Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er minn skilningur á blaðamannsstarf- inu að þegar ég skrifa fréttir beri mér að reyna að greina hlutlaust frá og enn- fremur að reyna að rýna undir yfirborð hlutanna. Þá finnst mér ekki síður mikilvægt að leiða hugann að því fólki sem fréttin snertir. Sumum finnst þetta lýsa dálítilli viðkvæmni og að nauðsynlegt sé að „herða sig“ eða jafnvel brynja sig gegn sorgarfréttum. Ég get vissulega tekið undir það að enginn væri neinu bættari ef blaðamenn sætu með tárvota hvarma við vinnu sína og ekki væri hægt að lesa Morgunblaðið fyrir öllum tárunum sem féllu á blaðsíð- urnar. Þá væri hin salta vökvun yfir fréttalestri á Netinu lík- lega ekki til þess að auka endingu lyklaborðsins. En eins nauðsynlegt og það er að geta séð spaugilegu hliðina á tilver- unni finnst mér jafnnauðsynlegt að sjá sorglegu hliðina. Markmiðið með þessu hjá mér er ekki að leggjast í dep- urð. Einhvern tímann var mér sagt að fyrsta setningin sem skrifuð hefði verið væri þessi: „Heimur versnandi fer“. Mörg- um finnst líklega þessi setning vera enn í fullu gildi en þó má líka halda því fram að heimur batnandi fari, a.m.k. sá vest- ræni, með auknum mannrétt- indum og bættum lífskjörum fyrir flesta. Oft þegar ég reyni árangurs- laust að ná í einhvern í farsíma og fæ skilaboðin „Í augnablik- inu getur verið slökkt …“ verð- ur mér hugsað til konu einnar í Bandaríkjunum. Fyrir rétt tæp- um fjórum árum skrifaði ég fréttir af sviplegu fráfalli hins þekkta bandaríska kylfings Pay- nes Stewarts. Stewart var ásamt fimm öðrum mönnum um borð í einkaflugvél sinni og þeg- ar flugumferðarstjórn náði ekki sambandi við vélina varð ljóst að ekki var allt með felldu. Bandarískar sjónvarpsstöðvar sýndu svo myndir af vélinni þar sem hún flaug stjórnlaust yfir sex ríki Bandaríkjanna. Orr- ustuþotur voru sendar á eftir vélinni og fylgdu henni mest- allan tímann sem hún var á lofti en gátu þó ekki veitt neina að- stoð. Talið er að bilun hafi vald- ið þrýstingslækkun í farþega- rými og því hafi fólkið misst meðvitund og hugsanlega verið látið þegar vélin brotlenti. Í erlendu fréttinni sem ég hafði til hliðsjónar skrifum mín- um á fréttavef blaðsins var greint frá því að Tracey, eig- inkona Stewarts, hefði árang- urslaust reynt að ná sambandi við eiginmann sinn í farsíma hans um leið og hún fylgdist með myndum af flugi vélarinnar í sjónvarpinu. Þegar ég fer að bölsótast og skammast yfir því að ná ekki í einhvern í farsíma og að þurfa að hlusta á hinn óskemmtilega símsvara, tekst mér stundum að muna eftir þessari konu og ég velti því fyrir mér hvort hún hafi þurft að hlýða á ámóta skilaboð í símsvara þar sem hún reyndi klukkutímunum saman að ná sambandi við eiginmann sinn. Ég hugsa til þess hversu örvæntingarfull hún hlýtur að hafa verið þar sem hún horfði tímunum saman á stjórnlausa vélina í sjónvarpinu og reyndi hvað hún gat til að fá að heyra aftur rödd eiginmanns síns í þeirri veiku von að hann myndi segja henni að allt væri í stak- asta lagi. Þegar ég hugsa um þetta verð ég líka þakklát. Ég fyllist þakklæti yfir því að heyra í blessuðum símsvaranum sem er alltaf að segja mér að sá eða sú sem ég er að reyna að ná í sé á fundi eða hafi gleymt að hlaða rafhlöðuna í farsímanum sínum. Í síðustu viku vorum við einn- ig minnt á átakanlegan hátt á hverfulleika tilverunnar. Bæði með morðinu á Önnu Lindh og svo þegar minnst var fórn- arlamba hryðjuverkaárás- arinnar 11. september 2001. Þegar ég hugsa um þessar árás- ir og morð finn