Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 31 UNDANFARIÐ hefur umhverf- isráðherra farið mikinn í aðgerðum sem eiga að vera til að efla rjúpn- astofninn. Veiðibann hefur verið sett – engar veiðar leyfðar. Ráðherrann hefur þó gefið í skyn að ef Al- þingi samþykki sölu- bann á rjúpu þá muni hún aflétta veiði- banninu. Ýmsir stuðningsmenn ráð- herrans hafa hlaupið fram á völlinn og lýst stuðningi við sölubann. Staðreyndir Síðastliðið vor kom ráðherrann þeim skilaboðum til umhverf- isnefndar Alþingis að hún vildi sölu- bann á rjúpu. Meirihluti nefnd- arinnar var á móti sölubanni, þar sem nefndin taldi að farið yrði í kringum það, rjúpa yrði seld á svörtum mark- aði. Eins og alkunna er verða þeir hlutir sem bannaðir eru á Íslandi afar spennandi, rjúpan myndi líklega selj- ast á góðu verði og bragðið yrði sem aldrei fyrr. Einnig voru nefndarmenn að hugsa um bændur, sem hafa haft veiðina sem lífsviðurværi að hluta. Nefndin vildi stytta veiðitímann verulega, auka fræðslu og eftirlit. Meirihluti nefnarmanna taldi rétt að landsmenn gætu skotið sér rjúpu í jólamatinn. Staðan í dag Nú er veiðibann í gildi, en það má skipta á því og sölubanni! Þetta eru greinilega mjög vísindalegar aðferðir til að vernda rjúpnastofninn. Ráð- herrann ætlar að hafa sitt fram ef þess er nokkur kostur. Hvað er til ráða? Undirritaður er algjörlega á móti veiðibanni og enn meira á móti sölu- banni. Ég tel að eftirfarandi tillögur gætu stuðlað að eflingu rjúpnastofns- ins, og jafnframt geti veiðimenn veitt í jólamatinn. Veiðitíminn verði styttur niður í 4-6 vikur. Bannað verði að nota fjórhjól og vélsleða við veiðina. Jafnvel verði bannað að nota hunda við veiðarnar. Hundar finna rjúpu, sem eru að fela sig t.d. á snjósköflum, og á hún þá enga möguleika að kom- ast undan veiðimanninum. Jákvæði þáttur þess að nota hunda er að særð- ir fuglar eru síður skildir eftir. Hámarksfjöldi fugla hvers veiði- manns í hverri veiðiferð verði 15 stykki og enginn má skjóta fleiri en 60 rjúpur á veiðitímanum. Sá sem sel- ur rjúpur verður að hafa byssuleyfi og gefa upp nafn sitt á reikningi. Eitt af vandamálunum við verndun rjúpnastofnsins er að tiltölulega fáir veiðimenn eru að veiða meira en helminginn af veiddum rjúpum. Slíkri atvinnumennsku verður að linna. Fræðsla og kynning á rjúpna- stofninum verði efld. Mikið er í húfí að vernda rjúpuna, sem er í boði á matborði mannsins, sem og fálkans og fleiri dýra. Ég mun beita mér fyrir því á næsta þingi að veiðibanni verði aflétt og framangreindar tillögur verði sam- þykktar. Ég vona að ráðherrann rembist ekki eins og rjúpan við staurinn í um- hyggju sinni fyrir fuglunum. Sjálf- bærar nytjar eiga rétt á sér. Rjúpan og ráðherrann Eftir Gunnar I. Birgisson Höfundur er alþingismaður og á sæti í umhverfisnefnd Alþingis. Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stef- ánsson (2.560) og Helgi Ólafsson (2.498) sigr- uðu báðir í tíundu um- ferð Norðurlanda- mótsins í skák. Báðir snéru þeir skemmti- lega á andstæðinginn, en skák Hannesar Hlífars var afar glæsi- leg. Hann sigraði norska stórmeistarann Einar Gausel (2.533) og er í þriðja sæti fyrir loka- umferðina með 6½ vinning. Helgi Ólafsson sigraði finnska FIDE- meistarann Heikki Lehtinen (2.362) og er í 4.