Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 21 TÓNLISTARFÉLAG Borgarfjarð- ar er að hefja 37. starfsárið um þessar mundir og verða fyrstu tón- leikar vetrarins í Borgarneskirkju á föstudagskvöldið kemur. Þá kem- ur Trio Nordica í heimsókn, en það er skipað Auði Hafsteinsdóttur, fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur, sellóleikara, og Monu Sand- ström, píanóleikara. Tríóið ætlar að fagna 10 ára af- mæli sínu með frumflutningi á pí- anótríói eftir Þórð Magnússon, en á efnisskránni eru einnig píanótríó í c-moll op. 101 og tríó í H-dúr op. 8 eftir Brahms auk verks eftir Piazz- olla. Næsta verkefni tónlistarfélagsins verður píanóhátíð sem haldin verð- ur í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum í nóvember í tilefni þess að húsið hefur eignast nýtt píanó. Munu píanóleikarar úr Borgar- fjarðarhéraði leggja fram krafta sína á þessum tónleikum. Fyrstu tónleikarnir 1966 Aðventutónleikar félagsins í upp- hafi aðventu verða að vanda vegleg- ir, en þeir eru að jafnaði haldnir í samvinnu við Borgarfjarðarpró- fastsdæmi og Reykholtskirkju. Að þessu sinni verða þeir í höndum blásarasveitar og Sigrúnar Hjálm- týsdóttur. Í lok janúar á nýju ári er ráðgert að fá Hönnu Dóru Sturludóttur, söngkonu, á Vínartónleika í nýjum hátíðarsal á Bifröst. Til þess að sinna þeim sem hafa áhuga á djass- sveiflu og léttri tónlist er von á Agli Ólafssyni söngvara og fjöllista- manni til tónleikahalds á Hvann- eyri í mars. Fyrstu tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar voru haldnir á Bif- röst 13. nóvember 1966, en þá söng Karlakórinn Fóstbræður. Tónlist- arfélagið var stofnað að frumkvæði Ásgeirs Péturssonar, þáverandi sýslumanns Borgfirðinga, en hann boðaði til undirbúningsfundar 6. janúar 1965. Í undirbúningsnefnd sátu þeir Friðjón Sveinbjörnsson í Borgarnesi, Jakob Jónsson á Varmalæk og Hjörtur Þórarinsson á Kleppjárnsreykjum, en hugmynd- in var að stofna tónlistarfélag sem ynni að því að koma upp tónlistar- skóla og fá tónlistarmenn og hljóm- sveitir til tónleikahalds í héraðinu. Þessir menn sátu í stjórn tónlistar- félagsins allt til ársins 1987. Í samstarfi við „Tónlist fyrir alla“ Að sögn Margrétar Guðjónsdótt- ur sem situr í stjórn tónlistar- félagsins hefur dagskrá þess ávallt verið mjög metnaðarfull og reynt hefur verið að fá tónlistarfólk í fremstu röð til tónleikahalds. Meðal þeirra sem heimsótt hafa Borgfirð- inga eru Jónas Ingimundarson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Kristinn Sigmundsson, Þorsteinn Gauti Sigurðsson og margir fleiri. Þá hefur félagið stuðl- að að því að fá tónlistarhópa inn í skólana og verið í samstarfi við „Tónlist fyrir alla“. Einnig hefur það verið í samstarfi við Félag ís- lenskra tónlistarmanna. Frá fyrstu tíð hefur félagið átt fulltrúa í stjórn Tónlistarskóla Borgarfjarðar, en núverandi fulltrúi er Ingibjörg Konráðsdóttir á Hýrumel. Styrktarmeðlimir félagsins eru um 120 talsins og greiða þeir fé- lagsgjöld sem veita aðgang fyrir tvo að öllum tónleikum þess. Stærsti styrktaraðilinn í gegnum árin hefur verið Sparisjóður Mýra- sýslu. Auk þess nýtur félagið styrkja frá sveitarfélögum á svæð- inu, öðrum fyrirtækjum og stofn- unum, auk þess sem tónleikar eru vel sóttir af Borgfirðingum. Tónleikum dreift um héraðið Leitast hefur verið við að dreifa tónleikunum um héraðið og hafa þeir verið haldnir í Borgarnes- kirkju, Reykholtskirkju, Logalandi í Reykholtsdal, á Hvanneyri, Mótel Venusi, Lyngbrekku á Mýrum og nú bætist Viðskiptaháskólinn á Bif- röst við. Einnig hefur verið reynt að bjóða upp á sem fjölbreyttasta tónlist svo sem klassíska tónlist, jazz, þjóðlagatónlist, kvartetta, óp- erur og fleira. Hefur það mælst vel fyrir. Núverandi stjórn Tónlistarfélags Borgarfjarðar skipa Anna Guð- mundsdóttir á Borg, Jónína Eiríks- dóttir á Kleppjárnsreykjum, Mar- grét Guðjónsdóttir á Hvassafelli og Steinunn Ingólfsdóttir á Hvann- eyri. Fjölbreytt dagskrá Tónlistarfélags Borgarfjarðar á 37. starfsári Trio Nordica ríður á vaðið Borgarnes Morgunblaðið/Jim Smart Tríó Nordica á æfingu í Salnum. Auður Hafsteinsdóttir leikur á fiðlu, Mona Sandström á píanó og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Í SUMAR hafa staðið yfir endur- bætur á gamla kirkjugarðinum á Húsavík en fyrirhugað er að fram- kvæmdirnar standi yfir í þrjú ár. Í sumar hefur verið unnið að því að endurnýja vegghleðslur við garðinn og verður því verki haldið áfram á næsta ári. Á