Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 25 AÐ fá í vöggugjöf mikla tónlist- arhæfileika, síðan uppeldi sem hlúir að þeim og leyfir þeim að þroskast á jákvæðan hátt og fá kennslu hjá góð- um kennurum sem byggja kunnáttu- samlega ofan á þessa traustu und- irstöðu er nokkuð sem getur ekki skilað öðru en sjálfstætt þroskaðri tónlistarmanneskju. Ástríður Alda Sigurðardóttir er ein þessara lukk- unnar pamfíla, enda mun árangurinn hafa komið snemma í ljós. Samhliða stúdentsprófi lauk hún einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík aðeins 19 ára gömul og sl. vor lauk hún diploma-prófi með hæstu einkunn frá Indiana Univers- ity school of Music í Bloomington. Ástríður hélt svokallaða – debut-tón- leika í sal Tónlistarhússins í Kópa- vogi á miðvikudaginn var þar sem hún lék verk eftir Beethoven, Bartok og Chopin. Það sem vakti strax at- hygli undirritaðs var agaður leikur, fágaður ásláttur, góð tækni sem skyggði ekki á tónlistina, næmt eyra flytjanda fyrir túlkun tónlistarinnar sem skilaði sér fullkomlega til áheyr- enda. Píanósónötuna op. 31 nr. 3 í Es- dúr samdi Beethoven 1802 og er hún sú 18. í röðinni af þeim 32 píanósón- ötum sem hann samdi. Hinar miklu andstæður 1. þáttar nutu sín vel, og fallega uppbyggðar hendingar með löngum upptakti sem rís og stígur í styrk þar til hámarki er náð og hníg- ur síðan milt til baka í Scherzo-þætt- inum voru fallega mótaðar. Í Menú- ettinum sungu öll stefin áreynslulaust og Ástríður lék sér að öllum styrkleikaskalanum og Presto- kaflinn var ákveðinn, léttur og leikandi. Ungverska tónskáldið, píanóleik- arinn og þjóðlagasafnarinn Béla Bartok samdi Danssvítu sína (Táncszvit) fyrir hljómsveit 1923 í tilefni 50 ára sameiningar Buda og Pest. Bartok umskrifaði svítuna síð- ar fyrir píanó og var sú gerð frum- flutt af György Sándor 1945. Svítan samanstendur af fimm dönsum ásamt finale sem Bartok tengir sam- an í eina heild með millispili (ritor- nello). Í svítunni sameinast sérkenni ungverskra þjóðlaga og hinna fjöl- breytilegu hrynmynstra þeirra. All- ar andstæður og sérkenni þessa fingurbrjóts nutu sín til fulls í út- hugsuðum leik Ástríðar. Eftir hlé lék Ástríður síðan allar 24 prelúdíurnar op. 28 eftir Frédéric Chopin. Prelúdíurnar eru í öllum tóntegundum fimmundahringsins, C-dúr – a-moll – G-dúr o.s.frv. og sú síðasta í d-moll. Chopin mun aldrei hafa flutt þessar perlur opinberlega í heild sinni. Hann var orðinn sjúkur af tæringu og dvaldist í klaustri á Mallorca þegar hann samdi prelúdí- urnar, sagt er að hann hafi sest niður við píanóið á kvöldin eftir göngutúra og leikið falleg lög sem hann kallaði prelúdíur. Ástríður lék prelúdíurnar sem heildstætt tónaljóð og gerði það einstaklega vel svo maður hreinlega gleymdi stað og stund. Hver pre- lúdía naut sín sjálfstætt í einfaldleika sínum en samt var heildarsvipur yfir túlkun Ástríðar. Það fer ekki á milli mála að Ástríð- ur hefur þegar náð töluverðum þroska á braut listagyðjunnar og á örugglega eftir að ná langt í þjón- ustu hennar, hún virðist nálgast tón- listina í auðmýkt og með virðingu og þannig ná úthugsuðum skilningi á innihaldinu sem hún miðlar áfram til áheyrenda. Rismikill og vandaður píanóleikur TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleik- ari. Miðvikudagurinn 10. september kl. 20. PÍANÓTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson Morgunblaðið/Ásdís Ástríður Alda Sigurðardóttir. Nálgast tónlistina í auðmýkt. „BÓKMENNTIRNAR eru leik- ur, leyfið mér því, herrar mínir og frúr, að leika mér og komið og leik- ið ykkur með mér, ég býð ykkur til leiks.