ég fyrir smæð minni og þeirri náð sem það er að hafa fengið að vakna í morg- un og sjá til sólar og vindinn bæra mjúklega greinar trjánna. Stundum verð ég líka fyrir minniháttar skakkaföllum og þá finnst mér mikilvægt að átta mig á því að hlutirnir hefðu get- að farið verr. Með þetta í huga minnist ég bókar sem var til á mínu æskuheimili. Þetta var bók eftir danska grínistann Willy Breinholst sem hét „Berðu höfuðið hátt, það gæti gengið verr“ og lýsti miklu hug- myndaflugi höfundar varðandi það hversu fáránlegir hlutir gætu fræðilega séð hent okkur en gera náttúrlega lang- sjaldnast. Þá kemur líka upp í hugann hin óbilandi bjartsýna skáldsagnapersóna Pollýanna sem fékk hækjur í jólagjöf. Líkt og sönn jákvæðnismanneskja reiddist Pollýanna ekki yfir þessari tilgangslausu gjöf held- ur varð yfir sig hrifin yfir því að vera svo heilsuhraust að hún þyrfti ekki á hækjum að halda. Ég vona að nú haldi enginn að með þessum skrifum sé ég að hlakka yfir óförum annarra. Það er alls ekki það sem fyrir mér vakir. Lífið er erfitt og stundum fæ ég minn skerf af því og stundum einhver annar. En þegar ég fæ ekki minn skerf af erfiðleikunum vil ég taka eft- ir því, fyllast þakklæti og njóta góðu stundanna. Þá vil ég líka taka sér- staklega eftir góðu fréttunum. Mér verður hugsað til fregnar af því þegar tveggja ára rú- mönsk telpa bjargaðist eftir að hafa fallið niður í fimm metra djúpan brunn en björgunar- aðgerðir stóðu yfir í rúmar sex klukkustundir. Þá minnist ég þess líka þegar mannbjörg varð er 30 tonna bátur sökk á svip- stundu úti fyrir Snæfellsnesi. Tveimur mönnum var bjargað úr björgunabát eftir 90 mínútna rek en ekki mátti þó miklu tæp- ara standa því bátinn rak beint í átt að klettunum við Svörtuloft. Harmur og hamingja „Þegar ég fer að bölsótast og skammast yfir því að ná ekki í einhvern í farsíma tekst mér stundum að muna eftir þessari konu.“ VIÐHORF Eftir Kristínu Sigurðardóttur stinasig@mbl.is ✝ Elísabet MaackThorsteinsson fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1925. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi sunnudags- kvöldið 7. september. Foreldrar hennar voru Pétur Andrés Maack skipstjóri, f. 11.11. 1892, d. 11.1, 1944, fórst með b.v. Max Pemberton, og Hallfríður Hall- grímsdóttir Maack, f. 7.6. 1885, d. 5.1. 1967. Elísabet var yngst sex systkina, hin eru Pétur Andrés, f . 24. febrúar 1915, d. 11. jan. 1944, fórst með föður sínum á Max Pemberton; Aðalheiður, f. 11. okt. 1916, d. 27. des. 1919; Karl, f. 15. febrúar 1918; Aðalsteinn, f. 17. nóvember 1919; og Viggó Einar, f. 4. apríl 1922. Elísabet giftist í Reykjavík 1947 Ragnari Thorsteinsson. Hans for- eldrar voru Geir Thorsteinsson, útgerðarmaður í Reykjavík, f. 4. mars 1890, d. 26. nóv. 1967, og Sigríður Hafstein Thorsteinsson, f. 3. desember 1896, d. 17. nóv. 1983. Þau eignuðust fimm börn: 1) Geir Thorsteinsson, f. 17.10. 1948, kvæntur Helgu Sigurjónu Helga- dóttur, f. 29.8. 1951, dætur þeirra eru a) Elísabet, f. 2.10. 1975, gift Richard Duchemin, f. 5. jan. 1970, og b) Ragnhildur Helga, f. 24. júní 1981; 2) Pétur Thorsteinsson, f. 23. nóv. 1950, kvæntur Önnu Stef- ánsdóttur, f. 5. nóv. 1953, dóttir þeirra er Vala, f. 30. des, 1978, í sambúð með Inga Garðari Er- lendssyni, f. 11.3. 