Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um leikskólamál Efla samstarf og samvinnu NORRÆN ráð-stefna um leik-skólamál verður haldin í íþróttahöllinni á Akureyri dagana 19. og 20. september næstkom- andi. Að ráðstefnunni standa Akureyrarbær og vinabæirnir Randers, Västerås og Álasund. Þetta er í þriðja skipti sem þessir bæir efna til ráðstefnu um leikskólamál og er þetta í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin á Akureyri. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Sigríði Sítu Péturs- dóttur sem er fram- kvæmdastjóri fimm manna undirbúnings- nefndar ráðstefnunnar sem starfað hefur frá ára- mótum. Þetta er þriðja ráðstefnan, hver er forsagan að þessu ráð- stefnuhaldi? „Þetta byrjaði vorið 2000 er leikskólafólk frá Akureyri fór í smá ferðalag til Randers. Þar hittum við kollega okkar og í þeirri heimsókn kom fram vilji hjá báðum aðilum að hittast til skoðanaskipta og fá fleiri til að vera með. Athugað var með áhuga hjá hinum vinabæjunum, Västerås, Álasund og Lathi og reyndist leikskólafólk í Álasundi og Västerås áhugasamt, en Finn- arnir í Lathi hafa aldrei komið að þessu með okkur. Fulltrúar vina- bæjanna fjögurra hittust síðan um haustið 2000 og í september 2001 var síðan fyrsta ráðstefnan haldin í Randers. Áherslan þar var skráningar í starfi leikskóla og á hina norrænu barnasýn. Ráðstefnan tókst það vel að strax var farið að huga að því að halda aðra að ári. Í fyrra var síðan haldin ráðstefna í Västerås þar sem fjallað var um gæði og/eða þjónustu í leikskóla nútímans. Í ár er röðin komin að okkur hér á Akureyri að halda ráðstefnuna.“ Hver eru viðfangsefnin nú? „Yfirskriftin er nokkuð yfir- gripsmikil, en segja má að mál- efni ráðstefnunnar komi að rann- sóknarstarfi í leikskólum og hvernig við nýtum upplýsinga- tæknina og vísindi. Einnig er komið inn á frásagnarhefðir og munnmæli, þ.e.a.s. hvernig þau málefni eru notuð og nýtast í leikskólastarfinu. Hvar liggur áherslan hjá hinum ýmsu Norð- urlöndum í þessum efnum og hvernig er best að samræma það sem skiptir mestu máli?“ Tilgangur þessarar ráðstefnu? „Fyrst og fremst að efla sam- starf og samvinnu milli þessara landa. Við erum frændþjóðir og eigum að vinna saman. Á þessum ráðstefnum sjáum við hvað er líkt í leikskólastarfinu hjá okkur og hvað er ólíkt og þannig getum við lært hvert af öðru með því að nýta styrkleika hvers annars.“ Er mikill munur á leikskóla- starfi í þessum nágrannalöndum? „Nei, þvert á móti. Munurinn er ekki mik- ill. Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra en leikskólana hér á Ak- ureyri, en það er sér- staklega ánægjulegt að sjá í gegnum þessi kynni, að leikskóla- starfið á Akureyri er síst lakara heldur en gengur og gerist hjá frændþjóðum okkar. Við stöndum frændum okkar ekkert að baki.“ Hafa þessi kynni af leikskóla- starfi á öðrum Norðurlöndum skilað breyttum vinnubrögðum hér á landi? „Nei, ekki beint. Ekki myndi ég segja það. Við höfum ekki rek- ist á slíkar nýjungar að þess hafi þurft. Eins og ég gat um áðan hefur reynst vera lítill grundvall- armunur á leikskólastarfinu í þessum löndum. Hins vegar er öruggt að hér á landi hafa menn farið að líta kannski öðru vísi á vissa hluti í starfinu og nýtt sér það sem þeir hafa séð og lært með okkar eigin formerkjum.“ Hver er munurinn milli landa? „Þetta er lítill munur eins og ég gat um, en ef ég reyni að skil- greina þetta aðeins gæti ég sagt að Svíar hafa nokkuð vel skil- greint starf, þar eru breytilegar áherslur frá einum leikskóla til annars og allt í nokkuð föstum skorðum. Í Danmörku er hins vegar mjög afslappað og frjáls- legt fyrirkomulag. Á Íslandi myndi ég segja að fyrirkomulagið væri einhvers staðar á milli Svía og Dana, án þess þó að útkoman sé neinn hrærigrautur. Hvort kerfið er eitthvað betra á einum stað eða öðrum skal ég ekki dæma um, en við reynum að bæta starfið með þessum ráð- stefnum.“ Er ráðstefnan vel sótt? „Engin til þessa hefur verið jafn vel sótt og þessi. Við verðum með 200 þátttakendur, m.a. eitt hundrað sem koma að utan. Þátt- takan hefur algerlega sprengt ut- an af sér. Við vorum í byrjun með annað hús, en vegna þátttökunn- ar dugði ekkert minna en íþrótta- höllin í bænum.