Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 45 Í dag, 17. septem- ber, er hann Jón Her- mundsson, Nonni, átt- ræður. Mikið ósköp þeytist tíminn áfram. Mér virðist það hafa verið eins og í gær að hann var ungur og sterkur maður fullur af lífi og framtíðar- áformum. Nonni var fæddur á Strönd í Vestur-Land- eyjum hinn 17. sept- ember 1923, sonur hjónanna Hermundar Einarssonar og Guð- rúnar Jónsdóttur. Hann var tvíburi við systur sína Kristínu sem lést í byrjun þessa árs. Önnur systkini hans voru Eiður, f. 1920, Inga, f. 1921, og svo einn hálfbróðir, Hall- dór Elíasson, f. 1913. Nonni ólst upp á Strönd og tók virkan þátt í búskap þar. Hann var þjarkur við slátt, bæði með orfi og svo með hestasláttuvélinni þegar hún kom. Svo var hann líka fram- úrskarandi góður baggabindari og batt sáturnar fast og hratt og var konunum sem með honum unnu stundum erfitt að halda í við hann. Einnig var hann ágætis hestamað- ur og man ég fyrst eftir honum á Jarp sem var uppáhalds hestur hans, fjörugur og viljugur sem þeyttist með hann út um tún og móa. Einnig man ég eftir honum við hestatamningar. Honum fannst gott að fara með ótamda hesta suð- ur í keldur, en nóg var af þeim í Landeyjunum, og fara á bak þegar hesturinn var kominn í kvið í keld- una og láta hann svo hamast í keld- unni þar til hesturinn var orðinn þreyttur og lét betur að stjórn. Einnig var Nonni ágætis dansmað- ur og fór oft á böll víða um sveitir. Stundum lenti hann í slagsmálum (sem Íslendingum er stundum títt) og man ég eftir honum einu sinni sem krakki, er hann kom frekar marinn heim af balli. En þó kom það ekki að sök þar sem hann náði sér vel og lífið hélt áfram. Einnig fór Nonni á vertíðir í Eyj- um, eins og Landeyingar kalla Vestmannaeyjar, og gerði það í mörg ár. Í Eyjum kynntist Nonni Ásu Magnúsdóttur snemma á sjötta áratugnum. Þau giftust um 1954. Þau gerðu sitt bú í Eyjum u.þ.b. fyrstu 20 árin. Á þeim árum eignuðust þau tvo syni, Hermann Gunnar og Magnús Rúnar. Þegar gaus 1973 fluttist fjöl- skyldan til meginlandsins. Þau settust að í Reykjavík og síðar í Kópavogi þar sem þau keyptu sér hús. Eftir að Nonni fluttist frá Eyj- um hætti hann að stunda sjó og JÓN HERMUNDSSON vann í landi. Hann vann hjá Eimskip við uppskipun og svo í pakkhúsi. Honum fannst gaman að vinna og vildi helst ekki hætta, en aldurinn gerði það að hann varð að hætta vinnu um sjö- tugt. Síðan notaði hann tímann til að sinna tómstunda- áhugaefnum sínum, svo sem lestri, garð- yrkju, tafli og svo gengur hann mikið. Einnig finnst honum gaman að heimsækja fólk og vera heimsóttur þar sem gestrisnin og vináttan er honum í blóð borin. Börnum þeirra Ásu og Nonna hefur vegnað vel. Hermann er kvæntur Emmu og búa þau í Þor- lákshöfn. Hann er rafvirki að mennt og hefur sitt eigið verkstæði þar. Hermann og Emma eiga eitt barn, Halldór Garðar, að nafni. Rúnar býr í Reykjavík og kvæntur Auði. Þau eiga tvö börn, Jón Gunn- ar og Sigrúnu Ásu. Rúnar vinnur hjá niðursuðuverksmiðjunni Ora og hefur unnið þar í mörg ár. Þrjú af systkinum Nonna, Hall- dór, Inga og Kristín eru látin, og er Eiður einn eftirlifandi þeirra systk- ina. Nonni hefur ævinlega haft gam- an af alls konar skáldskap og ljóð- um, og var hann nokkurs konar „leirskáld“ eins og kallað er. Einni vísu man ég eftir og er hún um kennileiti í landi Strandar í Vestur- Landeyjum. Hún er svona: Gloppan, fríða, fáséða, finnst mér prýða sveitina. Fjárgöturnar finnast þar, um fallegar, grænar lautirnar. Þegar