Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Kanada í halarófu og nokkrir héðan ætla að taka þátt því. Þeir ætla að fara út og kaupa sér Mustang og keyra síðan um í einhvern tíma, hálf- an mánuð eða svo, fara síðan til Nor- folk með bílana og setja þá í skip heim. Því miður kemst ég ekki sjálfur en þetta er gott dæmi um þann mikla áhuga sem margir hér hafa á Must- ang.“ Að sögn Stefáns er talsvert til af eldri Mustang-bílum hér á landi í góðu standi og margir bílar í klössun. „Það er líka verið að flytja inn fullt af þessum bílum. Ég flutti sjálfur inn bíl fyrir ári síðan sem ég keypti á eBay og það hafa fleiri gert. Ég var búinn að eiga einn síðan 1974 en seldi hann þegar ég keypti þennan. Ég ætlaði reyndar bara að kaupa óryðgað boddí á eBay, flytja það inn og skræla allt af hinum og selja svo boddíið eða henda af hinum, það var orðið svo illa farið. Svo datt ég niður á þennan bíl og gat ekki sleppt því.“ Var búinn að eiga bílinn í 37 ár Bíllinn sem Stefán keypti er Must- ang HCS árgerð 1966 en bíllinn hafði verið í eigu sama mannsins frá upp- hafi, sem keypti hann á sínum tíma í Colorado. HCS stendur fyrir High Country Special og voru slíkir bílar sérútbúnir fyrir Ford-seljendur í Colorado og eru orðnir afar fágætir í dag. „Eigandi bílsins var 24 ára gamall árið 1966 þegar hann keypti bílinn og var búinn að eiga hann í 37 ár. Bíllinn var bara framleiddur í 300 eintökum og hann keypti bílinn í Colorado, þar sem mikið salt er notað út af snjó og hálku á veturna. Í mars ári síðar flutti hann síðan til Suður-Kaliforníu og þá til Nevada og alltaf með bílinn. Bíllinn er því alveg óryðgaður og í mjög góðu standi en það eru bara um 100 bílar eftir að þessari gerð og ég var því mjög heppinn. Þá fékk ég alla orginal pappíra sem fylgdu bílnum í upphafi og númeraplötur og fyrir dellukarl er það alger draumur. Þannig að ég var mjög heppinn að því leyti og gat eig- inlega ekki sleppt þessu,“ segir Stef- án. Bíllinn kostaði hingað kominn um 700.000 krónur en að sögn Stefáns er hann þó búinn að eyða meira en einni milljón króna í bílinn og á ennþá eftir að endurnýja innréttinguna, sem var það eina sem hafði látið á sjá í bílnum. Aðspurður um það hvaðan þessi gífurlegi áhugi á Mustang er sprott- inn segir Stefán að bíllinn sé í raun hálfgerð goðsögn og saga hans eigi í Á RIÐ 1964 greip um sig hálfgert æði meðal bíla- áhugamanna í Bandaríkj- unum þegar Ford kynnti í fyrsta sinn nýjan bíl sem hlotið hafði nafnið Mustang. Þó var alls ekki um byltingarkenndan bíl að ræða í tæknilegu tilliti séð, en vel heppnuð kynningarherferð, sérstakt útlit og fjölbreyttar nýjungar við val á aukabúnaði virðast hafa slegið í gegn og seldist bíllinn í ótrúlegum met- fjölda eintaka fyrstu tvö árin eða tæp- lega 1,3 milljónir bíla. Allt frá þeim tíma hefur Mustanginn haft ákveðinn sess hjá bílaáhugamönnum og vin- sældir hans frá byrjun mörkuðu upp- haf hönnunar og framleiðslu svokall- aðra „muscle cars“ eða aflbíla, eins og Firebird, Javelin, Camaro og fleiri amerískra átta sílindra tryllitækja. Eftir nálega 40 ára sögu lifir Must- anginn enn góðu lífi á meðan aðrar tegundir aflbíla hafa horfið af sjón- arsviðinu. Víða um heim eru starfandi Mustang-klúbbar og er Ísland þar engin undantekning. Íslenski Must- ang-klúbburinn var stofnaður árið 2000 og er formaður hans Stefán Thorarensen sem nýlega keypti fá- gætt eintak af Mustang, árgerð 