Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 21 okkur og þá væri hægt að bjóða nemendum upp á nám í kamm- ermúsík. Það er mikilvægt að halda öllum slíkum möguleikum opnum.“ Lilja er nú nýkomin frá Englandi, en þangað fór hún – á námskeið – ásamt 34 manna hópi foreldra og barna. „Þessi sumarnámskeið hafa öll mjög mikið að segja. Krakkarnir sem sækja þau koma mun betur undirbúin í skólann að hausti en þeir sem ekki gera það. Á þessu al- þjóðlega námskeiði í Englandi voru íslensku krakkarnir að spila fyrir bandaríska, breska, spænska og hol- lenska kennara, sem hrósuðu þeim óspart fyrir það hvað þau væru ög- uð og spiluðu fallega. Þeim fannst standardinn hér mjög góður. Ís- lensku krökkunum þykir það líka ofboðslega spennandi að geta farið út og spilað fyrir útlenda kennara og borið sig saman við krakka ann- ars staðar frá. Þau hafa mjög gott af því, og fá aðra vídd í eigið nám. Fyrir tónlistarnema er það mjög þroskandi og gott að heyra aðra kennara segja jafnvel það sama og gamli kennarinn talar um, en kannski með öðrum orðum og áherslum. Það er ekki þannig leng- ur að kennarinn „eigi“ nemandann; ég vil meina að allt sé þetta sam- vinna margra og að það sé hollt og gott fyrir hvern og einn að sækja annað og heyra hvað aðrir kennarar hafa að segja.“ Eitt af því besta við námskeiðin í Skálholti segir Lilja vera það hve staðarfólk með séra Bernharð Guð- mundsson í fararbroddi hafi tekið þeim vel. Samstarf við Skálholtsstað hefur vaxið og æ meira lagt upp úr því að tengja námskeiðin öðru starfi. „Í Skálholti er margþætt starfsemi, ráðstefnur, starf fyrir aldraða og fleira og það er mjög skemmtilegt að krakkarnir fái að tengjast þessari starfsemi líka, með því til dæmis að spila fyrir eldra fólkið. Við höfum líka spilað í kirkj- unni, öll tólf árin og gerum það áfram. Þetta samstarf er vaxandi og mjög spennandi. Það er því ekkert lát á áhuganum hjá krökkum á að koma á námskeiðin í Skálholti. Þetta kostar auðvitað mikla vinnu og peninga, og okkur vantar svolítið af þeim, ekki síst þegar gróskan í starfinu er svona mikil.“ Í haust er Lilja upptekin af því að koma Allegro Suzuki-skólanum í nýtt húsnæði í Trönuvogi inn við Sund. „Það er mikill áfangi, sem náðist með styrkveitingu frá borg- inni. Þetta er eins og að uppskera loks eftir mikla vinnu í mörg ár. Skólinn blómstrar í dag, og það er mikið því að þakka hvað frábærir foreldrar og kennarar hafa unnið mikið með okkur að þessu hugsjóna- starfi.“ Foreldrar yngri barnanna tóku virkan þátt í námskeiðunum. begga@mbl.is VIÐSKIPTADEILD Viðskiptahá- skólans á Bifröst og Ferðamáladeild og Fiskeldisdeild Háskólans á Hól- um gerðu nýlega samkomulag um gagnkvæmt mat á námi. Nemendur sem útskrifast frá Há- skólanum á Hólum fá nám sitt metið sem 30 eininga áfanga til BS-prófs í viðskiptafræði með áherslu á ferða- þjónustu eða fiskeldi við Við- skiptaháskólann á Bifröst. Þá fá nemendur, sem útskrifast með dip- loma í rekstrarfræðum við Við- skiptaháskólann á Bifröst, nám sitt metið sem 60 eininga áfanga til BS- eða BA-prófs í fiskeldi eða ferðamál- um við Hólaskóla. Markmið samkomulagsins er að efla viðskiptamenntun innan ferða- þjónustu og fiskeldis, eins og kemur fram í fréttatilkynningu. Samningur um gagnkvæmt mat á námi Bifröst DILBERT mbl.is                   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.