Morgunblaðið - 18.09.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.09.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 252. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Á enda heimsins Leikrit Kristínar Ómarsdóttur frumsýnt í Hafnarfirði | Listir 24 Keppt í aflraunum Jón Valgeir Williams keppir í Sterkasta manni heims | Fólk 61 Fiskur í fyrirrúmi Kristján Davíðsson nýr í brúnni hjá Granda | Úr verinu 2 ÞÝSKUR dómstóll úrskurðaði í gær, að heimilt væri að birta þau skjöl og upplýs- ingar, sem Stasi, austur-þýska leyniþjónust- an, hefði safnað saman um Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara Þýskalands. Með dóminum hefur verið hnekkt úr- skurði tveggja annarra dómstóla en í Þýska- landi er mikil umræða um það hvort eða hvað mikið eigi að birta af Stasi-skjölunum. Kohl var kanslari frá 1982 til 1998 og vitað er, að Stasi hleraði síma hans frá 1982 að minnsta kosti og þar til Berlínarmúrinn féll 1989. Eru skjölin um hann nærri 9.000 blaðsíður. Við fyrri réttarhöld, sem voru Kohl í vil, hélt hann því fram, að virða bæri einkalíf hans þar sem hann hefði verið fórnarlamb Stasi en ekki samverkamaður. Aðrir segja, að eitt eigi yfir alla að ganga og benda á, að hundruð manna, einkum í Austur-Þýska- landi, hafi verið sett út á kaldan klaka með því að vera bendluð við Stasi. Lögfræðingur Kohls sagði í gær, að dóminum yrði áfrýjað. Þjóðverjar fengu nýlega í hendur svoköll- uð „Rosewood“-skjöl en CIA, bandaríska leyniþjónustan, komst yfir þau eftir 1989. Eru þau sögð mikil náma upplýsinga um Kaldastríðsárin í Þýskalandi. Birta má Stasi-skjöl um Kohl Berlín. AFP. WESLEY Clark, fyrrum hershöfðingi, til- kynnti í gær, að hann ætlaði að taka þátt í for- kosningabaráttu Demókrataflokksins og sækjast eftir því að verða frambjóðandi hans í for- setakosningunum í Bandaríkjunum annað haust. „Við ætlum að reka kosningabaráttu, sem verður til að þoka þessari þjóð fram á veg en ekki aftur,“ sagði Clark er hann tilkynnti þátttöku sína í Little Rock í Ark- ansas. Beindi hann strax spjótum sínum að George W. Bush forseta og sagði, að hann ætl- aði að endurheimta þær þrjár milljónir starfa, sem tapast hefðu í forsetatíð Bush. Clark er á seinni skipunum með ákvörðun sína og hann hefur ekki enn komið sér upp stuðningsmannakerfi í lykilríkjunum. Þá er honum einnig fjár vant og hann hefur enga reynslu sem stjórnmálamaður. Það hjálpar honum hins vegar, ekki síst á þessum tímum, að hann er fyrrverandi hershöfðingi og var yf- irmaður NATO-hersins í Kosovo-stríðinu. Hann var aftur á móti andvígur innrásinni í Írak. Skoðanakönnun, sem birt var í gær, sýnir, að Bush myndi vinna auðveldan sigur á þeim níu demókrötum, sem fyrir voru í forkosninga- baráttunni áður en Clark tilkynnti framboð sitt. Fengi Bush nú 53% atkvæða en öldunga- deildarþingmaðurinn Joseph Lieberman, sem var efstur demókratanna, 41%. Clark sæk- ist eftir útnefningu Little Rock. AP. Wesley Clark  Herforinginn/14 AUÐUR Valdimarsdóttir er tíu og hálfs mán- aðar gömul stúlka sem er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem í hana var grædd lif- ur úr öðru barni. Hún er yngsti íslenski lifr- arþeginn hingað til, en eftir að ljóst varð að hún ætti ekki mikla lífsmöguleika