Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞETTA er tíminn. Fyrsta haust- lægðin. Bros fjármálaráðherra. Bar- lómur stjórnenda spítalanna. Er þetta rétt röð? Nei, þetta er ekki í réttri röð heldur hefðbundið drama sem leikið er fyrir almenning á hverju hausti. En ekki í þessari röð. Í haustlægðinni setur að vísu hroll að þjóðinni. Sumarfríin og verslun- armannahelgin liðin og framundan október og alþingi kemur saman. Þarna raskast atburðarásin. Fjár- málaráðherra tekur senuna og búk- tal hans heyrist í gegnum gjaldkera spítalanna. Baldur og Konni stíga á svið. Það er sama hversu þessi búktals- þáttur er oft leikinn fyrir þjóðina. Hann gengur alltaf í hana. Þjóðin gleypir alltaf sömu göbbelsku að- ferðina. Lygin verður að sannleika sé hún nógu oft endurtekin. Förum í gegnum þetta. Vinstri grænir. Hver einasti vinstri grænn viðurkennir að það var hans atkvæði sem endurnýjaði þessa ríkisstjórn, en: „Við svíkjum aldrei hugsjónir okkar og við höfum unnið og lagt fram fullkomna lausn á öllum vamdamálum þjóðfélagsins!“ Fram- sókn stendur á sleipum pólitískum landreksfleka og á ekkert bakland nema þá húskarla sem nú er hægt að ráða. Smáframboðin eru eins og stjörnuhröp sem bráðna í gufuhvolf- inu. Þá eru eftir turnarnir tveir, Sjálf- stæðisflokkur og Samfylking. Það velferðarþjóðfélag sem nú er loksins að gliðna sundur varð til vegna ein- staklingssnilldar tveggja manna. Einstaklinganna Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar. Ég hef raunar ekki þá trú að sú þjóð, þeir kjósendur, sem ekki vildu nýta hrun fjórflokkakerfisins, sjái í gegnum bros fjámálaráðherrans þegar hann gengur í slóð Baldurs og Konna og vegur að rótum þeirra ein- földu mannréttinda að allir geti lifað með reisn og dáið með reisn. Það eru ekki nema afburðamenn sem geta risið upp gegn múgnum sem hættur er að hugsa. Þetta fólk er að vísu til innan og utan stjórnmála- flokka. HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltr., Kópavogi. Í slóð Baldurs og Konna! Frá Hrafni Sæmundssyni Í MORGUNBLAÐINU 10. septem- ber sl. á bls. 4 er frétt um að elli- og örorkubætur hafi hækkað meira en atvinnuleysisbætur og munurinn allt að 16 til 18 þúsund krónur á mánuði. Það er ekki hægt að segja að svo sé nema eingöngu þegar um er að ræða ellilífeyrisþega sem býr einn, en hann getur fengið í hámarks- bætur á mánuði kr. 94.090 kr. (at- vinnuleysisbætur eru kr. 77.449 á mánuði). Það er ekki svo einfalt að bera þessar upphæðir saman því ef við tökum ellilífeyrisþega sem býr ekki einn, er giftur eða í sambúð getur hann aðeins fengið í há- marksbætur kr. 73.196 kr. og minna ef maki hans hefur einhverj- ar tekjur. Hafa verður í huga að atvinnu- leysisbætur eru ekki tekjutengdar við tekjur maka. Svo sannarlega mættu atvinnu- leysisbætur hækka svo og elli- og örorkulífeyrisbætur því vandséð er hvernig hægt er draga fram lífið á tekjum undir 100.000 kr. á mánuði. STEFANÍA BJÖRNSDÓTTIR, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík. Samanburður óhæfur Frá Stefaníu Björnsdóttur MIÐVIKUDAGINN 27. ágúst vor- um við hjónin á leið til Reykjavíkur vestan af Snæfellsnesi á smábíl skömmu eftir hádegi. Umferð var lítil og þeir sem voru á ferðinni óku á 90–100 km hraða. Þegar við vorum komin austur í Eyjahrepp tók ég eftir flutningabíl á suðurleið, sem nálgaðist býsna hratt. Hann náði okkur fljótlega og tók fram úr okkur, sem vorum ná- lægt hundraðinu. Það sem var at- hugavert var að hann fór yfir óbrotna línu og var því framúrakst- ur bannaður. Hann fjarlægðist óðum og á Kaldármelum fór hann fram úr öðr- um smábíl og hvarf síðan. Þessi bíll var merktur flutningafyrirtæki í Grundarfirði. Kannski svona akstur sé orsök tíðari óhappa hjá flutn- ingabílum. SVEINN INDRIÐASON, Þingaseli 9, 109 Reykjavík. Tíðari óhöpp flutningabíla Frá Sveini Indriðasyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.