Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 B 5 bílar Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com MMC Pajero 3500 V6 GLS, Fyrsti skráningardagur 25.02.1999, ekinn 83 þús. km, 5 dyra, sjálfskiptur. Verð 2.350.000.- 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Toyota Land Cruiser VX Diesel 35", árg. 1990, sjálfsk., ekinn 321 þús. Vél ekin 30 þús. Breyttur f. 38". Gott eintak. Verð 1.980 þús. Isuzu Trooper 3,0 Diesel 35", árg. 2001, sjálfsk., ekinn 44 þús. Glæsi- legur bíll. Verð 3.250 þús. Toyota Land Cruiser VX 90 Turbo Diesel 33", árg. 2001, sjálfsk., ek- inn 76 þús. Verð 3.690 þús. Nissan Patrol GR SE+ 2,8 Turbo Diesel árg. 1999, 5 gíra, leður, ekinn 107 þús. Verð 2.690 þús. 480 8000 EINN góðan laugardag í ágúst síð- astliðnum, reyndar svolítið blautan, ráku vegfarendur um Kjöl upp stór augu, því það sem fyrir augu þeirra bar var óvenjuleg sjón: Farkostur eins ferðalangsins var 57 ára gamalt mótorhjól, nánar tiltekið Matchless G 80, árgerð 1946. Ökumaðurinn, leðurklæddur með hjálm og gler- augu í stíl við árgerð hjólsins, flengdi safngripnum sem nýtt hjól væri yfir holóttan hálendisveginn og sneiddi af leikni framhjá stærstu drullupoll- unum. Þar var eigandinn, Hjörtur Jónasson, á ferð. Hvernig datt honum í hug að leggja í að fara á svo gömlu hjóli yfir hálendið? Spurningu blaðamanns svarar Hjörtur að bragði: „Vinur minn var að kaupa sér Suzuki DR 650 [sem er enduro-ferðahjól af nýj- ustu gerð, aths. blm.] og ég vildi bara sjá hvort hann kæmist á því yfir Kjöl!“ Ferðin sóttist vel, þrátt fyrir væt- una og slæmt ástand vegarins. Að Hveravöllum var komið litlu seinna en tveimur tímum eftir að lagt var af stað frá Geysi í Haukadal, að áning- arstoppi meðtöldu. Álíka langan tíma tók að renna í norðurátt niður að Blönduvirkjun. Og þá var brunað í sumarrigningunni í bæinn eftir þjóðvegi eitt. Fjöðrun af skornum skammti Það eina sem að sögn Hjartar kom upp á á þessu u.þ.b. 600 km langa ferðalagi var að á suðurleiðinni voru platínurnar í eins strokks loftkældu vélinni í Matchlessinu farnar að losna. Sú „sjúkdómsgreining“ hafi verið einföld og auðvelt að kippa því í liðinn. Heim skilaði hjólið knapanum heilu og höldnu, þótt hann viður- kenni að þreyta hafi verið farin að segja til sín. Lesendum skal bent á, að fjöðrunarbúnaður á Matchlessinu er ekki mikill; fornir gaffaldemparar að framan, enginn að aftan, nema gormar í sæti ökumanns. Það tekur því nokkuð á að aka þessum góða grip í heilan dag yfir hálendið. Að sögn Hjartar var þó á sínum tíma keppt á svona hjólum í svoköll- uðum trial-akstri, torfæruaksturs- keppni þess tíma. En hver er saga þessa hjóls? Hjörtur segist hafa keypt hjólið af Hilmari Lútherssyni, sem ekki þarf að kynna fyrir íslenzku áhugafólki um mótorhjól, en hann hefur gert upp mörg gömul hjól, ekki sízt brezk. Annars sé saga þess gloppótt. Eftir því sem bezt er vitað hafi það þó komið til landsins nýtt. Hjörtur segir þrjú slík hjól til á landinu; fyrir utan sitt sé eitt í Vestmannaeyjum og annað á Akureyri. Var meðal stærstu framleiðenda mótorhjóla Matchless-verksmiðjurnar á Eng- landi, stofnaðar 1899, voru meðal stærstu framleiðenda mótorhjóla í heiminum á sínum tíma. Flest mót- orhjól sem brezki herinn notaði í síð- ari heimsstyrjöld voru annaðhvort Matchless eða BSA. „Triumph-verk- smiðurnar í Coventry eyðilögðust í loftárásum Þjóðverja strax árið 1940,“ útskýrir Hjörtur, og því gátu þær ekki tekið