Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var krökkt af fólki í Tívolíinu eina og sanna, hinum 160 ára gamla skemmtigarði í hjarta Kaupmanna- hafnar, eins og alvant er á hlýju sept- emberkvöldi. Hitt var óvenjulegra, þegar undirritaðan bar að vikt- oríönsku tónleikahúsi Glersalarins úr útsuðri og innan eyrnarskots frá léttri sveiflutónlist úr dansskálanum „Dansetten“ — að greina smám sam- an æ fjölmennari klið íslenzkumæl- enda garðgesta, unz heita mátti að svæðið væri undirlagt frónskri tungu í fyrrverandi höfuðborg Íslands. Næsta óvenjuleg hlaut einnig að teljast sú staðreynd að áheyrendur í löngu fyrir fram uppseldum 1100 sæta salnum voru, hver og einn, af sama þjóðerni og flytjendur, þ.á m. á sjöunda hundrað manns sem beinlín- is höfðu elt hina ástsælu hljómsveit allra landsmanna 3000 km leið í land- suður. Hinir voru misjafnlega lang- býlir landar í Danmörku, Svíþjóð og e.t.v. víðar. Andrúmsloftið var eftir því þjóðlegt, ekki aðeins undirstrikað af fánanum í ræðupúltsupphengingu, heldur einnig af íslenzku dægurlög- unum frá bernskuárum hljómsveit- armanna, er ómuðu angurblítt í hléi í samræmi við nærri þrítugan starfs- feril gleðisveitarinnar, er öðrum fremur hefur megnað að brúa kyn- slóðabilin með sígrænum dægurlög- um. Lögum sem þrátt fyrir meiri fjölbreytni af hálfu einnar og sömu sveitar en um getur í íslenzkri popp- sögu eru enn á hvers manns vörum innan við sextugt, hvort heldur heima eða heiman, eins og sannaðist á bæði þessum tónleikum og hinu jafnuppselda dansiballi Stuðmanna síðar um kvöldið í hátízku- diskótekinu Anton’s að Kaupmang- arastræti. Ku Danir aðeins eiga eina húmor- íska hliðstæðu á söngtextasviði, Shu Bi Dua, og enga hvað tónræna líf- seiglu varðar, þar sem Stuðmenn semja öll lög sín sjálfir. En það mátti raunar einu gilda, því varla aukatek- inn Dani komst að fyrir einok- unarkappi íslenzkra áheyrenda. Eitt bezt varðveitta leyndarmál Norður- landa á vettvangi hrynbundinnar tónlistar fékk því – enn sem fyrr – að halda hulu sinni óspjallaðri fyrir hnýsnum erlendum samanburði. Því miður, hugsuðu eflaust margir eftir á, því gleðisveitin var í greinilegu toppformi frá upphafi til enda og skilaði jafnvel ósamhverfustu hrynsviptingum af þeirri skurð- læknislegri nákvæmni sem helzt má njóta úr fáguðustu trommuheilum teknóstefnunnar. Enn sem stundum áður vöktu markviss lag- og hljómferli bandsins þegar bezt lét eggjandi enduróm af sígildum arfi Bítlanna – galdri þess að gera hið einfalda hrífandi til langframa. Kannski barnslega tærast í nýjum verðandi vetrarsmelli, er tekinn var upp á staðnum fyrir komandi kvikmynd Stuðmanna, „Í takt við tímann“, ásamt samstilltum hóp- fettum tónleikagesta. Dalaði þar af himnum ofan „Ekta íslenzk fönn“ (sem minnti mann obbolítið á hníg- andi tónstiga Verdis í aríu Gildu úr Rigoletto, Caro nome) og spannaði allt frá leikskólagalsa til þorrablóts- drykkju og gönguskíðamennsku. Hinir ríflega tuttugu söngdansar sveitarinnar á undan og eftir spönn- uðu vitanlega mun víðara svið, enda af mörgu að taka eftir 30 ára og 300 laga feril. Skiptust á ný og eldri lög allt frá upphafsárum til í dag. Meðal hinna kunnustu mætti