Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 41
Andblæ vorsins ég aftur finn, það orkar friðsælt á huga minn. (Áslaug Sólbjört Jensdóttir.) Elín Halldórsdóttir, Þýskalandi. Nú er hann elsku afi okkar dáinn. Við sitjum hér tvær frænkur og barnabörn þín í Höfn og viljum skrifa til þín nokkur orð – minningu. Þegar við hugsum til þín elsku afi þá er minningin um hrausta refa- skyttu, glímukappa, sjómann og bónda efst í huga. Okkur hefur alltaf þótt ótrúlegt að hugsa til þess að þú hafir verið fæddur í byrjun síðustu aldar en samt verið einna fyrstur fjöl- skyldumeðlima til að nota farsíma. Þú lifðir öld mikillar þróunar og tök- um við okkur til fyrirmyndar fram- sýni þína og aðlögunarhæfni. Það var alltaf gott að koma til þín, þú heilsaðir okkur með umhyggju og faðmaðir okkur af einlægni. Þú sagð- ir okkur skemmtilegar sögur frá þín- um yngri árum, t.a.m. þegar þú í síð- ari heimsstyrjöldinni hljópst um þilfar skips og lýstir upp einkennis- stafina með logandi lampa til að sýna skotglöðum Þjóðverjum að einungis væri um íslenskt skip að ræða. Sögur um frostaveturinn 1918, glímuferð til Þýskalands 1929, nætur undir berum himni í fyrirsát við tófugreni og klifur um fjöll og firnindi þar sem kindar- greyjum í sjálfheldu var komið til bjargar. Minningar okkar frá Núpi eru okk- ur dýrmætar. Sigling með þér á Fjal- ari, leiðbeiningar við bátasmíð niðri í vélarhúsi, traktorsferð í berjamó fram á Núpsdal ásamt ógleymanleg- um jeppaferðum áður en talað var um jeppaferðir sem slíkar. Þessum sögum þínum og minning- um okkar eigum við eftir að deila með börnum okkar og börnum þeirra. Að lokum viljum við gjarnan minn- ast þín með ljóði: Nú finnst mér það allt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barizt er móti, þó kasti þeir grjóti og hati og hóti við hverja smásál ég er í sátt. Því bláloftið hvelfist svo bjart og hátt. Nú brosir hver stjarna þótt vonirnar svíki, og hugurinn lyftist í æðri átt. Nú andar guðs kraftur í duftsins líki. Vér skynjum vorn þrótt, vér þekkjum í nótt vorn þegnrétt í ljóssins ríki. – (Einar Ben.) Guð varðveiti ömmu og veiti henni styrk. Megi merkrar ævi afa lengi vera vel minnst. Katrín, Christian og Matthildur Ása. Auður og Árni, Danmörku. Við sjáum nú á eftir elsku afa okk- ar til himna. Eftir að hafa eytt öllum okkar ævidögum með hann nærri er dálítið erfitt að sætta sig við að hafa hann ekki lengur meðal okkar. En þakklætið fyrir að hafa fengið að njóta nærveru hans þar til nú er samt ráðandi á þessari stundu. Við eigum alltaf eftir að eiga góðar minningar um afa og eigum við þá minningar um sterkan og hraustan mann sem vílaði hlutina aldrei fyrir sér, jafnvel ekki þegar hann var kominn á tíræðisald- urinn. Elsku afi. Við munum ávallt geyma minningu þína í hjörtum okkar og leita til þín í bænum okkar. Þínar dótturdætur, Vera og Lára. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 41 „I love you, I love you.“ Þessi orð eru þau fyrstu sem koma í huga minn þegar ég minnist þín elsku afi minn. Það var einmitt með þessum orðum sem þú tókst alltaf á móti mér þegar ég kom til þín. Ég get nú ekki annað en bros- að þegar ég hugsa tilbaka. Fyrstu minningarnar eru úr bíl- skúrnum á Skólabrautinni þar sem ég var oft að „hjálpa þér“, hversu mikil hjálpin var veit ég ekki en ég veit allavega að ég skemmti mér konunglega. Næst reikar hugur minn til þín og ömmu á Eyri, það var alltaf jafn yndislegt að koma til ykkar þangað. Nóg af hákarli og SKÚLI JÚLÍUSSON ✝ Skúli Júlíussonfæddist í Reykja- vík 4. maí 1925. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 23. ágúst síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Sel- tjarnarneskirkju 29. ágúst. kexi að borða og fiski að veiða. Það sem sit- ur þó fastast í huga mér eru heimsóknirn- ar til þín á Skólabraut 3. Þú varst alltaf svo glaður að sjá mig og það gerði mig svo glaða. Við ræddum saman um allt milli himins og jarðar, fjöl- skylduna, pólitík, þjóðmálin og svo auð- vitað okkur sjálf. Þessar samræður urðu oft svo skraut- legar að það endaði með því að við skellhlógum bæði tvö. Þá aðallega að því hvað við gátum bullað mikið. Elsku besti afi minn, þín er ekki hægt að minnast öðruvísi en með bros á vör og hlýju í hjarta. Þú hafðir allt það sem maður gæti óskað sér að nokkur afi hefði. Hafðu það nú gott hjá ömmu og Úlla. Takk fyrir að vera mér besti afi í heimi. Ég elska þig. Þín Guðrún. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. Formáli minn- ingargreina Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, DAGMAR HRUND HELGADÓTTIR, lést á Astrid Lindgren sjúkrahúsinu í Svíþjóð mánudaginn 8. september. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 19. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á styrktarreikning nr. 322-13-120550 eða Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Bryndís Hjartardóttir, Helgi Þór Gunnarsson, Bjartur Þór Helgason, Aðalheiður Vilhjálmsdóttir, Gunnar Ólafsson, Ása Guðjónsdóttir, Rúnar Friðgeirsson. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Hringbraut 108. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplau- garstaða fyrir alúð og góða umönnun. Guðmundur Jónasson, Kristján Jónasson, Sólrún Jónasdóttir, Ólafur Viggó Sigurbergsson, Sigríður Jónasdóttir, Guðmundur Loftsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir, amma og systir okkar, RAGNA STEFANÍA FINNBOGADÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 19. september kl. 13.30. Börn og systkini hinnar látnu. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru ÁGÚSTU SIGURÐARDÓTTUR RINGSTED, Víðilundi 10c, Akureyri. Gunnur Ringsted, Heimir Kristinsson, Sigurður Ringsted, Ragnhildur Barðadóttir, Gunnar Ringsted, Jenný Lind Egilsdóttir, Ingibjörg Ringsted, Valmundur P. Árnason, Guðbjörg Ringsted, Kristján Þór Júlíusson, Baldvin Ringsted og ömmubörnin. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÚLÍANA JÓNSDÓTTIR, Aðalgötu 20, Ólafsfirði, lést á Hornbrekku, Ólafsfirði, sunnudaginn 14. september. Hún verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 20. september kl. 14.00. Rakel S. Jónsdóttir, Indriði H. Þorláksson, Jón Þór Björnsson, Hanna B. Axelsdóttir, Stefán Björnsson, Pálína Steinarsdóttir, Ermenga S. Björnsdóttir, Hákon Erlendsson, Hörður Björnsson, Guðrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VALLAÐUR PÁLSSON, Dvergabakka 30, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 11. september, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 18. september kl. 13.30. Ólöf Brandsdóttir, Guðbjörg Vallaðsdóttir, Jón Norðmann Engilbertsson, Sigrún Vallaðsdóttir, Kristinn, Bjarnrún, Ólöf og Kristín Rut. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Ísafirði, Digranesheiði 21, Kópavogi. Þráinn Árnason, Rebekka B. Þráinsdóttir, Gunnar Kristinsson, Sigurður Á. Þráinsson, Solveig K. Jónsdóttir, Þór Þráinsson, Valborg Guðmundsdóttir, Þráinn Vikar Þráinsson, Hulda Schröder, barnabörn og barnabarnabarn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við fráfall og út- för HÖLLU MAGNÚSDÓTTUR, Hringbraut 103, Reykjavík. Kristín Collin Guðmundsdóttir, Elfa Hrafnkelsdóttir, Ellert S. Guðjónsson, Ásgeir Hrafnkelsson, Guðmundur K. Magnússon, Valdís Árnadóttir, Sólveig M. Magnúsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir og barnabörn. EIRÍKUR ELISSON, Bláskógum 8, Egilsstöðum, sem andaðist á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut, verður jarðsunginn frá Egilsstaða- kirkju föstudaginn 19. september kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Fjölskylda hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.