Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 47 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú er skapandi og sterk/ur. Þú hefur einnig lúmskt skopskyn. Ef þú leggur hart að þér mun árangurinn ekki láta á sér standa. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu börnunum og öðrum þolinmæði þótt þolinmæðin sé ekki sterkasta hlið hrúts- merkisins. Líttu á það sem ör- læti gagnvart öðrum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú nýtur hins ljúfa lífs, góðs matar, góðs víns og fallegs umhverfis. Gættu þess þó að ganga ekki of langt í dag. Hóf er best í öllum hlutum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Líklegt er að upp komi valda- barátta við vin þinn í dag. Deiluefnið er varla vinátt- unnar virði. Stoltið gæti þó verið í húfi og því erfitt að láta undan. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nýjar reglur í vinnunni gætu leitt til tilrauna til sparnaðar eða aðhaldsaðgerða. Ekki eyða tíma í að kvarta. Reyndu frekar að gera það besta úr stöðunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Rómantísk sambönd gætu lið- ið fyrir það í dag að einn að- ilinn er að reyna að bæta hinn. Slíkt gengur aldrei og er lík- legra til að eyða trausti og skapa efasemdir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að forðast ágreining og valdabaráttu við yfirmenn og foreldra í dag. Þér mun ekki verða ágengt í slíkum deilum. Ef þú kemur ein- hverju af stað munu aðrir flækjast í málið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Deilur um stjórnmál eða trú- mál munu ekki skila árangri. Líklegra er að þar dragi úr af- köstum í vinnunni og reyndu að forðast þrætur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hugmyndir þínar um að eyða peningum í að bæta umhverfi þitt kunna að vera góðar, en nú er ekki rétti dagurinn til þess. Óþolinmæði gæti slævt dómgreindina. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú lætur tilfinningarnar ráða í samskiptum við aðra. Sekt- arkennd, afbrýðisemi eða síngirni kunna að valda því að þú vilt öllu ráða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú sérð sjálfa/n þig ekki í réttu ljósi. Þú ert haldin/n ómeðvitaðri stjórnunaráráttu. Fyrir vikið ættir þú ekki að taka mikilvægar ákvarðanir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hugmyndir þínar um umbæt- ur í vinnunni kynnu að vera góðar, nú er ekki rétti tíminn til að leggja þær fram. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að læra að taka vin- um þínum eins og þeir eru. Vonandi sýna þeir þér sömu kurteisi og örlæti. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 17. september, er níræður Guð- mundur Ámundason, bóndi að Ásum í Gnúpverja- hreppi. Eiginkona hans er Stefanía Ágústsdóttir. Þau hjónin eru að heiman á af- mælisdaginn. MAGNÚS Eiður Magnússon situr sem fastast við spilaborð í Svíþjóð þar sem hann hefur búið undanfarin ár. Nýlega vann hann 60 para gullstigamót í Li- köping á móti Sven-Aake Bjerregaard. Þeir tóku líka þátt í mótinu í fyrra og urðu þá í öðru sæti, en „nú gekk aðeins bet- ur“, sagði Magnús. Norður ♠ KD72 ♥ 8 ♦ ÁDG102 ♣Á109 Vestur Austur ♠ G1098 ♠ 64 ♥ KG107 ♥ 952 ♦ 976 ♦ 854 ♣32 ♣8765 Suður ♠ Á53 ♥ ÁD643 ♦ K3 ♣KG4 Bjerregaard hefur tröllatrú á Magnúsi og er alls óhræddur að yfir- melda ef Magnús er við stýrið. Hér keyrir hann í sjö grönd eftir sterka laufopnun Magnúsar í suður: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 5 grönd Pass 6 lauf Pass 7 grönd Allir pass Kerfið er Precison, laufið sterkt, tveir tíglar eðileg sögn og tvö grönd sýnir hjartalit. Annað er eftir eyranu, fjögur grönd er Roman lykil- spilaspurning með tígul sem tromp og fimm grönd spyrja um viðbót- arstyrk. Vestur kom út með loðna spaðaáttu. Sagn- hafi horfir á 11 örugga slagi og þrjá möguleika á aukaslögum: tvær svín- ingar (í hjarta og laufi) og svo gæti spaðinn fallið 3-3. Magnús var því síð- ur en svo vondaufur. Hann tók á spaðakóng og spilaði tígli fimm sinnum. Austur henti hjarta og háu laufi, en vestur G10 í hjarta. Næst prófaði Magnús spaðann. Þegar austur reyndist vera með tvíspil þar ákvað Magnús að staðstetja laufdrottn- inguna í austur og lét tíuna rúlla