Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  DERRICK Allen, bandarískur körfuknattleiksmaður, er undir smásjá Íslandsmeistara Keflvíkinga, samkvæmt frétt á heimasíðu þeirra. Allen er 23 ára framherji, 2,03 metr- ar á hæð og 108 kíló. Hann leikur í sterkustu háskóladeild Bandaríkj- anna, SEC, og skoraði þar 8,2 stig og tók 4,9 fráköst að meðaltali í leik í fyrra.  BOLTON varð fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom að franski varnar- maðurinn Florent Laville er það illa meiddur í hné að hann verður frá næsta hálfa árið. Laville meiddist í sigurleik Bolton á móti Middles- brough á laugardaginn og við myndatöku í gær kom í ljós að lið- band í hné hafði rifnað.  TOTTENHAM hefur áhuga á að fá Martin O’Neill, stjóra Celtic í Skot- landi, til að taka við liðinu af Glenn Hoddle, sem á undir högg að sækja hjá félaginu vegna slælegs gengis.  ENSKIR fjölmiðlar segja líka að Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, sé líklegur eftirmaður Hoddles.  HODDLE er hins vegar hinn róleg- asti og er á höttunum eftir Georgi Kinkladze, fyrrverandi leikmanni Derby, en hann er samningslaus.  ROMAN Abramovich, eigandi Chelsea, hafði áhuga á að lána Joe Cole í eitt ár til Spartak Moskvu í upphafi tímabilsins, en Englending- urinn ungi neitaði að fara.  BOBBY Robson, stjóri Newcastle er ekki sáttur við gagnrýni Laurent Robert og segir að Frakkinn verði látinn fara haldi hann áfram að gagn- rýna félagið.  NICOLAS Anelka hefur tilkynnt Manchester City að hann gæti þurft að fara frá félaginu fyrir næstu leik- tíð til að leika í Meistaradeildinni. „Það er rétti staðurinn til að sýna heiminum hversu góður leikmaður ég er,“ segir kappinn sem hefur leikið sérlega með City á leiktíðinni.  STEVE Benett mun dæma stórleik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford á sunnudaginn. Benett dæmdi leik þessara sömu liða þegar þau áttust við í leik um samfélagsskjöldinn í síð- asta mánuði. Í þeim leik gekk ým- islegt á sem kom til kasta Benetts og þurfti hann meðal annars að vísa Francis Jeffers af velli.  RÁÐHERRA íþróttamála í bresku ríkisstjórninni, Richard Caborn, seg- ir að Sky sjónvarpsstöðin ætti að gefa frá sér sýningarréttinn að lands- leik Englendinga gegn Tyrkjum í lokaleik liðanna í undankeppni Evr- ópumóts landsliða.  CABRON telur að þar sem enska knattspyrnusambandið hafi ekki vilj- að selja enskum stuðningsmönnum miða á leikinn beri Sky að tryggja það að sem flestir geti séð beina út- sendingu frá leiknum í opinni dag- skrá. FÓLK MANCHESTER United skoraði tvö fyrstu mörkin í Meistaradeildinni í ár, Silvestre á 13. mín. og Fortune á þeirri 14. mínútu, og þar með voru úrslitin í leik United og gríska liðsins Panathinaikos ráðin. Grikkirnir gáf- ust upp og liðsmenn United gátu leyft sér að taka lífinu með ró og eyða ekki of miklu púðri fyrir stórleikinn á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Ole Gunnar Solskjær og Nicky Butt komu United í 4:0 fyrir hlé og Djemba-Djemba opnaði markareikning sinn fyrir United með fimmta markinu í síðari hálfleik. „Frammistaða liðsins var alveg til fyrirmyndar. Við gerðum út um leikinn snemma leiks og gátum tekið því rólega. Þetta er gott veganesti fyrir leikinn á móti Ars- enal og þar fáum við örugglega meiri mótspyrnu,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United sem gat leyft sér að hvíla fyrirliðann Roy Keane sem á við lítilsháttar meiðsli að stríða en Írinn sat á bekknum. Í hinum leik E-riðilsins vann Rangers sætan sigur á Stuttgart á Ibrox. Rangers lenti undir í fyrri hálfleik en Christian Nierlenger og