Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í TÓLF ár hefur Lilja Hjaltadóttir fiðluleikari og fiðlukennari staðið fyrir sumarnámskeiðum í Skálholti fyrir börn í hljóðfæranámi. Starf- semin hefur vaxið jafnt og þétt og í sumar var aðsókn einstaklega góð – yfir 90 börn á aldrinum 4–22 ára úr 10 tónlistarskólum víðs vegar að af landinu sóttu námskeiðin. Lilja er hugsjónamanneskja og fyrir henni er kennslan augljóslega meira en hvert annað starf, kennslan er henni köllun. Lilja er þekkt fyrir að kenna sam- kvæmt kenningum og aðferðum Shinichi Suzuki og er skólastjóri Suzukiskólans Allegro. Á námskeið- unum í Skálholti hefur verið kennt samkvæmt Suzuki-aðferðinni þar til fyrir tveimur árum, er Lilja ákvað að binda sig ekki einvörðungu við Suzuki-nemendur, heldur bjóða nemendum í hefðbundnu námi að vera með. „Það var mjög gaman að sjá þá breidd nemenda sem kom á nám- skeiðin. Það komu nemendur úr tíu skólum, og um 10–11 kennarar kenndu, þannig að þetta varð mjög fjölbreytt. Þetta voru fimm mislöng námskeið og ekki bara kennt á fiðlu, eitt námskeiðið var fyrir sellónem- endur. Á síðasta fiðlunámskeiðinu voru nemendur allt upp að há- skólastigi og á því námskeiði voru meðal annars daglegir „mast- erklassar“ undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur svo og tónleikar. Á námskeiðunum voru samtals haldnir þrettán tónleikar. Mig myndi langa að bæta píanóinu inn líka, en aðstæður leyfa það ekki í bili, því það er aðeins einn flygill á staðnum. Það var líka gaman að því að þeir sem voru að kenna, komu sumir með börnin sín á næsta nám- skeið, og voru þá sjálfir í foreldra- hlutverkinu.“ Foreldrar í mikilvægu hlutverki Lilja leggur mikla áherslu á að yngri börnin og foreldrar þeirra sameinist á námskeiðunum, og fjöldi foreldra kom með og tók þátt í dag- skránni. „Þeirra hlutverk er að fylgja börnum sínum eftir en þeir eru sjálfir í stórum hlutverkum við matseld, þrif og hjálpa mikið til við að halda þessu gangandi. Við höfum ekki burði til að kaupa utanaðkom- andi aðstoð, en það hlutverk hafa foreldrarnir tekið að sér. Þegar börnin eru orðin eldri koma þau ein, en ég set þau samt í ákveðin hlutverk. Þau þurfa að hjálpast að við matseld, ganga frá og skipta með sér verkefnum, þann- ig að þetta er mjög fjölþætt. Þetta snýst því ekki bara um það að spila, þótt spilamennskan sé auðvitað í að- alhlutverki og geti farið upp í fjóra til sjö tíma á dag. Þetta snýst líka um það að krakkarnir læri að um- gangast hvert annað – félagslegi þátturinn er mjög mikilvægur. Í námskeiðslok eru þau alsæl og ánægð með sig, og nú er það orðið þannig að sömu krakkarnir koma ár eftir ár.“ Lilja segir foreldrana ekki sjá eft- ir tímanum sem þeir verji með börn- um sínum í Skálholti. „Fólk er að spyrja núna, hvenær námskeiðið verði næsta sumar, því það vill taka frá orlofstíma til að geta sinnt þessu. Eitt foreldrið sagði í sumar: „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef á ævinni gert með barninu mínu – að vera með því á námskeið- inu og í því andrúmslofti sem þar ríkir.“ Mér finnst einn mikilvægasti þátturinn í þessu að þarna eru krakkar að mynda sterk félagsleg tengsl, og þarna verða til vina- sambönd sem eiga eftir að vara lengi. Þetta snýst ekki bara um mús- íkina, heldur líka félagsskapinn sem er alveg rosalega mikilvægur.“ Lilja segir að foreldrarnir læri sjálfir mikið af því að vera með börnum sínum í tónlistarnáminu. Margir læra betur að njóta klass- ískrar tónlistar, læra jafnvel svolítið í nótnalestri, tónlistarsögu og því- umlíku og fara með börn sín á tón- leika. Sumir þeirra læra líka að handfjatla hljóðfærin og jafnvel að spila einföld lög. Lilja segir þetta mikinn og góðan stuðning við börnin. „Þetta starf er mjög gefandi í þessu nútímaþjóð- félagi. Við vinnum námið með heim- ilunum og samvinna þessa þríhyrn- ings, foreldris, barns og kennara, þarf að vera mjög náin. Það er mjög mikilvægt finnst mér að vinna að því að efla þau samskipti.