Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Golli Síðastliðin tvö ár hefur ÍR-húsið, sem eitt sinn stóð við Túngötu, staðið á tunnum á geymslu- svæði Reykjavíkurhafnar. Nú á að flytja húsið á Árbæjarsafn og á að nota það sem barnahús. SAMÞYKKT var í borgarráði í gær að flytja hið gamla íþróttahús ÍR, sem lengst af stóð á horni Túngötu og Hofsvallagötu, á Árbæj- arsafn. Verður sex milljónum króna varið í flutning hússins og uppsetningu þess. Und- anfarin tvö ár hefur það staðið á geymslu- svæði Reykjavíkurhafnar. Gamla húsið þurfti að víkja fyrir nýju íþróttahúsi Landakotsskóla. Upphaflega var það reist sem kirkja á Landakotstúninu árið 1897. Var það þá fyrsta kaþólska kirkjan sem byggð var á Íslandi eftir siðaskipti og jafn- framt stærsta timburkirkja landsins. Hún var gefin Íþróttafélagi Reykjavíkur þegar Krists- kirkja reis á Landakotstúni árið 1929. Var turninn tekinn af húsinu og því breytt í íþróttahús með steyptum kjallara. Um árabil var þetta helsta íþróttahús bæj- arins og voru þar stundaðar æfingar og háð- ar íþróttakeppnir. Á stríðsárunum lagði breski herinn húsið undir sig en eftir það var það aftur notað til íþróttaiðkunar. Verður barnahús Árbæjarsafns Samkvæmt tillögu borgarráðs miðar end- urgerð hússins að því að varðveita það sem íþróttahús og verður leitast við að nota íþróttasalinn sem sýningar- og samkomusal. ÍR húsið verður staðsett efst á safnsvæði Ár- bæjarsafns og verður svokallað barnahús safnsins. Þar verða sýningar, dagskrár og viðburðir sem tengjast lífi og starfi barna og ungmenna í borginni. Í samstarfi við félag leikskólakennara, fræðslumiðstöð og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur verður þarna sýnt líf reykvískra barna í sinni breiðustu mynd. Þá hefur Árbæjarsafn þegar haft samband við kaþólska söfnuðinn í Reykjavík og ÍR um að vinna að sérsýningu þar sem sögu hússins, fyrst sem kirkju og síðar sem íþróttahúss, verða gerð skil. Íþróttahús ÍR flutt á Árbæjarsafn Árbær HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KÓPAVOGSBÆR keypti í gær 13 hektara landspildu við Þinghól úr landi Kópavogshælis niðri við sjálfan Kópavoginn. Forystumenn bæjarins hafa lengi ásælst þessa lóð með þeim árangri að samningar náðust nú og greiðir Kópavogsbær 260 milljónir króna til ríkisins fyrir lóðina. Gunnar Birgisson, forseti bæjar- stjórnar, var ánægður með þennan áfanga eftir undirskrift kaupsamn- ingsins. Sagði hann að svo hlyti einnig að vera með forystumenn ríkisstjórn- arinnar og Landspítalans. „Við stung- um að þeim 260 milljónum, gáfum þeim kaffi og með’í svo þeir eru nátt- úrulega kátir – og við líka,“ sagði Gunnar. Ekki er enn búið að skipuleggja svæðið af hendi bæjarins en Gunnar sagði að einhver mannvirki yrðu þarna. Aðspurður hvort það yrði íbúðabyggð taldi hann það verða í bland en fara þyrfti varlega þar sem hluti lóðarinnar væri undir bæjar- vernd og friðlýstur. „Núna getum við farið að hugsa þegar við erum búin að kaupa landið,“ sagði hann. Landspítali mun áfram eiga nokkr- ar lóðir og hús á þessu svæði og reka þar endurhæfingar- og líknardeild. Þráttað var um verðið í langan tíma að sögn Gunnars. Í fyrra hafi náðst samningar um kaup á landi ríkisins í Vatnsenda og þá átti samningur um lóðina við Kópavogshæli að fylgja með. Ekki náðist að ljúka honum þar sem ekki náðist samkomulag um verð. En nú sé þessu loksins lokið. Ekki rætt í bæjarstjórn Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi fagna að þetta land komist í eigu Kópavogsbúa. Hins vegar gagnrýna þeir vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar í málinu og segja að kaupsamningurinn, sem undirritaður var í gær, hafi einunigs verið kynntur lauslega í bæjarráði 24. júlí sl. Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinn- ar, segist hafa sent bæjarstjóra bréf og beðið um að málið yrði rætt og af- greitt formlega á bæjarstjórnarfundi áður en samningur væri undirritaður. Bæjarstjóri hafi tekið vel í það en nú virðist sem Gunnar Birgisson sé að notfæra sér árlegt sumarfrí hans til að keyra málið í gegn án umræðu. „Hér er um 260 milljóna króna fjár- festingu að ræða sem ekki er í fjár- hagsáætlun bæjarins árið 2003 og því er eðlilegt að um málið sé fjallað í bæjarstjórn áður en samningar eru undirritaðir. Það hefur ekki verið gert,“ segir Flosi. Gunnar segir að kaupsamningur- inn hafi verið undirritaður með fyr- irvara um samþykkt bæjarstjórnar Kópavogs. Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að fá samþykki áður en skrifað var undir kaupsamn- inginn segir hann það liggja fyrir. Bæjarráð hafi samþykkt að bæjar- stjóri gæti skrifað undir samninginn og einnig hafi lántaka upp á 260 millj- ónir fyrir kaupunum verið samþykkt. Kópavogsbær kaupir lóð Kópavogshælis Morgunblaðið/Kristinn Hansína Á. Björgvinsdóttir, Gunnar I. Birgisson, Ásta Þórarinsdóttir, Geir H. Haarde og Jón Kristjánsson undirrita kaupsamninginn í gær. Í for- grunni neðst á myndinni sést ávísunin upp á 260 milljónir króna. Landið sem Kópavogsbær kaupir eru grænu svæðin sitt hvorum megin við hús Landspítala – háskólasjúkrahúss. Hægra megin á yfirlitsmyndinni sést Hafnarfjarðarvegur og Sunnuhlíð ofarlega sömu megin. Kópavogur Kínverska sendiráð- ið fer að reglum Bjóða ná- grönnum til samráðs Vesturbær STARFSMENN kínverska sendiráðsins leggja áherslu á að gerð tennisvallar í bak- garði Garðarstrætis 41, þar sem viðskiptaskrifstofa sendi- ráðsins er til húsa, sé með fullu samþykki yfirvalda í Reykjavík. Talsmaður sendiráðsins hér á landi segir sendiráðsstarfs- mennina leggja allt upp úr því að virða lög og reglur Íslend- inga. Framkvæmdin væri eftir þeirra bestu vitund sam- kvæmt þeim reglum sem giltu enda hafi verið fengið sam- þykki fyrir umræddum fram- kvæmdum áður en til þeirra kom. Nágrannar sendiráðsins hafa kært gerð tennisvallarins til úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingarmála. Segja þeir að forsendur fyrir fram- kvæmdunum hafi verið brotn- ar og framkoma Kínverjanna einkennst af frekju og yfir- gangi. Talsmaður sendiráðsins segist vita af óánægju ná- grannanna. Það sé ekki þeirra vilji að styggja nágranna sína með gerð tennisvallarins. Betra væri að leysa málið frið- samlega og býður hann ná- grönnunum að koma til sendi- ráðsins til viðræðna. Þá væri hægt að sættast milliliðalaust svo nábýlið verði friðsamlegt. BROTTFLUTNINGUR fólks af landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins birtist í ýmsum mynd- um. Ekki eru þær myndir alslæmar og ein í ánægjulegri kantinum birt- ist um helgina á golfvelli Odd- fellowa, Urriðavatnsvelli í Heið- mörk. Þar voru mættir burtfluttir Skagfirðingar á árlegu golfmóti sunnan heiða, því fimmta í röðinni. Alls mættu nærri 40 kylfingar til leiks í blíðskaparveðri við frábærar aðstæður á golfvelli Oddverja. Þar af voru nokkrir Skagfirðingar sem komu akandi suður yfir heiðar, bæði til að hitta gamla félaga og forvitnast í leiðinni um forgjöf þeirra! Keppt var eftir punktafyr- irkomulagi og hlutskarpastur varð sjálfur skipuleggjandi mótsins, Gunnar Þ. Guðjónsson, kallaður meðal sveitunga sinna Gunni bak- ari. Næstir honum voru Sigurgeir Þórarinsson, Hafþór Þorbergsson, Sigurbjörg Ólsen og Halldór Hall- dórsson. Þátttakan í mótinu batnar með hverju árinu, hvort sem það er til marks um meiri brottflutning úr Skagafirði eða frekari golfiðkun þeirra sem komnir eru „suður“. Skagfirsk sveifla í Heiðmörk Morgunblaðið/Björn Jóhann Verðlaunahafar á verönd golfskála þeirra Oddfellowa í Heiðmörk. Garðabær FJÖLSKYLDURÁÐ Hafnarfjarð- arbæjar hefur ákveðið að ráða Geir Bjarnason í starf forstöðumanns miðstöðvar fyrir ungt fólk í gamla bókasafninu í Mjósundi. Enn frem- ur gegnir hann stöðu forvarnarfull- trúa og starfar með forvarnarnefnd. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýs- inga- og kynningarfulltrúi Hafnar- fjarðarbæjar segir nú aukna áherslu lagða á ýmiss konar for- varnarstarf og forvarnarfulltrúa sé falið að koma í framkvæmd fjöl- mörgum verkefnum sem forvarn- arnefnd leggi áherslu á. Leitast sé eftir því að forvarnastarfið nái til flestra þátta sem geti haft áhrif á heilbrigt líferni íbúanna. Hún segir ekkert mannlegt forvarnarstarfinu óviðkomandi en megináhersla teng- ist lífsstíl ungs fólks. Stofnun kaffi- og menningarhúss fyrir 16 ára og eldri sé nú meginviðfangsefni for- varnarnefndar en stefnt sé að opn- un hússins í október í gamla bóka- safninu Mjósundi 10. Geir hefur starfað hjá Hafnar- fjarðarbæ í 15 ár, fyrst sem starfs- maður í Vitanum, Strandgötu 1 en var ráðinn sem forstöðumaður þar 1993. Síðustu ár gegndi hann starfi æskulýðsfulltrúa. Ræður forvarnarfulltrúa til starfa Áhersla á lífsstíl unga fólksins Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.