“ Þetta segir José Carlos Som- oza, handhafi Gullna rýtingsins, í fróðlegu viðtali við þýðanda sinn, Hermann Stefánsson, í Lesbók Morgunblaðsins á dögunum. Setn- inguna segir hann vera boðskap sinn til lesenda með þríleiknum sem Skuggaleikir tilheyra; bókum sem fjalla um skáldskap og veruleika. Skuggaleikir fjallar svo sannar- lega um skáldskap og veruleika; hún er blóðug og spennandi glæpa- saga með ádeilu og boðskap, hún er hrikalega fyndin grínsaga en hún er einnig áhugaverð hugleiðing um samband höfundar, texta, afritara, þýðanda og lesanda þar sem allt er dregið í efa. Texti og hugmyndir eru rifin svo í sundur að ekki stend- ur steinn yfir steini í bókarlok. Af- bygging í yfirgengilegum póstmód- ernískum stíl leitar á hugann og ætla mætti að úr þessu yrði hræri- grautur en svo er ekki heldur fær lesandi á silfurbakka rétt sem bragðast ævintýralega vel. Það sem upp úr stendur að lestri loknum er fyrst og fremst hve snilldarlega er gert grín að alvarlegum texta- og bókmenntafræðingum og hve valdið er gott á mismunandi stíl. Sagan gerist á tveimur sviðum sem skarast óvænt svo um munar þegar minnst varir. Aðalglæpasagan á að vera skrifuð og gerist í Grikklandi hinu forna á tímum Platóns sem er meira að segja ein af persónunum. Nafn sögunnar á frummálinu vísar í helliskenningu Plat- óns, La caverna de las ideas, og vitnað er í heimspekinginn í byrj- un þar sem segir meðal annars: „Sterk rök eru gegn því að reyna að skrifa nokkuð um málefni á borð við þetta, rök sem ég hef sett fram margsinnis áður en tel mig verða að ítreka nú enn og aftur.“ (Bls. 5.) Tilvitnunin og stöðugar neðanmáls- greinar þýðanda hins forna frum- texta verða til þess að lesendur setja sig í fræðilega gírinn því til- hneigingin er að trúa því sem sett er fram á þennan hátt. Hins vegar er tilvitnunin einmitt vísbending um það sem koma skal í vangaveltum bókarinnar: Til hvers að vera að skrifa þegar hver og einn túlkar með sínum hætti? Eru hugmyndir sameiginlegar og sjálfstæðar og allt annað skuggamyndir? Fyrsta neðanmálsgreinin er hefð- bundin og fræðileg: „Fyrstu fimm línurnar vantar. Í útgáfu sinni af frumtextanum segir Montalo að pappírinn hafi verið rifinn á þess- um stað …“ (Bls. 7.) Montalo þessi er afrit- arinn, að því er virðist, en kemur æ meira við sögu og það mjög óvænt. Neðanmáls- greinar taka æ meira pláss og verða persónulegri: „Frá því ég var lokaður hér inni hefur eitt af mínum stærstu vandamálum verið harðlífi.“ (Bls. 177.) Melting- arstarfsemi þýðandans skiptir miklu máli í hans persónulega lífi sem kemur betur og betur fram og er yfirleitt mjög skemmtilegur lest- ur. Líðan hins fyrirferðarmikla þýð- anda er alltaf tengd meginefni, tákn- um og fyrirboðum glæpasögunnar sjálfrar sem gerist til forna eins og áður sagði og stendur vel fyrir sínu sem spennusaga, fyrir utan fantasíu- lega skörun við líf og tilfinningar þýðandans. Aðalpersónan er ráð- gátumeistarinn Herakles Pontór sem er fenginn til þess að rannsaka dul- arfullan dauðdaga ungs manns. Nafn hans vísar til Hercule Poirot hjá Agöthu Christie en einnig til