1966, frá Bandaríkjunum. „Við vorum nokkrir strákar sem vorum fanatískir áhugamenn um Mustang og höfðum kynnst í gegnum Netið. Ég var með eigin heimasíðu og hafði áhuga á að eignast lénið must- ang.is, en það þarf hins vegar gilda ástæðu fyrir því að fá lén. Einu sinni sem oftar hittumst við í bílskúrnum hjá mér og vorum að spjalla um þetta og þá stakk einhver upp á því að stofna klúbb utan um þetta. Mér fannst það sniðug hugmynd og klúbb- urinn var skráður 17. apríl 2000, á af- mælisdegi Mustangsins. Við vorum 6 sem stofnuðum klúbbinn og ég setti upp síðuna og síðan hefur félögum fjölgað jafnt og þétt og nú eru tæp- lega 300 manns skráðir í klúbbinn,“ segir Stefán. Að sögn Stefáns gefur klúbburinn út fréttabréf en starfsemi hans og tengsl milli félaga eru aðallega á Net- inu í gegnum heimasíðuna www.mustang.is. Þar eru tenglar, til- kynningar og fréttir úr heimi Must- ang-áhugamanna og segir Stefán að þessi vettvangur hafi m.a. leitt til þess að nokkrir félagar úr klúbbnum ætli saman til Bandaríkjanna næsta ár til að kaupa bíl og taka þátt í 40 ára af- mæli Mustangsins. „Þá stendur til að Mustang-eigend- ur keyri í 3 mánuði um Bandaríkin og raun upphaf sitt þegar Ford fann upp V8 vélina árið 1932. „Í kjölfarið verða til þessir „Hot Rod“ bílar sem sáust í American Graffiti og urðu algert æði í Bandaríkjunum. Mustanginn er þessi „tjúnaði bíll“ í dag, þ.e. hinn nútíma „Hot Rod,“ segir Stefán. Ákveðinn lífsstíll að vera Mustang-eigandi Mustang hefur verið framleiddur frá 17. apríl 1964 og til dagsins í dag. Fyrstu bílarnir voru þó seldir sem ár- gerð 1965 þrátt fyrir að vera fram- leiddir í apríl 1964, en þeir eru oftast kallaðir árgerð 1964 og hálft, en smá- vægilegar breytingar voru gerðar á bílnum í september 1964. Af 1965 og 1966 árgerðunum seldust vel á aðra milljón bíla og í dag er talið að fleiri hundruð þúsund slíkra bíla séu ennþá í ökufæru standi, að sögn Stefáns. „Það varð ákveðinn múgæsingur þegar Mustanginn var fyrst kynntur. Þessi dagsetning, 17. apríl 1964, er valin með tilliti til þess að heimssýn- ingin mikla í New York var opnuð sama dag. Öll auglýsingaherferðin sem var í kringum þennan bíl á sínum tíma vakti þessa múgæsingu og þegar bílasölurnar voru opnaðar 17. apríl urðu þeir sums staðar að loka aftur, slík var örtröðin og lætin,“ segir Stef- án. Hann segir að einhver dulúð hafi loðað við Mustang-bílana frá upphafi, þó svo að aldrei hafi náðst upp viðlíka hugaræsingur aftur meðal fólks þeg- ar ný tegund hefur verið kynnt til sögunnar. „En þetta er ekki ennþá horfið og það er ákveðinn lífsstíll að vera Mustang-eigandi. Síðan kom þetta tryllitækjatímabil í Bandaríkj- unum þar sem allir voru að framleiða bíla með stærstu vélarnar, mesta kraftinn o.s.frv., Mustang, Camaro, Barracuda, Challenger, Firebird, GTO og allir þessir bílar. Eini bíllinn sem eftir er af þessum tegundum er Mustang, og Corvettan reyndar, allir hinir eru horfnir eftir að framleiðslu á Camaro og Firebird var hætt í fyrra. En þeir eru ennþá að selja hundruð þúsunda bíla af nýjum Mustang á hverju ári.