–5. sæti með 6 vinninga. Efst- ur með 7½ vinning er danski stór- meistarinn Curt Hansen (2.618). Hann er engan veginn öruggur um efsta sætið því hann mætir Hannesi í lokaumferðinni. Með sigri í skákinni á Hannes von um sigur á mótinu, en Evgenij Agrest á þó einnig góða möguleika. Hann er með 7 vinninga og mætir Færeyingnum Flóvin Þór Næs, sem er í neðsta sæti á mótinu. Helgi mætir Einar Gausel í lokaum- ferðinni. Úrslit tíundu umferðar: Hannes Hlífar - Einar Gausel 1-0 Helgi Ólafsson - Heikki Lehtinen 1-0 Lars Schandorff - Davor Palo ½-½ Kjetil A. Lie - Heikki Kallio ½-½ Jonny Hector - Evgenij Agrest ½-½ Flóvin Þór Næs - Curt Hansen 0-1 Staðan fyrir síðustu umferð:1. Curt Hansen 7½ v. 2. Evgenij Agrest 7 v. 3. Hannes Hlífar Stefánsson 6½ v. 4.–5. Helgi Ólafsson og Jonny Hector 6 v. 6. Davor Palo 5½ v.7.–9. Heikki Leht- inen, Einar Gausel og Lars Schan- dorff 4½10. Heikki Kallio 4 v. 11. Kjetil A. Lie 3½ v. 12. Flóvin Þór Næs ½ v. Hannes getur verið stoltur af tafl- mennskunni gegn Gausel, en Danir hálfvorkenndu Gausel fyrir að lenda í þessum ósköpum. Hvítt: Hannes Hlíf- ar Stefánsson Svart: Einar Gausel Aljekínsvörn 1.e4 Rf6 2.e5 Rd5 3.d4 d6 4.Rf3 dxe5 5.Rxe5 c6 6.Bd3 Rd7 7.Rxd7 Bxd7 8.0–0 g6 9.He1 Bg7 10.c3 0–0 11.Bg5 He8 12.Rd2 Dc8 13.Rc4 -- Nýr leikur. Þekkt er 13.Re4 Bf5 14.Df3 Dc7 15.Bc4 Bxe4 16.Hxe4 e6 17.a4 a6 18.a5 c5 19.Bxd5 exd5 20.Hxe8+ Hxe8 21.Dxd5 cxd4 22.cxd4 Bxd4 23.g3 (23.Dxd4 Dxa5! 24.b4 Dxg5) 23.-- Bxb2 og svartur stendur betur, þótt skákinni lyki með jafntefli (Macieja-Kuczynski, Varsjá 2001). 13...Bf5 14.Be2 Dc7 15.Bf3 Had8 16.Db3 Be6? Gausel áttar sig ekki á hættunni í stöðunni. Best virðist að leika 16...Dc8, t.d. 17.Re3 Rxe3 18.Hxe3 Bf6 19.Bf4 Be6 20.Da3 a6 21.Hae1 Bd5 22.Bxd5 cxd5 23.Da5 Dd7 24.Be5 Bg5 25.f4 Bh6 og hvítur á rýmra tafl. 17.Hxe6! -- Með þessari fallegu skiptamunar- fórn splundrar Hannes svörtu stöð- unni. 17...fxe6 18.He1 b5 19.Re5 Hf8 20.Bg4 Hd6 21.Rd3 h6 22.Bh4 Kh7 Svartur hefði getað varist betur með 22...e5 23.dxe5 Hdd8, þótt hann sitji áfram í mjög erfiðri stöðu, eftir 24.Bg3 o.s.frv. 23.Bg3 e5 24.dxe5 Hdd8 25.Rc5 Db6 26.Re6 h5? Skárra er 26...Hde8 27.Rxf8+ Hxf8 o.s.frv. 27.Bxh5! gxh5 Jafngildir uppgjöf, en ekki er svarta staðan glæsileg, eftir 27...Hf5 28.Bg4 Hdf8 29.Rxf8+ Hxf8 o.s.frv. 28.Dc2+ Kh6 Eða 28...Kg8 (28...Kh8 29.Rg5 Hf5 30.Dxf5 Kg8 31.Dh7+ Kf8 32.Dg6 Kg8 33.Re6 Hf8 34.Dxg7+ mát) 29.Dg6 Hg8 30.Dxh5+ Bh6 31.Dxh6+ mát 29.Bh4 Bf6 Annað er ekki að gera við hótuninni 30.Bg5+ mát. 30.exf6 exf6 31.Df5 Hg8 32.He5!! -- og svartur gafst upp. Hótunin er 33.Dxh5+ mát, og 32...fxe5 leiðir til sömu niðurstöðu: 33.Bg5+ Hxg5 34.Dxg5+ Kh7 35.Dg7. Glæsileg skák hjá Hannesi. MP-mótið hefst 21. september MP-mótið verður haldið í félags- heimili Taflfélags Reykjavíkur 21. september til 10. október. Keppend- um