Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 251. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tilhlökkun fyrir tónleika Diddú fagnar skemmtilegu tæki- færi með Sinfóníunni Listir 24 Kynnar á Eddunni Eva María og Sveppi í sviðsljósi á verðlaunaathöfn Fólk 56 Létt en kalt Viktoría Áskelsdóttir synti úr Hrísey til Árskógsstrandar 11 Stúlkur trúaðri á starfsframa en piltar KONUR hafa farið fram úr körlum á öllum skólastigum í mörgum af iðn- ríkjum heims og stúlkur eru mun lík- legri en piltar til að fara í háskóla, að því er segir í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Stúlkur hafa líka meiri trú á því að fá hálaunuð störf en piltar. Skýrslan byggist á samanburði á námsárangri stúlkna og pilta í 43 þró- uðum iðnríkjum. Niðurstaðan er að árangur kvenna er betri en karla og gildir einu í hvaða álfu eða menningarsamfélagi þær eru. Þetta er öfugt við það sem búist hefði verið við fyrir nokkrum áratugum, að því er fréttavefur BBC hefur eftir Andreas Schleicher, sérfræðingi OECD í menntamálum. Hann segir að á síðasta áratug hafi miklar breytingar orðið á væntingum kvenna um starfsframa og árangur. Könnunin sýndi að í nær öllum þróuðu löndunum hafa 15 ára stúlkur meiri trú á að þær fái hálaunuð störf en piltar á sama aldri. 63% breskra stúlkna búast við að fá „hvítflibbastörf sem krefjast mikillar fagkunnáttu“ fyrir þrítugt, en aðeins 51% breskra pilta. Sama á við í Bandaríkjunum, Jap- an, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Frakklandi og Ástralíu. Stúlkurnar hafa fulla ástæðu til að vera sjálfsöruggari en piltar því að námsárangur þeirra er betri, og það eykur líkur á vel launuðum störfum. Áhyggjum/2 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins LÖGREGLAN í Stokkhólmi skýrði frá því í gærkvöldi að hún hefði handtekið mann sem hún hafði leitað vegna gruns um að hann hefði myrt Önnu Lindh, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar. Talsmaður lögreglunnar, Stina Wessling, sagði að maðurinn hefði verið handtekinn á veitingahúsi fyrir utan Råsunda-leikvanginn í bæjarfélaginu Solna í Stokkhólmi klukkan níu í gærkvöldi að stað- artíma, klukkan sjö að íslenskum tíma. Hann er í varðhaldi í höfuð- stöðvum lögreglunnar í Stokk- hólmi. Fyrr um daginn hafði lögreglan gefið út handtökutilskipun á hend- ur manninum. Lögreglan veitti ekki upplýsing- ar um hinn handtekna. Sænskir fjölmiðlar sögðust vita hver hann væri en birtu ekki nafn hans. Þeir sögðu að hann væri maðurinn sem lögreglan hefur leitað frá því að hún dreifði myndum úr eftirlits- kerfi NK-verslunarmiðstöðvarinn- ar þar sem Lindh var stungin með hnífi á miðvikudaginn var. Í vinfengi við nýnasista Á fréttavef Aftonbladet sagði að hinn handtekni væri 35 ára karl- maður sem meðal annars hefði um- gengist hægriöfgamenn og væri í vinfengi við „nokkra af illræmd- ustu nýnasistum Svíþjóðar“. Haft var þó eftir einum af yfirmönnum rannsóknarlögreglunnar í gær- kvöldi að ekkert benti til þess að Lindh hefði verið myrt af pólitísk- um ástæðum. Að sögn sænskra fjölmiðla er maðurinn á sakaskrá fyrir átján af- brot og þyngsti dómurinn sem hann hefur fengið er átta mánaða fangelsi fyrir stórfelld fjársvik. Að sögn fréttavefjar Dagens Nyheter fékk maðurinn fyrsta dóminn árið 1987. Hann hefur með- al annars verið dæmdur fyrir þjófnað, skemmdarverk, brot á friðhelgi heimilisins, ofbeldi og hót- anir í garð manns í opinberu starfi, ofbeldisfullan mótþróa við hand- töku og brot á lögum um meðferð hnífa. Kona er sögð hafa kært hann í fyrra og talið sig vera í hættu vegna hótana hans. Í síðasta dómnum yfir mannin- um kemur meðal annars fram að hann sé atvinnulaus, hafi átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða og ekki haft fast aðsetur lengi. Hermt er að hann hafi farið í meðferð í Sviss vegna kók- aínfíknar. Í skýrslu geðlæknis um mann- inn frá því í fyrra segir