamar-uz Zaman Shah. „Við stöndum frammi fyrir harðri samkeppni frá þróðuðu iðnríkjun- um sem verja sjálf miklu fé í að nið- urgreiða landbúnaðarafurðir en krefjast þess um leið að þróunar- löndin afnemi niðurgreiðslur sínar.“ Landbúnaðarráðherra Filipps- eyja, Luis Lorenzo, sagði að hver bóndi þar í landi fengi minna en sem svarar 1.600 krónum á ári í styrki frá ríkinu og bændur í Taí- landi og Malasíu fengju andvirði 70.000 til 150.000 króna. Bændur í Evrópu og Bandaríkjunum fengju hins vegar milli 4,8 og 8 milljónir króna frá ríkinu. Íslendingar hlynntir við- ræðum um Singapúr-málin Íslendingar voru á meðal níu þjóða sem lögðu til breytingar á drögum að yfirlýsingu um landbún- aðarmál og vöruðu við því að lækk- un tolla á innfluttar afurðir gæti stefnt landbúnaði þeirra í hættu. Hin ríkin í þessum hópi eru Nor- egur, Sviss, Liechtenstein, Búlg- aría, Japan, Suður-Kórea, Taívan og Ísrael. Í ræðu sinni á ráðstefnunni á fimmtudaginn var sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að mikilvægt væri að þjóðir heims hefðu svigrúm til að taka tillit til ólíkra framleiðsluskilyrða í land- búnaði af náttúrunnar hendi. Taka yrði tillit til þess að allar þjóðir ættu að hafa rétt til að viðhalda kunnáttu sinni til að lifa af í landi sínu. Þess vegna gætu ekki sömu reglur gilt fyrir landbúnað og aðrar greinar sem gætu búið við sambærileg framleiðsluskilyrði óháð ytri að- stæðum. Í ræðunni lagði Halldór einnig áherslu á mikilvægi þess að þjóðir heims semdu um réttlátar reglur í viðskiptum sín í milli og gefa þyrfti meiri gaum að þörfum fátækustu þróunarlandanna til að tryggja að þau nytu góðs af auknu frelsi í milli- ríkjaverslun. Hann sagði að íslensk stjórnvöld styddu eindregið að haldið yrði áfram samningaviðræð- um um Singapúr-málin sem samn- ingaviðræðurnar í Cancun strönd- uðu á. AP togum átta helstu iðnríkja heims, og héldu fyr- daufheyrast við kröfum fátækra landa. g bauð birginn of- a og yrk un- m ið- ann-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.