Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁGÆTA Siv! Sem ráðherra umhverfismála hefur þú gert margt á móti þjóð- arvilja en afskiptaleysi meirihlut- ans verið þinn sí- felldi bjarg- vættur. Nýlega gerð- ust þau undur og stórmerki að þú friðaðir rjúpuna næstu þrjú árin. Sjáið, sagði fólk- ið, Siv er farin að skilja hlutverk sitt. Hún sér loks að henni er ekki ætlað að vinna á móti umhverfinu. En eins og Adam var ekki lengi í Paradís var þetta of gott til að vera satt. Þú lýstir því yfir í kjölfar barnalegrar ákvörðunar nýliðans Dagnýjar, að þú myndir afnema friðunina ef sala á rjúpu yrði bönn- uð. Hvort þetta er glámskyggni eða hræsni skal ósagt, en öllum nema þér virðist ljóst að sölubann skiptir engu máli. Magnveiðimenn koma sínu til skila. Hæfni stjórnmálamanns er fólgin í því að geta sagt fyrir um hvað muni gerast á morgun, að ári, í næsta mánuði og á næsta ári. Og að geta svo útskýrt seinna af hverju það gerðist ekki. (Churchill.) Ekki veit ég hvort þú ert fær um þetta, en það verður ekki af þér skafið að þú reynir. Ég skora á þig að koma til dyranna eins og þú ert klædd. Vera skýrlega með þjóðinni eða á móti. Þora að láta hana vita hvar þú stendur. Meirihluti þjóð- arinar vill friða rjúpuna og nú er þitt að verja hagsmuni eigingjarnra veiðimanna og vopnasala eða lands- manna. Ég er ekki í vafa um að þú villt veg þjóðarinnar í öllu, bara spurning hvort þú þolir mikinn pólitískan þrýsting. Í Mbl.grein ert þú ávítuð af Jóni Halldórssyni fyrir skynsamlega friðun og veður hann þar reyk rökleysu og ergelsis. En þessum ágæta manni er ekki alls varnað. Honum finnst eins og flest- um með ólíkindum að vargfugl skuli vera á válista. Óvíst er hvort fólk veit að á ströndunum við Látrabjarg og talsvert norðureftir eru minkar og refir friðaðir. Svo er um þjóðgarðana. Líffræðingar okk- ar eru þeir klárustu í veröldinni, því þeir einir allra hafa uppgötvað að þessi meindýr virða mörkin. Þessi krúttlegu smádýr fara aldrei úr friðlöndunum því þau vita að ut- an þeirra bíður dauðinn. Nú sjá þessi snjöllu dýr til þess að fugla- björgin skipti um lit. Ef fer sem horfir mun hvíti liturinn víkja fyrir grænum. Á þessum tilraunaslóðum líffræðinga er dýralífið aðeins minkar, refir, vargfugl og það sem eftir er af bjargfugli. Ágæta Siv! Stundum er eins og þú vitir ekki hvað þú gegnir mik- ilvægu starfi. Ég ræði ekki um landið og miðin, því þegar við fjöll- uðum um þessi mál á fyrstu vikum ráðherradóms þíns skildu höf á milli. Ljóst er að voldugri öfl en þú ert fyrir ráða ferð afglapa í hálend- is- og virkjanamálum og eiturspú- andi stóriðju á fögrum stöðum. En þú hlustaðir á rök mín um skað- semi vargdýra og hvað fyrrum fjöl- skrúðugu fuglalífi hefði hrakað. Nú skora ég á þig að snúa þér heils- hugar að því sem er á þínu valdi. Þetta er helst. Afnema alla friðun minka, refa og vargfugls. Reka veiðimálastjórann eða fá honum starf sem hann veldur. Gelda hvern mink sem sleppt er í tilraunaskyni og nota slíkt við útrýmingu hans. Stórauka veiðar vargsins og leita nýrra leiða í þeim efnum. Leyfilegt verði að eyða vargi hvar sem er og hvenær sem er og afnema veiði- kortaskyldu í þeim efnum. Breyta úr blýhöglum í járnhögl sem væri bylting til batnaðar í umhverfismál- um. Þegar farið verður að veiða rjúpu aftur að það verði aðeins í október. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Til umhverfis- ráðherra Frá Alberti Jensen: MÖGNUÐ og tímabær grein eftir Matthías Johannessen birtist í Morgunblaðinu í „Bréf til blaðsins“ laugardaginn 6. september sl. Ég hef hlustað agndofa á tvo þætti í fjölmiðli, sem kona hafði umsjón með. Þvílíkt níð, þvílíkan rógburð í garð einstaklinga hef ég aldrei heyrt enda slekk ég samstundis á tækinu þegar þessi kona hefur umsjón með einhverjum þætti, sem er alltof oft að mínum dómi. Ég tel að þetta sé andlega sjúkt fólk sem „sáir eitri í berskjaldaða kviku hlustenda og því skemmtilegra sem persónuníðið gengur nær mannorðinu“, svo vitnað sé í grein Matthíasar. Mögnuð grein sem allir ættu að lesa og læra af, ekki síst „pólitísku hérarnir“. Þakka þér Matthías Johannessen. ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Háengi 3, Selfossi. „Níðleggur samtímans“ Frá Þorbjörgu Sigurðardóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.