Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ANDSTÆÐINGUM ESB-aðildar Íslands verður tíðrætt um að við Evrópusinnar leggjum ekki fram skýr markmið í hugsanlegum aðild- arviðræðum við Evrópusambandið. Það er ekki rétt því markmið okkar eru skýr. Í fyrsta lagi að tryggja Íslendingum verðugan sess á meðal lýðræð- isþjóða í Evrópu þannig að við get- um haft áhrif á framtíðarþróun álf- unnar. Í öðru lagi að við getum haft full áhrif á þá löggjöf sem sett er innan Evrópusambandsins og hefur bein áhrif hér á landi. Í þriðja lagi að koma á jafnvægi í íslensku at- vinnulífi með upptöku evru þannig að íslensk fyrirtækið geti betur skipulagt starfsemi sína án þess að þurfa að hafa áhyggjur af rússib- anaferð íslensku krónunnar upp og niður gengisstigann. Síðast en ekki í síst í fjórða lagi að bæta lífskjör al- mennings hér á landi meðal annars með lækkun vaxta í kjölfar upptöku evru. Einangrunarsinnum verður tíð- rætt um sjávarútvegsstefnu ESB og telja hana þá hindrun sem helst komi í veg fyrir aðildarviðræður um inngöngu okkar í sambandið. Við Evrópusinnar höfum hins vegar margoft bent á, bæði í ræðu og í riti, að Evrópusambandið hefur aldrei í samningum gengið gegn grundvallarhagsmunum þjóða. Hvers vegna í ósköpunum ætti ESB allt í einu að byrja á því í samn- ingum við Íslendinga? Þetta hefur Franz Fishcler, sjávarútvegs- ráðherra ESB, staðfest bæði í við- tali við Morgunblaðið árið 2001 og á fundi í Reykjavík nýlega. Menn hafa reynt að benda á þann samning sem Norðmenn gerðu við Evrópusambandið árið1992. Það er hins vegar ekki raunhæft að bera saman stöðu Íslendinga og Norð- manna í þessu sambandi. Bæði hef- ur mikið breyst í sjávarútvegs- málum ESB síðan þessi samningur var gerður og síðan en ekki síst var mun erfiðara fyrir Norðmenn að skilgreina sjávarútveg sem grund- vallarhagsmuni sína. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir mikilvægi sjávar- útvegs í Noregi kemur minna en 5% af útflutningstekjum Norðmanna frá sjávarútvegi. Stór hluti þess er síðan afurðir fiskeldis þannig að fiskur veiddur beint úr sjónum veg- ur ekki þungt í buddu Norðmanna. Allir, bæði Evrópusambandið, ein- angrunarsinnar og Evrópusinnar á Íslandi, viðurkenna hins vegar að sjávarútvegur snertir grunvall- arhagsmuni Íslendinga. Ljóst er að það er ekki í þágu Evrópusambandsins, hvorki póli- tískt né efnahagslega, að bjóða upp á afarkosti í samningaviðræðum við ný aðildarlönd. Í fyrsta lagi myndi það líklega þýða að viðkomandi þjóð myndi hafna slíkum samningi í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Slík höfnun er pólitískt áfall fyrir sambandið, að ekki sé talað um alla þá fjármuni sem fara í aðildarviðræður. Í öðru lagi er það alls ekki í þágu ESB að kippa efnahagslegum fótum undan þjóðum, til dæmis með afarkosta- samningi í sjávarútvegsmálum við Íslendinga, enda næg verkefni í A- Evrópu í náinni framtíð sem munu kosta ESB mikla fjármuni. Aldrei gengið gegn grund- vallarhags- munum þjóða Eftir Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. ÞAÐ alsiða um hinn kristna heim, að safnaðarfólk leggi smáupphæð af mörkum í hverri guðsþjónustu. Um kirkjubekki ganga söfnunarbaukar eða körfur og hver og einn leggur eitthvað til. Sumir eitthvað lítið, aðrir meira. Þetta rennur til safnaðarins og er um leið fé, sem prestarnir geta miðlað til þurfandi fólks eða hjálp- arsamtaka. Hingað kom sænskur biskup fyrir nokkru, sem að sögn þótti furðu sæta að Íslendingar gengju úr kirkju án þess að rækja þessa skyldu. Værum við þá eina kristna kirkjan um víða veröld, sem hefði þann hátt á. Kirkjan í Noregi, sem ég hef sótt, er, rétt eins og hér, rekin af ríki og bæjar- eða sveitarfélögum en þar er slík fjársöfnun við hverja messu. