Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TRYGGINGAFÉLÖGIN keppast við að selja okkur alls konar tryggingar og tryggingar til viðbótar við tryggingar. Flestir fá sér innbús- og fjölskyldutrygg- ingar fyrir utan lögboðnar brunatrygg- ingar á fasteignum. Mitt tryggingafélag, Sjóvá-Almennar, sannfærði mig um að kaupa fjölskyldutryggingu sem hluta af Stofni. Fyrir ári buðu þeir síðan viðbót við fjölskyldutrygginguna sem hét inn- búskaskó og taldi ég mig þá vera vel tryggðan og hafði ekki miklar áhyggjur af mér og mínu, fjárhagslega, yrði ég fyrir tjóni. Ég ákvað síðan að bæta um betur og fékk mér öryggiskerfi, þó ekki tengt öryggisfyrirtæki, sem hringir í mig eða konu mína verði annaðhvort brotist inn heima hjá mér eða eldur laus. Ég keypti mér búnað sem www.slokkvi- taeki.is selur og setti hann upp á heimilinu. Ég ákvað að kanna hvort ég fengi afslátt á iðgjöldum hjá trygginga- félaginu mínu fyrir það að gera þessar ráðstafanir en svarið var nei, ég yrði að vera tengdur við vaktstöð ör- yggisfyrirtækis. Slíkt kostar um það bil 4–5.000 kr. á mánuði en afslátturinn myndi þá líklega nema sem svar- aði eins mánaðar þjónustugjaldi. Þjónustugjöld öryggis- fyrirtækjanna voru einmitt ástæða þess að ég keypti mér frekar kerfið og hefur það borgað sig upp á hálfu öðru ári miðað við þjónustugjöldin. Það er kannski eðli- legt að Sjóvá-Almennar geri þessar kröfur miðað við það að vera einn af eigendum Securitas. Síðan gerðist það að kerfið lét mig vita að eitthvað væri að heima hjá mér, þegar við komum heim var húsið fullt af reyk og kom í ljós að einhverra hluta vegna hafði verið kveikt á eldavélarhellu og samlokugrill fjölskyldunnar var bráðnað ofan á hellunni. Ekki var sjáanlegur eldur en reykurinn var grár og vond lykt af honum og var því drifið í að reykræsta íbúðina, þó án þess að vera að ónáða slökkviliðið. Þegar því var lokið var haft sam- band við tryggingafélagið til að tilkynna tjónið, en stórt plaststykki hafði bráðnað ofan á keramikhelluborðið og óvíst hvort eldavélin slyppi heil frá þessu, fyrir utan hina vondu lykt sem var í húsinu okkar. Starfsmaður tryggingafélagsins sem varð fyrir svörum spurði hvers lags tryggingu við værum með og þegar hann vissi að við værum með fjölskyldutryggingu spurði hann hvort eldur hefði verið. Við sögðum svo ekki vera og sagði hann þá að tryggingafélagið væri ekki bótaskylt því að ekki væri bætt þegar um væri að ræða sviðnun eða bráðnun, sem ekki verður talin eldsvoði. Þá minntumst við á innbúskaskótrygginguna sem við keyptum fyrir ári, því hún var svo andsk … góð. Nei, svaraði trygg- ingastarfsmaðurinn, eldavélin er ekki innbú. Staðan er sem sagt sú að af því við fengum okkur aðvörunarkerfi sem lét okkur vita í tíma og eldur varð ekki laus – við höfðum gert þessar „fyrirbyggjandi“ ráðstafanir – verður tjónið ekki bætt. Við eigum nú ónýtt samloku- grill, eldhúsið er nýþvegið, svo og borðstofan, stofan, sjónvarpsholið og forstofan, öll barnafötin sem voru ný- komin úr þvottavélinni fóru þangað aftur og eldhúsvift- an er eins og ný eftir þvott og nýja síu. Það má síðan leika sér aðeins að smáklausu í skilmálum þar sem segir að þegar tjón hefur orðið eða hætta á að tjón verði beri vátryggðum að reyna að afstýra því. Vanræksla í því efni geti varðað lækkun eða missi bóta. Við erum með kerfi sem lætur vita og náum að afstýra miklu tjóni en þá missum við bótarétt. Þú tryggir ekki eftir á, en ertu tryggður, þegar þú ert tryggður? Eftir Guðmund Fylkisson Höfundur er opinber starfsmaður. RÍKISSTJÓRNIN hefur nú verið við völd í rúma 100 daga. Það er ekki langur tími en gefur þó vísbendingu um það hvort stjórn- in ætlar að breyta um stefnu með hlið- sjón af síðustu þing- kosningum eða hvort hún ætlar að berja hausnum við stein- inn og halda upp- teknum hætti. Því miður er allt útlit fyrir, að hið síðarnefnda verði ofan á. Fyrstu mánuðir ríkisstjórnarinnar við völd benda ekki til þess að