1980, þeirra dóttir er Ísold Anna, f. 11. júní 2003; 3) Hallgrímur Thorsteins- son, f. 14. sept. 1955, kvæntur Ragnheiði Óskarsdóttur, f. 14. feb. 1957, þeirra dóttir er Vera El- ísabet, f. 12. des. 1994. Hallgrímur á Hildigunni Halldóru, f. 16. feb. 1980, með Elínu Þóru Frið- finnsdóttur og Ragn- heiður á Ástu, f. 16. maí 1979, hún á dótt- urina Erlu Rós, f. 2. ágúst 2000, með Bjarka Sigurgeirs- syni, og Viktor Pét- ur, f. 27. apríl 1983, með Ólafi Árnasyni; 4) Sigríður Thor- steinsson, f. 16. nóv. 1958, gift Þórhalli Andréssyni, f. 2. okt. 1958, þeirra börn eru a) Dóra Gígja, f. 10. feb. 1984, og Ragnar, f. 6. mars 1987; 5) Ragnheiður Thorsteinsson, f. 28. sept. 1965, gift Einari Rafns- syni, þeirra sonur er Máni Geir Einarsson, f. 7. maí 1998. Ragn- heiður á Orra, f. 13. mars 1990, með Eiríki Hjálmarssyni og Einar á börnin Önnu Margréti, f. 30. júlí 1974, í sambúð með Þórhalli Dan, f. 5. des. 1972, sonur þeirra er Dagur Dan, f. 2. maí 2000, Rafn f. 24. okt. 1977, og Þorgrím Andra, f. 20. júlí 1980, með Margréti Pét- ursdóttur, d. 21. ágúst 1984, og Gyðu Dögg, f. 6. apríl 1987, með Hallgerði Gestsdóttur. Elísabet ólst upp á Ránargötu 30 og gekk í Miðbæjarbarnaskól- ann, tók svo gagnfræðapróf frá Ágústarskóla. Eftir að skyldu- námi lauk hóf hún nám í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík. Eft- ir að hún lauk námi starfaði hún við skrifstofustörf í Vélsmiðjunni Héðni þar til hún giftist. Elísabet helgaði líf sitt heimilinu og fjöl- skyldunni. Hún hafði gaman af ferðalögum og útiveru og stund- aði bæði skíði og sund meðan heilsan leyfði.Útför Elísabetar verður gerð frá Garðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Að leiðarlokum hrannast minning- arnar upp. Elskuleg tengdamóðir mín hefur kvatt þennan heim og hennar bíða nú önnur verkefni á æðri stöðum. Fyrstu kynni mín af henni eru ógleymanleg. Hún tók mér opn- um örmum, feiminni sveitastúlkunni, og ég vissi alltaf nákvæmlega hvar ég hafði hana. Það var ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir henni, hún var þannig. Sérstök, blátt áfram, ákveðin, skoðanaföst, hlý, gestrisin og gjafmild. Tengdamóðir mín var einstök í að halda fjölskyldunni saman og verða lengi í minnum höfð öll matarboðin hennar, en hún var vægast sagt snill- ingur í matargerð. Allt var svo fal- lega framborið, öllu nákvæmlega raðað og svo smekklegt að eftir var tekið. Í þessum efnum lærði ég margt af henni og þegar ég aðstoðaði hana voru leiðbeiningarnar mjög ná- kvæmar. Maður vissi nákvæmlega hvernig hún vildi hafa hlutina. Í mörg ár fór fjölskyldan saman í veiðiferð í Vatnsdalinn, fyrstu árin með Kalla bróður hennar og Þóru, sem nú er látin og var hennar besta vinkona. Fjölskylda Þóru og Kalla var einnig með í för og var oft glatt á hjalla. Minningar eru afar hlýjar og góðar sem við áttum þarna í Vatns- dalnum. Ellý fór með okkur síðustu ferð sína nú í júlí sl., meira af vilja en mætti. Hún var þá orðin mjög veik. Að vera með sínu fólki var henni efst í huga og kom ekki annað til greina hjá henni en að fara með. Ellý kvartaði aldrei. Þegar hún var spurð hvernig henni liði sagði hún oftast að sér liði vel, en setti þá upp alveg sérstakan svip, sem gaf til kynna að hún talaði þvert um huga sinn. Í mesta lagi sagðist hún hafa það „skítt“ og „ekki meira um það“. Já, hún var hörkutól og hetja. Þá eru ótaldar utanlandsferðirnar sem stórfjölskyldan fór saman í. Ellý og Ragnar voru auðvitað miðpunkt- urinn í þeim ferðum og voru þetta í einu orði sagt stórkostlegar ferðir sem öll fjölskyldan á góðar minning- ar um. Það er gott að eiga góðar minningar til að ylja sér við. Barna- börnin hafa misst fastan punkt í til- verunni en þau yngstu kynntust ekki „kraftakonunni Ellýju ömmu“. Þau minnast hennar sem ljúfrar ömmu sem