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. Ég var við messu í Hallgrímskirkju sl. sunnudag. Sóknarpresturinn, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, skýrði frá því að þar ætti nú að taka þennan sið upp. Það sem safnaðist þann daginn ætti að renna til Samhjálpar. Þetta var gert og er þeim, sem þetta ritar, það mikill léttir. Þótt vafalaust fari ekki hjá því, að þetta nýmæli sæti einhverri gagnrýni þeirra, sem kann að koma söfnunarbaukurinn spánskt fyrir sjónir, væri óskandi að þessi siður sé tek- inn upp hvarvetna í kirkjunum okkar. Hafi klerkarnir í Hallgrímskirkju þökk fyrir gott frumkvæði. Fé til safnaðarstarfs Eftir Einar Benediktsson Höfundur er fv. sendiherra. var sagt, að Írar sæju sig tilneydda til þess að draga úr áfengisauglýs- ingum vegna vaxandi misnotkunar unglinga á áfengi. Hjá Dönum hefir verið talað um áfengisneyzlu – bjórdrykkju – hjá 12 ára börnum sem veldur vandræðum í skólum og þykir ófýsilegur kostur fyrir kennara að kenna slíku fólki. Áfengisauglýsingar – hvernig er það nú? Eru þær ekki með lagaboð- um bannaðar? Það er eins og mig reki minni til þess. Þrátt fyrir bann á slíkum auglýs- ingum sé eg ekki annað en þær vaði uppi í dagblöðunum vikulega eða meir og er þá ekkert þeirra þriggja dagblaða er út koma á landi hér und- anskilið. Raunar má nú einnig slíkar auglýsingar svo miklu víðar sjá. Hvar eru nú lögin góðu og hvernig hefir verið og er um framkvæmd þeirra? Þótt þessar auglýsingar hafi verið kærðar til lögreglu þá skilst mér að ekkert hafi í málinu gjört verið. Spyrja mætti því þeirrar ein- földu spurningar, til hvers eru lög gjörð, ef eigi er eftir þeim farið og þau haldin? Og sem afleiðing þessa fyrst þessi áðurnefndu lög eru eigi haldin mætti þá máske spyrja hvort nokkur ástæða sé til þess að halda strangt á lögum um önnur fíkniefni og hvenær megum við þá vænta þess að þau verði auglýst – eða hvað? Það er löngu sannreynt með vönd- uðum rannsóknum að auglýsingar á áfengi, áfengum bjór eða vínum, virka hvetjandi á neyzluna, auka áfengisneyzluna. Því er spurt: Er það hin æskilega þróun eða vilja yf- irvöld áfram ganga áfengisveginn með bundið fyrir bæði augu? MIKLUM áróðri hefir hérlendis verið haldið uppi um skaðsemi reyk- inga og er ekkert nema gott eitt hægt um það að segja. Í lögum eru einnig ákvæði um bann við auglýs- ingum á tóbaki þ.e.a.s. á vindlingum, vindlum, reyktóbaki og jafnvel á neftób- aki. Á vindlingapökkum er klausa um skaðsemi reykinga og í loftinu liggur bann við reykingum á öllum op- inberum stöðum og m.a.s. á veit- ingastöðum. Allt er þetta loflegt mjög. En það er hins vegar annað efni sem ekki er síður varasamt en tób- akið og m.a.s. varasamara litið til svo margra afleiðinga en það er áfengið. Ef heilbrigðisyfirvöld hugsuðu rök- rétt og væru sjálfum sér samkvæm, þá væri ekki síður ástæða til þess að setja aðvörunarmiða á áfeng- isflöskur, því áfengið er það efni, er margan vænan drenginn og fljóðið hefir af veginum villt. Órækt er það að áfengisneyzla hefir sívaxandi farið frá því að bjór- inn áfengi var leyfður þ.e. sala á hon- um og jafnframt hefir áfeng- isneyzlan færzt neðar í aldursstiganum. Og eftir því sem neytendur eru yngri og byrja yngri að drekka er meiri hætta á því sam- kvæmt brezkum rannsóknum og frá var í Morgunblaðinu sagt nýlega, að hinir ungu neytendur haldi fyrr út á veg afbrota og eigi erfiðara með að hætta í óreglunni. Eigi er langt um liðið, að frá því Hugleiðing um haust Eftir Björn G. Eiríksson Höfundur er í fjölmiðlanefnd IOGT. VIÐ Fjölbrautaskólann í Breið- holti er í undirbúningi kennsla í nýsköpun og frumkvöðlafræðum. Verkefnið er unnið með styrk frá menntamálaráðuneytinu sem sýnir framtakinu áhuga. Margir framhaldsskólar útskrifa fagfólk sem hefur störf í grein sinni strax að loknu námi. Þar eru