Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 35 ✝ Jósafat J. Líndalfæddist á Holta- stöðum í Langadal, Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 21. júní 1912. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð laugar- daginn 6. september sl. Foreldrar Jósafats voru Jónatan Jós- afatsson Líndal, f. 26. júní 1879, d. 6. nóvember 1971, bóndi og hreppstjóri á Holtastöðum og áður kaup- félagsstjóri á Blönduósi, og fyrri kona hans, Guðríður Sigurðar- dóttir Líndal, f. 5. desember 1878, d. 11. júní 1932, húsfreyja á Holta- stöðum og áður forstöðukona Kvennaskólans á Blönduósi. Systir Jósafats var Margrét, f. 2. sept- ember 1917, d. 11. mars 1991; og hálfsystkini Jósafats, börn Jónat- ans með seinni konu sinni, Soffíu Pétursdóttur Líndal, f. 9. nóvem- ber 1901, d. 18. apríl 1990, eru Haraldur Holti Líndal, f. 20. nóv- ember 1939; og Kristín Hjördís Atli, f. 20. mars 1965, og c) Hjör- dís, f. 17. júní 1971; 3) Kristín Lín- dal, f. 29. október 1945, fyrri maki Þórarinn Bjarki Guðmundsson, f. 18. ágúst 1942, og eru dætur þeirra: a) Ásta, f. 1. febrúar 1970, og b) Anna Mjöll, f. 22. júlí 1972, seinni maki Jónas Frímannsson, f. 30. nóvember 1934; 4) Jónatan Ás- geir Líndal, f. 7. desember 1952, maki Helga Guðrún Þorbergsdótt- ir f. 22. ágúst 1948, og eru börn þeirra: a) Sigrún Tinna, f. 27. mars 1979, b) Ásgeir Jósafat, f. 25. apríl 1983, og c) Jóhann Hrafn- kell, f. 30. nóvember 1985. Á námsárunum í Kaupmanna- höfn starfaði Jósafat hjá Central- anstalten for Revision. Eftir heim- komuna 1938 hóf hann störf hjá Shell hf. á Íslandi. Þar starfaði hann sem aðalbókari og skrif- stofustjóri til 1967 en var spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Kópavogs 1967–1984. Jósafat var forstöðumaður Sjúkrasamlags Kópavogs um langt skeið; einn af stofnendum Sparisjóðs Kópavogs 1954, löngum stjórnarformaður og sat í stjórn SPK fram á tíunda áratug nýliðinnar aldar. Hann sat í versl- unardómi í Kópavogi í mörg ár og hafði umsjón með eftirlaunasjóði Skeljungs í áratugi. Útför Jósafats fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Líndal, f. 26. júní 1941. Jósafat kvæntist 17. júlí 1938 Kathrine El- isabet Áslaugu Lín- dal, f. 8. september 1913, d. 11. október 1993, frá Suðurey í Færeyjum. Foreldrar hennar voru Jóhann Anton Öster, f. 27. maí 1871, d. 21. nóv- ember 1929, skipstjóri á Tvöröyri, og kona hans, Sunneva Kathr- ine Öster (fædd Dan- ielsen), f. 24. septem- ber 1872, d. 18. júní 1963, húsfreyja á Suðurey. Börn Jósafats og Áslaugar eru: 1) Erla Guðríður Katrín Líndal, f. 10. júní 1939, maki Gylfi Ás- mundsson, f. 13. september 1936, d. 4. janúar 2001, og eru börn þeirra: a) Áslaug, f. 9. apríl 1964, b) Katrín, f. 8. september 1966, c) Ormar, f. 27. október 1970, og d) Brynhildur, f. 6. desember 1972; 2) Jóhanna Líndal Zoëga, f. 6. des- ember 1942, maki Tómas Zoëga, f. 24. júlí 1942, og eru börn þeirra: a) Anna Sif, f. 31. maí 1963, b) Geir Þegar ég frétti af andláti Jós- afats Líndal frá Holtastöðum í Langadal flaug hugur minn á svip- stundu til æskuheimilis okkar beggja, Holtastaða. Þegar ég kom að Holtastöðum, ungur drengur, var Jósafat farinn til náms og starfa í Danmörku. Ég sá hann fyrst í júnímánuði 1938. Hann var þá nýkvæntur konu sinni, Áslaugu. Seint gleymi ég dögunum þegar von var á Jósafat og Áslaugu. Við vorum í skýjunum og fyrsta morguninn læddumst við um húsið og hvísluðum svo að ekkert raskaði