þátt í að framleiða upp í pantanir hersins. Ásamt Ariel og Norton voru þessi þrjú merki – Triumph, BSA og Matchless – út- breiddustu mótorhjólategundirnar í Bretlandi um miðja 20. öld. Flóran í mótorhjólaframleiðslu var mikil í Bretlandi framan af öldinni; þegar allt er talið nær fjöldi brezkra mót- orhjólategunda sem litu dagsins ljós í lengri eða skemmri tíma hátt í 600. Eitt fyrsta eftirstríðshjólið Hjörtur segir sitt hjól vera eitt þeirra fyrstu af þessari tegund sem framleidd voru fyrir almenning eftir stríð; árið 1945 hafi verksmiðjurnar verið búnar að framleiða slatta fyrir herinn sem svo hafi verið breytt í venjuleg götuhjól til sölu til almenn- ings. Sitt hjól sé fullkomlega upp- runalegt; það líti nú út nákvæmlega eins og þegar það var nýtt. Hjólið er með 500 ccm eins strokks, loftkælda vél. Algengasta gerðin af Matchless á þessum tíma var hins vegar Matchless G 3 L með 350 ccm vél. G 80-gerðin, með stærri vélinni, var gjarnan keypt til að nota með hliðarvagni. Eitt er það sem kemur nútíma- mótorhjólamönnum spánskt fyrir sjónir þegar Matchlessið er skoðað. Gírskiptingin er hægra megin. Hjörtur útskýrir að fyrsti gírinn sé upp og hinir (þrír) niður, semsagt al- veg öfugt við það sem nú er á öllum mótorhjólum. Flest brezk mótorhjól hafi verið útbúin svona gírskipting- um fram undir 1970. Kröfur Banda- ríkjamarkaðar kváðu hafa haft mikið að segja um að brezku framleiðend- urnir skiptu þá yfir í skiptingar eins og nú tíðkast. Sögu Matchless lauk 1969 Um sögu Matchless-verksmiðj- anna er annars það að segja, að á fyrstu áratugum 20. aldar var fyr- irtækið meðal helztu frumkvöðla í smíði mótorhjóla, en það lenti í erf- iðleikum í heimskreppunni og sam- einaðist AJS árið 1931 í fyrirtækið Associated Motorcycles, AMC. Það fyrirtæki framleiddi eftir það mót- orhjól af gerðunum Matchless, Nort- on og AJS. Allir brezkir mótorhjóla- framleiðendur lentu í erfiðleikum er komið var fram á sjöunda áratuginn. AMC varð gjaldþrota árið 1969. Framleiðsla á Norton-hjólum hélt þó áfram um hríð hjá arftakafyrirtæki. Á áttunda áratugnum lét hver brezka mótorhjólaverksmiðjan af annarri undan í samkeppninni við japönsku framleiðendurna, sem í framhaldinu urðu langstærstu mót- orhjólaframleiðendur heims og halda þeirri stöðu enn í dag. Triumph hélzt einna lengst á floti, en um 1980 sökk það fornfræga fyrir- tæki líka. Á tímabili leit út fyrir að þar með væri sögu brezkrar mótor- hjólaframleiðslu lokið, en brezkur milljónamæringur keypti fram- leiðsluréttinn að Triumph árið 1984 og árið 1990 hófst framleiðslan aftur í nýrri verksmiðju. Eftir „endurlífg- unina“ hefur þessari fornfrægu mót- orhjólategund verið lyft til vegs og virðingar að nýju. Minningin um Matchless lifir hins vegar í glæsilegum „forngripum“ eins og hjólinu sem á nú heimili í bíl- skúr Hjartar Jónassonar í Grafar- voginum. Morgunblaðið/Auðunn Öldungurinn kastar mæðinni á hæsta punkti Kjalvegar. Á Matchless árgerð 1946 yfir hálendið Þeir eru margs konar farkostirnir sem ferðast er á yfir há- lendi Íslands. Einn sá óvenjulegasti sást uppi á Kili í sumar. Auðunn Arnórsson ræddi við eiganda 57 ára mótorhjóls. Morgunblaðið/Auðunn Gamall mótorfákur og nýr á áningarstað á Hveravöllum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjörtur Jónasson í bílskúrnum. Matchlessið í baksýn en sonurinn Hinrik styður hendi á Triumph Trident, árgerð 1975. auar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.