verður skipt í flokka með hliðsjón af Elo-stigum og fer fjöldi flokka eftir þátttöku í mótinu. Tefldar verða 9 umferðir og hefjast umferðir á mið- vikudögum og föstudögum kl. 19 og á sunnudögum kl. 14. Teflt verður eftir nýjum tímamörkum í efstu flokkun- um, 1½ klst. + 30 sekúndur á leik á alla skákina. Í neðsta flokknum, sem verður opinn, verður teflt eftir tíma- mörkunum 1½ klst. á 30 leiki + 30 mínútur til að ljúka skákinni. Efsti TR-ingurinn í A-flokki hlýtur titilinn skákmeistari TR. Dagskrá mótsins verður sem hér segir: 1. umf. sunnud. 21. sept. kl. 14 2. umf. miðvikud. 24. sept. kl. 19 3. umf. föstud. 26. sept. kl. 19 4. umf. sunnud. 28. sept. kl. 14 5. umf. miðvikud. 1. okt. kl. 19 6. umf. föstud. 3. okt. kl. 19 7. umf. sunnud. 5. okt. kl. 14 8. umf. miðvikud. 8. okt. kl. 19 9. umf. föstud. 10.okt. kl. 19 Veitt verða verðlaun í öllum flokk- um og er þátttaka öllum opin. Þátt- tökugjöld: 3.000 kr. fyrir félagsmenn TR 16 ára og eldri (4.000 kr. fyrir aðra). 1.500 kr. fyrir félagsmenn TR 15 ára og yngri (2.000 kr. fyrir aðra). Aðalstyrktaraðili mótsins er MP- verðbréf. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Taflfélags Reykja- víkur, www.skaknet.is . Þar er hægt að skrá sig í mótið en frestur til að skrá sig í lokaða flokka rennur út laugardaginn 20. september kl. 22. Hagkaupsmótið Sunnudaginn 21. september mun skákfélagið Hrókurinn í samvinnu við Hagkaup standa fyrir barnaskákmóti á Broadway. Keppendur verða um 300 talsins og er til mikils að vinna. Allir keppendur á mótinu eiga mögu- leika á glaðningi, því einnig verður efnt til happdrættis þar sem m.a. verða dregnir út DVD-spilarar, hljómtækjasamstæða, DVD-myndir, geisladiskar frá Skífunni, gjafabréf á American Style og McDonalds, skák- sett og Skákspilið Hrókurinn verður frumsýnt. Nokkrir af vinsælustu skemmtikröftum landsins koma fram, m.a. Hreimur Örn úr Landi og sonum og skáktríó JFM. Hagkaupsmótið er fyrir börn í 1.–7. bekk og verður þeim skipt í nokkra flokka. Allir fá kók, pylsur og viður- kenningarskjöl fyrir þátttökuna sem og tvo miða í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn. Þau sem lenda í 1.–3. sæti fá verðlaunapening og sigurvegarar í hverjum flokki hljóta vandaðan bikar frá Árna Höskuldssyni. Fjölmörg fyr- irtæki til viðbótar gefa vinninga og verðlaun. Mæting er kl. 12. Mótið verður sett kl. 13 við hátíðlega athöfn. Þátttöku- gjald er 500 krónur og rennur ágóð- inn í barnastarf Hróksins. Hrókurinn hvetur fólk til að fjöl- menna á Broadway á sunnudaginn og sjá hina nýju skákkynslóð. Hægt er að skrá sig með pósti á netfangið skakskoli@hotmail.com eða með því að hringja í síma 862 1219. Hannes Hlífar og Helgi Ólafsson sigruðu báðir SKÁK Árósar, Danmörk SKÁKÞING NORÐ- URLANDA 2003 6.–17.9. 2003 Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Helgi Ólafsson dadi@vks.is Tískuvöruverslun Laugavegi 25 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Kvennskór Teg. 10807 Litur svartur St. 37-41 VERÐ 2.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.