vegna sjald- gæfs en alvarlegs lifrarsjúkdóms var ákveðið að senda hana í lifrarígræðslu til Pittsburg í Pennsylvaníu. Aðgerðin og batinn hafa gengið vonum framar og starfar nýja lifrin nú á eðlilegan hátt. „Hún er eins og nýtt barn, kát og hress um og lýsir sér þannig að hægt og rólega skemmir hann lifrina. Hjá tveimur af hverjum þremur börnum sem fá sjúkdóminn er lifr- arígræðsla eina úrræðið. Auður er eina barnið hér á landi sem hefur farið í lifrarígræðslu vegna sjúkdómsins, að sögn Lúthers Sigurðssonar, sérfræðings í meltingar- og lifrarsjúkdómum barna, sem hafði umsjón með undirbúningi fyrir aðgerð Auðar hér á landi. og hefur fengið eðlilegan litarhátt,“ segja þau Valdimar Jónsson og Ásdís Ásgeirsdóttir, for- eldrar Auðar, en þau komu heim 10. sept- ember. Fjölskyldan fór öll til Pittsburg í júlí en þar tók við bið eftir líffæri. „Við vorum ótrúlega heppin því á 22. degi var hringt í okkur og sagt að lifur úr barni á svipuðum aldri væri komin inn. Við rukum skjálfandi út í bíl og eftir minna en einn og hálfan tíma vorum við búin að kveðja hana og aðgerðin hófst.“ Sjúkdómurinn kemur upp í nýfæddum börn- Lifur grædd í níu mánaða gamalt íslenskt barn í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Kristinn „Er eins og nýtt barn“  Eini möguleikinn/32 MAÐURINN, sem er í haldi grunaður um morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, var yfirheyrður í gærkvöld en sænska ríkisútvarpið sagði, að hann neitaði sök en gæti þó ekki gert grein fyrir ferðum sínum morðdaginn. „Við erum í kapphlaupi við tímann,“ sagði Stina Wessling, talsmaður lögreglunnar, í gær en samkvæmt sænskum lögum er ekki hægt að hafa mann í haldi lengur en í þrjá sólarhringa án þess að ákæra hann á grundvelli sannana eða sterkra vísbendinga. morðið á Önnu Lindh endi ekki sem óleyst gáta eins og morðið á Olof Palme forsætisráðherra 1986 en margir furða sig á því, að mað- urinn skuli hafa verið tekinn sallarólegur á veitingastað eftir að lýst hafði verið eftir honum um landið allt. Angelica Bjerring, 21 árs hjúkr- unarkona, sem reyndi að hlúa að Lindh eftir morðárásina, segist ekki vera viss um, að maðurinn, sem nú er í haldi, sé morðinginn. „Það er eins og þetta sé bara allt of einfalt, að hann skyldi bara sitja þarna,“ sagði hún. Lögreglan leitar að auki fimm manna og leggur áherslu á, að rannsóknin snúist ekki aðeins um manninn, sem er í haldi. Opinber minningarathöfn um Önnu Lindh verður á morgun í ráð- húsi Stokkhólmsborgar. Hún verð- ur síðan borin til grafar á laugar- dag að viðstaddri fjölskyldu sinni, nánustu ættingjum og vinum. Verður það að gerast fyrir klukkan 22.00 annað kvöld. Mestar vonir eru bundnar við, að unnt verði að tengja manninn morðinu með DNA-rannsókn á lífsýnum, sem fundust á húfu, sem líklegt er, að morðinginn hafi bor- ið, og var von á niðurstöðum henn- ar í dag. Lífsýni á hnífnum, sem notaður var, eru lítil og rannsókn á þeim tekur því lengri tíma. Svíar vona heitt og innilega, að Maður grunaður um morðið á Önnu Lindh sagður neita allri sök „Við erum í kapp- hlaupi við tímann“ DNA-niðurstaða í dag en gæslu- varðhald rennur út á morgun  Ofbeldishneigður/33 Stokkhólmi. AP, AFP. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.