Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku hjartans rósin mín ég trúi ekki að þú sért farin frá mér, það er svo stutt síðan við vorum að plana fram- tíðina og þú varst svo hamingjusöm og ánægð með lífið. Þú varst ein mikilvægasta og dýr- mætasta manneskjan í mínu lífi. Og ég mun alltaf elska þig. Söknuðurinn nístir í gegn en ég er svo þakklát fyr- ir að hafa átt þig að alla mína ævi og þú gekkst með mér í gegnum svo erf- iða tíma og svo æðislega tíma. Ég mun alltaf eiga svo margar yndisleg- ar minningar og ég horfi bara á litlu hafmeyjuna, uppáhaldsteiknimynd- ina okkar, til að brosa að öllum uppá- tækjunum okkar. Ég veit að þú verð- ur fallegasti engillinn sem hefur fundist í himnaríki elsku besta krútt- ið mitt. Þú verður í góðum höndum hjá pabba og öllum hinum sem taka á móti þér. Ég mun sakna þín alla ævi en þegar minn tími er kominn veit ég að þú tekur á móti mér brosandi og kyssir mig og knúsar mig. Farðu í friði ástin mín. Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt, þú ert ljósið sem lifnaðir síðast, þú ert löngunar minnar Hlín. Þú ert allt sem ég áður þráði, þú ert ósk, – þú ert óskin mín. (Gestur.) Þín að eilífu Valgerður. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. – Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (Björn Halldórsson.) Takk fyrir allt elsku Stefanía, hvíl þú í friði. Kristín Sjöfn, Jón og fjölskylda. Ég horfi út á hafið háskaslóð. Inn skríða skipin skreytt af aftanglóð nema eitt og eitt og því fær enginn breytt Við börnunum blasir brosandi framtíðin þau halda út í heiminn hraust og ákveðin nema eitt og eitt og því fær enginn breytt Þú veist um veröldina aumu varnarlausar hörmungar. Öll við eigum okkar drauma en örlögin bíða okkar allstaðar. Ég fer upp á fjallið finn þar litla laut leggst og lít á blómin lífs míns yndi og skraut nema eitt og eitt því fær enginn breytt (Haraldur Reynisson.) Hvíl þú í friði, elsku Stefanía. Elsku Edda systir og Pétur, Jón- björn, Edda Mary, Bergur og Berg- dís, Ósk, Gulli og Bjartur, Bella og Gunnar. Þið áttuð yndislega Stefaníu STEFANÍA GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR ✝ Stefanía GuðrúnPétursdóttir fæddist 23. október 1984. Hún lést 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 9. september. og ég veit að sorg ykkar er mikil en minningin verður ljós í lífi ykkar allra. Auður og Þorgrímur. Í rökkurró hún sefur með rós að hjartastað. Sjá haustið andað hefur í hljóði á liljublað. Við bólið blómum þakið er blækyrr helgiró. Og lágstillt lóukvakið er liðið burt úr mó. Í haustblæ lengi, lengi um lyngmó titrar kvein. Við sólhvörf silfrin strengi þar sorgin bærir ein. (Guðmundur Guðmundsson.) Æ, æ, elsku góða fallega Stefanía mín. Mikið óskaplega er þetta sárt, en ég er samt svo þakklát fyrir það að þú fæddist og ólst upp í minni fjöl- skyldu. Ég tel það vera mín forréttindi að hafa fengið að vera móðursystir þín og fylgjast með þér vaxa úr grasi. Mér fannst þú alltaf svo gott og skemmtilegt barn með ákveðnar meiningar sem ekki mátti hlæja að þótt drepfyndnar væru, við áttum bara að taka mark á þér eins og þú á okkur. Ég og mamma þín vorum svo sniðugar að stuðla að því að þú og Valgerður yrðuð vinkonur frá því þú fórst að hafa vit á því hvað vinkona var, þannig að þið voruð mjög