trésmiðir, rafvirkjar, sjúkraliðar og lyfjatæknar, svo eitthvað sé nefnt. Það er skoðun þeirra sem að framtakinu standa að þetta fag- fólk eigi rétt á ráðgjöf og stuðn- ingi við mótun og framsetningu góðra hugmynda. Verkefnisstjórar eru Hilmar J. Hauksson, sem hefur nýlokið meistaranámi í verkfræði- og raunvísindadeild HÍ með áherslu á nýsköpun og verkefnastjórn og Gunnar M. Gunnarsson sem er að ljúka meistaranámi frá fé- lagsvísindadeild HÍ með áherslu á frumkvöðla í skólasamfélaginu. Þeir kenna báðir við FB. Á haustönn 2003 verður efnt til hugmyndasamkeppni þar sem nemendur geta skilað inn hug- myndum sem má hagnýta fleirum til góðs, eða hrinda í framkvæmd innan skólans. Verkefni úr sam- keppninni verða síðan til hlið- sjónar í kennslu fræðanna síðar. Á vorönn 2004 hefst tilrauna- kennsla þar sem nemendum býðst að velja áfanga sem fjallar alfarið um nýsköpun og frumkvöðla. Eft- irfarandi kynning var notuð innan skólans til að auðvelda valið: NOF 103 – Nýsköpun og frumkvöðlar Kynning: Á vorönn 2004 verður kenndur í fyrsta sinn þriggja ein- inga áfangi sem lýtur að nýsköpun og frumkvöðlum. Þessi tilraun er gerð í samvinnu við mennta- málaráðuneytið og er FB fyrsti framhaldsskóli landsins sem býður upp á þetta sem hluta af námi. Áfanginn er mjög þverfaglegur og hentar öllum nemendum, jafnt í iðnnámi sem bóknámi. Unnið verð- ur í litlum hópum (3–5) þar sem hver leggur til sína sérkunnáttu. Verkefnin lúta síðan að ólíkum hlutum, s.s. hönnun, hugmynda- vinnu og markaðsmálum. Áfanginn er aðallega ætlaður út- skriftarnemum og öðrum sem hafa sérstakan áhuga á að þróa og móta góðar hugmyndir og gera þær að veruleika. Markmið: Farið er í gegnum ferli nýsköpunar og þá hugsun sem þarf. Nemendur eru upplýstir um þau tækifæri sem eigið frum- kvæði getur gefið þeim til atvinnu- sköpunar fyrir sig og aðra. Nem- endur eru þjálfaðir í að móta nýsköpunarhugmyndir og þeirri vinnu sem tengist þróun þeirra. Farið er í gerð viðskiptaáætlana og stofnun fyrirtækja. Framhalds- skólanám er ekki einvörðungu að- gangsmiði að frekara námi heldur einnig verðmæt þekking sem nýta má til atvinnusköpunar í eigin þágu. Fyrirkomulag: Nemendur læra að vinna kerfisbundið með nýsköp- unarhugmyndir frá því að hug- mynd fæðist þar til að hún er komin í form viðskiptaáætlana, umsókna og greinargerða. Nem- endur vinna í hópum þar sem hver og einn getur lagt fram sína sér- þekkingu og áhugamál. Kennarar: Gunnar M. Gunn- arsson, Hilmar J. Hauksson. Því miður verður að takmarka fjölda nemenda í áfanganum við u.þ.b. 30. Þá fá þeir forgang sem þegar hafa kynnt frumlegar og hagnýtanlegar hugmyndir og einn- ig þeir sem í námi sínu og starfi hafa sýnt frumkvæði og sköp- unargáfu. Það er jú eitt einkenni frumkvöðla að þeir hafa trú á hug- myndum sínum. Þetta framtak er einn liður í umbreytingu og þróun framhalds- skólans inn í nýja öld. Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti hyggst vera þar í fremstu röð. Frumkvöðlar í framhaldsskólum Eftir Gunnar M. Gunnarsson og Hilmar J. Hauksson Höfundar eru kennarar við FB. Gunnar M. Gunnarsson Hilmar J. Hauksson ELÍSABET Jökulsdóttir rithöf- undur gerir undirritaðan að um- fjöllunarefni í grein í Morg- unblaðinu þann 13. september sl. Þar dregur hún fram af hæfilegri smekkvísi ýmislegt um mig sem á að vera mik- ilvægt innlegg í umræðuna um Norðlingaölduveitu. Í ákafa sínum tínir rithöfundurinn til orð eins og fjórhöfða þurs, ómálefnalega um- ræðu, bull og væl. Fer síðan nokkrum vel völdum orðum um uppruna minn og átthaga og skreytir svo ritsmíð sína með ein- hverjum dylgjum um mína per- sónu og sveitunga mína. Í sjálfu sér er ekkert við þessu að segja, það tjáir sig hver eftir innblæstri og innræti og mikil skáld verða að hafa olnbogarými til þess. Úrskurðurinn var