Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LINDH-MÁLIÐ UPPLÝST? Lögreglan í Stokkhólmi handtók í gærkvöldi 35 ára mann sem grun- aður er um að hafa myrt Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fyrir viku. Maðurinn var handtekinn á veitingahúsi í bæjarfélaginu Solna í Stokkhólmi og er í varðhaldi í höf- uðstöðvum lögreglunnar í borginni. Hann var óvopnaður þegar hann var handtekinn og veitti ekki mót- spyrnu. Að sögn sænskra fjölmiðla er maðurinn á sakaskrá og í vinfengi við þekkta nýnasista. Beittu neitunarvaldinu Bandaríkin beittu í gærkvöldi neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn álykt- unartillögu um að hvetja Ísraela til að reka ekki Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í útlegð eða ráða hann af dögum. Ellefu ríki greiddu atkvæði með tillögunni, aðeins Bandaríkin á móti, og þrjú sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Samiðn mótmælir Miðstjórn Samiðnar hefur mót- mælt harðlega framkomu Impregilo við starfsmenn á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. Segja samtökin að fyrirtækið hafi ráðið hundruð starfs- manna á kjörum sem standist hvorki íslensk lög né kjarasamninga. Fram- kvæmdastjóri Samiðnar segir að Rúmeni sem látinn var hætta störf- um við Kárahnjúka nýlega hafi feng- ið mun lakari laun en kveðið var á um í ráðningarsamningi hans. Norðurál fær 15 milljarða Norðurál á Grundartanga hefur undirritað endurfjármögn- unarsamning með sambankaláni til 15 ára, upp á 15 milljarða króna. Ís- landsbanki, Landsbanki og Kaup- þing-Búnaðarbanki eiga rúmlega 40% hlut í láninu eða sex milljarða króna. Hinn hlutann eiga erlendir bankar. Verður heiðursdoktor Dr. Helga Hannesdóttir barna- og unglingageðlæknir hefur verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við læknadeild Turku-háskóla í Finn- landi. Doktorsritgerð Helgu fjallaði um geðheilsu barna og unglinga á Íslandi og var hún valin besta dokt- orsritgerð ársins við deildina í fyrra.  MUSTANG KLÚBBUR  AKSTURSÍÞRÓTTIR  BÍLASÝNING V-POWER BENSÍN  MATCLESS MÓTORHJÓL  BENZ LÚXUSTRUKKUR  NÝR NISSAN PRIMERA – S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! HÖNNUNIN VEKUR ATHYGLI Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Viðskipti 12/13 Minningar 34/42 Erlent 14/15 Kirkjustarf 42 Höfuðborgin 16 Bréf 44 Akureyri 17/18 Dagbók 46/47 Suðurnes 19 Sport 48/51 Landið 20/21 Fólk 52/57 Listir 22/27 Bíó 54/57 Umræðan 28/29 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * EFNAHAGS- og framfarastofnunin, OECD, lýsir í nýju riti yfir áhyggjum af hækkandi aldri kenn- ara á grunn- og framhaldsskólastigi. Í flestum OECD-ríkjum sé meira en helmingur kennara á barnaskólastigi 40 ára eða eldri. Á Íslandi og í sjö öðrum aðildarríkjum er meira en þriðjungur kennara á framhaldsskólastigi eldri en 50 ára. Segir OECD að þessi ríki þurfi að skoða hvernig á að forðast kennaraskort í framtíðinni. Ritið sem um ræðir nefnist Education at a Glance, OECD Indicators 2003, þar sem teknar eru saman margvíslegar upplýsingar um menntun í aðildarríkjum stofnunarinnar. