Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 38
ÍÞRÓTTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  ÞÓRARINN Kristjánsson var út- nefndur leikmaður ársins hjá Kefl- víkingum sem héldu sitt lokahóf á laugardagskvöld. Þórarinn varð annar markahæsti leikmaður 1. deildarinnar í sumar og skoraði 14 mörk í 17 leikjum.  DANIEL Stephan og Frank von Behren hafa verið valdir að nýju í þýska landsliðshópinn í handknatt- leik en báðir hafa þeir verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Stephan og Behren voru valdir í 17 manna landsliðshóp fyrir leik Þjóðverja á móti Serbum og Svartfellingum sem fram fer í Hamburg 23. sept- ember.  LEMGO á fimm leikmenn í hópn- um, Christan Ramota, Markus Baur, Christian Schwarzer, Daniel Stephan og Florian Kehrmann. Frá Kiel koma Henning Fritz, Christian Zeitz og Klaus Dieter Petersen, frá Magdeburg Stefan Kretzchmar og Christian Schöne, frá Gummers- bach Mark Dragunski og Frank von Behren. Carsten Lichtlein og Heiko Grimm koma frá Grosswall- stadt og aðrir eru: Pascal Hens, Hamburg, Jan Olaf Immel, Wallau og Holger Glandorf, Nordhorn.  THEODÓR Valsson og félagar í Haslum unnu óvæntan sigur á meisturum Sandefjord, 28:25, í fyrstu umferð norsku úrvalsdeild- arinnar í handknattleik. Theodór skoraði ekki en var í lykilhlutverki í varnarleik Haslum sem vann sig upp úr 1. deildinni síðasta vor, þá undir stjórn Kristjáns Halldórsson- ar sem nú þjálfar kvennalið SK År- hus í Danmörku.  KRISTJÁN fagnaði sigri í fyrsta deildaleiknum sínum í Danmörku því SK Århus sigraði Randers, 27:24, í fyrstu umferðinni. Lið hans er enn fremur komið í átta liða úr- slit bikarkeppninnar sem hófst á undan deildinni.  ALEXANDERS Petersons skor- aði 5 mörk fyrir HSG Düsseldorf þegar liðið vann Gelnhausen, 28:25, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Arnar Geirsson skoraði eitt mark fyrir Gelnhausen.  HALLDÓR Sigfússon skoraði sex mörk, öll úr vítaköstum, þegar lið hans Frisenheim gerði jafntefli, 23:23, við Melsungen í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknatt- leik.  TALIÐ er líklegt að Martin Jol, þjálfari hollenska liðsins RKC Waalwijk, verði næsti aðstoðarmað- ur Sir Alex Ferguson hjá United.  FERGUSON hyggst undirrita nýjan samning við United og á hann að gilda til næstu fjögurra ára.  DAVID O’Leary hefur tvo mán- uði til að sanna sig við stjórnvölinn hjá Aston Villa að sögn enskra fjöl- miðla. Takist það ekki verður hon- um sagt upp. FÓLK HICHAM El Guerrouj, heimsmethafi í 1.500 m hlaupi karla, og Hestrie Cloete, heimsmeistari í hástökki kvenna frá Suður-Afríku, eru frjáls- íþróttamenn ársins, en þau eru í efstu sætum styrkleikalista Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins, IAAF, nú þegar keppnistímabilið er yfirstaðið. Hvort um sig hlýtur 8 milljónir króna, frá IAAF að launum. Þetta er í fyrsta sinn sem IAAF verðlaunar frjálsíþrótta- menn ársins með peningum. El Guerrouj var afar sigursæll í 1.500 m hlaupi á árinu og varð m.a. heimsmeistari í greininni á HM í París í síðasta mánuði. Þá varð hann annar í 5.000 m hlaupi. Annar í stigakeppni ársins í karlaflokki varð Saif Saeed Shaheen, heimsmeistari í 3.000 m hindrunarhlaupi, frá Katar og þriðji varð Kenenisa Bekele frá Eþíópíu, heimsmeistari í 10.000 m hlaupi, en hann varð einu stigi