“ Hvað um dagskrána? „Fyrirlesarar fyrri daginn verða Guðrún Alda Harðardóttir lekt- or við Háskólann á Ak- ureyri og nefnist henn- ar fyrirlestur: Að rannsaka í leikskóla. Stig Broström, lektor við danska uppeldisháskólann, talar síðan um norrænt leikskóla- starf og hvernig nota eigi hefð- irnar og nútímann sem drifkraft í starfið. Síðan verða vinnusmiðjur frá hverju landi og bendi ég áhugasömum á sameiginlega heimasíðu ráðstefnunnar, www.norsamby.dk Sigríður Síta Pétursdóttir  Sigríður Síta Pétursdóttir er fædd í Reykjavík 14. desember 1955. Hún er útskrifaður leik- skólakennari og hefur lokið framhaldsnámi í stjórnun frá Fósturskóla Íslands og fram- haldsnámi í uppeldis- og mennt- unarfræðum frá KHÍ. Stundar nú meistaranám í þeim fræðum. Hún er séfræðingur við skólaþróunarsvið kenn- aradeildar HA og fram- kvæmdastjóri undirbúnings- nefndar ráðstefnunnar. Maki er Hilmar Þór Óskarsson og eiga þau þrjú uppkomin börn. Einhvers staðar á milli Svía og Dana. Á ÞINGI Sambands ungra sjálfstæð- ismanna var hugmyndum um svokall- aða línuívilnun við stjórn fiskveiða hafnað með öllu. Voru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins meðal annars spurðir að því hvernig þeir ætluðu að snúa sig út úr þeim vandræðum sem þeir væru komnir í, með því að opna þennan möguleika. Þingfulltrúar lögðu áherslu á að fiskveiðistjórnun- arkerfið væri þannig úr garði gert að allir sætu við sama borð. Þetta var m.a. samþykkt á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) sem haldið var í 37. sinn í Borgarnesi um síðustu helgi. Um 160 þingfulltrúar alls staðar af landinu tóku þátt í störfum þingsins og sam- þykktu ályktanir í níu málefnahóp- um. Á föstudagskvöldið sátu ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins fyrir svörum. Skuldabréf í landbúnaði Jafnframt var samþykkt sú stefna að leggja Hafrannsóknastofnun niður í núverandi mynd og færa reksturinn í hendur einkaaðila. Vilja ungir sjálf- stæðismenn koma á samkeppni í rannsóknum á vistkerfi sjávar og aðr- ir en Hafró komi með tillögur um heildarafla innan fiskveiðiársins. Hagsmunaaðilum í sjávarútvegi verði þá gert kleift að byggja upp fleiri en eina rannsóknarstofnun. Þá var hvatt til þess að afnema höft á framsali afla- heimilda, byggðakvóta og lög um há- markskvóta. Samband ungra sjálfstæðismanna vill að Ísland verði fyrst evrópskra þjóða til að afnema með öllu styrki og haftastefnu í landbúnaði. Í kafla um landbúnaðarstefnu SUS segir að það sé ljóst að bændum yrði komið í slæma aðstöðu ef styrkjakerfið yrði afnumið í einu vetfangi og slíkt sé ekki raunhæft. Nauðsynlegt sé að bændum verði veittur aðlögunartími. Á þeim tíma yrðu þeim afhent skulda- bréf frá ríkisvaldinu sem tryggði þeim sömu upphæð í styrki og núver- andi kerfi í ákveðinn tíma, t.d. áratug. Aftur á móti hefðu þeir valkost um að selja skuldabréfin og fá þá umtals- verða upphæð strax í stað greiðslna yfir langt tímabil. Með þessu telja ungir sjálfstæðismenn að gott tæki- færi skapist fyrir bændur til að hætta búskap og leita nýrra tækifæra á öðr- um starfsvettvangi. Þeir sem eftir verða eflist. Að þessum aðlögunar- tíma liðnum yrði íslenskur landbún- aður með öllu styrkjalaus. Í ályktun sem samþykkt var á þinginu er lagt til að dóms- og kirkju- málaráðuneyti, umhverfisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og samgöngu- ráðneyti verði sameinuð í eitt ráðu- neyti innanríkismála og byggðamál verði færð undir það frá iðnaðarráðu- neytinu. Lagt var til að Landhelgis- gæslan yrði færð undir embætti Rík- islögreglustjóra svo að löggæsla og almannavarnir á láði og legi verði á sömu hendi. Efasemdir um setu í öryggisráði SÞ Á þinginu var samþykkt að þegar Sjálfstæðisflokkurinn taki við stjórn utanríkismála eftir ár verði tækifærið nýtt til að skera niður og hagræða í rekstri sendiráða í ljósi mikillar út- gjaldaaukningar í utanríkis- þjónustunni. Ungir sjálfstæðismenn telja ljóst að fyrirhugað framboð Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna verði kostnaðarsamt. Líta þeir einnig til þess að meirihluti mála sem fari fyrir öryggisráðið séu mál sem Íslendingar hafi hingað til lítið beitt sér í. Því þykir skorta að sýnt sé með skýrum hætti fram á ávinning af setu í ráðinu og hvað Ísland muni leggja áherslu á í starfi sínu. Ungir sjálfstæðismenn samþykktu á þingi sínu í Borgar- nesi tillögu um að Hafrannsóknastofnun yrði lögð niður SUS leggst hart gegn línuívilnun Morgunblaðið/Guðrún Vala Davíð Oddsson forsætisráðherra og aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu fyrir svörum á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi. Vilja afnema byggðakvóta og lög um hámarks- kvótaeign Þetta er nú meira „Ameising Iclandið“, hr. forstjóri, svo verður maður að fara til útlanda til þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.