Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 19                 ! "#" $%%&' (#) "#" (#)(%"*#" (#)+", "#-).-%( % "#" % #/%" %+", "# " -"'- *%' -"/0#/%'#"12'"2    (#)(#%" *3%"' %*/4( -"&5'.% '*"6" -"'- *7*%* ''" „ÞETTA verður í stíl við hávaðann, við erum bjartsýnir,“ sagði Geir Þórólfsson, verkfræðingur hjá Hita- veitu Suðurnesja, í gær. Hann var þá ásamt Albert Albertssyni að- stoðarforstjóra að fylgjast með holu 10 á háhitasvæðinu á Reykjanesi sem var látin blása. Hitaveita Suðurnesja er að und- irbúa virkjun háhitasvæðisins á Reykjanesi vegna hugsanlegrar orkusölu til Norðuráls vegna stækkunar álversins á Grundar- tanga. Athuganir fyrirtækisins beinast að því hvort það sé mögu- legt og áhugavert að ráðast í 70 til 80 MW virkjun þar, þegar í fyrsta áfanga, til þess að standa undir um helmingnum af þörfum Norðuráls fyrir viðbótarorku. Til þess þarf að afla gufu fyrir tvær gufuaflsvélar. Orkuveita Reykjavíkur myndi út- vega hinn helming orkunnar. Á Reykjanesi hafa þegar verið boraðar fjórar holur sem gætu staðið undir hluta af orkuöflun vegna virkjunarinnar auk þeirrar fimmtu sem er löskuð en gæti skil- að einhverju til viðbótar. Nú er ver- ið að rannsaka skipulega afkasta- getu þessara borholna og efnainnihald jarðhitavökvans. Auk þess að afkastamæla holu tíu og taka sýni til efnarannsókna er tilgangur blástursins að kanna áhrifin á nærliggjandi holur og sjá hvernig jarðhitageymirinn bregst við. „Við erum að sannfæra okkur um tvennt. Að svæðið gefi það sem þarf til langs tíma og hvort líkur eru á að upp komi rekstrarvanda- mál, til dæmis vegna útfellinga og tæringar. Með þessu festum við grunn fyrir væntanlega virkjun,“ sagði Albert. Hann bætir því við að þær holur sem búið er að bora gefi miklar upplýsingar um möguleika á gufu- öflun fyrir virkjunina. Geir og Al- bert segja að nauðsynlegt sé að bora sex til sjö holur til viðbótar, til að fyrirtækið geti verið öruggt um að geta afhent þá raforku sem rætt er um. Eitt gat í móður jörð „Þetta er mjög jákvætt og hug- hreystandi, það sem komið er,“ seg- ir Albert þegar hann er spurður að því hvort líkur séu á að Hitaveit- unni takist ætlunarverk sitt á Reykjanesi. Hola tíu var boruð á árinu 1999. Á síðasta ári var sú ellefta boruð og hola númer tólf á síðasta vetri. Al- bert og Geir eru bjartsýnir um holu tíu, eins og fyrr segir, enda hávað- inn gífurlegur. Byggist bjartsýnin ekki síst á því hversu heit gufan er, eða yfir 300 gráður á 1000 metra dýpi. Búast þeir við að holan gefi 15 MW. „Það sem fæst úr þessu eina gati í móður jörð samsvarar raf- orkunotkun 15 þúsund manna bæj- ar,“ segir Albert. Rétt er að taka fram að ekki hef- ur verið gengið frá samningum við Norðurál. Þannig vekur Júlíus Jónsson, forstjóri HS, athygli á því í pistli í Fréttaveitunni, fréttabréfi fyrirtækisins, að eftir sé að ganga frá ýmsum atriðum varðandi samn- inginn, meðal annars tryggingum, auk samninga um flutning orkunn- ar, reiðuafl og fleira. „Fullur vilji er hjá HS (og OR) til þess að þetta geti gengið upp, en tryggt þarf að vera að arðsemi verkefnisins verði viðunandi, því slík virkjun og lang- tímasamningur um orkusölu ræður miklu um gengi og stöðu fyrirtæk- isins í framtíðinni.“ Hitaveita Suðurnesja rannsakar holu 10 vegna undirbúnings gufuaflsvirkjunar Vonast eftir afköstum í stíl við hávaðann Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fylgst er með holu tíu eins og ungabarni og menn bíða spenntir eftir því hvernig hún dafnar. Grímur Björnsson, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, skráir hér stöðu mæla á meðan holan er látin blása. Reykjanes Staðfesting um fjár- mögnun Helguvík BÆJARSTJÓRINN í Reykjanesbæ hefur fengið staðfestingarbréf vegna fjármögnunar væntanlegrar stál- röraverksmiðju IPT í Helguvík. Bandaríska fyrirtækið sem hyggst byggja stálröraverksmiðju við höfn- ina í Helguvík fékk frest hjá Reykja- neshöfn til loka ágústmánaðar til að ganga frá fjármögnun framkvæmd- arinnar. Árni Sigfússon bæjarstjóri segist hafa fengið staðfestingu á því að samningur hafi verið gerður við Connell Finance Co. um fjármögn- unina. Verktakar vinna við að sprengja niður lóð fyrirtækisins og segir Árni að fjármögnun verði lokið um það leyti sem hægt verður að afhenda lóðina. Býst hann við að það verði um áramót og að þá geti uppbyggingin hafist. Í vor gerðu forsvarsmenn IPT ráð fyrir því að hefja framkvæmdir í október eða nóvember og að hefja framleiðslu á fyrsta ársfjórðungi 2005. Gert er ráð fyrir að um 200 manns starfi við verksmiðjuna og er stefnt að því að hefja ráðningu starfsmanna næsta sumar, þegar kemur að uppsetningu véla og tækja. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Fólk læsi húsum og bílskúrum Reykjanesbær MIKIÐ var um að laumast væri inn í hús, innbrot og þjófnaði um helgina í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Málin eru í rannsókn. Af því tilefni skrifar lögreglan eft- irfarandi aðvörun í dagbók sína: Nokkuð hefur borið á því að undan- förnu að farið sé inn í íbúðarhús og bílskúra og brýnir lögreglan fyrir fólki að læsa húsum sínum og bílskúr- um þannig að þjófar hafi ekki greiðan aðgang. Í mörgum tilvikum eru hús- ráðendur heima þegar innfarir þessar eiga sér stað og verða ekki varir við neitt fyrr en daginn eftir. Sum þess- ara tilvika eru með þeim hætti að grunur leikur á að þarna sé um að ræða unglinga í leit að áfengi. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.