Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins um leið og ég vakna“ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins á innan við mínútu“ ÍBÚAR víða á austurströnd Banda- ríkjanna byrgðu í gær glugga á hús- um sínum og herinn hefur sent skip sín til hafs og flutt flugvélar til valla lengra inni í landi. Ástæðan er felli- bylurinn Isabel en búist er við að hann komi inn yfir landið einhvers staðar á svæðinu frá Norður-Karól- ínu til New Jersey seint á fimmtu- dag eða snemma föstudags. Er vind- hraðinn í honum 193 km á klukkustund. Mark R. Warner, ríkisstjóri í Virginíu, lýsti í fyrradag yfir neyð- arástandi í ríkinu þótt enn væru þrír dagar í fellibylinn og gerði það með- al annars til að minna fólk á að vera við öllu búið. Í gær var mikið að gera í öllum járnvöru- og bygging- arvöruverslunum og voru þær víða orðnar uppiskroppa með krossvið, lampa, plastdúk og margt annað, sem að gagni kemur í þeim hremm- ingum, sem fylgja fellibyljum. Herskipum og her- flugvélum forðað Í Norður-Karólínu hefur fólk, sem býr við ströndina, verið hvatt til að forða sér burt og Bandaríkjaher hefur sent herskip og kafbáta út á sjó til að þau verði ekki fyrir skemmdum í höfnum. Tvö flugmóð- urskip, sem erfiðara er að færa, hafa verið fest tryggilega. Um miðnætti í fyrrinótt var Isa- bel 1.142 km suðaustur af Hatteras- höfða og hreyfðist þá hægt í norð- vestur. Á sunnudag var vindhraðinn 257 km á klst. og fellibylurinn þá í hæsta eða fimmta flokki en á mánu- dag veiktist hann og var þá í þriðja flokki hvað styrkleika varðar. Jafn- vel þótt hann veikist enn um flokk getur hann valdið umtalsverðu tjóni. Isabel er fyrsti stóri fellibylurinn, sem stefnir á Mið-Atlantshafs- ströndina, síðan Floyd olli miklu tjóni þar í september 1999. Fórust þá 56 manns. Mikill viðbúnaður á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Isabel Neyðarástandi lýst yfir með nokkurra daga fyrirvara AP Þessi gervihnattamynd af fellibylnum Isabel var tekin á mánudag og sýnir hve gífurlega umfangsmikill hann er. Topail Beach. AP. ÍSRAELAR höfnuðu í gær tilboði sem náinn aðstoðarmaður Yassers Arafats, forseta Palestínumanna, hafði birt þess efnis að samið yrði um vopnahlé. Talsmaður Ísraelsstjórnar sagði tilboðið vera „gildru“ og að einungis væri um að ræða viðbrögð Palest- ínumanna við hótunum Ísraela um að „fjarlægja“ Arafat. Þessi orð lét hann falla eftir að Jibril Rajud, þjóð- aröryggisráðgjafi Arafats, hafði sagt Palestínumenn vera tilbúna til að semja við Ísraela um vopnahlé til ótiltekins tíma. Kvað Rajud stjórn Palestínumanna vera tilbúna til að lýsa yfir slíku vopnahléi gerðu Ísr- aelar slíkt hið sama. Í máli Rajuds kom fram að palestínska heima- stjórnin teldi sig geta tryggt að hóp- ar á borð við Hamas og Íslamska Jíhad, sem staðið hafa fyrir fjölda- morðum á ísraelskum borgurum, myndu virða slíkt vopnahlé eða „hudna“. Fjórar vikur eru liðnar frá því að þriggja mánaða vopnahlé varð að engu er palestínskir vígamenn úr Hamas stóðu fyrir sprengjutilræði í Jerúsalem. Ísraelar lýstu þá yfir allsherjarstríði gegn hópnum og hafa leiðtogar hans verið varir um sig frá því. Þeir fengust því ekki til að tjá sig um tilboð palestínsku stjórnarinnar og viðbrögð Ísraela. Ísraelar leituðu í gær palestínskra vígamanna líkt og áður en þeir hafa lýst herstjóra og leiðtoga