Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000 – www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 28. sept. Þú bókar 2 flugsæti, en greiðir aðeins fyrir 1 og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Einnig getur þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 Helgarferð - 25. sept. Flug og hótel í 3 nætur, m.v. 2 í herbergi á Quality Hotel. Skattar innifaldir. Verð kr. 19.550* Flugsæti til Prag, út 28.sept, heim 2.okt., 2 fyrir 1. *Flug og skattar per mann miðað við að 2 ferðist saman. Almennt verð kr. 20.950.- 2 fyrir 1 til Prag 28. september frá kr. 19.550 Síðustu 28 sætin „MS er enginn dauðadómur,“ seg- ir Lonni Björg Sigurbjörnsdóttir, en hún greindist með MS- sjúkdóminn fyrir þremur árum þegar hún var 22 ára. Hún er nú að ná sér eftir erfitt kast og er stigin upp úr hjólastólnum í bili. MS, Multiple Sclerosis, er sjúk- dómur sem herjar á heila og mið- taugakerfi og þar sem þessi líffæri stjórna hugsunum og hreyfingum veldur MS því að sjúklingar hafa ekki vald yfir, eða geta stjórnað, hreyfingum. Í dag eru yfir 300 Ís- lendingar með MS, að því er fram kemur á heimasíðu MS-félags Ís- lands. MS kemur oftast í köstum sem sjúklingar geta náð sér eftir, að hluta til eða að fullu, og geta liðið mánuðir og jafnvel ár á milli kasta. MS er ólæknandi sjúkdóm- ur, en lyf, sjúkraþjálfun og hollt líferni geta hjálpað til, bætt viss einkenni og aukið hreyfigetu. MS-félag Íslands hefur unnið mikið og gott starf fyrir MS- sjúklinga að sögn Lonni. Félagið er einmitt 35 ára í ár og mun standa fyrir opnu húsi í húsnæði félagsins á Sléttuvegi 5, næstkom- andi laugardag milli klukkan 14 og 17. Lonni greindist með MS í mars árið 2000, en þá var hún í sjúkra- liðanámi. „Það var rosalega mikið að gera hjá mér á þessum tíma, ég var á fullu í kvöldskóla, var í fullri vinnu og aukavinnu, var í starfs- námi á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði einn dag í viku, og var þar að auki nýbyrjuð í leikfimi. Var al- veg rosalega dugleg,“ segir Lonni. Mætti draghölt í vinnuna „Svo mætti ég í vinnuna á spít- alanum einn daginn alveg drag- hölt, dró á eftir mér fótinn og var hálfslöpp. Ég var nýbyrjuð í leik- fimi og hélt bara að ég hefði of- gert mér. Samstarfsmenn mínir töluðu mig inn á að hitta lækni í hádeginu og hann skoðaði mig og sendi mig svo inn á bráða- móttöku.“ Lonni var svo lögð inn á taugadeild í viku þar sem hún fór m.a. í sneiðmyndatöku af höfði og segulómskoðun. Eftir þessa viku á taugadeild fékk Lonni loks að vita að hún væri með MS. „Mér létti eiginlega, þegar ég var inni á bráðamóttöku spurðu læknarnir mig m.a. um það hvort það væri mikið um heila- blóðföll í fjölskyldunni og eitthvað svona. Ég hugsaði bara með mér, guð minn góður, ég ætla ekki að vera 22 ára og fá heilablóðfall. Svo það var eiginlega allt skárra en það. Í raun fann ég til léttis að vita hvað var að og geta tekist á við það.“ Það var mikið áfall að hætta að vinna, enda segir Lonni að hún hafi alltaf unnið mikið. „Það var svolítið skrítið að sitja heima og gera ekki neitt. En ég hugsaði bara þannig að ég hlyti að geta byrjað aftur að vinna einhverntím- ann seinna.“ „Svo er það um miðjan nóv- ember 2001 að ég byrja í stera- meðferð, sem er mjög algengt að MS-sjúklingar fari í. Ég var að rölta á ganginum á spítalanum þegar annar fóturinn neitaði bara að fara áfram, neitaði að vinna með mér.