Peter Lovenkrands tryggðu Skotunum sigurinn á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Yfirburðir United á Old Trafford Reuters Ruud Van Nistelrooy á hér í höggi við Ginnas Goumas, varnarmann Panathinaikos, EIÐUR Smári Guðjohnsen var úti í kuldanum í stjörnum prýddu liði Chelsea sem marði tékknesku meistarana í Spörtu Prag, 1:0, í G- riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í Tékklandi í gær. Chelsea tryggði sér sigurinn með marki franska varnarmannsins Williams Gallas fimm mínútum fyr- ir leikslok eftir þunga pressu Lund- únaliðsins. Eiður Smári sat sem fastast á bekknum allan tímann líkt og hann gerði í leiknum við Tottenham um síðustu helgi. Rúmeninn Adrian Mutu og Argentínumaðurinn Hern- an Crespo voru í fremstu víglínu en báðum var skipt út af í síðari hálf- leik. Damien Duff kom inn á fyrir Mutu og Jimmy Floyd Hasselbaink fyrir Crespo og þá kom Frank Lampard inn á fyrir Emmanuel Petit. Varamennirnir Duff og Hass- elbaink áttu þátt í sigurmarkinu en eftir fyrirgjöf Duffs nikkaði Hol- lendingurinn boltann fyrir fætur Gallas sem skoraði af stuttu færi. „Gallas átti frábæran leik og han verðskuldaði svo sannarlega að skora sigurmarkið. Ég var virki- lega ánægður með leik minna manna. Ég hef sagt að það taki tíma að slípa liðið saman en meðan liðið vinnur leikina get ég ekki annað en verið sáttur,“ sagði Claudio Ranieri þjálfari Chelsea eftir leikinn. Eiður Smári enn úti í kuldanum hjá Chelsea Garðbæingurinn Gústaf náði sérekki á strik í leiknum og spilaði eingöngu hluta af síðari hálfleik enda ekkert spilað síðan í úrslitakeppni á HM í Portúgal í ársbyrjun því hann fór í upp- skurð eftir það. „Það er gaman að vera kominn heim aftur en ég á eftir að koma mér í það gott stand að ég hafi gaman að því að spila handknattleik . Þetta var mín fyrsta tilraun en Guð einn veit hve- nær það verður,“ sagði Gústaf eftir leikinn. Liði hans er spáð 10. sæti í deildinni. „Deildin leggst vel í mig. Það er fullt af spennandi liðum í deildinni. Skipulagið er nýtt og þó það séu jafnvel nokkrir gallar á því er það samt spennandi og heppnast vonandi vel. Ég hef trú á að lið sem spáð er neðri sætum í töflunni muni reyta stig af kandídötum til að kom- ast áfram. Breiddin er nú meiri í deildinni og við ætlum ekki að selja okkur ódýrt,“ bætti Gústaf við. Af fé- lögum hans var David Kekelia at- kvæðamikill, fastur fyrir í vörninni og náði oft að snúa laglega af sér varnarmenn Hauka. Jasec Kowal markvörður Garðbæinga var einnig drjúgur. Arnar Jón Agnarsson átti góða spretti með þrumuskotum en varnarmenn Hauka náðu fljótlega að bregðast rétt við skottilraunum hans. Garðbæingar byrjuðu betur með þremur fyrstu mörkum leiksins á meðan Haukar voru staðir og sókn- arleikur þeirra að mestu án skipu- lags. Engu að síður var jafnræði var með liðunum fram eftir fyrri hálfleik en eftir fjögur mörk Hafnfirðinga í röð náðu þeir forystu. Eftir hlé kom annar góður kafli Hauka þegar þeir skora átta mörk á móti einu, sem dugði til að ná 23:14 forystu um miðj- an hálfleik. Sigurinn var í höfn þó Garðbæingum tækist að saxa aðeins á forskotið. Ekki með rétt hugarfar „Við komum ekki með rétt hug- arfar og vorum á hálfum krafti í þessum leik,“ sagði Halldór Ingólfs- son fyrirliði Hauka, sem þurfti stundum að taka af skarið fyrir hlé. „Leikurinn var frekar hægur og ekki skemmtilegur. Við ræddum um í hálfleik að við værum að spila leið- inlegan handbolta og ætluðum að bæta fyrir það, sem við gerðum og rúlluðum yfir Stjörnuna.