á undan Allen Johnson, grindahlaupara. Hjá konunum varð sænska fjölþraut- ardrottningin unga Carolina Klüft í öðru sæti og Kelli White, spretthlaup- ari frá Bandaríkjunum, varð í þriðja sæti. IAAF greiðir 50.000 dollara fyrir annað sætið í karla- og kvennaflokki og 25.000 dollara fyrir þriðja sætið. White fær ekki sinn skerf nema hún verði sýknuð af notkun ólöglegra lyfja en í sýni, sem tekið var á HM, fannst merki um lyf sem brátt fer á bannlista. Af þeim sökum hefur IAAF svipt hana gullverðlaununum, en málið er nú komið til bandaríska frjálsíþrótta- sambandsins og ekki loku fyrir það skotið að hún endurheimti verðlaunin. El Guerrouj og Cloete fremst SIGURMARKIÐ sem Ríkharður Daðason skoraði fyrir Fredriks- tad á móti Start í norsku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnu- daginn var fyrsta mark hans í rúmt ár eða frá því hann skor- aði þrennu fyrir Lilleström í 7:0 sigri gegn Start þann 25. ágúst í fyrra. „Ég hef skorað einhver mörk fyrir varalið Lilleström en það getur vel passað að þetta sé fyrsta deildarmarkið mitt í meira en eitt ár,“ sagði Rík- harður í viðtali við Verdens Gang. Ríkharður, sem gerði samn- ing við Fredrikstad út tímabilið, segist vera mjög ánægður í her- búðum liðsins og hann sé búinn að taka gleði sína á ný. „Ég kann virkilega vel við mig hjá félaginu. Mér hefur ver- ið tekið ákaflega vel bæði af leikmönnum og stuðnings- mönnum og ég hef eiginlega öðlast nýtt líf hvað fótboltann snertir,“ segir Ríkharður. Fredrikstad er í hörkubar- áttu um sæti í úrvalsdeild að ári en þegar sjö umferðum er ólok- ið eru Ríkharður og félagar í þriðja sæti, þremur stigum á eftir toppliði Ham-Kam. Fyrsta mark Ríkharðs Daðasonar í rúmt ár GRÓTTA/KR er það lið sem hef- ur fengið flesta leikmenn í sínar raðir frá síðustu leiktíð, eða sjö. Þetta eru Daði Hafþórsson frá Aftureldingu, Gísli Guðmundsson, frá Selfossi, ÍR-ingarnir Kristinn Björgúlfsson, og Þorleifur Björnsson. Þá sneri Hilmar Þór- lindsson heim frá atvinnu- mennsku á Spáni og Savukynas Gintaras er kominn á ný í hand- knattleikinn hér á landi. Hann var hjá Aftureldingu fyrir nokkr- um árum en lék heima í Litháen á sl. vetri. Sjöundi maðurinn sem gengið hefur til liðs við Gróttu/ KR er Oleg Titov sem lengi lék með Fram. Óvíst er með hversu mikið hann getur leikið á keppn- istímabilinu vegna þess að lang- varandi meiðsli hans í baki hafa gert vart við sig á nýjan leik. Flestir til Gróttu/KR Haukarnir mæta til leiks í ár meðfirnasterkt lið, það langsterk- asta að margra mati. Litlar breyt- ingar hafa orðið á leikmannahópnum. Tveir reyndir jaxlar og lykilmenn Hafn- arfjarðarliðsins und- anfarin ár eru þó horfnir á braut, Ar- on Kristjánsson og Bjarni Frostason, en á móti hafa Haukarnir fengið Litháann Dalius Rasikevicius sem forráðamenn Hauka binda mikl- ar vonir við. „Ég tel að við mætum mjög öflugir til leiks. Við erum ekki með síðra lið en á síðasta tímabili og líklega sterk- ara ef eitthvað er. Við erum búnir að fá uppfyllinguna fyrir Aron sem okk- ur vantaði og ungu strákarnir eru orðnir ári eldri og munu öðlast enn frekari reynslu í vetur. Auðvitað er eftirsjá í Aroni og Bjarna en Lithá- inn er geysiöflugur og ég treysti Birki Ívari fullkomlega til að standa vaktina í markinu með sóma,“ sagði Viggó við Morgunblaðið. Ásamt Haukum í suðurriðlinum leika Stjarnan, HK, Selfoss, Breiða- blik, FH, ÍBV og ÍR en í norðurriðl- inum eru: KA, Fram, Afturelding, Þór, Víkingur, Grótta/KR og Valur. „Ég held að það liggi alveg fyrir hvaða fjögur lið komast áfram úr riðlakeppninni. Í suðrinu komast Haukar, HK, FH og ÍR áfram og norðanmegin KA, Fram, Grótta/KR og Valur. Það hafa nokkur lið styrkt sig verulega, eins og Grótta/KR, Fram og Víkingur, og mörg lið eru spurningamerki en ég held að það verði engin stór spenna í riðlunum.