herskárra samtaka Palestínumanna réttdræpa. Í gær drápu ísraelskir hermenn fé- laga í Íslamska Jíhad í þorpinu Durra, nærri borginni Hebron Ísraelar hafna vopnahléi Jerúsalem. AFP. WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, staðfesti í gær að 27 ára námsmaður í Singapúr hefði sýkst af alvarlegri bráðalungnabólgu (HABL). Talsmaður stofnunarinnar lýsti þessu yfir en námsmaðurinn starfaði á rannsóknarstofu í veirufræði í Singapúr. Þetta er fyrsta HABL-til- fellið í Singapúr frá 31. maí. Faraldursins varð fyrst vart í Kína í fyrra og sýktust um 8.000 manns um heim allan. Sjúkdómurinn dró rúmlega 900 manns til dauða. Í júlí lýsti WHO yfir því að tekist hefði að sigrast á plágunni. Uggur hefur vaknað um að nýr HABL-faraldur sé í uppsiglingu í Asíu. Greip um sig ótti í Hong Kong í gær er fréttist að kona hefði tekið veikina en svo reyndist þó ekki vera. Sérfræðingar WHO hafa sagt hugsanlegt að HABL láti á sér kræla á ný þegar vetra tekur á norðurhveli. Sumir telja að HABL (heilkenni al- varlegrar bráðalungnabólgu) verði árstíðabundið fyrirbrigði svo sem flensa og aðrir veirusjúkdómar. Genf. AFP. Staðfesta HABL í Singapúr KONUR bera sig stundum verr en karlmenn eft- ir að hafa fengið sér of mikið í staupinu og það er ekkert undarlegt við það. Bandarískir vís- indamenn hafa nefnilega komist að því, að timb- urmennirnir hamist meira á þeim en körlunum. Rannsóknin var gerð við Missouri-Columbia- háskólann og viðfangsefnið var 1.230 námsmenn á fyrri stigum. Er sá hópur alræmdur fyrir að sulla mikið í áfengi þótt hann hafi yfirleitt ekki til þess aldur samkvæmt bandarískum lögum. Að því er fram kemur á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, voru námsmennirnir, konur og karlar, beðnir að segja frá líðan sinni eftir mikla drykkju og nefna 13 helstu einkennin, þar á meðal höfuðverk, flökurleika og þreytu. „Niðurstöðurnar komu í sjálfu sér ekki á óvart því að konur eru almennt léttari en karlar og hafa hlutfallslega minna vatn í líkamanum. Þær finna því fyrir meiri áhrifum og meiri timb- urmönnum af tilteknum áfengisskammti en karl- ar,“ sagði Wendy Slutske, aðstoðarprófessor í sálfræði, en hún stýrði rannsókninni. Til jafnaðar fundu námsmennirnir fyrir fimm af 13 lykileinkennunum og algengast var, að þeir þjáðust af þornun eða vatnsskorti í líkamanum. Fátíðast var, að þeir fyndu fyrir skjálfta. Þornunin er verst Líffræðilega er það þornunin, sem veldur verstu timburmönnunum. Áfengið er þvagörv- andi og þar með vatnslosandi og einkennin eru þurrkur í munni, þorsti, höfuðverkur og svimi. Flökurleiki og uppsölur stafa hins vegar af áhrifum áfengisins á slímhúð magans. 26% námsmannanna sögðust verða sér úti um timburmenn að minnsta kosti einu sinni í mánuði eða oftar og telja vísindamennirnir það rann- sóknarefni út af fyrir sig hvort þeim sé hættara en öðrum við að gefast upp í námi. Til jafnaðar fann unga fólkið a.m.k. fyrir einu af lyk- ileinkennunum 13 þrisvar til 11 sinnum á síðasta ári. Segir Slutske, að það ætti ekki að hafa nein áhrif á frammistöðu þess. Það kom einnig í ljós við rannsóknina, að þeir námsmenn, sem sögðust eiga í erfiðleikum með áfengi eða áttu foreldra, sem eins var ástatt með, fengu mestu timburmennina. Timburmenn eru verri konum en körlum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.