nefna snilld- arstrik eins og Ofboðslega frægur, ballöðuna Veður og vind (er enginn annar en Ringo Starr kvað hafa kol- fallið fyrir í Atlavík unz hann komst að viðfangsefni textans), tyrkneska fönkblendinginn Þú manst aldrei neitt, djasssömbuna Sumarfrí og skopstælinguna ljúfsáru á banda- rísku 1960-vampi Slá í gegn. En vinsælir sumarsmellir eins og Manstu’ ekki’ eftir mér og Halló halló létu sig að sjálfsögðu ekki vanta, hvað þá ástsæl hópferða- og útilífslög á við Í bláum skugga, Hveitibjörn, Tívolí eða Popplag í G-dúr Valgeirs Guðjónssonar frum- stuðmanns. Fyrir lengra komna far- andsöngvara voru m.a. lögin Með allt á hreinu, Fljúgðu, Energí og trú og Ástardúett – og fyrir þá skemmst komnu eina pönklag hópsins, Jón var kræfur karl og hraustur, er ávallt nýtur sín undravel sem „allrasíðasta framkall“ þegar ekkert annað dugir til að þagga niður í óseðjandi áheyr- endum. Tívolí, Tívolí, Tívolí lí lí… TÓNLEIKAR Glersalurinn, Tívolí Hljómsveitin Stuðmenn Rokktónleikar í Glersal Tívolísins í Kaup- mannahöfn. Hljómsveitin Stuðmenn lék. Sveitina skipa Ragnhildur Gísladóttir, Eg- ill Ólafsson söngur, Jakob F. Magnússon Hammond-orgelhljómborð, Eyþór Gunn- arsson hljómborð/congas, Þórður Árna- son gítar, Tómas Tómasson bassi, Ásgeir Óskarsson trommur. Laugardaginn 13. september kl. 20. Morgunblaðið/Ragna Sara Hljómsveit með söngvara eins og Ragnhildi Gísladóttur og Egil Ólafsson í fararbroddi þarf ekki að kvíða því að spila fyrir tómum sal í Tívolíi. Ríkarður Ö. Pálsson ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT KRINGLAN Sýnd kl. 5.45, 8, 9.05 og 10.10. B.i. 16. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado. ntonio anderas, Johnny epp og Sal a ayek í mögnuðu framhaldi af hinni geys vinsælu mynd esperado. KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL  Skonrokk FM 90.9 ATH! Sýnd á klukkutíma fresti Á KVÖLDIN Yfir 41.000 gestir Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. KVIKMYNDIR.IS  ÓHT RÁS 2 SG DV  MBL  KVIKMYNDIR.COM  Skonrokk FM 90.9 kl. 8.kl. 8.kl. 6 og 10.30. Plots With a View SV. MBL SG DV R. Ebert Skonrok Fm 90.9 H.K. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL H.K. DV H.J. MBL S.G. DV THE MAGDALENE SISTERS kl. 10.05. KVIKMYNDIR.IS  L.A. TIMES BBCI kl. 5.45 og 10.05 NÓI ALBINÓI Sjáið sannleikann! Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT i í i Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey. Sýnd. kl. 6. Enskur texti -With English subtitles Sýnd kl. 8. B.i. 10 ára. Vinsælustu myndirnar á Breskum Bíódögum sýndar áfram. Missið ekki af þessum frábærum myndum SVO VIRÐIST sem Ben Affleck og Jennifer Lopez séu skilin að skiptum, að minnsta kosti í bili, eftir að áform þeirra um að gifta sig um síðustu helgi fóru út um þúfur. Engin op- inber tilkynning er komin frá fjölmiðlafulltrúum parsins vegna sam- bandsslita en margir fjöl- miðlar segjast hafa heim- ildir fyrir slitunum. Fullyrt er að þau hafi varið helginni hvort í sínu lagi, Lopez hafi verið í húsi sínu á Miami í Flórída en Affleck hafi á föstudags- kvöld verið í Hustler-spila- vítinu í Los Angeles og sést yfirgefa staðinn snemma á laugardagsmorgun í fylgd