Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E NGIN deild innan Há- skóla Íslands (HÍ) eða Kennaraháskóla Ís- lands (KHÍ) hefur beint samstarf við Stígamót, Barnahús eða Barna- verndarstofu hvað varðar fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börn- um. Forsvarsmenn þessara deilda vilja þó flestir meina að kynferðis- legu ofbeldi gegn börnum séu gerð skil í náminu en margir telja það vera málaflokk sem megi standa betur að. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segist hræddur um að það skorti talsvert á að fræðsla um kynferðislegt ofbeldi sé fullnægjandi í menntun fagstétta sem starfa með börnum. Vigdís Er- lendsdóttir, forstöðukona Barna- húss, ítrekar mikilvægi tilkynninga- skyldunnar sem skýrt er kveðið á um í barnaverndarlögum. Þar kem- ur fram að almenningi er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd ef upp kemur grunur um að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í hættu. Sérstaklega er tekið fram að þeim fagstéttum sem hafa afskipti af börnum sé skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði þeirra og gera barnaverndarnefnd viðvart ef brotalamir eru þar á. Vigdís Erlendsdóttir segir mikil- vægt að fagstéttir sem hafa sam- skipti við börn séu upplýstar um til- kynningaskyldu barnaverndarlaga. „Fólk þarf að átta sig á því að það þarf ekki að vita vissu sína til að til- kynna. Það er nóg að um grun sé að ræða. Það er svo barnaverndar- nefnda að kanna málið. Kennarar og aðrir leikmenn í þessum mála- flokki hafa hvorki forsendur né skyldur til þess að kanna þessi mál heldur eingöngu skyldu til að til- kynna þeim sem eru til þess færir.“ Að sögn hennar er engin háskóladeild í beinu samstarfi við Barnahús um fræðslu um kynferð- islegt ofbeldi gegn börn- um. Vigdís telur þó að fólk sé orðið meðvitaðra um að það þurfi að aðhafast eitthvað ef upp kemur grunur um að barn sé beitt ofbeldi. „Mér sýnist ástandið fara batnandi,“ segir Vigdís. Fagfólk kvartar undan þekkingarskorti Bragi Guðbrandsson segist ekki vita til þess að farið sé skipulega í kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hjá þeim fagstéttum sem eru til- greindar í barnaverndarlögum. „Ég er ansi hræddur um að það skorti talsvert á að það sé fullnægjandi. Ég er þess fullviss að meðvitund um tilkynningaskyldu er ekki í eins islegu ofbeldi. „Nemendu um þetta með formlegum o legum hætti í að minnsta k um sérgreinum í náminu. að það sé staðið að þessu á andi hátt en það er auðvi hægt að gera betur,“ segir Gunnlaugur A. Jónsson forseti guðfræðideildar, sama streng en hann segi til þess að nemendur séu m um þessa hluti. „Þetta kem kvennaguðfræðina og si Ég myndi halda að við stæ ur vel þó að alltaf megi ger Nemendur í uppeldis- o unarfræði læra um barna lög og stöðu barna í ke Guðný Guðbjörnsdóttir, s maður í uppeldis- og me fræði, telur nemendur sem ast þaðan vel meðvit tilkynningaskylduna. Inn fræðiskorar flokkast kynf ofbeldi gegn börnum undir ingu en Einar Guðmunds maður sálfræðiskorar, ben starfandi sálfræðingar á hafi framhaldsmenntun munandi löndum. „Þess ve áherslurnar verið svolítið andi,“ segir Einar en telur nemendur séu undir það bregðast við á réttan hát kemur grunur um kynf misnotkun á barni. Erla Kolbrún Svavarsdó ent við hjúkrunarfræðide talsverða umfjöllun vera u í hjúkrunarfræði. „Við tö staklega fyrir ofbeldi gegn börnum og þar för- um við í orsakir, afleið- ingar, hugmyndafræði, meðferðir, tilkynninga- skyldu heilbrigðisstarfs- manna og fleira af þeim toga. Kynferðislegt ofbeld talsvert stórt pláss,“ segir brún en hún telur að neme vel meðvitaðir um þessi má Meðvitund hefur snar Umfjöllun um kynferði beldi í KHÍ er mismuna deildum en Ingvar Sigur deildarstjóri grunndeilda kynferðislegt ofbeldi hver brennidepli í grunnskóla námi. „Það er með þetta ei ofboðslega margt sem við að gera miklu meiri skil. S kennara er svo víðfeðmt góðu lagi og hún þyrfti að vera. Það hefur aftur á móti batnað mjög síð- ustu ár. Ég held að við getum gert miklu betur í þessum efnum.