“ Í framtíðinni er draumur Lilju að hægt verði að fjölga þeim hljóð- færum sem kennt er á, og að hægt verði að bjóða upp á námskeið í kammermúsík. Íslensku krakkarnir standa sig vel erlendis „Í fyrra fékk ég Sigurbjörn Bern- harðsson fiðluleikara til að kenna með okkur. Hann var svo glaður og ánægður með þetta og fannst stand- ardinn hjá krökkunum svo hár og kennslan og aðstaðan svo góð. Hon- um fannst þetta staður sem fólk hlyti að vilja sækja á. Við ræddum það hvort hugsanlegt væri að aug- lýsa námskeiðin erlendis, og hann sagðist vel geta hugsað sér að koma þessu námskeiði á framfæri erlend- is, en hann kennir við Háskólann í Illinois í Bandaríkjunum. Þá gæti kvartettinn sem hann leikur með hugsanlega komið til samstarfs við Mjög góð aðsókn hefur verið að sumarnámskeiðum í hljóðfæraleik sem haldin eru í Skálholti „Það skemmtilegasta sem ég hef á ævinni gert með barninu mínu“ Þegar skólin skein fór allur hópurinn út á hlað við Skálholtskirkju og lék þar á fiðlu af mikilli list. Skálholt Á TÍMUM mikilla umsvifa í raforkuvinnslu er mönnum hollt að líta til baka svo sem 75 ár til þess tíma er Bjarni Run- ólfsson í Hólmi í Landbroti rafvæddi sveitabýli víðsvegar um land. Einkum þar sem að- stæður eru sérlega heppilegar svo sem víða er í vesturhluta Þingeyjarsýslu. Nokkrir bændur í Bárðar- dal tóku sig saman 1928 og fengu Bjarna til að setja upp rafstöðvar fyrir heimili sitt. Það var á bæjunum Lundar- brekku, Halldórsstöðum, Sig- urðarstöðum og Stórutungu. Á næsta ári fylgdu fleiri bæir þar í dalnum á eftir. Enn eru allvíða í Bárðardal heima- rafstöðvar en þær eru stærri heldur en þessar fyrstu. Á Lundarbrekku var byggt lítið en vandað steinhús undir hlíðinni skammt frá bæ og vatn leitt þangað frá Brunn- vatni sem er þar uppi á heið- inni. Stöðin gat framleitt 8 kW á 220 volta spennu með jafn- straumi. Rafall er frá Thomas B. Trige í Óðinsvéum en túrbína af Pelton gerð frá Finnshyttan í Sví- þjóð. Hvorttveggja framleitt 1928. Fjölskylduframleiðsla Stöðin í Lundarbrekku var í notk- un vel fram yfir 1980 eða í meira en 50 ár. Einfasa samveitu rafmagn kom í Bárðardal 1971 og þannig er það enn í dag, einfasa eins og víða til sveita. Þegar samveitu rafmagn kom í sveitir hættu margir fljótlega rekstri þessara litlu stöðva enda kallaði riðstraumurinn á annan frá- gang rafkerfa. Ætíð hefur þó verið eitthvað um endurnýjanir og ný- byggingar heimarafstöðva til sveita þar sem aðstæður eru heppilegar. Jón Sigurgeirsson í Árteigi í Köldukinn fór að smíða rafstöðvar um 1950 og hélt því áfram meðan hann lifði. Eiður sonur hans heldur merki föður síns á lofti og framleiðir stöðvar, stórar og smáar, allt upp í 380 kW. Stöðvar hans fara víða. Ásgrímur Tryggvason, sem lengi var rafmagnseftirlitsmaður í Þing- eyjarsýslu, segist ekki kannast við að menn hefðu verið hvattir til að hætta rekstri litlu stöðvanna, svo sem haldið hefur verið fram. Hitt tel- ur hann sannara, að menn voru var- aðir við að ekki mætti tengja þessa tvo ólíku straumgjafa saman. Nú á seinustu misserum hefur verið reynt að skapa grundvöll fyrir því að eig- endur hinna stærri heimarafstöðva geti tengst samveitu RARIK og selt þannig umframorku. Fáir hafa þó notfært sér það fram til þessa. Í Mývatnssveit voru settar upp vatnsknúnar heimarafstöðvar 1931 á tveimur bæjum, Helluvaði og Geira- stöðum. Það voru Francis túrbínur 7 kW smíðaðar hjá Bjarna í Hólmi. Á öðrum bæjum hér í sveit eru ekki staðhættir heppilegir til slíks. Þess- ar stöðvar eru löngu aflagðar og sér lítið eftir af þeim. Raforkuver frá árinu 1928 í Þingeyjarsýslu Morgunblaðið/Birkir Fanndal Jónas Sigurðarson, bóndi í Lundarbrekku, í rafstöðvarhúsinu. Húsið stendur enn ágætlega varðveitt í upphaflegri gerð. Innanstokks er vélasamstæðan í heilu lagi og vatn syngur í sográsinni. Rafmagnstaflan er heilleg og á sín- um stað á veggnum þannig að allt sýnist tilbúið til notkunar eins og var fyrir þremur aldarfjórðungum. Mývatnssveit ÞÓRA Guðmundsdóttir er fædd og uppalin í Naustvík í Árneshreppi og er þar öllum stundum í fríum. Hún býr og starfar í Reykjavík, en sækir mikið í vinalega húsið í hvamminum í Naustvík sem er við Reykjarfjörð að norðanverðu. Hvammurinn snýr mót suðri og suðvestri. Nú á dögunum fékk Þóra sér smiði til að gera húsið allt upp að ut- an en það var illa farið og hélt hvorki vatni né vindum. Nú verður allt sett nýtt; nýir gluggar, járn á þak og veggir klæddir og fleira lagfært sem þurfa þykir. Húsið var byggt um 1926 og þá steinsteypt, en mikið púkkað með grjóti eins og algengt var á þeim tímum til að spara steypu. Þegar fréttaritari var þarna á ferð var verið að setja nýja glugga í og rífa járn af annarri hliðinni. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Þóra Guðmundsdóttir lengst til hægri ásamt smiðum og aðstoðarfólki. Sækir í hvamminn sinn í Naustvík Árneshreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.