stjórn- in hafi tekið sinnaskiptum. Þvert á móti. Fyrir skömmu hélt Framsókn- arflokkurinn fund á Austfjörðum, þar sem allir foringjar flokksins og þingmenn voru viðstaddir. Það sem vakti einna mesta athygli frá fund- inum var sú yfirlýsing, er þar kom fram, að ekki yrði um neinar skatta- lækkanir að ræða næsta ár! Skatta- málin voru eitt stærsta málið í síð- ustu þingkosningum og stjórnarflokkarnir lofuðu báðir mikl- um skattalækkunum. Sjálfstæð- isflokkurinn gekk þó fetinu framar í því efni. En báðir flokkarnir lofuðu mikilli lækkun tekjuskatts. For- sætisráðherra sagði, að skattamálin yrðu lögð fyrir þingið strax í haust og mundi þá koma í ljós hvernig skattar yrðu lækkaðir. Sjálfsagt hafa loforð stjórnarflokkanna um skatta- lækkanir átt þátt í því, að stjórnin hélt velli. En nú bendir allt til þess, að þetta kosningaloforð verði svikið. Áður hefur komið fram, að loforð ríkisstjórnarinnar um línuívilnun strax í haust hefur verið svikið. Hið sama er að segja um Héðinsfjarð- argöng, milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar. Það var einnig svikið að hefja framkvæmdir við þau á til- settum tíma. Verkið var boðið út en öllum tilboðum hafnað á þeim for- sendum, að framkvæmdir gætu vald- ið þenslu! Ástandið í efnahags- og atvinnu- málum er mjög ótryggt um þessar mundir. Atvinnuleysi hefur verið mun meira á þessu ári en í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur atvinnuleysi numið 3,5% af mannafla á vinnumarkaði en á öllu sl. ári nam það 2,5%. Námu greiðslur atvinnu- leysisbóta einum milljarði meira fyrstu átta mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Alls námu greiðslur atvinnuleysisbóta 2,7 milljörðum fyrstu átta mánuði ársins. Húsnæði heldur áfram að hækka, bæði eign- aríbúðir og leiguíbúðir. Alls nam verðhækkun á íbúðum í fjölbýlis- húsum 8,1% á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs hækkaði um 1,2% í júlí sl. og um 1,3% í ágúst. Hefur hækk- un á þessum lið ekki verið svo mikil síðan í maí 2000. Þessi hækkun á húsnæði eykur verðbólguna og getur ásamt öðru leitt til þess að verka- lýðshreyfingin krefjist leiðréttingar í formi kjarabóta. Verðbólgan nemur 2% sl. tólf mánuði. Ástandið er því engan veginn tryggt. Skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var nýlega, bendir til þess að fylgi Framsóknarflokksins hafi minnkað á ný og sé orðið eins og það var lengst af í kosningabaráttunnni en fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi aukist. Fylgi Samfylkingar er svipað og í kosningunum, örlítið meira. Fylgi annarra flokka breytist lítið. Það kemur ekki á óvart, að fylgi Framsóknar sé að minnka á ný. Fylgi flokksins í kosningunum fékkst út á auglýsingabrellur og ljóst var, að það mundi aldrei haldast lengi. Framsóknarflokkurinn hefur minnkað vegna stjórnarsamstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn og kom það fylgistap þegar fram í kosningunum 1999. Ljóst er, að Framsókn réttir sig ekki af fyrr en flokkurinn slítur stjórnarsamvinnunni við Sjálfstæð- isflokkinn. Ef allt hefði verið með felldu hefði Framsókn slitið sam- vinnunni við Sjálfstæðisflokkinn strax eftir síðustu kosningar. Það er mjög óeðlilegt, að Framsókn skyldi efna til samstarfs við Sjálfstæð- isflokkinn þriðja kjörtímabilið í röð og það þrátt fyrir mikið fylgistap í kosningunum 1999, sem staðfest var í kosningunum nú. Það er aðeins ein skýring á því hvers vegna Framsókn kaus að halda áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn: Hégómi for- manns Framsóknar. Formaðurinn fær að vera forsætisráðherra síðari hluta kjörtímabilsins. Davíð verður þó áfram í stjórninni og mun áfram ráða öllu. En hann vissi, að með því að bjóða formanni Framsóknar að stýra fundum ríkisstjórnar um skeið gæti hann framlengt völd stjórn- arinnar eitt kjörtímabilið enn. Og það gekk eftir. Engar skattalækkanir næsta ár Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ÞESSI fyrirsögn datt höfundi í hug þegar hann var á ferð í umferð- inni í Reykjanesbæ fyrir stuttu. Þar má víða sjá skilti sem eru fest á þar til gerða búkka og á stendur: „Varúð, börn á leið í skóla.