Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 57
THE Thrills ásamt The Coral vinna gagngert en skammlaust úr arfi sjö- unda áratugarins. Þessar tvær sveit- ir eru að komast upp með þennan fornleifagröft vegna ofureinfaldrar ástæðu: lögin þeirra eru einfaldlega frábær! The Coral taka mið af sýru- rokki að hætti Love og Doors á með- an The Thrills leita á heldur bjartari mið og vinna úr sólskinspoppi Beach Boys ásamt sveitapoppi The Band, Byrds og Buffalo Springfield. Frumburður Thrills, So Much For The City, er stútfullur af blíðum og grípandi popplögum þar sem smekk- lega er farið með allar þær vísanir sem nefndar hafa verið og hefur platan fengið frábæra dóma hvar- vetna. Bakraddirnar erfiðar Þegar ég heyrði þetta nafn þá hélt ég að þetta væri enn ein suddarokks- sveitin ... „Já, ég skil það. En við höfum heitið þessu nafni í fimm ár. Og sveitin sem slík hefur verið að í átta ár. Þannig að okkur fannst ástæðu- laust að vera að breyta þessu. Við heitum reyndar The Thrills af því að við erum allir miklir aðdáendur Thriller með Michael Jackson.“ Það fer allt að gerast hjá ykkur fyrir ca ári síðan. Er þetta ekki búin að vera mikil rennireið? „Jú, en við reynum að vera rólegir og fara ekki framúr okkur. Þetta er það sem við viljum og við reynum því að halda rétt á spöðunum.“ Hvernig stendur á því að strákar frá Dublin leita vestur um haf og langt aftur í tímann eftir innblæstri? „Flestir okkar eru það heppnir að foreldrarnir hlustuðu á frekar svala tónlist. Ég ólst upp við Byrds, Buff- alo Springfield og Neil Young. Þetta er frábær tónlist og hefur haft mikil áhrif á okkur. Það er því ekki nema eðlilegt að við séum að vinna úr þessu efni.“ Var erfitt að ná þessum samhljóm í röddununum? „Reyndar var það dálítið mál. Við þurftum að æfa okkur vel. En það hafðist að lokum.“ Ég sé að umslagið á plötunni ykk- ar minnir óþyrmilega mikið á Gilded Palace of Sin með Flying Burrito Brothers. Er þetta vísvitandi gert? „Já. Okkur langaði til að heiðra þá frábæru plötu og gera eitthvað svip- að.“ Eru þetta kærusturnar ykkar þarna framan á? „Nei. Þetta eru einhverjar stelpur sem ljósmyndarinn þekkir.“ Mér finnst ég heyra í Grandaddy og Flaming Lips í öðru hverju bandi um þessar mundir, þar á meðal ykk- ur. Hvað segirðu um það? „Jaa ... þetta eru frábær bönd en ég get ekki sagt að þau hafi verið í huga okkar þegar við vorum að semja þessi lög.“ Eru írskar sveitir í skugga U2? „Kannski var það þannig einu sinni en ekki lengur.“ Þið fóruð til San Diego og voruð þar í fjóra mánuði. Var það píla- grímsferð? „Það hefur verið gert dálítið mikið úr þessu í fjölmiðlum satt að segja. En það var mjög gott að fara þarna, treysta vináttuna og herða okkur upp fyrir komandi átök.“ Tímaspursmál Framtíðin er núna sólskinsbjört hjá The Thrills. Draumurinn varð að veruleika. Og þess má til gamans geta að á meðan meðlimir voru að bögglast við að koma sér á framfæri lugu þeir að foreldrum sínum að þeir væru búnir að gera samning við stór- fyrirtæki og það væri bara tíma- spursmál hvenær þeir yrðu frægir. Enginn var samingurinn hins vegar. Svo virðist því sem sumir geri hvað sem er fyrir frægðina. Og stundum virðist það líka borga sig. Ekki stela sólinni The Thrills spígspora um ströndina. Daniel fer fremstur. The Flying Burrito Broth- ers – The Gilded Palace Of Sin (1969). The Thrills – So Much For The City (2003). Ein af betri plötum ársins er hið sólbakaða poppverk írsku sveitarinnar The Thrills, So Much For The City. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Daniel Ryan um afdrifaríkt ár í lífi Thrills. www.thethrills.com Tónleikar Nicolette verða í Kapital á morgun en Bang Gang halda útgáfu- tónleika í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn. Eftir útgáfutónleikana verður svo klúbbakvöld í Kapital á vegum PANIK þar sem Vitalic, Terra Nova, Tommy Hools og Margeir & Blake munu leika. BRESKA söng- konan Nicolette mun troða upp með Bang Gang næsta laug- ardag, auk þess að halda tónleika á eigin vegum á morgun. Nicolette vann með Barða Bang Gang manni að einu lagi á vænt- anlegri plötu sveitarinnar, Something Wrong. Nicolette hefur lengi tengst dans/ raftónlistarsenu Bretlands og hóf fer- ilinn hjá trommu- og bassabrautryðj- endunum hjá Shut Up and Dance. Seinna átti hún eftir að syngja lög með Massive Attack sem heyra má á plötu þeirra Protection frá 1994. Önnur breið- skífa hennar, Let No-one Live Rent Free In Your Head (’96) er rómuð og fékk frábæra gagnrýni á sínum tíma. Einnig hefur hún gert mixplötu fyrir DJ Kicks-röðina. Ný breiðskífa er svo væntanleg á næstu vikum. Nicolette Nicolette leikur á Íslandi ÁLFABAKKI Kl. 6, 8 og 10.15. AKUREYRI kl. 6 og 10.10. KRINGLAN Kl. 6, 8 og 10.10. KEFLAVÍK Kl. 8. Frábær tónlist, m.a. lagið Times like these með Foo Fighters  KVIKMYNDIR.IS B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI Synd kl. 4. Ísl tal Sjáið sannleikann! Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey. Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT SINBAD SÆFARIÁSTRÍKUR OG KLEOPATRA TOMB RAIDER - 2Stórmynd Grísla - ísl. tal. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP ÁLFABAKKA KL. 5.45, 8 OG 10.15. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30 og 7. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. AKUREYRI Sýnd kl. 6. AKUREYRI Sýnd kl. 8. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. i l í l i i i i i l KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado. l í l i i i i i l Yfir 41.000 gestir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 57 ÞAÐ er ýmislegt framundan hjá rokkurunum í Mínus. Á föstudaginn heldur sveitin tónleika á Grand Rokk ásamt Brain Police en laug- ardaginn 27. september fer sveitin svo vestur um haf til tónleikahalds. Í byrjun október, eða hinn fjórða, verða svo tónleikar á Gauknum ásamt Hundred Reasons sem gáfu út hina lofuðu Ideas Above Our Sta- tion í fyrra á Sony-risanum. Þeir vinna að sinni annarri plötu um þessar mundir. Nýtt myndband við lagið „Here comes the night“ var þá frumsýnt í gær á 70 mínútum og í nóvember er væntanleg sex laga deiliplata með Mínus og svissnesku rokksveitinni Favez. Einnig er búið að uppfæra heimasíðu Mínus sem hægt er að nálgast á slóðinni www.noisyboys.net. Hundred Reasons koma í október Nóg framundan hjá Mínus Breska rokksveitin Hundred Reasons mun spila með Mínus á Gauknum í október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.