“ Eftir það var Lonni föst í hjólastól, sem olli talsverðum erf- iðleikum þar sem hún bjó hjá for- eldrum á þriðju hæð í lyftulausu húsi. Ætlaði ekki að vera ár í stólnum Svo var það í nóvember 2002, rétt áður en Lonni var búin að vera ár í hjólastólnum, að hún gat staðið upp úr stólnum og farið að fara um á hækjum. „Það sat svolít- ið í mér, eins og fleiri Íslend- ingum, að annaðhvort sé maður bundinn við hjólastól eða ekki.“ Þegar Lonni sat fund á vegum ungra danskra MS-sjúklinga sá hún að það voru aðrir möguleikar í stöðunni. „Þarna opnaðist nýr heimur, þá sá maður fólk skipta á milli hjálpartækja eftir því sem hentaði og það var alveg óhrætt við það. Ég sagði alltaf að ég ætl- aði ekki að vera heilt ár í hjóla- stólnum, og ég stóð við það.“ Batinn hefur svo komið smátt og smátt í sumar, og nú er svo komið að þegar Lonni fer út úr húsi er hún yfirleitt bara með eina hækju „til vonar og vara“. Hún notar hjólastólinn enn þegar hún fer eitthvað sem hún treystir sér ekki til að fara án hans. Þó að Lonni geti ekki unnið enn sem komið er situr hún síður en svo auðum höndum. Hún vinnur mikið með MS-félaginu, situr þar í nefnd fyrir nýgreinda sjúklinga og er í varastjórn félagsins. Hún seg- ist vel geta hugsað sér að byrja aftur í námi eftir áramót, þó að það sé ekki mögulegt að halda áfram með sjúkraliðanámið þar sem það er of líkamlegt. „Ég er komin niður á að fara að læra förðun, það er reyndar svolít- ið dýrt en væri eflaust gaman.“ Var á fullu í námi og vinnu þegar hún greindist með MS-sjúkdóm 22 ára gömul Morgunblaðið/Ásdís Lonni Björg Sigurbjörnsdóttir greindist með MS-sjúkdóm 22 ára gömul. Staðin upp úr hjólastólnum FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt sl. mánudag áleiðis til Washington í Bandaríkjunum þar sem hann flutti á þriðjudag opnunar- ræðu á 25 ára afmælisþingi alþjóð- legu þingmannasamtakanna, „Parla- mentarians for Global Action“, en forsetinn var um árabil formaður þeirra samtaka. Afmælisþingið er haldið í bandaríska þinginu í boði bandarískra þingmanna. Meðan á dvöl forseta í Bandaríkj- unum stendur mun hann jafnframt eiga fjölmarga viðræðufundi við þingmenn bæði í öldungadeild og fulltrúadeild sem og aðra áhrifa- menn í bandarískum stjórnmálum, einkum um málefni norðurslóða. Fundirnir eru haldnir í framhaldi af heimsókn forseta til Alaska og munu bæði fræðimenn og áhrifa- menn frá Alaska taka þátt í þeim. Í dag, fimmtudag, mun forsetinn halda blaðamannafund vestra. Forsetinn ræðir við bandaríska þingmenn MEINDÝRAEYÐIR á Ísafirði hefur játað við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa beitt skotvopni við að drepa kött innan bæjar- markanna á dögunum. Skotið var við kjallaradyrnar heima hjá íbúa í bænum og fór riffilkúla í gegnum hurðina og teppa- stranga innandyra. Meindýraeyðirinn hefur leyfi til að beita skotvopni innan bæj- armarkanna að sögn lögregl- unnar. Skotvopnanotkunin var kærð til lögreglunnar og hefur hún lokið rannsókn á málinu og sent það til áframhaldandi með- ferðar hjá lögreglustjóra. Málið á sér nokkuð langa for- sögu þar sem einn íbúinn hefur stundað mikið kattahald í kjall- ara hússins, öðrum íbúum þess til ama