“ Tilefni þessara skrifa er sú mikla umræða síðustu daga um afbrot tveggja ungra alþingismanna sem voru í fyrsta skipti kosnir á þing í vor. Það hefur ekki hvað síst ýtt við mér léttúðin og hvernig réttlæting og aðrar úr sér gengnar leiðir eru notaðar í umfjöllun málsins í stað þess að horfast í augu við þær stað- reyndir sem blasa við. Einstaklingur sem kosinn er til al- þingisstarfa má ekki hafa það eitt sér til ágætis að vera góður talandi, orðhákur í kappræðum og koma vel fyrir í vönduðum fötum í sjónvarpi. Það er aðeins óverulegt brot af heildinni. Viðkomandi þarf að vera góður og gegn, réttsýnn með ríka ábyrgðarkennd og kunna að setja sig inn í málefni frá ýmsum sjón- arhornum. Mannúðin og sam- kenndin með borgurunum má ekki vera langt undan heldur. Auðvitað er hann sem og hvert okkar hinna fyrirmynd fyrir samfélagið, börnin okkar, holdgervingur trúar að bætt- um kjörum og skiptir verulegu máli hvernig honum, sem og hverju okk- ar hinna, til tekst að feta hinn gullna meðalveg. Því er í engu ofaukið þegar sagt er að vandi fylgi vegsemd hverri. Þótt ofanritað sé næst því eins og það ætti að vera að mínu mati skal ég þó fúslega viðurkenna að sú markaðssetning ímyndar persónu, aðgengi hennar að fjölmiðlum, fjálg- legt fas sem fjas og yfirborðs kurt- eisi er oftar en ekki látið vega þyngra í stjórnmálum fyrir menn í framboði og ég því velt fyrir mér hvort almenn blinda eða skjálgur forystunnar sé ástæðan fyrir því hversu litlu ráði mannkostir eins og mildi, kærleikur og frekjulaus óframhleypni hinna sem eftir sitja. Glans eða gjörvileiki mætti kalla þetta val sem stjórnmálaöflin standa frammi fyrir. Umræðan í ljósvakamiðlum um þessa ungu alþingismenn sem eru án efa ágætis drengir er alls ekki mál- efnaleg. Einn viðmælandi vitnar í ömurlega áhöfn, svo mjög að fá- mennt yrði ef skammlausir réðu, máli sínu til stuðnings á meðan ann- ar vitnar um ungmenni á dráttarvél sem dæmi um borgaralega óhlýðni. Í báðum tilfellum virðist afbrot eiga að fá þann sess að vera léttvægara ef finna má annað jafn slæmt því til samanburðar. Þessi ævaforna íþrótt mannsins að finna réttlætingu fyrir öllum sköpuðum hlutum þykir mér lág- kúruleg leið til að nálgast skoð- anaskipti frá vitrænu sjónarhorni og oftar en ekki merki um rökþrot eða barnalegt viðhorf viðmælanda. Þessi gamla íþrótt var stunduð í það minnsta 500 árum fyrir Krist og gengu spekingar þá um götur og torg, fullyrtu að finna mætti réttlæt- ingu fyrir öllu mögulegu milli himins og jarðar. Vogarskálarnar sem hétu fyrst rétt og rangt hjá þegnunum og samfélagsheildinni fóru að fyllast af setningum eins og: „Þetta þarf ekki að vera svo rangt ef til þess er lit- ið...“ Svo leiknir voru þeir í hugar- leikfimi sinni að senda þurfti þá bestu í heimspeki og stærðfræði sem völ var á til þess að hafa roð við þeim. Þennan algenga ljóta sið mætti leggja af með öllu mín vegna. Fyrir margt löngu las ég í bók um kenningu sálfræðings sem hélt því fram að heilbrigður ábyrgur maður þyrfti ekkert að kunna fyrir sér í lögum því munurinn á réttu og röngu væri innbyggður í sálu hans og aðeins þyrfti að gefa þessum vís- dómi sem oft er kölluð samviska tíma til að greina þar á milli. Um þetta atriði getum við líka lesið í fornsögum. Til eru þess dæmi þegar fyrir dyrum var ákvörðunartaka í máli var skriðið undir feld og þessi undirvitund látin hjálpa til við úr- lausn mála. Mér finnst þetta mjög athyglisverð kenning. Í lögum er sagt frá vægi trúverðuleika t.d. hjá vitni. Þá skiptir miklu að viðkomandi sé maður dyggða og heiðarleika í gjörðum sínum og er þá vitnisburður hans metinn í því samræmi. Þá kröfu á líka að gera til manna í ábyrgðarstöðu. Í ofangreindum skrifum er ég ekki að fullyrða að hverju okkar geti ekki