ró brúðhjónanna. „Systurnar“, Margrét og Sigríður, höfðu aflað sér tímarita um dönsk heimili í betri kantinum svo engu var nú að kvíða. Allt fór nú sem ætlað var, ungu hjónin gengu snemma dags upp á Kvíaból. Veður og umhverfi skart- aði sínu besta. Um hádegisbil þegar fólk skrapp heim til máltíðar gengu ungu hjónin fram og gáfu öllu heimilisfólkinu smágjafir. Þetta var stór stund í lífi margra á þeim tím- um. Það verður mér ávallt minnis- stætt hvað þau voru glæsileg hjón, Jósafat og Áslaug. Segja má að glæsileikinn með prúðmennsku og fágaðri framkomu beggja hafi hvar- vetna sem þau fóru vakið athygli. Eftir heimkomu þeirra hjóna fluttust þau eftir fá ár í Kópavog, sem var þá lítið sveitarfélag sunnan Reykjavíkur. Jósafat var fljótt kall- aður til stjórnunarstarfa í Kópa- vogi. Ég held að hann hafi unnið að flestöllum málefnum sveitarfé- lagsins, sem fljótt varð að kaupstað. Mér er það minnisstætt að skrif- stofa Sjúkrasamlags Kópavogs var fyrstu árin á heimili þeirra Jósafats og Áslaugar við Kópavogsbrautina. Ef einhverju þurfti að huga að, eða framkvæma, þá var alltaf eins og það þyrfti að kalla Jósafat til. Með jafnaðargeði og skynsemi foreldra sinna, sem hann fékk í arf, var hann ávallt sannur sonur, greindur og velviljaður. Í þessu sambandi og skrifuðu orðum verður mér hugsað til fingrarímsins sem fóstri minn, Jós- afat Líndal, reyndi að kenna mér ungum, en þess upphaf er: At- gjörvi, drenglyndi, dáð og gullauði betra er. Þessi spakmæli áttu svo sannarlega við fósturbróður minn, Jósafat. Það voru ávallt hreinar sæluvikur á sumrin þegar Jósafat og Áslaug, einnig Margrét og Berg- ur, maður hennar, komu í frí. Því þá varð heimilið eins og hamingju- reitur, jafnt fyrir unga sem eldri. Á góðviðrisdögum fór ég snemma til hestasmölunar og allt var tilbúið. Lagt af stað með nesti sem Mar- grét, Sigríður og Áslaug höfðu útbúið. Jósafat var fararstjóri, Bergur hinn mikli brunnur fróð- leiks um náttúruna og Jósafat um kennileiti og örnefni. Þá var nestið tekið, sungið, glettst og allir höfðu skoðun á sínum fjórfættu fákum. Það var farið í silungsveiðar, berja- mó, fjallagrös tínd og farið í leiki. Jósafat var mikill náttúruunn- andi. Hann hlakkaði ávallt til ferða að Holtastöðum. Á seinustu lífsár- um hans var umræðuefni okkar að mestu það að rifja upp ferðir okkar norður, menn og málefni. Það var eins og það væri það seinasta sem bjó í kolli hans. Hann talaði vel um alla og var hvers manns hugljúfi. Verst þótti honum að heyra um bú- jarðir í Langadal sem voru að fara í eyði. Hann sagði að sú mundi koma tíð að Langidalur, Vatnsdalur og Víðidalur í Húnavatnssýslu mundu verða sú hagsældarbyggð sem þar áður var. Því er ég sammála. Jósafat var maður sem trúði á einkaframtak borgarans. Hann var sjálfstæðismaður sem trúði á kjark og dugnað samborgaranna. Þegar ég hugsa til fósturbróðurs míns, Jósafats, þá hann er látinn, kemur mér upp í huga þakklæti fyrir vin- skap og hjálpsemi á margan hátt. Hann var einstaklega tryggur vinur sem gott var að leita til. Nú flýgur hugur okkar til systk- ina Jósafats, fjölskyldna Mar- grétar, Holta og Hjördísar. Sár- astur býr þó söknuðurinn í huga barna hans, Erlu, Jóhönnu, Krist- ínar og Jónatans. Við biðjum guð að styrkja þau í sorginni og gefa fjölskyldum þeirra vilja og mátt til að líkjast Jósafat Líndal. Guð veri með ykkur öllum. Erla og Hörður Valdimarsson. Kærum vini mínum, velgjörðar- manni og