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofunni er einnig að finna þar tölur um 18 ríki utan OECD, og veitir hluti tafln- anna upplýsingar um menntun um 2/3 hluta íbúa heimsins. Tölurnar eru aðallega frá skólaárinu 2000–2001. Af fleiri niðurstöðum má nefna að árið 2001 höfðu 57% Íslendinga á aldrinum 25–64 ára lokið löngu námi á framhaldsskólastigi sem veitir að- gang að háskólastigi. Meðaltal aðildarríkja OECD var 64%. Þá höfðu 19% Íslendinga á sama aldri lokið fræðilegu námi á háskólastigi og 6% lokið starfsnámi á háskólastigi. Meðaltal OECD-ríkja er 15% fyrir fræðilegt og 8% fyrir starfstengt nám á háskólastigi. Útgjöld Íslendinga til menntamála námu um 6,3% af landsframleiðslu árið 2000, og er Ísland í 6. sæti OECD-ríkjanna. Meðaltal OECD- landa er 5,5%. Þegar útgjöld á nemanda til menntastofnana frá grunnskólastigi til háskólastigs eru skoðuð eru Ís- lendingar í 14. sæti OECD-ríkja. Útgjöld á nem- anda á Íslandi eru talsvert hærri en meðaltal OECD-landa á barnaskólastigi grunnskóla og á unglingastigi grunnskóla, nokkru yfir meðaltalinu fyrir framhaldsskóla en talsvert undir meðaltali OECD-ríkja á háskólastigi. 65% þeirra sem ljúka hér fyrstu háskólagráðu eru konur Í ritinu eru kynntar niðurstöður úr svonefndri PIRLS-könnun sem var gerð á lestrarhæfni nem- enda í fjórða bekk í 16 OECD-löndum árið 2001. Þar lentu íslenskir nemendur í 14. sæti. Hagstofan segir að hluti skýringarinnar á slakri útkomu ís- lenskra nemenda sé sá að þeir voru yngstir allra þátttakenda, að meðaltali 9,7 ára, en sænsku þátt- takendurnir, sem stóðu sig best, voru að meðaltali 10,8 ára. Niðurstöður könnunar á bekkjarstærð í grunn- skólum sýna að bekkir í íslenskum grunnskólum eru minni en í grunnskólum flestra annarra OECD-landa. Að meðaltali eru 17–18 nemendur í bekk á Íslandi en meðaltal OECD-landa er 22 nemendur í neðri hluta grunnskólans og 24 nem- endur í efri hluta hans. Aðeins í Lúxemborg eru grunnskólabekkir minni en á Íslandi en þar eru tæplega 16 nemendur í bekkjum í neðri hluta grunnskóla. Á Íslandi eru 127 stöðugildi starfsmanna á hverja þúsund nemendur í fullu námi í grunn- og framhaldsskólum. Aðeins á Ítalíu er hlutfallið hærra, eða 138. Meðaltal þeirra 13 OECD-landa sem tölur eru til fyrir er tæplega 100 stöðugildi starfsmanna á þúsund nemendur í fullu námi. Á Íslandi eru konur 65% þeirra sem ljúka fyrstu háskólagráðu, sem er hæsta hlutfall innan ríkja OECD ásamt Danmörku, en meðaltalið í ríkjum OECD er 55%. Konur eru 66% þeirra sem ljúka meistaragráðu á Íslandi en meðaltal OECD er 51%. Á Íslandi eru karlar þó mun fjölmennari á með- al útskrifaðra úr stærðfræði, tölvunarfræði, verk- fræði og tæknigreinum. Þá kemur fram í ritinu að 82% kvenna hér á landi afli sér lengri framhalds- menntunar á meðan sambærilegt hlutfall ís- lenskra karla er sagt vera 42%. OECD sendir frá sér skýrslu um stöðu menntamála í aðildarríkjum sínum Lýsa yfir áhyggjum af hækkandi aldri kennara JÓN Kristjánsson heilbrigð- isráðherra opnaði í gær nýja heimasíðu Hjartaverndar en þar er m.a. hægt að láta nýja reiknivél reikna út líkurnar á að fá krans- æðasjúkdóm á næstu tíu árum. „Reiknivélin virkar þannig að hún reiknar út áhættu einstaklinga á að fá kransæðasjúkdóm miðað við ákveðna áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, s.s. blóðfitu, blóðþrýsting, þyngd og hvort þeir reykja,“ segir Vilmundur