Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stjórntækniskóli Íslands Bíldshöfða 18 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Hnitmiðað 250 stunda nám í sölu og markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki sem vill bæta við þekkingu sína og fá innsýn í heim markaðsfræðinnar, og að nemendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta og athafnalífi, og nái þannig betri árangri. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Helsu námsgreinar: Markaðsfræði Sölustjórnun og sölutækni Vöruþróun Vörustjórnun Auglýsingar Áætlanagerðir Viðskiptasiðferði Lokaverkefni Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. WWW.menntun.is Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og nám- skeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið.“ Elísabet Ólafsdóttir Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tvímælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags- og/eða framleiðslumál- um sinna fyrirtækja.“ Hendricus Bjarnason Tæknilegur ráðgjafi og umsjónarmaður markaðstengdra verðbréfa kerfa ING-bankans í Amsterdam www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. NORÐURMÝRI - HÁALEITI - MIÐBÆR Mér hefur verið falið að leita eftir 4ra-5 herbergja íbúð, sem má þarfnast endurnýjunar að innan. Æskilegt að eignin sé með þremur svefnherbergjum. Kaupandi getur veitt ríflegan afhend- ingartíma sé þess óskað. Verðhugmynd 13-15 millj. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Valhöll fasteignasala kynnir: Nánari upplýsingar veitir Bogi Molby Pétursson, sölumaður. Síðumúla 27 • Sími 588 4477 • Fax 588 4479 Suðurgata Vönduð nýleg 3ja herbergja, 90 fm, íbúð á 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi í miðbænum. Íbúðinni fylgir stæði í bílskýli og mikil sameign. Gengið er inn um sérinngang af svölum. Stutt í alla verslun og þjónustu. Laus við kaupsamning. V. 17,9 m. Áhv. 2,4 m. Grænahlíð Falleg, vönduð og rúmgóð, 5 herbergja, 125 fm sérhæð á 2. hæð í fjórbýlishúsi sunnan megin í götunni. Sameignlegur skjólgóður garður. 3 svefnherbergi og tvær stofur, tvennar svalir. V. 17,9 m. Áhv. 5,6 m. TÍU Akureyringar, þar af sex félagar í björgunarsveitinni Súl- um, brugðu undir sig betri fæt- inum á dögunum og gengu fylktu liði á Hraundranga. Allir náðu þeir toppnum en átta þeirra náðu á standa á toppi Hraundranga í einu og sagði Friðjón Snorrason, einn göngu- manna, að um heimsmet væri að ræða, þar sem aldrei áður hefðu jafn margir menn staðið á toppnum í einu. Óskar Ingólfs- son, sem einnig var með í för, sagði að plássið uppi væri ekki mikið. „Við gátum raðað okkur á stall þarna uppi en þurftum svo að faðma tindinn til að halda okkur þar.“ Hraundrangar eru í 1.075 metra hæð yfir sjó, þar af er drangurinn sjálfur um 120 metra hár. Þann hluta leið- arinnar þarf að klífa með klif- urbúnaði. Friðjón sagði að ferð- in hefði gengið nokkuð vel en tekið 9 klst. í það heila. Göngu- garparnir fengu alls kyns veður á leiðinni, rigningu, slyddu og þoku en þegar á toppinn kom var komið hið besta veður og út- sýni þaðan eins og best verður á kosið. Gengið er á Hraundranga frá Staðarbakka í Hörgárdal og sagði Friðjón, sem var að fara þarna upp í sjötta skipti, að hann ætti örugglega eftir að fara fleiri ferðir í framtíðinni. Hann sagði að það gæti jafn- framt verið spennandi að reyna að klífa dranginn úr Öxnadaln- um en það væri hins vegar mun erfiðari leið. Óskar sagði að tilgangurinn með ferðinni hefði m.a. verið að bæta áðurnefnt heimsmet, eins og þeir kjósa að kalla það. Á toppi Hraundranga er gestabók og viskípeli og var þess sér- staklega getið í gestabókinni að þeir félagar hefðu sett