sátt Í umræðunni um Norð- lingaölduveitu hafa mörg orð fallið. Andstæðingar veitunnar hafa fundið henni allt til foráttu og bor- ið fyrir sig verndarsjónarmið, aðrir hafa fullyrt að virkja mætti svæðið án þess að skaða það. Það var því að vonum ýmsum léttir þegar Jón Kristjánsson, þá settur umhverf- isráðherra, birti sinn úrskurð í málinu. Þar var að mati flestra komin sú lausn sem sætta mætti sig við. Staðreyndin er að áform Lands- virkjunar um virkjun Norð- lingaölduveitu voru í samræmi við þennan úrskurð. Bæði Skipulags- stofnun og Umhverfisstofnun fóru yfir áætlanir fyrirtækisins og féll- ust á þær. Þar á bæjum eru sér- fræðingar sem ættu að hafa gleggri yfirsýn í þessu máli en all- ur almenningur. Þeirra hlutverk er að hafa eftirlit með því að öllu sé til skila haldið. Þeirra mat var að veitan myndi ekki skerða eða skaða hið dýrmæta friðland Þjórs- árvera. Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps vildi hins vegar ekki fara að úrskurð- inum. Vald sveitarstjórnarinnar dregur enginn í efa, en hún mátti vita að ákvörðunin myndi kalla á hörð viðbrögð. Trúnaður við samfélagið Við sem vinnum að sveit- arstjórnarmálum og þar með al- mannahagsmunum verðum að taka málefnalegar ákvarðanir. Okkur er trúað fyrir því mikilvæga starfi að þoka samfélaginu áfram, tryggja góða nútímaþjónustu og haga mál- um þannig að allir eigi jafnan rétt, bæði sá sem mikið á undir sér sem vor minnsti bróðir. Til þess dugir ekki að bíða og vona að manna falli af himnum ofan. Bæjarstjórn Akraness er með það alveg á hreinu að til þess að stefnumál hennar komist í framkvæmd þarf fjármuni og sterkt atvinnulíf. Það var því auðvitað að bæj- arstjórnin brygðist hart við þegar áform um stækkun álversins á Grundartanga voru komin í upp- nám. Bæjarráðið hefur á und- anförnum dögum farið víða og átt góð viðtöl við fólk og nú virðast allgóðar líkur til þess að af stækk- un geti orðið á nokkurn veginn til- settum tíma. Það er nauðsynlegt fyrir atvinnulífið norðan og sunnan megin Hvalfjarðar. Frestun Norð- lingaölduveitu er bagaleg en þegar hún verður virkjuð innan fárra ára verða næg not fyrir þá orku sem þar verður framleidd. Það er því gleðilegt að Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja skuli sjá sér mögulegt að koma að fullum krafti inn í það verkefni að útvega orku til stækkunarinnar á Grund- artanga. Orka frá Norðlingaöldu- veitu kemur þá til nota síðar þegar af frekari stækkun verður. Með vinsemd og virðingu Undirritaður hefur óskað eftir því að eiga viðræður við hrepps- nefnd Skeiða- og Gnúpverja- hrepps. Slíkar viðræður eru partur af fundaferð bæjarráðs Akraness sem kom til vegna óvæntra ákvarðana varðandi Norðlingaöldu. Bæjarráðið vill ræða við sveit- arstjórnarmenn um málefnin í fullri vinsemd. Hreppsnefndin hef- ur ákveðið að taka á móti okkur og sýna okkur það svæði sem um er deilt. Það er drengilegt boð sem við munum þiggja með ánægju. Að lokum Elísabet rithöfundur nefnir tengsl mín við náttúruparadís Strandanna og gerir mér það upp að ég ætli að þröngva íbúum fyrir austan til þess að láta sína af hendi. Friðland Þjórsárvera er þeirra paradís, þó sagt sé að ekki fari margir til að njóta hennar. Íbúar á þessu svæði munu ekki þurfa að bera kvíðboga í brjósti yf- ir komu minni, þeir mega vita að ég er náttúruverndarsinni í verki og friðsamur maður. Ég og þeir aðrir sem hlúa að lífi og náttúru norður á Ströndum hafa hins veg- ar frábeðið sér leiðsögn og íhlutun sjálfskipaðra náttúruverndara að sunnan. Þar gildir hið fornkveðna svo sannarlega, að því verr gefast heimskra manna ráð sem þau koma fleiri saman. Í anda náttúruverndar Eftir Svein Kristinsson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Akraness. FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.