dökkhærðrar konu. Á laugardag er Affleck sagður hafa verið í Las Vegas. Fréttastofa Reuters segir einnig að þau séu hætt saman en leggur áherslu á að ekki sé vitað hvort um tímabundinn aðskilnað sé að ræða ekki ekki. Breska blaðið The Sun hefur eft- ir heimildarmanni að allt sé búið á milli þeirra Lopez og Affleck. Haft er eftir vinum Afflecks að hann hafi hringt í þá í síðustu viku og sagt þeim að þau Lopez væru hætt sam- an. Um helgina hefur verið orðróm- ur um að Affleck hafi fengið bak- þanka og sagt vinum sínum að ef hann giftist Lopez yrðu það mestu mistök sem hann hefði gert. Fjöl- miðlar hafa einnig eftir heimild- armönnum að Lopez hafi fengið efasemdir um sambandið við Affleck og talið ljóst að hann væri ekki tilbúinn að hætta glaumgosa- lífi sínu. Tímaritið People segir að það hafi í raun verið Chris, móðir Afflecks, sem reið baggamuninn. Hún hafi spurt son sinn hvort hann gæti í alvöru séð fyrir sér að þau Lopez stofnuðu fjölskyldu. Parið Jennifer Lopez og Ben Affleck Reuters Mynd tekin fyrr á árinu af stjörnuparinu Jennifer Lopez og Ben Affleck en sagt er að þau séu hætt saman. Sögð hætt saman Bar 11 Hudson Wayne kl. 22.00. Einnig kemur fram Ingó. Bæjarbíó, Strandgötu 6, Hafnarfirði Kvikmyndasafn Íslands sýnir Lousiana Story eftir Ro- bert J. Flaherty frá 1948. Þessi heimildarmynd var síðasta verk þessa merka kvik- myndagerðarmanns sem af mörgum hefur verið kallaður faðir heimildarmyndanna. Myndin segir frá samskiptum fátækrar fjölskyldu og olíuborunarvinnuflokks og þeim áhrifum sem hann hefur á fjölskylduna. Myndin er sýnd kl. 20.00 í kvöld og á laugardaginn kl. 16.00. Miðasala er opnuð hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er kr. 500. Í DAG Hudson Wayne verða á 11-unni í kvöld. JÓHANN G. Jó- hannssson er tví- mælalaust með merkilegustu smella- smiðum íslenskrar dægurtónlistar og hafa lög eftir hann, eins og „Don’t Try To Fool Me“, „Traustur vinur“ og „Hvers vegna varst ekki kyrr?“ lifað góðu lífi með landan- um allt síðan þau komu út fyrst. Jó- hann gat sér fyrst orð sem einn með- lima Óðmanna en síð- ar lagði hann svo í sólóferil. Undan- farin ár hefur hann svo sinnt myndlist og tónlist jöfnum höndum. Auk áður taldra laga verða á plöt- unni m.a. „Eina ósk“ sem Björgvin Halldórsson gerði vinsælt, „Fljúgum hærra“ sem Grýlurnar fluttu og „Furðuverk“ sem Ruth Reginalds gerði ódauðlegt á sínum tíma. Einnig verða nokkur lög frá tíma Óðmanna. „Það var hann Sölvi Blöndal (Quarashi) sem kom að máli við mig eftir að hann sá mig í þætti Jóns Ólafssonar (Af fingr- um fram),“ segir Jóhann. „Mér leist bara harla vel á þetta enda á ég fjörutíu ára starfsafmæli bráðum. Þetta mun vera fyrsta heildstæða safn- platan með lögum mín- um.“ Jóhann segist ekki hafa verið með puttana mikið í þessari útgáfu og látið Sölva um þetta að mestu. „Mér fannst mjög skemmtilegt að strákur af þessari kynslóð væri að sinna þessu og hann sat í gegnum allt þetta efni mitt og valdi úr af kost- gæfni.“ Jóhann segir að lokum að hann bú- ist við að útgáfa verði í byrjun októ- ber. Safnplata með lögum Jóhanns G. Gullkorn, gömul og ný Jóhann G. Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.