ég hitti Nonna síðast 2002 heima á Íslandi, fannst mér hann hafa elst og breyst. Konan hans var nýdáin og hann var einn í húsinu. Mér fannst hann frekar daufur og vitaskuld var hann einmana. Hann sagði að hann væri enginn kokkur, „Ása sá alltaf um það“. Þó fannst mér að hann spjaraði sig ágætlega einn. Börnin hans hjálpa honum eftir getu og fara með hann víða. Honum finnst ennþá gaman að lestri, tafli og blómarækt. Sveitaá- hrifin frá barnæsku eru merkjan- leg hjá honum enn í dag. Eins og segir í kvæðinu: „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. Kæri Nonni minn, til hamingju með þennan merkilega afmælisdag. Megir þú eiga marga fleiri í viðbót og megir þú njóta komandi ára. Herbert Númi, Bandaríkjunum. Bikarkeppni Bridssambandsins – undanúrslit Dregið í undanúrslit í Bikarkeppni Bridssambandsins. Fjórðu umferðinni lauk sl. föstu- dag er sveit ÍAV vann sveit Ógæfu ehf. með 106 stigum gegn 100 og sveit Félagsþjónustunnar hafði unn- ið Shellskálann á Húsavík fyrr í vik- unni 86-77. Dregið hefur verið til undanúr- slita,og spila eftirtaldar sveitir sam- an: Sparisjóður Siglufjarðar og Mýra- sýslu - Félagsþjónustan Guðm. Sv. Hermannsson - ÍAV Spilað verður í Síðumúla 37 laug- ardaginn 27. sept. Bridsfélag Kópavogs Fyrsta keppni á þessu starfsári er þriggja kvölda „Hamrasports-tví- menningur“ þar sem sigurvegarar hljóta í verðlaun úttekt hjá Hamra- sporti. Spilað er í nýjum „Þinghóli“, Hamraborg 11, 3. hæð og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Úrslit 2. september. N/S Kristján Ólafsson – Friðrik Hermannsson 127 Ólafur Gíslason – Helgi Sigurðsson 110 Björn Björnsson – Haukur Guðmundsson 105 A/V Kamma Andrésd. – Kristrún Stefánsd. 121 Árni Guðmundsson – Hera Guðjónsd. 108 Einar Sveinsson – Guðni Ólafsson 105 Úrslit 9. september. N/S Sævar Magnúss. – Bjarnar Ingimarss. 120 Kristján Ólafss. – Friðrik Hermannss. 114 Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 114 A/V Árni Guðmundsson – Hera Guðjónsd. 124 Jón Gunnarsson – Sófus Berthelsen 114 Þorvarður S. Guðm. – Ólafur Gíslas. 105 Úrslit 12 september. N/S Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 146 Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 124 Jón Ól. Bjarnason – Jón Rafn Guðmundss 86 A/V Friðrik Hermannsson – Ólafur Gíslason 109 Þorvarður S. Guðm. – Sófus Berthelsen 104 Hermann Valsteinsson – Jón Sævaldsson103 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson AFMÆLI Rangur ljósmyndari Með umfjöllun um vetrardagskrá Íslensku óperunnar í gær birtist ljósmynd af Kurt Kopecki, nýráðn- um tónlistarstjóra Óperunnar. Myndin var sögð höfundarverk Þor- kels Þorkelssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins. Rétt er að myndina tók Guðmundur Ingólfsson, ljós- myndari Íslensku óperunnar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Tískusýning Prjónablaðsins Ýr í kvöld Þriðja og síðasta Tískusýning Prjónablaðsins Ýr verður í kvöld, miðvikudagskvöld, í Súlnasal Hótel Sögu kl. 20. Allt áhugafólk um hand- prjón velkomið, húsið opnað klukkan 19. Sýndar verða flíkur úr nýjasta blaðinu auk þess sem skyggnst er inn í framtíðina. Í DAG Fulbright-stofnunin á Íslandi og Alþjóðaskrifstofa háskólastigs- ins gangast fyrir upplýsingafundi um nám í Bandaríkjunum og Kan- ada á morgun, fimmtudaginn 18. september, kl. 16–17.30, í stofu 101 í Odda. Kynnt verður umsóknarferlið um masters- og doktorsnám, sem og stúdentaskiptiprógrömm. Fulltrú- ar SÍNE og Lánasjóðs íslenskra námsmanna verða á staðnum. Sér- staklega verða kynntir nokkrir styrkir sem Íslendingum standa til boða. Íslendingar sem verið hafa við nám í Bandaríkjunum segja frá reynslu sinni. Tími verður fyrir fyrirspurnir í lok fundarins. Allir velkomnir. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins: www.ask.hi.is. Fulbright- stofnunin: www.fulbright.is. Kvöldfundur FENÚR verður hald- inn fimmtudaginn 18. september á Grand Hóteli kl. 20. Arne L. Kvernheim, sérfræðingur hjá SINTEF www.sintef.no í Nor- egi, mun fjalla almennt um vinnslu lífræns úrgangs og þau vandamál sem við er að etja í þeim efnum. Leif Nilson, ráðgjafi um lífrænan úrgang hjá rvf www.rvf.se, syst- ursamtökum FENÚR í Svíþjóð mun fjallar um stöðu og framtíð sorpmála í Svíþjóð. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku og er frítt inn á fundinn. Almannatengsl, orðstír og ár- angur Almannatengslafélag Ís- lands og Ímark standa fyrir ráð- stefnu fimmtudaginn 18. september undir yfirskriftinni „Samhæfð markaðssamskipti: Al- mannatengsl, orðstír og árangur.“ Ráðstefnan verður á Nordica Hót- el kl. 11.30–16.30. Fyrirlesarar verða John Saunders, framkvæmdastjóri Fleishman- Hillard á Írlandi, Óskar Magn- ússon, forstjóri Og Vodafone, Ás- laug Pálsdóttir, varaformaður Al- mannatengslafélags Íslands og framkvæmdastjóri AP almanna- tengsla, Tómas Möller, formaður Iceland Naturally og fram- kvæmdastjóri Thorarensen Lyfja, og Þorlákur Karlsson, fram- kvæmdastjóri rannsókna- og upp- lýsingasviðs IMG. Ráðstefnugest- um gefst kostur á að taka þátt í fyrirspurnum og almennum um- ræðum um erindin. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu ÍMARK, www.imark.is eða www.al- mannatengsl.is. Skráning fer einn- ig fram á sama stað eða á tölvu- póstfanginu imark@imark.is. Rabb um kynlíf, kirkju og hjóna- band Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum heldur rabbfund á morgun, fimmtudaginn 18. sept- ember, kl. 12.05 í stofu 301 í Árna- garði. Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur flytur erindið „Hjónaband í hættu! Um kynlíf, kirkju og hinsegin hjónabönd“. Í erindinu verður komið inn á tvær mikilvægar forsendur sem gengið er út frá í hinni guð- fræðilegu umræðu um hjónaband- ið. Þetta eru annars vegar fjölg- unarforsendan – boðið um fjölgun mannskyns (Verið frjósöm, marg- faldist og uppfyllið jörðina 1.Mós.1.28) og hins vegar and- stæðuforsendan eða betri- helmingsforsendan – sem undir- strikar mikilvægi þess að and- stæðir eiginleikar kynjanna komi saman í hjónabandinu, og myndi þar eina fullkomna heild (comple- mentarity). Félag nýrnasjúkra stendur fyrir fræðslufundi á morgun, fimmtu- daginn 18. september, kl. 20, í Há- túni 10 b (Kaffiteríunni) 1. hæð. Fundarefni: „Geðvernd meðal nýrnasjúkra“, fyrirlesari verður Kristinn Tómasson, formaður Geð- verndarfélags Íslands. Kaffiveit- ingar. Sjálfboðaliðar óskast Kópavogs- deild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna margvíslegum mann- úðarverkefnum deildarinnar. Kynningarfundur fyrir nýja sjálf- boðaliða verður haldinn í sjálf- boðamiðstöðinni Hamraborg 11 á morgun, fimmtudaginn 18. sept- ember, kl. 20. Um er að ræða verkefni sem henta fólki á öllum aldri, körlum jafnt sem konum, segir í fréttatilkynn- ingu. Upplýsingar: Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11, opin virka daga kl. 12–14, kopavogur@redcross.is og www.redcross.is/kopavogur Á MORGUN STARFSMENNTAVERÐLAUNIN voru afhent við hátíðlega athöfn fyrir helgi. Þetta er í fjórða skiptið sem þau eru afhent. Verðlaunin hlutu að þessu sinni Eimskipafélag Íslands í flokki fyrirtækja, Eftirmenntun vél- stjóra í flokki fræðsluaðila og Verkmenntaskólinn á Akureyri í opnum flokki. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin en þau eru hugsuð sem hvatning fyrir aðila sem þykja vinna framúrskarandi starf á sviði starfsmenntunar hér á landi. Þrír fengu starfs- menntaverðlaunin Morgunblaðið/Þorkell Frá vinstri: Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskips, Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, Adam Óskarsson, fulltrúi Verkmenntaskól- ans á Akureyri, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn í sam- vinnu við Hagkaup stendur fyrir barnaskákmóti á Broadway sunnu- daginn 21. september. Keppendur verða um 300 talsins og eiga allir keppendur á mótinu möguleika á glaðningi, því einnig verður efnt til happdrættis þar sem m.a. verða dregnir út DVD spilarar, hljóm- tækjasamstæða, DVD myndir, geisladiskar frá Skífunni, gjafabréf á American Style og McDonalds, skáksett og Skákspilið Hrókurinn verður frumsýnt. Nokkrir skemmtikraftar koma fram, m.a. Hreimur Örn úr Landi og sonum og skáktríó JFM. Hagkaupsmótið er fyrir börn í 1.–7. bekk og verður þeim skipt í nokkra flokka. Mæting er kl. 12 og mótið verður sett kl. 13 við hátíðlega athöfn. Þátttökugjald á mótið er 500 krónur og rennur ágóði í barnastarf Hróks- ins. Hægt er að skrá sig á netfangið skakskoli@hotmail.com Hagkaups- mótið á sunnudag Skákmót ♦ ♦ ♦ Ung vinstri - græn halda lands- fund 19.-20. september Formleg dagskrá hefst föstudaginn 19. september kl. 20.30 með kynning- arferð um Alþingishúsið undir leiðsögn þingmanna Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. Formleg landsfundarstörf hefjast laugardaginn 20. september kl. 10 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1. Á dagskrá eru almennar stjórnmála- umræður, hópastarf og stjórn- arkjör. Rétt til að sitja fundinn eiga allir félagar í UVG, þ.e. fé- lagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, sem eru undir þrítugu. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu ungra vinstri - grænna www.uvg.vg Golfmót Bifrestinga á Hamars- vellinum í Borgarnesi verður haldið sunnudaginn 21. september kl. 10. Mótið er ætlað öllum nem- endum Bifrastar fyrr og síðar, það er nemum Samvinnuskólans, Sam- vinnuháskólans og Viðskiptahá- skólans á Bifröst. Mótinu er ætlað að vera tilefni fyrir eldri nema að hittast. Leiknar verða 18 holur skv. kerfi 36. Hægt er að skrá sig á http://www.skolafelag.is/golf/ eða í síma á Hamarsvelli. Mótsgjald er kr. 2.000. Veitt verða verðlaun auk teiggjafar. Námskeið um notkun GSM- símans Síminn í sambandi við Mími símenntun heldur námskeið fyrir almenning undir heitinu „Lærðu betur á GSM símann þinn“. Námskeiðin byggjast upp á verklegri kennslu í notkun á sím- tækinu. Farið verður í notkun á gerðum GSM-síma, Nokia, Er- icsson og Motorola símanna. Þá er boðið upp á sér námskeið fyrir notendur eftir því hvaða gerð af síma þeir nota, almenn námskeið og sérnámskeið auk framhalds- námskeiðs fyrir notendur sem eru lengra komnir. Sýnikennsla verður á hvernig SMS skilaboð eru send, númera- birting og MMS sem felur í sér möguleika á því að senda myndir og hljóð úr GSM símanum í annan síma eða á tölvupóstfang. Upplýs- ingar og skráning á nam- skeid@siminn.is Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.