allt vildi fyrir þau gera. Að lokum kveð ég góða tengda- mömmu. Megi algóður guð styrkja Ragnar og fjölskylduna alla á erfið- um tímum. Helga. Elsku amma mín. Oft hugsar maður ýmislegt en seg- ir það ekki – sérstaklega það fallega. Ég skrifa þér því nokkrar línur því að mér þykir svo óskaplega vænt um þig. Þú gafst mér svo margt. Allt frá því að ég man eftir mér varstu alltaf svo góð við mig og gafst mér svo mikla hlýju og væntumþykju, jafnvel þó að ég hafi verið ansi erfið þegar ég var lítil. Ég vildi að ég hefði getað endurgoldið þessa væntumþykju með nærveru minni á erfiðum stund- um hjá þér. En fjarlægðirnar á milli okkar voru miklar nú síðustu árin og þýðir ekki að fást um það nú. En það huggar mig að vita til þess að þú og afi áttuð góða að sem umvöfðu ykkur hlýju. Ég get ekki að því gert, en minn- ingarnar sækja á huga minn ... öll þau skipti sem ég gisti hjá ykkur og hvað mér fannst gaman ... ég man hvað vinkonur mínar öfunduðu mig af því að amma mín fór með mig að sjá Tomma & Jenna í bíó – það fannst mér alveg meiri háttar. Já, þú varst meiri háttar amma. Þú stóðst þig eins og hetja í einu og öllu í gegnum öll þessi ár og dáðist ég alltaf mikið að þér – og mun alltaf gera. Ég á mjög erfitt með að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að sjá hvor aðra á ný og finnst mér það mjög „skítt“ svo að ég noti þitt orð yfir ömurlegt. Elsku besta amma mín, ég mun biðja fyrir þér og mig langar til að biðja þig um að vaka yfir fjölskyldunni í framtíðinni. Bless, elsku amma mín. Þín nafna, Elísabet. Guð oss sé náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor. (Sálm. 67,2) Elsku besta amma mín. Það er erfitt að kveðja þig. Ekki hefði verið hægt að óska sér betri ömmu en þig. Þú varst alltaf til staðar og alltaf svo hvetjandi. Þótt ekki gengi nógu vel hjá mér sagðirðu að ég gæti allt ef ég bara vildi og viti menn, ég gat. Elsku amma, ég skal halda áfram að vera dugleg og standa mig. Ég hafði ekki hugsað það til enda að ég þyrfti einhvern tímann að vera án þín, elsku amma, en nú ertu farin. Það huggar mig þó að þú ert komin á betri stað og fylgist með okkur af himnum ofan og brosir þínu fallega brosi. Þú ert engill núna. Þín Ragnhildur. Okkur kom ekki á óvart að Ellý væri skemmtileg af því að dóttir hennar, Sirrý vinkona, er svo skemmtileg. Við áttum aftur á móti ekki von á að hún væri svona mikill grallari, eiginleiki sem hún hélt til hinsta dags. Kímnigáfa hennar var einstök. Hún sá fyndnu hliðarnar á lífinu hvernig sem viðraði. Henni leiddist allt froðusnakk og hún lá ekki skoðunum sínum – þá var gaman. Ellý gaf lífinu lit. Við sendum fjölskyldu hennar og vinum innilegar samúðarkveðjur. Nína Helgadóttir og Ragnhildur Zoëga. Það rifjast upp margar minningar hjá okkur systkinunum nú þegar Ellý er farin. Þegar við komum inn í fjölskyldu Ellýjar og Ragnars fyrir ellefu árum, þegar mamma giftist Halla syni þeirra, var okkur strax tekið sem hluta af fjölskyldunni. Ellý tók okkur sem barnabörnum sínum og verðum við alltaf þakklát fyrir það. Munum við alltaf minnast góðu stundanna sem við áttum með Ellýju, sólarlandaferðanna, árlega garðvinnudagsins á vorin og sérstak- lega jólanna á Smáraflöt. Við viljum þakka Ellýju ömmu fyr- ir allan þann hlýhug og örlæti sem hún sýndi okkur í gegnum árin og kveðjum við hana í dag með margar góðar minningar í hjarta. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Ásta og Victor Pétur. ELÍSABET MAACK THORSTEINSSON MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.