Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 31 ótrúlega mörg mál sem þeir þurfa að kunna að kljást við svo að það er hætt við að margt hér verði yfir- borðslegt. En ég veit að úti í grunn- skólunum hefur meðvitund um þennan málaflokk snarbatnað,“ segir Ingvar og bætir við að þessi mál standi til bóta innan KHÍ og að m.a. sé búið að ráða lektor sem muni þróa námskeið um samskipti nemenda og kennara og bekkjar- brag. Að sögn Örnu H. Jónsdóttur, for- stöðumanns leikskólabrautar, er komið inn á þetta efni í mörgum námskeiðum. „Það má tengja þetta siðferðilegri umræðu en nemendur læra um þagnarskyldu og siðaregl- ur starfsstéttarinnar. Nemendur læra jafnframt um barnaverndar- lögin og þar koma fram þau ákvæði sem tengjast tilkynningaskyld- unni.“ Arna segist viss um að nem- endur á leikskólabraut séu meðvit- aðir um sínar lagalegu skyldur hvað þetta varðar en að hugsanlega sé hægt að gera betur í þessum málum eins og öðrum. Freydís Jóna Freysteinsdóttir, lektor við félagsráðgjafardeild HÍ, segir nemendur sem ljúka fé- lagsráðgjöf vera vel meðvitaða um tilkynningaskyldu og það ferli sem fer í gang þegar grunur vaknar um að barn sé beitt kynferðislegu of- beldi. „Í skyldufagi er farið í allar gerðir misbrests í fjölskyldum. Eins fá nemendur þjálfun í að greina ein- hvers konar misbrest. Nemendur fara jafnframt í kynnisferðir í Barnavernd Reykjavík- ur, Barnaverndarstofu, Barnahús og á fleiri staði.“ Freydís bendir á að nemendur fari ræki- lega í gegnum barna- verndarlöggjöf og seg- ist telja að vel sé staðið að þessari fræðslu innan félagsráðgjafara- námsins. „Við leggjum mjög mikið upp úr tengslum við praktík.“ Einar Ragnarsson, deildarforseti tannlæknadeildar, segist ekki viss um að nemendur sem ljúka tann- læknanámi séu meðvitaðir um sína lagalegu skyldu ef grunur vaknar um kynferðislegt ofbeldi. „Þetta er náttúrlega bara heilbrigðislöggjöfin yfirleitt og mannréttindi og lands- lög,“ segir Einar. ur heyra og óform- kosti fjór- Ég held fullnægj- itað alltaf Reynir. n, deildar- tekur í ist vonast meðvitaðir mur inn í ðfræðina. ðum okk- ra betur.“ og mennt- averndar- erfinu en skorarfor- enntunar- m útskrif- taða um nan sál- ferðislegt r sérhæf- sson, for- ndir á að á Íslandi frá mis- egna geta mismun- líklegt að búnir að tt ef upp ferðislega óttir, dós- eild, segir m ofbeldi kum sér- di fær þar Erla Kol- endur séu ál. rbatnað islegt of- andi eftir rgeirsson, ar, segir rgi vera í akennara- ins og svo ð þyrftum Starfssvið t og svo m kynferðislegt ofbeldi kyldan væg hallag@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Læra hvernig bregðast á við gruni um kyn- ferðisbrot FORSÆTISRÁÐHERRA Danmerkur,Anders Fogh Rasmussen, hefur vald-ið fjaðrafoki með ræðu sem hann fluttifyrir skömmu er þess var minnst að 60 ár voru frá því að hætt var samvinnu við þýska hernámsliðið í seinni heimsstyrjöld en kom til mikilla verkfalla og fór svo að Þjóðverjar tóku sjálfir öll völd í sínar hendur í landinu. Ráð- herrann gagnrýndi m.a. þáverandi pólitíska leið- toga fyrir að hafa frá hernámsdeginum sjálfum, 9. apríl 1940, hagað sér eins og þýskur sigur í stríðinu væri óumflýjanlegur og reynt að sýna fulltrúum Adolfs Hitlers undirgefni í von um að Danir fengju þá að halda nokkru fullveldi. „Stjórnmálamenn, embættismenn og stofn- anir fóru að undirbúa stöðu Danmerkur í nýrri Evrópu þar sem nasistar hefðu yfirhöndina. Háttsettir embættismenn veltu fyrir sér hug- myndum um að breyta dönsku efnahagslífi í samræmi við áætlunarbúskap nasista,“ sagði ráðherrann. „Ef allir hefðu hugsað eins og dönsku sam- starfs-pólitíkusarnir myndi Hitler mjög senni- lega hafa unnið stríðið og Evrópa orðið nasism- anum að bráð. En Bretar og síðar Bandaríkjamenn og Rússar hugsuðu til allrar hamingju öðruvísi en danska valdastéttin. Þeir börðust upp á líf og dauða við nasista og tryggðu okkur þannig frelsi.