“ Í fyrri hálfleik var Robertas Pauzoulis í ham og fékk að skjóta að vild auk þess að Halldór þurfti stundum að taka sig til þegar lítið var um að vera í sókninni. Þeir spiluðu vörnina framarlega en misstu samt Stjörnu- menn í gegn. Eftir hlé voru Hafnfirðingar mun betri, komust fljótlega í gang og þá var ekki að sökum að spyrja. Þá létu Ásgeir Örn Hallgrímsson og fleiri ungir drengir ljós sitt skína. Pauz- oulis var ekki með eftir hlé, fékk tak í bakið og að sögn fyrirliðans Halldórs var leikurinn ekki nógu merkilegur til að taka áhættu fyrir Evrópuleik Hauka næsta laugardag. Haukar höktu í gang eftir hlé „VIÐ spiluðum skynsamlega í fyrri hálfleik en Haukarnir voru ekki eins einbeittir og oft áður og það er ekki svo slæmt að sleppa héðan með sex mörk þrátt fyrir allt,“ sagði Gústaf Bjarnason leikmaður og annar af þjálfurum Stjörnunnar eftir 29:23 tap fyrir Haukum að Ás- völlum í gærkvöldi en hann spilaði með Haukum áður en hann hélt í atvinnumennsku til Þýskalands. „Haukar eiga einhverja taug í mér og það er aðeins öðruvísi að koma hingað en það hafði ekki mikil áhrif á mig. Það er svo langt síðan og ekki margir sem ég spilaði með eftir.“ Haukar voru lengi í gang en tóku sig nægilega á eftir hlé til að gera út um leikinn. Stefán Stefánsson skrifar Íslandsmeistarar Hauka hefja titilvörn sína með sigri á Stjörnunni á Ásvöllum Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, gefur hér lærisvein- um sínum góð ráð af bekknum á Ásvöllum í gærkvöld. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það var stiginn innilegur sigur-dans á gólfi íþróttahússins að Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöldi þeg- ar flautað var til leiksloka í viðureign Aftureldingar og Þórs. Hinir ungu leikmenn Aftureld- ingar komu sjálfum sér og áhorfend- um skemmtilega á óvart með því að leggja norðanmenn, 29:26, eftir að hafa verið undir lengst af leik, m.a. 15:14 í hálfleik. Sigur í fyrsta leik Íslandsmótsins var nokkuð sem fæstir höfðu reiknað með í Mosfellsbæ og greinilegt var að sigurinn kom fáum meira á óvart en ungum liðsmönnum Afturelding- ar, en lið þeirra hefur gengið í gegn- um gríðarlegar breytingar frá síð- ustu leiktíð. Aðeins tveir leikmenn liðsins nú áttu fast sæti í hópnum á síðasta vetri, aldursforsetinn er 23 ára, en tíu þeirra sem spreyttu sig í gær eru frá 16 til 20 ára. „Ég átti alveg eins von á sigri og ekki,“ sagði glaðbeittur þjálfari Aft- ureldingar, Karl Erlingsson, sem þreytir frumraun sína með meistara- flokk karla. „Ég hafði trú á því að við gætum unnið, einfaldlega vegna þess að við höfum úr fleiri leikmönnum að spila en Þórsarar, en eins og leik- urinn byrjaði þá var ég ekkert of viss. Strákarnir hafa hins vegar sýnt það áður að þeir gefast aldrei upp, eru vel þjálfaðir og þekkja vel hver annan. Þeir eiga allir eftir að bæta sig mikið.“ Þórsarar byrjuðu leikinn vel, kom- ust í 6:1. Leikmenn Aftureldingar voru alltof spenntir og gerðu mörg mistök. Þeir létu það hins vegar ekki slá sig út af laginu og smátt og smátt tókst þeim að minnka forskot Þórs, með meiri yfirvegun í sókninni, bættum varnarleik og stórbrotnum leik Davíðs Svanssonar, 17 ára gam- als markvarðar, sem kom á vettvang þegar síst blés byrlega fyrir heima- menn um miðjan fyrri hálfleik. Davíð varði sem berserkur allt til leiksloka og hleypti frammistaða hans miklu sjálfstrausti í samherjana. Í síðari hálfleik tókst Þór aldrei að hrista Mosfellinga af sér og þegar 4 mínútur voru eftir jafnaði Aftureld- ing loks metin, 25:25. Eftir það léku heimamenn eins þeir sem valdið hafa og tryggðu sér verðskuldaðan sigur. Sigurdans að Varmá Ívar Benediktsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.