ungar þegar hægt var að skilja ykkur eftir heima hjá hvor annarri. Ég á svo margar góðar minningar af ykkur saman þegar þú gistir hjá okkur á Sólvöllum, þú komst með Lillu og Pésa, dúkkurnar þínar, þið fóruð strax í náttfötin þótt klukkan væri ekki nema tvö á föstudegi, létuð peysur á hausinn, ermarnar voru tígó og voruð í mömmó hreinlega alla helgina með smá hléum því ekki mátti gleyma skyldustörfunum sem voru steinasafnið sem þið límduð steina á sem hirtir voru víðs vegar um landið, og grafreiturinn þar fyrir neðan sem allir fuglarnir sem þið funduð látna voru jarðaðir í, að ógleymdum Pésa páfagauk, sem dó þegar frost var enn í jörðu og varð að vera í frystinum þar til hægt var að jarða hann í grafreitnum ykkar. Þegar bernskunni lýkur taka ung- lingsárin við og þú þurftir að fá að spreyta þig í orðsins fyllstu merk- ingu, og oft á tíðum hafði ég áhyggjur af þér eins og gerist og gengur með unglingana okkar og þú reyndir margt, bæði gott og slæmt, en skemmtir þér oftast vel og komst til baka með báða fætur á jörðinni og nýja lífssýn í farteskinu enda skyn- söm stúlka. Síðustu tvö árin vannstu hjá mömmu þinni og pabba í Konfekt- búðinni, varst orðin fullgildur með- limur í systkinabarnapartíin (18 ára), bjargaðir Hlyni á ættarmóti í sumar, þú manst, föstudagskvöldinu, ætlaðir að byrja í FB þegar þú kæmir frá Spáni, stóðst gjörsamlega með pálm- ann í höndunum en þá ... Elsku Stefanía mín, takk fyrir all- ar samverustundirnar, öll faðmlögin og öll fallegu brosin. Elsku Edda, Pétur, Jónbjörn, Edda, Bergur, Ósk, Gulli, Bella, Gunnar, mamma mín, Emil, Auður, Bjartur Blær og Bergdís María, góð- ur Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Megi minningin um Stefaníu verða ljós í lífi ykkar. Kveðja frá Sólvöllum, þín frænka Sigríður Br. Sigurðardóttir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku yndislega Stefanía. Ég sit hérna og skrifa minningar- grein til þín og hugsa í leiðinni um all- ar stundirnar sem ég átti með þér og þær eru ekki fáar. Mér finnst lífið svo ósanngjarnt og mér finnst sárt hvað maður getur misst einhvern sem manni þykir svo vænt um svona snöggt. Þú varst svo falleg og glaðvær, alltaf brosandi og það var stutt í húm- orinn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem frænku og þó það hafi verið í svona stuttan tíma, þá bíður þín greinilega annað og mikilvægara hlutverk annars staðar. Eða eins og Mæja amma segir; við fengum þig bara lánaða þessi ár sem þú varst hjá okkur og við verðum að vera þakklát fyrir þau. Sem og ég er. Mér finnst bara svo ótrúlegt að þú sért farin og komir ekki aftur og ég hlakkaði svo til að þú kæmir heim frá Spáni og segðir mér frá ferðinni og ég tala nú ekki um að fara að vinna með þér í sjoppunni. Við gátum talað svo mikið saman um allt bæði gott og slæmt, fyndið og alvarlegt og ég er fegin því hvað þú treystir mér. Ég man t.d. þegar við fórum á ættarmótið í sumar og við fórum saman á mínum bíl ég, þú, Sóley og Hlynur. Við töluðum svo mikið saman um allt og það var rosa- lega gaman hjá okkur nema þú varst ekki alveg að fíla útvarpið í bílnum því það heyrðist ekkert í því, þannig að þú fórst að leita að spólu til að hlusta á því að þú varst í svo miklu stuði og hlakkaðir svo til að fara á ættarmótið og varst búin að bíða