að hann hafi ekki „átt við nein alvarleg andleg vandamál að stríða“. Lögreglan neitaði að staðfesta fréttir fjölmiðlanna um manninn. Meintur morðingi Önnu Lindh tekinn höndum Hinn grunaði sagður 35 ára karlmaður sem er á sakaskrá fyrir mörg afbrot Reuters Var óvopnaður og veitti ekki mótspyrnu VEITINGAHÚSIÐ í bæjarfélaginu Solna í Stokkhólmi þar sem lög- reglumenn handtóku mann sem grunaður er um að hafa myrt Önnu Lindh fyrir viku. Maðurinn var óvopnaður og veitti ekki mót- spyrnu þegar hann var handtekinn. Hann var að horfa á knatt- spyrnuleik, sem sýndur var á stórum sjónvarpsskjá, og hópur knattspyrnuáhugamanna varð vitni að handtökunni. Myndin til hægri er af hinum grunaða, en hún var tekin úr eftirlitskerfi versl- unarmiðstöðvarinnar þar sem Anna Lindh var myrt. Bandaríkin hafna álykt- un um Arafat Sameinuðu þjóðunum. AFP. BANDARÍKIN beittu í gærkvöldi neitun- arvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna gegn ályktunartillögu um að hvetja Ísraela til að reka ekki Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, í útlegð eða ráða hann af dögum. Ellefu aðildarríkja ráðsins greiddu at- kvæði með tillögunni, aðeins Bandaríkin voru á móti og þrjú sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Í texta ályktunardraga, sem Sýrlendingar lögðu fram fyrir hönd arabaríkja, er þess „krafist að Ísraelar, hernámsvaldið, hætti við allar tilraunir til að vísa kjörnum forseta palestínsku heimastjórnarinnar úr landi og láti af því að ógna öryggi hans“. Ákvörðun öryggisráðs Ísraels, sem skip- að er öllum æðstu mönnum öryggismála landsins undir forsæti Ariels Sharon for- sætisráðherra, um að Arafat skyldi „fjar- lægður“, hefur kallað fram sterk viðbrögð ráðamanna út um allan heim. Búist er við að sú ákvörðun Bandaríkjanna að beita neit- unarvaldi sínu í málinu veki reiði í Mið-Aust- urlöndum og víðar.  Ísraelar hafna/14 Reuters Yasser Arafat kom fram á fjöldafundi í Ramallah á Vesturbakkanum í gær. 11 ríki í öryggisráði SÞ studdu ályktunina NORÐURÁL á Grundartanga undirritaði nýlega endurfjár- mögnunarsamning með sam- bankaláni til 15 ára upp á 185 milljónir dollara, eða nærri 15 milljarða króna. Íslandsbanki, Landsbanki Íslands og Kaupþing- Búnaðarbanki eiga rúmlega 40% hlut í því láni, eða sex milljarða króna. Aðrir bankar eru The Royal Bank of Scotland, sem leiðir þennan hóp, NM Rothschild & Sons Ltd. í London, franski bank- inn BNP Paribas og Fortis Bank, sem starfar í Hollandi, Belgíu og Lúxemborg. Að sögn Ragnars Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra fjár- mála- og stjórnunarsviðs Norður- áls, gekk vel að ná sambankaláninu í gegn. Náðst hafi fram hagkvæmari skilyrði, lengri lánstími og hærri lánsfjár- hæð en áður var. Með láninu er verið að endurfjármagna eldri lán til Norðuráls og segir Ragnar að svigrúm skapist nú til frekari fjár- festinga. Mikill áhugi á að fjármagna stækkun álversins Hlutur íslensku bankanna í lán- inu er sem fyrr segir rúm 40%. Kaupþing-Búnaðarbanki kom inn sem nýr aðili í sambankaláninu og Íslandsbanki og Landsbanki juku sína hluti verulega, að sögn Ragn- ars. Hann segir þessa banka, og fleiri til, hafa sýnt mikinn áhuga á að fjármagna fyrirhugaða stækk- un álversins úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonn, sem áætlað er að muni kosta um 300 milljónir dollara eða um 25 milljarða króna. Miðað við stækkun upp í 240 þús- und tonna ársframleiðslugetu er um 40 milljarða króna fjárfestingu að ræða hjá Norðuráli. Reiknar Ragnar með nokkrum tilboðum í fjármögnun stækkunar- innar en beðið er svara og um- sagna bankanna um nýja orku- sala, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, í stað Landsvirkjunar. Von er á niður- stöðu á næstu vikum. Norðurál á Grundartanga tekur 15 milljarða sambankalán Íslenskir bankar með sex milljarða hlut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.