Guðna- son, forstöðulæknir Rannsókn- arstöðvar Hjartaverndar. Reikni- vélin byggist á rannsóknum Hjartaverndar á síðustu 35 árum. Markmiðið er að vekja almenning til umhugsunar um áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Um 200 manns deyja árlega Á heimasíðu Hjartaverndar, en slóðin er hjarta.is, kemur fram að um þúsund Íslendingar fái krans- æðastíflu á hverju ári. Karlmenn eru þar í miklum meirihluta. „Gera má ráð fyrir að fjöldi þeirra sem deyja árlega skyndidauða á Íslandi vegna kransæðastíflu sé um 200 manns,“ segir á heimasíð- unni. Þar kemur þó fram að dán- artíðni hafi lækkað umtalsvert á síðustu árum. Reiknar út líkur á kransæða- sjúkdómi Morgunblaðið/Jim Smart Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra skoðar nýja heimasíðu Hjartaverndar ásamt Róberti Orra Brooks Skúlasyni kerfisfræðingi. FYRRVERANDI starfsmenn fisk- vinnslunnar Höfða á Hofsósi hafa skorað á verkalýðsforystu, sveitar- stjórn og þingmenn að bregðast þeg- ar við því alvarlega ástandi sem er í atvinnumálum á staðnum, en tuttugu manns eða 11% íbúa misstu vinnuna þegar Höfði varð gjaldþrota í ágúst. Borgarafundur fyrrverandi starfs- manna fiskvinnslufyrirtækisins var haldinn á mánudagskvöld en mikil óvissa ríkir meðal fólks um framtíðina í atvinnumálum, að sögn Jóns Gísla Jóhannessonar, eins fyrrverandi starfsmanna Höfða. Hann bendir á að starfsfólk hafi ekki fengið greidd laun síðan 24. júlí. Jón segir nýja aðila hafa lýst yfir áhuga á að reka fiskvinnslu í húsnæði Höfða en kvótakerfið geri það að verkum að ómögulegt sé fyrir nýja aðila að hefja rekstur í sjávarútvegi án þess að fá byggðakvóta. Hann hafi hins vegar ekki enn fengist þrátt fyrir að fiskveiðiárið hafi byrjað 1. septem- ber. „Við getum ekki gert annað en beðið eftir byggðakvótanum enda höfum við hér í bænum ekkert bol- magn til að leigja kvóta og skip og hefja rekstur,“ segir Jón. Hann segir gjaldþrotið hafa verið áfall og hljóðið sé þungt í fólki. „Við verðum að fá kvótann sem fyrst enda er biðin tap fyrir okkur öll, ástandið versnar einungis eftir því sem biðin er lengri,“ segir Jón og bætir við að hann viti um fólk í bænum sem sé þegar farið að hugsa sér til hreyfings. „Fólk farið að hugsa sér til hreyfings“ Borgarafundur haldinn á Hofsósi BORGARRÁÐ samþykkti í gær að ráða Vilhjálm H. Vilhjálmsson í starf borgarlögmanns í stað Hjörleifs B. Kvaran. Vilhjálmur sagðist vera ánægður með að hafa verið valinn, ekki síst þar sem allir borgarráðs- fulltrúar hefðu stutt sig. „Þetta verður heilmikil breyting því ég hef aldrei unnið hjá öðrum en sjálfum mér. Ég reikna með að það verði skemmtileg breyt- ing og þetta er tækifæri sem ég er af- ar feginn að fá.“ Vilhjálmur lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1976 og framhaldsnámi í sjórétti og skaðabótarétti frá Nordisk institutt for sjörett, Háskólanum í Ósló, 1978. Vilhjálmur hefur frá árinu 1980 verið sjálfstætt starfandi lögmaður en meðal annarra starfa má nefna dóm- störf í Félagsdómi og kennslu í rétt- arfari við lagadeild HÍ. Vilhjálmur öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi árið 1979 og fyrir Hæstarétti árið 1987. Ráðinn borgarlög- maður Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.