hringinn. Það var tólfti slagurinn. Norður ♠ 7 ♥ 8 ♦ -- ♣Á Vestur Austur ♠ G ♠ -- ♥ K7 ♥ 95 ♦ -- ♦ -- ♣ -- ♣D Suður ♠ -- ♥ ÁD ♦ ♣G Sá þrettándi gat komið með svíningu í hjarta eða þvingun á vestur í hálit- unum. Mangús tók lauf- kóng og svo laufásinn í stöðunni að ofan. Vestur varð að henda hjarta og Magnús hitti á að fella kónginn blankan: 2220 og hreinn toppur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Á SPRENGISANDI Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn, rennur sól á bak við Arnarfell, hér á reiki er margur óhreinn andinn, úr því fer að skyggja á jökulsvell; Drottinn leiði drösulinn minn, drjúgur verður síðasti áfanginn. Þey þey! þey þey! þaut í holti tóa, þurran vill hún blóði væta góm, eða líka einhver var að hóa undarlega digrum karlaróm; útilegumenn í Ódáðahraun eru kannske að smala fé á laun. Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, rökkrið er að síga á Herðubreið, álfadrottning er að beizla gandinn, ekki er gott að verða á hennar leið; vænsta klárinn vildi eg gefa til að vera kominn ofan í Kiðagil. Grímur Thomsen LJÓÐABROT 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Bb4 8. O-O Rbd7 9. De2 Bg4 10. h3 Bxf3 11. Dxf3 O-O 12. Hd1 Hc8 13. e4 e5 14. dxe5 Rxe5 15. Df5 Da5 16. Bf1 Hce8 17. Bg5 Rh5 18. Be3 g6 19. Dg5 Be7 20. Dh6 Hd8 21. Be2 Rg7 22. Df4 f5?! Staðan kom upp á Skák- þingi Norðurlanda sem lýkur í dag, 17. september. Helgi Ólafsson (2498) hafði hvítt gegn Jonny Hector (2538). 23. Rd5! Þessi snjalli leikur tryggir hvítum öruggt frum- kvæði sem Helgi nýtti til hins ýtrasta. 23...cxd5 24. Dxe5 Bf6 25. Hxd5 Db4 26. Hb5! Bxe5 27. Hxb4 b6 28. Hd1 fxe4 29. Hxd8 Hxd8 30. g4! Kf7 31. b3 He8 32. Bc4+ Kf6 33. Bd5 Re6 34. Hxe4 Rc5 35. g5+ Kf5 36. Hh4 Hd8 37. Bf3 h5 38. gxh6 g5 39. Hg4 Bf4 40. Bxf4 gxf4 41. h7 Hh8 42. Bd1 og svartur gafst upp. Þótt Hect- ori hafi oft verið líkt við fyrrum heimsmeist- arann Tal hefur Helgi frábært skor gegn hon- um. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. Fimm-tugur er í dag, mið- vikudaginn 17. september, Sigurður Ólafsson, bóndi og skólabílstjóri í Hjálm- holti í Flóa. Af því tilefni tekur hann á móti vinum og vandamönnum laugardag- inn 20. september kl. 20.30 í félagsheimilinu Þingborg. 60 ÁRA afmæli. GuðjónPálsson, fram- kvæmdastjóri, bygg- ingameistari og nýsköp- unarhönnuður, Dúfnahólum 2, 6B, Reykja- vík, er sextugur í dag mið- vikudaginn 17. september. FRÉTTIR Innritun á haustnámskeið Byrjendur: Hefst 22. september og stendur yfir í 10 mánudagskvöld, þrjár klst. í senn, frá kl. 20-23. Framhald: Hefst 24. september og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld, Þrjár klst. í senn, frá kl. 20-23. Vönduð námsgögn fylgja báðum námskeiðum. Kennari: Guðmundur Páll Arnarson. Brids er gefandi leikur í skemmtilegum félagsskap. TAKTU SLAGINN! Upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 daglega. Ath. Ýmis stéttarfélög taka þátt í kostnaði.                    BRIDSSKÓLINN RITSTJÓRINN og Íslandsvinurinn Bent A. Koch varð 75 ára í gær. Bent, sem var aðalritstjóri Kriste- ligt Dagblad og Fyens Stiftstidende um langt árabil og síðar forstjóri Ritz- au-fréttastofunar, beitti sér á sínum tíma ötullega fyrir því að dönsk stjórn- völd skiluðu Íslend- ingum handritunum. Bent hefur um ára- tugaskeið stuðlað að auknum tengslum Íslands og Dan- merkur. Bent segist í samtali við Morg- unblaðið alls ekki vera sestur í helgan stein, hann skrifi enn leið- ara í Fyens Stiftstidende og gegni auk þess stjórnarformennsku víða, m.a. í á fjórða áratug í sjóðnum fyrir samvinnu Ís- lands og Danmerk- ur. Bent segist hafa komið til Íslands nú í vor „og ég er ákveðinn í því að koma til Íslands að minnsta kosti einu sinni á ári. Ísland er mitt annað föður- land og mér líður hreinlega ekki vel ef ég kemst ekki þang- að með reglulegu millibili. Jú, það var heil- mikil veisla hér hjá mér í dag. Ég reikna með að það hafi komið hátt í eitt hundrað gestir þannig að þetta hefur í senn verið stífur og skemmtilegur dagur hjá mér. Þá hafa verið skrifaðar margar grein- ar í blöðin. Ég er bæði glaður og þakklátur.“ Bent A. Koch 75 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.