“ Siglt undir þægindafána Hann segir að vissulega eigi menn að fara var- lega í að fella dóma yfir fortíðinni á forsendum nútíðar. Nú viti allir að nasistar hafi tapað og þess vegna viti allir að samstarfsstefnan hafi verið röng. Ef menn hefðu haldið áfram á þeirri braut hefðu Danir verið flokkaðir með vina- þjóðum nasista í stríðslok. En Fogh Rasmussen bendir á að margir háttsettir embættismenn, þ. á m. Henrik Kaufmann, sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum, hafi frá upphafi talið að stefna dönsku stjórnarinnar væri einfeldningsleg og röng. Þessir menn hafi varað við því að Danir myndu aldrei fá til lengdar einhverja mann- úðlega meðferð og fá að halda eigin stjórnarfari; nasistar vildu leggja af réttarríkið og steypa alla Evrópu í sömu mynd einræðis. „Við Danir höfum allt of oft í rás sögunnar lát- ið duga að sigla undir þægindafána og látið aðra um að berjast fyrir frelsi okkar og friði. Lær- dómurinn sem draga má af atburðunum 29. ágúst 1943 er sá að ef við meinum eitthvað í al- vöru þegar við ræðum um gildi okkar, frelsi, lýð- ræði og mannréttindi, verðum við einnig að leggja eitthvað raunverulegt fram til að verja þau. Líka þegar á brattann er að sækja. Einnig þegar taka þarf óvinsælar og hættulegar ákvarð- anir,“ sagði Anders Fogh Rasmussen. Ekki eru allir sáttir við þessa gagnrýni. Her- man Knudsen, lektor við Álaborgarháskóla, seg- ir í grein í Jyllandsposten að forsætisráðherrann sé að túlka á nýstárlegan hátt sögu hernámsins. Hann bendir á að um 90% danskra kjósenda hafi í kosningunum 1943 stutt flokkana sem stóðu fyrir samstarfsstefnunni. „Við þær aðstæður sem ríktu notfærði dansk- ur almenningur sér lýðræðið á jarðbundinn hátt, nefnilega til að komast hjá blóðbaði og aukinni kúgun sem andóf gegn Þýskalandi hefði án efa haft í för með sér. En fyrir Fogh var það ekki nógu gott – hugsjónirnar voru sviknar!“ segir Knudsen. Vísað til Íraksstríðsins Hann veltir því fyrir sér hvort ráðherrann hafi verið að nota tækifærið til þess að tala undir rós um viðfangsefni nútímans, m.a. forsendurnar fyrir þátttöku Dana í Íraksstríðinu. Hann reyni að yfirfæra dýrðarljómann sem hvíli yfir and- spyrnunni gegn nasistum í heimsstyrjöldinni á stefnu Dana í Íraksmálunum. Segir Knudsen að þá sé ráðherrann á hálum ís. Andspyrnuhreyf- ingin hafi barist gegn erlendu hernámsliði í landi sínu en dönsku hermennirnir í Írak séu hluti af hernámsliði í öðru landi. Knudsen segir að Fogh Rasmussen boði átök þar sem tekist verði á um gildi og hann vilji að Danir verði meðal forystuþjóða „í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði – líka þótt það kosti nokkra danska hermenn lífið og nokkra sak- lausa, íraska borgara (síðustu tölur eru nær 10.000 óbreyttir borgarar drepnir frá því að stríðið í Írak hófst)“. Sakar Knudsen ráðherrann um að boða hættulega bókstafstrú, hugsunarhátt krossferða þar sem ekki geri