“ Að sögn Braga eru sérfræðingar Barnaverndarstofu af og til fengnir til að halda fyrirlestra. „Ég hygg þó að það sé meira tilfallandi og ekki eingöngu með áherslu á kynferðis- legt ofbeldi. Ég er hræddur um að þetta sé frekar takmarkað. Það eru ekki mjög margir sem hafa reynslu og þekkingu á þessu sviði og það færi ekki framhjá okkur ef það væri mikið í gangi á þessu sviði,“ segir Bragi. Háskólar landsins leita sjaldan til Stígamóta vegna fræðslu um kyn- ferðislegt ofbeldi en að sögn Rúnu Jónsdóttur, starfskonu Stígamóta, gerist það örsjaldan. „Það er af- skaplega lítið, með heiðarlegum undantekingum sem byggjast á áhugasömum kennurum. Hins veg- ar sjá stúdentarnir sjálfir oft mik- ilvægi þess að þekkja til kynferð- islegs ofbeldis og hvernig eigi að bregðast við því og það eru skrif- aðar margar ritgerðir um þessi mál.“ Rúna segir að einstaklingar sem leita til Stígamóta hafi mjög oft gert tilraunir til að segja frá ofbeld- inu sem þeir hafa orðið fyrir en við- brögð fagfólks hafi verið misjöfn. „Viðbrögðin hafa oft markast af því að fagstéttirnar hafa ekki starfs- reglur og þekkingu á því hvernig skuli bregðast við. Á ferðum okkar um landið höfum við boðið fagstétt- um á lokaða fundi með okkur. Þar kemur oft í ljós að marg- ir hafa grunsemdir um kynferðisofbeldi en hafa ekki treyst sér til að bregðast við. Fagfólk kvartar undan því að vita ekki hvernig eigi að taka á málunum. Við hvetjum alla sem hafa með kennslu fagstétta að gera að sinna þessum málum. Við þurfum að koma málunum í það horf að það sé alls staðar farvegur til að leita sér hjálpar og það vantar nokkuð upp á það,“ segir Rúna og ítrekar mikilvægi þess að leita að- stoðar sérfræðinga. Alltaf hægt að gera betur Reynir Tómas Geirsson, fyrrum varadeildarforseti læknadeildar í HÍ, segist viss um að nemendur í læknisfræði læri um viðbrögð við gruni um að börn séu beitt kynferð- Margir telja að betur megi fræða fagstéttir um Tilkynningask mjög mikilv Í barnaverndarlögum er skýrt kveðið á um til- kynningaskyldu vakni grunur um að barn sé beitt ofbeldi og sérstök áhersla lögð á ábyrgð þeirra fagstétta sem starfa með börnum. Halla Gunnarsdóttir kynnti sér umfang um- fjöllunar um kynferðis- legt ofbeldi í námi þessara fagstétta. Mjög jákvæð breyting hefur orðið í grunn- skólunum SKILVIRKAR ALMENNINGSSAMGÖNGUR Við setningu evrópskrar sam-gönguviku sl. mánudag stakkBjörn Ingi Sveinsson borgar- verkfræðingur upp á því að gefa fram- haldsskólanemum fría strætóferð tvisvar á dag, gegn framvísun skóla- skírteinis, til þess að draga úr umferð einkabíla. Morgunblaðið hefur ítrekað bent á að ekki er seinna vænna að grípa til aðgerða er auka vægi almenn- ingssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og eins og Björn Ingi segir myndi ókeypis aðgangur þessa unga fólks að strætó án efa verða til þess að nýta betur þær almenningssamgöngur sem þegar eru til staðar í borginni. Að auki gæti þessi hugmynd orðið „upphafið að nauðsynlegri viðhorfsbreytingu“ er hamlað gæti gegn því að einkabíllinn verði ófrávíkjanlegur þáttur í lífsstíl þessa fólks síðar meir. Framhaldsskólanemendur fara í þúsundatali á milli borgarhverfa til vinnu sinnar og umferð í kringum framhaldsskólana er mjög mikil. Þá eru bílastæði við skólana ekki síður vandamál þar sem þeir eru mjög stórir vinnustaðir. Hugmynd borgarverk- fræðings gæti því hæglega dregið mjög úr þeim vanda og kostnaði sem stafar af umferð í einkabílum í kring- um þessa skóla, en hún er þó einungis eitt skref í framfaraátt og nauðsynlegt er að gera frekari ráðstafanir til að þróa almenningssamgöngur sem eru nægilega skilvirkar til að vera sam- keppnishæfar við einkabílinn á næstu árum. Næsta skref er að veita stræt- isvögnum enn meiri forgang í umferð- inni en nú er og gæti tölvubúnaður sá er Strætó hyggst koma fyrir í vögn- unum til að stýra umferðarljósum og hraða ferð vagnanna skipt miklu þar um. En eins og fram kom í blaðinu í gær virðist bílaumferð í Reykjavík stöðugt vera að aukast og mælist aukningin að meðaltali um 3,4% frá fyrra ári á þeim fjórum stöðum þar sem mælingar eru alltaf í gangi. Borgaryfirvöld standa því nú þegar frammi fyrir því vali að greiða fyrir umferð einkabíla með kostnaðarsömum umferðarmannvirkj- um, eða taka nýjan