“ Mustang frænkunnar kveikti bakteríuna Sjálfur segist Stefán hafa smitast af Mustang-bakteríunni árið 1966 og verið ólæknandi síðan. „Ég er reynd- ar búinn að vera Ford-maður alla tíð enda er þetta í fjölskyldunni, pabbi og amma keyptu sér 1966 árgerð af Ford Falcon og þá keypti systir hans pabba Fastback Mustang árgerð 1966, þannig að þau áttu öll nýja bíla árið 1966. Föðursystir mín á ennþá sinn Mustang og geymir hann inni í skúr og vill engum selja. Eftir að ég sá þann bíl kviknaði bakterían og hefur ekki farið síðan, ég hef alltaf verið for- fallinn Mustang-maður og konan mín segir að þetta sé ekki áhugamál, þetta sé þráhyggja,“ segir Stefán. Hann eignaðist Mustang 1966 ár- gerðina árið 1974 og sá bíll fylgdi hon- um þar til að hann eignaðist bílinn frá Bandaríkjunum í fyrra, sem hann er nú með í klössun í bílskúrnum heima. „Ég er búinn að rífa allt innan úr hon- um og er að bíða eftir varahlutum. Það skemmtilega við þetta er að mjög auðvelt er að fá alla hluti í þessa bíla. Þetta er ákveðinn lífsmáti í Banda- ríkjunum og ótal blöð gefin út þar, sem og víða annars staðar. Ég fæ t.d. alltaf sent blað frá norska Mustang- klúbbnum sem er mjög virkur. Það eru ótal verksmiðjur sem framleiða varahluti í þessa bíla í dag og þú gætir í raun byggt svona bíl upp frá grunni. Meira að segja er Ford-fyrirtækið farið að framleiða brettin og allt aft- ur.“ Önnur kynslóðin mislukkaðist Eftir ótrúlega byrjun datt fram- leiðslan á Mustang niður árið 1967 og 1968 og ennþá meira árin á eftir og því er því miklu erfiðara að fá bíla frá þeim tíma. Stefán segir að á eBay séu yfirleitt á hverjum tíma um 1.000 Mustang-bílar til sölu af öllum ár- gerðum og týpum. „Það er heilmikill „bisniss“ í dag og heilmikið líf í kring- um þetta, ótal klúbbar bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu og víðar.“ Önnur kynslóð Mustang-bíla kom fram á sjónarsviðið árið 1974 og voru þeir framleiddir til ársins 1978. Þá var ætlunin að gera svipaða hluti og í upphafi, en að sögn Stefáns mislukk- aðist það herfilega og hefur alltaf ver- ið litið niður á þessar árgerðir síðan og fáir viljað af þeim vita. „Þetta voru virkilega ljótir bílar, að Cobrunni undanskilinni. Á þessum tíma kom til tals að hætta að fram- leiða Mustanginn en það gekk hins- vegar ekki eftir og síðan kom þriðja kynslóðin árið 1979. Upp úr 1987, þegar sett var í þá bein innspýting og þeir urðu mjög aflmeiri, fékk fólk áhugann aftur. Á næsta ári er síðan ætlunin að breyta til og kynna nýja tegund. Þá verður farið aftur í hefð- ina og nýi bíllinn mun líkjast þeim fyrstu meira,“ segir Stefán og er bjartsýnn á að saga Mustang haldi áfram með glæsibrag eftir fertugsaf- mælið á næsta ári. Stefán Thorarensen er formaður Íslenska Mustang-klúbbsins Alltaf verið forfallinn Mustang-maður Þegar Ford hóf framleiðslu og sölu á Mustang árið 1964 hófst tímabil aflbílanna amerísku með kraftmiklar vélar og sportlegt útlit. Mustang-bíllinn hefur ætíð síðan ver- ið sveipaður dulúð, eins og Eiríkur P. Jörundsson komst að þegar hann ræddi við formann Íslenska Must- ang-klúbbsins. eirikur@mbl.is Ford Mustang GT, árgerð 1998, sver sig í ættina. Bíllinn er í eigu Bjarna Hann- essonar, varaformanns Íslenska Mustang-klúbbsins. Stefán Thorarensen, formaður Íslenska Mustang-klúbbsins, við hlið 1966 draumabílsins. Ford Mustang HCS, árgerð 1966. Bíllinn var í 37 ár í eigu sama mannsins, þar til Stefán keypti hann fyrir ári. Aðeins voru framleiddir 300 bílar af þessari tegund á sínum tíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glæsilegt eintak af Mustang Mach 1, 351, árgerð 1971. Það er eigandi bílsins, Örn Ómar Guðjónsson, sem situr undir stýri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.