Herkúl- esar frá Pontíku sem í goðsögunum leysti þrautir sem eiga sér hliðstæðu í þessari sögu. Fleiri dauðsföll verða og margir eru grunaðir en lausn ráð- gátunnar óvænt eins og vera ber. Í sögunni er lifandi lýsing á forngrísk- um tíma og umhverfi auk þess sem velt er upp spurningum um mann- legt eðli, stjórnmál, heimspeki og trúarbrögð. Stíllinn er trúverðugur og oft fallegur, mitt í gróteskum ljót- leikanum: „Á milli ólífutrjánna bitust gljásvört meri og smaragðsgrænn bitmýssveimur um kjötstykki sem var viðurstyggilega útlítandi.“ (Bls. 224.) Þarna er reyndar á ferðinni það sem þýðandinn kallar eidesísk tákn og er eitt af því sem virkar svo alvarlega í byrjun bókar en verður mjög fyndið þegar á líður. Þó að ekki sé hægt að dæma verk alvöru þýð- andans, Hermanns Stefánssonar, af samanburði við frummálið er ljóst að hann hefur unnið gott verk í meg- inatriðum. Það er vandi að segja ekki of mik- ið þegar um spennusögu er að ræða en vonandi varpa ofangreind dæmi einhverju ljósi á þessa óvenjulegu bók. Það verður gaman að lesa hana aftur þegar allt er orðið ljóst og njóta galdranna sem höfundur beitir til að blekkja lesendur sína, koma þeim á óvart. Það er ekki skrýtið að José Carlos Somoza hafi fengið virtustu glæpasagnaverðlaun heims fyrir Skuggaleiki og stór- kostlegt var að fá hann á bók- menntahátíðina sem lauk um liðna helgi. Hugmyndir og orð BÆKUR Skáldsaga eftir José Carlos Somoza í þýðingu Her- manns Stefánssonar. JPV útgáfa, Reykja- vík 2003, 310 bls. SKUGGALEIKIR Hrund Ólafsdóttir José Carlos Somoza RÉTTINDASTOFA Eddu hef- ur gengið frá samningum um sölu á skáldsögunni Óvinafagn- aður eftir Ein- ar Kárason til Finnlands og Þýskalands. Áður hefur út- gáfurétturinn verið seldur til Danmerkur. Þá hlaut Óvina- fagnaður hæsta vilyrðið sem veitt hefur verið í sögu Kvikmyndasjóðs, 75 milljónir króna, á nýliðnu sumri. Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir og framleiðandi er Íslenska kvik- myndasamsteypan og er þetta viðamesta verkefni íslenskrar kvikmyndasögu. Áætlaður framleiðslukostnaður myndar- innar nemur um einum og hálf- um milljarði. Bókin kom fyrst út árið 2001 hjá Máli og menningu. Sögusvið Óvinafagnaðar er Sturlungaöldin. Hefst frásögnin á því að Þórður kakali situr að sumbli í Noregi árið 1238 þegar hann fær þær fréttir að faðir hans og hinn glæsti bróðir, Sturla Sighvatsson, hafi verið felldir í Örlygsstaðabardaga. Þórður kakali ákveður að kveðja bílífið í Noregi, halda heim og mæta fjendum sínum. Í hönd fer atburðarás þar sem við sögu koma stoltir höfðingjar, þöglir vígamenn, stórlátar konur, flækingshundar og stríðsþreytt- ir bændur. Óvinafagn- aður til Finnlands og Þýska- lands Einar Kárason Vefur lands og lita – Júlíana Sveins- dóttir er gefin út í tilefni yfirlitssýn- ingar á verkum Júlíönu Sveins- dóttur á Listasafni Íslands. Bókin gefur heilstæða mynd af listferli Júlíönu. Meðal efnis er umfjöllun listfræðinganna Hrafn- hildar Schram, Dagnýjar Heiðdal og Hörpu Þórsdóttur um meginþemu í list Júlíönu, ævi hennar í Danmörku og myndvefnað. Yfir 30 litprentaðar myndir af verk- um listamannsins prýða bókina og eru mörg verk sem ekki hafa sést op- inberlega áður. Útgefandi er Listasafn Íslands. Bókin er 80 bls., á íslensku og ensku. Kynninarverð: 3.900 kr. Listaverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.