pól í hæðina og leggja megináherslu á að byggja upp almenningssamgöngur er standa und- ir kröfum þeirra sem vilja komast leið- ar sinnar fljótt og örugglega. Eins og Árni Þór Sigurðsson, formaður sam- göngunefndar Reykjavíkur, sagði í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag eru menn „núna að horfast í augu við að óheftur vöxtur einkabílaumferðar gengur ekki til lengdar. Borgarsam- félögin geta ekki lagt sífellt meira rými undir stór umferðarmannvirki. Flestir telja líka verulegan þjóðhags- legan ávinning af eflingu almennings- samgangna. Fyrir um áratug vann hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um þetta mál, þar sem fram kemur að þjóðhagslegur ávinningur af öflugu almenningsvagnakerfi á höfuð- borgarsvæðinu væri á bilinu 5–6 millj- arðar á ári, á verðlagi þess tíma.“ Það er erfitt að horfa framhjá slík- um þjóðhagslegum ávinningi, ekki síst þegar ljóst er að umferðarmannvirki þau er fyrst og fremst greiða fyrir um- ferð einkabíla eru ekki einungis mjög kostnaðarsöm og plássfrek, heldur leysa ekki vandann til frambúðar. Árni Þór telur því lestarsamgöngur innan höfuðborgarsvæðisins ekki fjarlægan kost, heldur óhjákvæmilega leið, „ef við ætlum að stefna að því að bæta um- hverfi og lífsgæði í borgarsamfélag- inu, auka umferðaröryggi og fara vel með fjármuni“. Hann skýrir ennfrem- ur frá því að samgöngunefnd Reykja- víkur hafi í hyggju að kynna sér notk- un léttlesta, sem reynst hafa vel erlendis í borgum með áþekkan íbúa- fjölda og höfuðborgarsvæðið. Þrátt fyrir þann stofnkostnað sem þeim fylgir eru slíkar léttlestir afar áhuga- verður kostur, ekki síst ef á móti er veginn kostnaður við framkvæmdir tengdar umferð einkabíla, svo sem við mislæg gatnamót og bílastæðahús. Einfalt léttlestakerfi gæti án efa verið sú framtíðarlausn á höfuðborgarsvæð- inu er stuðlaði að markvissari og vist- vænni borgarþróun en hingað til hefur átt sér stað á Íslandi. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn- lega þéttingu byggðar á undanförnum misserum enda er Reykjavík eins og fram hefur komið mjög dreifð borg. Það er óhætt að taka undir orð borg- arverkfræðings er hann spyr hvernig hægt sé að samræma þéttingu „byggð- ar í eldri hverfunum þeirri stefnu að vernda skuli og varðveita sjarma gömlu borgarinnar ef þétting kallar á hlutfallslega aukningu bílaflotans?“ Gömul hverfi geta ekki tekið við nema takmarkaðri bílaumferð og það sama á við um miðborgina sem, rétt eins og miðborgir nágrannalanda okkar, á framtíð sína og líf undir því að aðgeng- ið sé með þeim hætti að borgarbúar sem og ferðamenn komist þangað bæði fljótt og örugglega. Sú umræða er nú á sér stað um þró- un almenningssamgangna er löngu tímabær, enda getur hún ráðið úrslit- um um það hvort það unga borgarsam- félag sem við búum í hér á Íslandi verði eftirsóknarvert og samkeppnis- fært við aðrar borgir í framtíðinni. Borgarbúar verða að setja þann kostn- að er fylgir því að komast leiðar sinnar með einum eða öðrum hætti í borginni í samhengi og meta heildaráhrif þeirra lausna sem teljast raunhæfar með til- liti til framtíðarinnar. Mislæg gatna- mót og umferðarmannvirki er fyrst og fremst greiða fyrir umferð einkabíla eru ekki varanlegar lausnir á umferð- arvanda, öfugt við öflugar almenn- ingssamgöngur á borð við léttlestir. „Þar að auki verða borgarbúar að velta því fyrir sér hvort þeir vilji búa í borg þar sem hver mislæg gatnamótin taka við af öðrum,“ eins og Árni Þór bendir á, fyrir utan að „þessar slaufur draga ekki úr umferðinni, heldur breyta aðeins farvegi hennar. Umferð- arhnúturinn færist til og fer jafnvel inn í íbúðahverfin“. Ef ráð er í tíma tekið getum við hér á Íslandi komist hjá þeim þrengingum er aðrar þjóðir hafa þurft að reyna í samgöngumálum, ekki síst í þéttbýli þar sem umferð einkabíla – áreitið, mengunin og slysahættan sem henni fylgir – vegur alvarlega að lífsgæðum alls almennings. Sá hreyfanleiki sem vissulega er grundvöllurinn að starfi okkar allra í nútímasamfélagi á að vera okkur til hagsbóta, en ekki taka af okkur völdin við uppbyggingu okkar nánasta umhverfis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.