vegna óþrifnaðar og lyktar. Bæjaryfirvöld líta á kett- ina sem óæskileg útigangsdýr sem sækja að vild inn í kjallar- ann. Hefur verið staðið fyrir skipulagðri eyðingu á þeim með ýmsum aðferðum. Gildrur hafa verið lagðar fyrir kettina og þeir drepnir í tugatali en gildrurnar hins vegar verið fjarlægðar og skemmdar. Kærður fyr- ir að skjóta kött innan bæjarmarka BISKUPSSTOFA hefur ákveðið að senda prest til Lundúna einu sinni í mánuði til þess að messa þar á með- an ekki hefur verið ráðið í embætti prests þar. Starfshópur aðstoðar- manna ráðherra fjögurra ráðuneyta vinnur að því að ganga frá tillögu að greiðsluskiptingu kostnaðar vegna prestsembættisins í Lundúnum og segist Sæunn Stefánsdóttir, aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra, sem fer fyrir hópnum, binda vonir við að niðurstaða liggi fyrir í þeim efnum í þessum mánuði. Þorvaldur Karl Helgason biskups- ritari sagði í samtali við Morgun- blaðið að ákveðið hefði verið að sinna prestsþjónustu í Lundúnum með þeim hætti að prestur færi einu sinni í mánuði yfir helgi þangað til að halda uppi messuhaldi. Ákveðið hefði verið að hafa þennan háttinn á þar til skýrðist með ráðningu prests þar. Jón A. Baldvinsson vígslubiskup, sem var áður prestur í Lundúnum, og Sigurður Arnarson, sem leyst hefði hann af síðastliðinn vetur, myndu skiptast á um að fara þangað og messa. Ráðgert væri að farið yrði í fyrsta skipti nú um helgina. Kostnaður skiptist milli þriggja aðila Ágreiningur hefur verið um skipt- ingu kostnaðar vegna prestsemb- ættisins í Lundúnum. Kostnaður hefur skipst á milli Biskupsstofu, ut- anríkisráðuneytisins og Trygginga- stofnunar og hugmyndir voru uppi um það í vor að hver aðili um sig bæri þriðjung kostnaðarins. Trygg- ingastofnun gerði hins vegar athuga- semdir við það og í framhaldinu tók starfshópur aðstoðarmanna ráð- herra í fjórum ráðuneytum upp mál- ið að nýju, þ.e. heilbrigðisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, kirkjumála- ráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, fer fyrir starfshópnum. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið væri af fullum krafti að því að finna lausn og að hún vonaðist til að það tækist að fá niðurstöðu í málið fyrir lok mán- aðarins, þannig að hægt yrði að ganga frá ráðningu í embættið. Prestsembættið í Lundúnum Messað einu sinni í mánuði fyrst um sinn UNDIRBÚNINGUR að Kirkjuþingi stendur nú sem hæst en það verður sett hinn 19. október nk. Meðal þeirra mála sem lögð verða fyrir þingið eru breytingar á starfs- reglum um biskupskjör. Er þar m.a. lagt til að skilyrði til kosningaréttar í slíku kjöri verði að kjósandi sé skráð- ur í þjóðkirkjuna. Þessi skilyrði hafa hingað til ekki verið fyrir hendi, að sögn Halldórs Reynissonar, verkefn- isstjóra á Biskupsstofu. Jafnframt er lagt til, að verði at- kvæði jöfn í síðustu umferð biskups- kjörs, eins og reyndin varð í nýaf- stöðnum vígslubiskupskosningum í umdæmi vígslubiskups á Hólum, skuli varpa hlutkesti. Núverandi skipan mála er sú að dóms- og kirkju- málaráðherra gerir tillögu til forseta Íslands um hver skuli skipaður vígslubiskup í slíku tilviki. Verði til- lagan samþykkt á Kirkjuþingi mun hlutkesti ráða. Kjósendur séu í þjóð- kirkjunni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.