orðið á. Þvert á móti. Það er hluti af lífinu, reynslunni sem skerp- ir muninn á réttu og röngu og færir okkur nær skilningnum á vægi góðra gilda í mannlegum sam- skiptum. Ég er að vekja athygli á hversu vandmeðfarin er hin mikla ábyrgð sem fylgir því að fara með stjórn þessa lands. Við verðum að vera þess umkomin hvort sem ábyrgð okkar er mikil eða lítil að getað horfst í augu við ófullkomleika tilverunnar, okkar sjálfra, tekið á málum eins og þau koma fyrir án þess að grípa til réttlætingar, létt- úðar eða annarra óheppilegra leiða til þess að mýkja eða hylja sporin. Varúð, alþingis- menn á ferð Eftir Baldvin Nielsen Höfundur er stýrimaður í Reykjanesbæ og situr í landsráði Frjálslynda flokksins. ÞAÐ goppaðist upp úr framsókn- arforingjanum á fundi á Egils- stöðum að menn ættu ekki að vera að agnúast við ítalska fyrirtækið Impregilo. Ef Ítal- irnir hefðu ekki komið til sögunnar væri verkið við Kárahnjúka ekki hafið. Hvílík heppni að fá hina strang- heiðarlegu, suðrænu framtaksmenn til skjalanna, margrómaða úr öðrum heimsálfum einnig! Ella hefði sjálf- sagt orðið að fresta kosningunum sl. vor! Framsóknarmennskan í virkj- unarmálum eystra ætti ekki að vera neinum hulin ráðgáta. Hún drýpur af hverju strái. Virkja skyldi hvað sem það kostaði. Meðan Norðmenn voru í takinu voru þeim boðin gull og grænir skógar. Þeir gætu makað krókinn án þess að axla neina áhættu. Samt sem áður sneru Norð- menn sér undan. Jafnvel þeir treystu sér ekki til að semja við ís- lenzku atkvæðakaupmennina. Að svo búnu er enginn vafi á að farið hefir verið eftir æðstu leiðslum utanríkissambanda þegar Alcoa- mönnum var boðið upp í dansinn og gefið sjálfdæmi um aðalatriði samn- inga. Þá er röðin komin að nýju bjarg- vættunum, sem menn hafa í flimt- ingum að Berlusconi hafi sent á vett- vang í greiðaskyni við nýjan, náinn gistivin sinn, Davíð, fráfarandi for- sætisráðherra. Eins og að framan segir hefir verðandi forsætisráð- herra staðfest að ítalska fyrirtækið hafi ráðið úrslitum um að fram- kvæmdir voru hafnar eystra. Greinarhöfund skortir upplýs- ingar um innihald samningsgerðar við Ítalina, utan tilboðsfjárhæðar af þeirra hálfu, sem nam rúmum 34 milljörðum króna – Tilboðsgjafi, þaulkunnugur íslenzkum aðstæðum, bauð u.þ.b. 58 milljarða. Mismunur 24 milljarðar aðeins! Það þarf varla gripsvit til að skilja að hér eru á ferðinni einhver óskilj- anleg undur. Aðeins tvennt er til í dæminu: Annaðhvort er innlendi tilboðsgjaf- inn ófyrirleitinn fjárplógsmaður eða að Ítalirnir munu tapa stórfé á verk- inu. Að vísu hafa Ítalirnir þegar haft uppi tilburði til að skara eld frá köku starfsmanna á staðnum og að sinni. Tæplega getur það orðið þeim til bjargar, enda má ætla að íslenzk verkalýðshreyfing sé í færum um að hindra slík vinnubrögð. Upplýs- ingar, sem verkalýðsforingi gaf um þær aðfarir í sjónvarpi mánudags- kvöldið 15. sept. sl., voru hrollvekj- andi, þótt steininn tæki úr við frá- sögn Þorbjörns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samiðnar, á for- síðu Fréttablaðsins morguninn eftir. En verðandi forsætisráðherra Framsóknar prísar verktakann og biður menn að láta af að gagnrýna góðgerðarmennina. Þykir þeim ítölsku sjálfsagt ekki amalegt að skáka í því skjólinu. Þeir fáu drættir, sem sýnilegir eru í heildarmyndinni, benda til að hér sé pottur brotinn, jafnvel margir pottar mölbrotnir. Einsýnt virðist að þess verði kraf- izt, strax og þing kemur saman, að ríkisstjórn gefi ítarlega skýrslu um þetta viðamikla mál. Hér er á ferð- inni stærsta framkvæmd í sögu þjóðarinnar, sem sýnist byggð á brauðfótum. Það skyldi þó ekki vera að hér séu í uppsiglingu stærstu afglöp í ís- lenzkri framkvæmdasögu? Afglöp? Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Kokkabókastatíf Verð 3.990 kr. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Litir: Svart, blátt, grænt, grátt Nýtt! drapplitur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.