mikið til þótt baráttan kosti bæði mannslíf og grundvallaröryggi ef barist sé árunum. Pittelkow minnir á stefnuyfirlýsingu stjórnar hægriflokkanna en þar sé sagt að beitt verði ýmsum pólitískum aðferðum til að fá borg- arana til að virða gott siðferði. Ríkisstjórnin vilji að fólk taki meiri ábyrgð á eigin gerðum, harðar verði tekið á þeim sem aftur og aftur fremji af- brot, foreldrum verði gert að taka ábyrgð á börnum sínum brjóti þau af sér og innflytjendur eigi að leggja eitthvað á sig til að samlagast þjóð- félaginu. Og reynt verði að gera eftirsóknarvert fyrir ungt fólk að ljúka sem fyrst námi sínu. Endurmat á borgaralegri stefnu „Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra er byrjaður að endurskilgreina að verulegu leyti hvað borgaraleg stefna merki. Þetta endurmat á að gera eðlilegt fyrir fleiri kjósendur en áður hefur verið raunin að tengja sjálfa sig við borg- aralega flokka. Borgaralegir flokkar hafa sam- kvæmt hefðinni lagt megináherslu á efnahags- mál: takmörk á umfangi opinbera geirans, jafnvægi í efnahagnum, aukið frelsi borg- aranna,“ segir Pittelkow. Þessar áherslur séu ekki horfnar í stefnu Rasmussen en hann vilji að borgaraflokkarnir leggi mesta áherslu á að verja gildi eins og ábyrgðarkennd, viðleitni til að leggja hart að sér, samfélagskennd, sam- kvæmni, áherslu á öryggi og skipulag, frelsi og lýðræði. Menn vilji hafa meiri stjórn á því hvað börn læri í skólunum og hverjir fái að flytja til Danmerkur, svo að dæmi séu nefnd. Æ fleiri Danir vilji nú að menn leggi eitthvað á sig til að styrkja þau gildi sem bindi velferð- arfélagið saman og tryggi að það virki. Pittelkow segir að þessar breyttu áherslur hægrimanna séu ekki endilega bundnar við þá fremur en jafn- aðarmenn; umskiptin í hugarfari gangi þvert á hefðbundna skiptingu milli hægri og vinstri í pólitík. Spurningin sé hvorir grípi þessi viðhorf á lofti og sýni vilja til að taka tillit til þeirra. „Umskipti á sviði pólitískra gilda eru nú efst á baugi. Fogh reynir ákaft að verða samnefnarinn fyrir þau,“ segir Ralf Pittelkow. fyrir réttum hugsjónum. „Stjórnmál eru list hins mögulega. Hernaður í þágu hugsjóna er hins vegar engin list heldur sýnir hann virðingarleysi bókstafstrúarmanna fyrir ósk venjulegs fólks um að geta átt sér líf í friði og öryggi,“ segir Herman Knudsen. Ralf Pittelkow skrifar einnig í Jyllandsposten og er sammála Knudsen um að forsætisráð- herrann hafi með ræðu sinni tekið siðferðislega afstöðu til samstarfsstefnunnar á hernáms- Gagnrýni Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra á danska ráðamenn á stríðsárunum vekur harðar deilur Sviku Danir lýðræðið á hernámsárunum? Tilkynning sem lögreglustjórinn í Álaborg birti nokkrum vikum eftir að Þjóðverjar lögðu Dan- mörku undir sig. Þar er sagt að „fáeinir ungir menn“ hafi ekki komið fram af tilhlýðilegri virðingu gagnvart þýskum hermönnum. Er tekið fram að þetta verði ekki liðið framvegis. KRISTJÁN koungur tíundi hélt áfram að fara í reglubundinn útreiðartúr sinn um Kaupmanna- höfn eftir hernám Þjóðverja. Hér sjást tveir Þjóðverjar heilsa honum að hermannasið. Konungi sýnd virðing Ljósmynd/Presslink Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Margrét drottning hylla við athöfn 29. ágúst sl. minningu þeirra Dana sem féllu í baráttu við þýska hernámsliðið á árunum 1940–1945.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.