svo lengi eftir því. En eina spólan sem þú fannst var eldgömul spóla með UB40 og ég gleymi aldrei svipnum á þér þegar þú settir hana í tækið. Svo fékkstu bílinn minn lánaðan til að heimsækja vin þinn og reddaðir þér náttúrlega spólu til að hlusta á með Eminem og hún er ennþá í bílnum mínum. Sóley saknar þín líka og talar og talar um þig og hún hlakkar til að sjá þig þegar hún ætlar að koma fljúgandi í heimsókn til þín þ.a.s. þeg- ar ég er búin að kaupa handa henni vængi. Ég gæti skrifað og skrifað enda- laust um þig, elsku besta frænka mín og ég er bara þakklát fyrir að eiga svona margar góðar minningar. Og ég er fegin að hafa kvatt þig kvöldið áður en þú fórst til Spánar en það seinasta í lífinu sem mér datt í hug var að þetta væri seinasta skiptið sem við mundum hittast. Þú knúsaðir mig og kysstir og ég man bara hvað þú hlakkaðir til og ég veit að þú varst ánægð og hamingjusöm alla ferðina og seinustu dagana sem þú lifðir. Og ég veit líka að núna líður þér vel þar sem þú ert og ég veit að þú og pabbi passið hvort annað. Takk fyrir allt, elsku frænka. Elsku Edda og Pétur, Jónbjörn, Ósk og Gulli, Edda og Bergur, Bella og Gunnar, Bergdís María, Bjartur Blær og aðrir aðstandendur, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Þínar frænkur, Ásgerður og Sóley Dögg. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingrímur Thorsteinsson.) Elsku Stefanía frænka, þú varst alltaf uppáhalds frænka mín frá því að ég man eftir mér. LOVÍSA BÍLDDAL RUESCH, f. 15. desember 1935, lést á heimili sínu í Orlandó, Flórída, föstudaginn 12. september. Robert K. Ruesch, Svana C. Tolf, Ronald Tolf, Asley Lovisa Tolf, Zachariah Kevin Tolf, Sigríður Bílddal Ruesch, Þröstur Halldórsson, Katrín Bílddal, Valgerður Bílddal. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langlangömmu, GUÐRÚNAR ERLENDSDÓTTUR, Borgarhrauni 4, Grindavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík. Hjalti Jónsson, Kristín Jóna Hjaltadóttir, Þorkell Árnason, Sigrún Kjartansdóttir, Birna Sverrisdóttir, Björk Sverrisdóttir, Magnús Arthúrsson, Hjalti Allan Sverrisson, Lísa Ásgeirsdóttir, Ólöf Viðarsdóttir, Andrés Ari Ottósson, Laufey Viðarsdóttir, Kjartan Viðarsson, Björg Guðmundsdóttir, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, Laufrima 2, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans 12. sept- ember sl., verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju föstudaginn 19. september kl. 10:30. Örn Ingólfsson Kristjana Arnardóttir, Kristján Ingason, Halldór Arnarson, Bryndís Svansdóttir, Ingólfur Arnarson, Anna Birna Rögnvaldsdóttir, Ægir Arnarson, Óðinn Arnarson, Árný Guðfinnsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur, barna- barn og frændi, ÍVAR GUÐJÓNSSON, lést á heimili sínu sunnudaginn 14. september. Jarðarförin auglýst síðar. Erla Elísdóttir, Guðjón Ívarsson, Heiða Björk Guðjónsdóttir, Carl Jóhann Gränz, Elísabet Guðjónsdóttir, Úrsúla María Guðjónsdóttir, Ívar Magnússon, Ursula Magnússon, Ásdís Elva Gränz. Bróðir okkar, ELÍAS TÓMASSON, lést í bílslysi sunnudaginn 31. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. Jens Tómasson, Margrét Rakel Tómasdóttir, Sóley Tómasdóttir, Haukur Sigurður Tómasson, Fjóla Sigríður Tómasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.