heims- met. Óskar tók undir með Frið- jóni og sagði að gangan hefði gengið vel en verið nokkuð erf- ið. Þarna hefði því verið um góða æfingu að ræða, sem einn- ig styrkti menn í lofthræðslunni. Tíu Akureyringar lögðu á sig erfiða göngu upp á Hraundranga Morgunblaðið/Óskar Ingólfsson Hópurinn sem gekk á Hraundranga var ánægður að lokinni göngunni. Átta þeirra stóðu á toppnum í einu GISTINÆTUR á tjaldsvæðunum á Akureyri voru um 31.000 talsins í sumar eða fleiri en nokkru sinni, að sögn Ásgeirs Hreiðarssonar, for- stöðumanns tjaldsvæðanna. Gisti- nætur á tjaldsvæðinu að Hömrum voru um 14.000 og fjölgaði um ríf- lega helming á milli ára. Á tjald- svæðinu við Þórunnarstræti voru um 17.000 gistinætur sem er svip- aður fjöldi og undanfarin ár. Tjaldsvæðið að Hömrum var tek- ið í notkun sumarið 2000 og hefur gistináttum þar fjölgað jafnt og þétt frá þeim tíma. Fyrsta árið voru gistinætur þar um 3.000, árið 2001 um 4.500 og um 6.000 í fyrra- sumar. Gistinætur á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hafa verið á bilinu 16–18 þúsund undanfarin ár og því er um hreina fjölgun gisti- nátta í bænum að ræða með til- komu tjaldsvæðisins að Hömrum, að sögn Ásgeirs. Það er félag í eigu Skátafélagsins Klakks sem hefur með rekstur tjaldsvæðanna á Ak- ureyri að gera. Ásgeir sagðist mjög sáttur með sumarið en að vertíðinni væri nú nánast lokið. Þessa dagana er verið að loka tjaldsvæðinu við Þórunn- arstræti en gestir eiga þess enn kost að gista að Hömrum, enda er aðstaða til að taka á móti fólki þar mun betri en við Þórunnarstræti. Ásgeir sagði mögulegt að taka á móti fólki að Hömrum nánast árið um kring, ef veðrið væri skaplegt og að áhugi væri á því að kanna hvort hægt væri að lengja ferða- mannatímabilið eitthvað. Töluverður erill var á taldsvæð- inu við Þórunnarstræti í kringum 17. júní og um verslunarmanna- helgina, enda mikið af ungu fólki þá í heimsókn í bænum, í tengslum við ýmsar uppákomur. Ásgeir sagði að áðurnefndar helgar hefði komið heldur meira af ungu fólki en á sama tíma undanfarin ár. Eins og fram hefur komið var mjög líflegt á tjaldsvæðinu þessar helgar og kom þar ýmislegt upp á. Ásgeir sagði að rekstrarfélagið hygðist ekki gera sérstakar breytingar á rekstri tjaldsvæðanna en hins vegar væri verið að ræða þessi mál almennt í vinnuhópi á vegum bæjarfélagsins. Aldrei fleiri gistinæt- ur á tjaldsvæðunum Morgunblaðið/Kristján Tjaldsvæðin á Akureyri voru þétt setin um verslunarmannahelgina og á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti var mjög líflegt alla helgina. ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn- ar heldur vinnufund á Akureyri í dag og á morgun, 17. og 18. september. Í dag, miðvikudag, munu þing- menn heimsækja fyrirtæki og stofn- anir í bænum og funda með sveit- arstjórnarmönnum flokksins á Norðurlandi. Um kvöldið kl. 20 er boðaður opinn stjórnmálafundur með þingflokknum á Hótel KEA. Frummælendur eru Össur Skarp- héðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Kristján L. Möller. Fund- arstjóri er Bryndís Hlöðversdóttir þingflokksformaður. Þingflokkur Samfylkingarinnar Stjórnmála- fundur í kvöld Jón Böðvarsson, sem þekktastur hefur orðið á síðari árum fyrir fjörug og uppbyggileg erindi og námskeið um Njálu, verður í Dalvíkurbyggð um aðra helgi, eða dagana 27. og 28. sept- ember og heldur námskeið um Svarfdælasögu. Námskeiðið verður í tveimur fjög- urra stunda hlutum, eftir hádegi á laugardegi og sunnudegi. Gert er ráð fyrir að góður tími verði fyrir fyrirspurnir og ábendingar segir í frétt frá Framfarafélagi Dal- víkurbyggðar sem efnir til nám- skeiðsins. Á NÆSTUNNI AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.