þriðja ári er fyrirhugað að setja upp bautastein um gömlu kirkjuna sem stóð í garðinum með upplýs- ingum um hana. Þá er fyrirhugað að setja upp minningarstein með nöfn- um þeirra sem talið er að hvíli í garð- inum. Haraldur Karlsson hleðslumeist- ari frá Fljótsbakka tók að sér vegg- hleðsluna og hefur m.a. notið að- stoðar konu sinnar, Guðrúnar Helgu Friðriksdóttur, við verkið. Har- aldur, sem er margreyndur hleðslu- maður, segist hafa unnið við vegg- hleðslur víða um land undanfarin þrjátíu sumur. Þá hefur hann einnig hlaðið veggi á Grænlandi, í bæ Ei- ríks rauða og Þjóðhildarkirkju í Bröttuhlíð. Gamli kirkjugarðurinn er þar sem gamla kirkjan stóð við prestssetrið Húsavík við Auðbrekku. Eftir því sem fram kemur á vef Húsavík- urkirkju stóð kirkjan í miðjum garð- inum en var tekin af grunni og við- urinn úr henni seldur skömmu eftir að nýja kirkjan var tekin í notkun árið 1907. Núverandi kirkjugarður Húsvíkinga, á Húsavíkurhöfða, leysti þann gamla af hólmi árið 1921 þegar sýnt þótti að hann væri full- grafinn. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Haraldur Karlsson, hleðslumeistari frá Fljótsbakka, að störfum við gamla kirkjugarðinn á Húsavík. Endurbæt- ur á gamla kirkju- garðinum Húsavík FLAGGSKIP Greenpeace-samtak- anna, Rainbow Warrior, kom til Hornafjarðar á þriðjudaginn og staldraði við fram á kvöld. Skipið er á hringferð umhverfis landið og segja grænfriðungar tilganginn með ferðinni vera að hitta fólk í sjávar- plássum, heyra skoðanir þess og kynna málstað hvalfriðunarsinna. Tilgangurinn er einnig að sýna að samtökin vinni á annan hátt en með beinum aðgerðum, svo sem að trufla hvalveiðar. Grænfriðungar segjast með ferðinni einnig vera að vinna fylgi tilboði þeirra til íslenskra stjórnvalda um að kynna landið gegn því að hvalveiðum verði hætt. Á leiðinni til Hornafjarðar mætti Rainbow Warrior hrefnuveiðibátn- um Sigurbjörgu ST með hrefnu inn- anborðs. Grænfriðungar settu út gúmmíbát og sigldu að Sigurbjörgu til að taka myndir af því þegar verið var að skera hrefnuna. Að sögn Eriku Augustinsson, blaðafulltrúa Greenpeace-samtakanna um borð í Rainbow Warrior, voru samskipti grænfriðunga og hrefnuveiðimanna friðsamleg enda ekki markmið með ferðinni að trufla veiðarnar. Græn- friðungar hurfu á brott eftir að hafa ljósmyndað um stund. Erika sagði það miður að Sigurbjörg ST skyldi hafa látið úr höfn áður en Rainbow Warrior kom til Hornafjarðar því grænfriðungar hefðu haft áhuga á að bjóða hrefnuveiðimönnunum um borð og heyra þeirra skoðanir á hval- veiðum Íslendinga. Erika segir grænfriðunga virða skoðanir fólks á hvalveiðum þó að þær stangist á við þeirra eigin. Hún segist ekki verða vör við annað en að Íslendingar gerðu slíkt hið sama. Morgunblaðið/Sigurður Mar Flaggskip Greenpeace, Rainbow Warrior, á leið til Hornafjarðar. Grænfrið- ungar fylgd- ust með hrefnuskurði Hornafjörður FYRSTA skrefið að vottaðri gæða- stjórn Landsvirkjunar var tekið í Blöndustöð síðastliðinn mánudag er Friðrik Sophusson forstjóri tók við skírteini því til staðfestingar úr hendi Kjartans Kárasonar fram- kvæmdastjóra Vottunar hf. Í máli Friðriks kom fram að gæðastjórn snerist um að marka stefnu til að framleiða gæðavöru og skuldbinda sig til að fylgja þeirri stefnu. „Allir þættir starfseminnar þurfa að vera samstilltir og tengjast sam- an eins og hlekkir í keðju. Gæða- stjórnun er því fyrst og fremst skynsamleg og skipulögð vinnu- brögð til að ná betri árangri og koma í veg fyrir mistök,“ sagði Friðrik Sophusson. Að Blöndustöð skyldi verða fyrst aflstöðva Landsvirkjunar til að fá vottun samkvæmt ISO-9001 helgast fyrst og fremst af því hve starfs- menn Blöndustöðvar hafa verið leiðandi á sviði gæðastjórnunar innan fyrirtækisins. „Ætíð jákvæðir sem er grundvöllur þegar innleiða þarf nýjan hugsunarhátt og bætt vinnulag,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði í máli sínu að stefnt væri að því að öll starfsemi orku- sviðs yrði vottuð um mitt næsta ár en fyrirhuguð er vottun á fram- leiðslu raforku á Þjórsársvæði, Tungnaársvæði og Sogssvæði nú í haust. Starfsmenn Blöndustöðvar leiðandi í gæðastjórnun Fyrst stöðva Landsvirkjunar til að fá vottaða gæðastjórnun Blönduós Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Starfsfólk Blöndustöðvar og Landsvirkjunar ásamt fulltrúum Vottunar hf. fyrir framan Blöndustöð að lokinni afhendingu gæðastjórnunarskírteinis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.