“ Viggó liggur ekki á skoðunum sín- um varðandi mótafyrirkomulagið en hann gagnrýndi á sínum tíma mjög þegar það var sett á laggirnar. Hálfgert æfingamót til áramóta „Þessi riðlakeppni á eftir að sýna sig sem algjör mistök og ég tel að lið- in séu að fara í hálfgert æfingamót fram að áramótum. Mér fannst þetta vera óskiljanlegt og skot í fótinn að láta sér detta þetta í hug. Ég óttast að margir leikjanna í riðlakeppninni verði hálf marklausir og hef sagt það mörgum sinnum að ég skil ekki hvað menn voru að fara með þessari breytingu. Það segir sig sjálft að margir leikir í riðlakeppninni muni ekki skipta neinu máli og alvaran hefst ekki fyrr en eftir áramót. “ Viggó segir að ungir og stórefni- legir leikmenn eigi alveg örugglega eftir að setja mark sitt á Íslandsmót- ið í ár. „Við eigum fullt af ungum góðum spilurum og Evrópumeistaratitill 18 ára liðsins segir allt sem segja þarf. Strákarnir í því liði eiga alveg örugg- lega eftir að krydda mótið. Sumir þeirra spila stóra rullu í sínum liðum og ég held að mér sé óhætt að segja að framtíðin í handboltanum hér heima er mjög björt.“ Það er óhætt að segja að það verði í nógu að snúast hjá Viggó og læri- sveinum hans. Riðlakeppnin í Meist- aradeildinni er handan við hornið eftir stórsigurinn á portúgalska lið- inu Sao Bernardo og við taka leikir við Barcelona, Magdeburg og Vard- ar Skopje. „Það verður mikið álag á liðinu og mér telst að við spilum 27 leiki fram að áramótum. Það er því eins gott að við erum með stóran og breiðan hóp og skemmtilega blöndu af ungum og reyndum leikmönnum sem takast á við þetta verkefni. Það verður mikið ævintýri að fara í Meistaradeildina en sjálfur er ég ekkert farinn að velta væntanlegum mótherjum fyrir mér en það styttist samt í að ég fari að gera það,“ sagði Viggó. Viggó Sigurðsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, um gang mála í forkeppninni í handknattleik Nokkuð ljóst hvaða lið komast áfram ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik karla hefja titil- vörn sína á Ásvöllum í kvöld þegar þeir taka á móti Stjörn- unni í suðurriðli Íslandsmótsins en sem kunnugt er verður keppt eftir nýju mótafyrirkomulagi í ár þar sem liðunum 15 er skipt í tvo riðla, suður- og norðurriðil. Guðmundur Hilmarsson skrifar / '0  12    23  + 4   5 ,--.6,--7     +   * ( (   23  (  ( 8  # 6     6/ 8""$  66 )#!6  / 8) !  %$ 6   & !##+%9/##/ 80 6 !: ! &  ' !   6/ 8  # 6  5 6## 6+  5 &  6 ' ) "  80  6## 6!  5 6## 6/ 80  /9 ;& !##$  /99/## & !""  6!#!6! / 80  /<& !##$   /=9/##%6$ %6 6</!. & !""/ '8   9    (   2 9 ( '0  12    1 '  (      )* ,* .* 7*   /  #1    )* ,* .* 7*   / :3      6) 6, 6. 67 )*   6; 6< 6= 6> ,* ?   .*     )* 1  #6) #6, #6. #67 #6; #6< #6= ;* <* =* >*   @ '1  8 ;* <* =* A3 B/ '  +  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.