tengdaföður vil ég þakka samfylgdina. Í meira en 42 ár hef ég notið þeirra forréttinda að til- heyra stórfjölskyldu hans. Sam- verustundirnar með Jósafat, Ás- laugu, tengdamóður minni heitinni, og niðjum þeirra eru ófáar og minningarnar margar og ljúfar. Gleðistundir innanlands og utan, sem ekki verður komið tölu á. Aldrei bar skugga á samband okkar enda var tengdafaðir minn gegnheill öðlingur af gamla skól- anum, sem ekki mátti vamm sitt vita. Velferð fjölskyldunnar var honum ætíð efst í huga svo sem hæfði þeim sanna ættarhöfðingja sem hann var. Það nægir að hugsa til hans sæki á mann depurð og lundin lyftist. Nú er skarð fyrir skildi en taki niðjar hans mið af lífshlaupi Jósafats í orði og æði ætti þeim að vera vel borgið. Hafðu bestu þökk, kæri tengda- faðir og vinur. Tómas. Í dag kveðjum við afa okkar, afa sem bjó í sömu götu og alltaf var hægt að fara í heimsókn til. Afa sem tók í nefið og hló hátt, afa sem fannst gaman að halda veislu og hafa margt fólk hjá sér, afa sem hefur alltaf verið til en er nú farinn á nýjan stað. Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran.) Guð blessi minningu afa. Anna Sif, Geir Atli og Hjördís. Við minnumst samverustundanna á Sunnubraut 34 þar sem allir úr fjölskyldunni komu iðulega saman, hvort sem var í boðum eða bara til að spjalla. Þá var oft glatt á hjalla og afi alltaf hress og kátur og hrók- ur alls fagnaðar. Við krakkarnir sóttum mikið í að koma á Sunnu- brautina til að leika okkur. Við þökkum fyrir allar Fróðár- ferðirnar þar sem fjölskyldan kom saman og sofið var í hverju horni. Við veiddum, lékum golf allan sól- arhringinn, tíndum ber, fórum í leiki og spiluðum. Við minnumst afa sem mikils höfðingja á allan hátt og auk þess að vera hvatamaður að fjölskyldu- samkomum og góðum samveru- stundum var hann okkur einnig fyr- irmynd um ráðvendni og heiðarleika. Hann ól upp í okkur metnað og hvatti okkur til að mennta okkur Við eigum eftir að sakna hláturs- ins, spurninganna, glaðværðarinnar og klappsins á kinnina þegar maður kom í heimsókn. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar og guð veri með þér. Áslaug, Katrín, Ormar, Brynhildur, Ásta, Anna Mjöll og Sigrún Tinna. Dáinn er frændi minn, Jósafat J. Líndal. Börn hans og við systkinin teljumst vera þremenningar. Við börnin ólumst upp í Kópavogi á sjötta og sjöunda áratugnum. Áð- ur höfðu Jósafat og faðir minn, Baldur Líndal, síðar efnaverkfræð- ingur, verið nágrannar í Húna- vatnssýslu. Jósafat átti einnig syst- ur, Margréti Líndal, sem bjó í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu og við þau mynduðum við mikil tengsl. Annað sem pabbi og Jósafat áttu sameiginlegt var að þeir fóru til útlanda til náms og komu síðan heim aftur með erlenda eiginkonu, aðra frá Færeyjum, hina frá Bandaríkjunum. Nú er öll þessi for- eldrakynslóð fallin frá, á rúmum áratug, og hefur það verið okkur frændsystkinunum mikil hugraun. Má jafnvel segja að sá missir allur hafi orðið snar þáttur í að ég fór að sinna því starfi sem ég hef nú um stundir, en það er við umönnun aldraðra á elliheimili. Þegar ég kom heim frá háskóla- námi var Jósafat ennþá sparisjóðs- stjóri í Kópavogi. Brást hann þá mjög vinsamlega við, er ég sló hjá honum lán, til að hjálpa mér við að leggja út á ritstarfabrautina. Þegar ég gaf honum síðar ljóðabækur eft- ir mig lét hann þær þó þegar ganga beint áfram til uppáhaldsmenning- armálaráðherra síns, en það var dóttir hans, Kristín Líndal, kennari og bæjarfulltrúi þar í bæ. Móðir mín, Amalía Líndal rithöf- undur, átti bók frá hálskólanáms- árum sínum sem ég hélt mikið upp á á unglingsárunum. Það var ljóða- leikritið Murder in the Cathedral eftir T. S. Eliot. Vil ég nú að end- ingu snara þaðan nokkrum hugg- unarorðum, en það eru ummæli sem Tómas Becket, erkibiskupinn af Kantaraborg í Englandi á 12. öld, viðhefur um áhyggjur fylgis- manna sinna um að hann muni nú senn líða píslarvættisdauða. Friður sé með yður. Og lát þá vera svo æstir sem þeir eru. Þeim ratast sannar á munn en þeir vita, og ofar skilningi yðar. Þeir vita og vita ekki að það er þjáning að breyta og það að þjást er líka breytni. Hvorki þjáist breytandinn né breytir þolandinn. En báðir eru þó fangnir í eilífri breytni, eilífu viðþoli sem allir verða að gangast við svo Hans vilji verði, og sem allir verða að umbera til að þeir megi vilja, að samræmið megi haldast, því samræmið er breytnin og þjáningin, til að hjólið megi snúast og samt vera að eilífu samt. Tryggvi V. Líndal. JÓSAFAT J. LÍNDAL ✝ Magnea L. Þór-arinsdóttir fædd- ist í Reykjavík 17. september 1918 og hefði því orðið 85 ára í dag. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. septem- ber síðastliðinn. Hún var dóttir Guðrúnar Magnúsdóttur, f. 1. október 1879 - d. í Reykjavík 27. febr- úar 1945, og Þórar- ins Finnssonar, sem f. var 8. maí 1880, d. í Reykjavík 25. sept- ember 1960. Hún átti sjö hálf- systkin sammæðra. Þau voru: Gísli Magnús Bjarnason, f. 1897, drukknaði 1915; Anna Bjarna- dóttir, f. 1899, d. 1967; Edvard Bjarnason, f. 1901, d. 1969; Bjarni Bjarnason, f. 1903, d. 1978; Krist- ín Bjarnadóttir, f. 1905, d. 1971; Sigríður J. Bjarnadóttir, f. 1910, d. 1997; og Aðalsteinn M. Bjarna- son, f. 1913, d. 1936. Samfeðra hálfsystkin hennar voru Óskar Þórar- insson, f. 1910, d. 1982; og Ásta A. Þórarinsdóttir, f. 1912, d. 1985. Hinn 8. október 1938 giftist Magnea Haraldi Gíslasyni frá Skálholti í Vest- mannaeyjum, f. 28. 2. 1916, d. 22.6. 1996. Systkini Har- aldar á lífi í dag eru Garðar Gíslason, bú- settur í Vestmanna- eyjum, og Sigríður Gísladóttir, búsett á Selfossi. Magnea og Haraldur eignuðust eina dóttur, Ernu Sigríði, flug- freyju, er fórst í flugslysi við Kat- unayakeflugvöll á Sri Lanka 15. nóvember 1978. Erna Sigríður var gift Jóni Páli Bjarnasyni gít- arleikara er hún lést. Útför Magneu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Magnea afasystir okkar er nú kvödd í dag á 85. afmælisdegi sínum. Sú síðasta af þessari kynslóð. Hún var okkur mjög kær og góð vinkona móður okkar sem nú er látin. Haraldur og Magnea urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa einkadótt- urina Ernu Sigríði í flugslysi árið 1978, og var það þeim mikið áfall. Haraldur lést árið 1996 en þau voru mjög samrýnd hjón og því missir hennar mikill þegar hann féll frá. Magga frænka sýndi okkur systk- inunum mikla umhyggjusemi, af- mælis og jólagjafir frá Halla og Möggu voru alltaf mjög áhugaverðar – gjarnan eitthvað sem hafði verið keypt erlendis. Þau hjónin áttu þess kost að ferðast víða erlendis og nutu þess mjög. Nú að leiðarlokum þökkum við samfylgdina. Hvíl þú í friði. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Sigurlaug og Hanna. MAGNEA L. ÞÓRARINSDÓTTIR Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsd.) Alda og Erna Sigríður. HINSTA KVEÐJA Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.