Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ó, Jesú, bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) Elsku amma, þessi bæn hefur fylgt okkur systkinunum frá því er þú kenndir okkur hana í æsku. Í hvert sinn sem við gistum hjá þér fórum við með hana í sameiningu fyrir háttinn og sváfum því vært nálægt þér. Þær eru ófáar stundirnar sem við dvöldum í húsinu þínu með stóra garðinum, Birkigrund 9a. Í eldhúsinu hljómaði ávallt útsending Rásar 1 og þú bauðst okkur upp á snúða með súkkulaði og mjólk. Í garðinum príl- uðum við í klifurtrjám og fengum reit til að rækta okkar eigin plöntur við hliðina á trénu sem var gróðursett þegar pabbi okkar fæddist. Alltaf máttum við leika okkur í kjallaranum þínum, sem í augum barna var fullur af leyndardómum og ævintýrum. Í heimsóknum okkar tókstu oftar en ekki fram flétturnar þínar og barst þær saman við fléttur okkar systra til að sjá hvor okkar hefði hárlitinn þinn. Við fengum víst aldrei fullkomlega úr því skorið – eigum við ekki bara að segja að hann hafi verið blanda af okkar beggja lit? Aldrei virtist þú þreytast á að leyfa okkur að spila á orgelið þitt, þó svo að kunnáttan hafi ekki verið mikil og flestir fullorðnir hefðu fyrir löngu gefist upp á okkur, en ekki þú amma, þolinmæði þín og jákvæðni var svo mikil og það var alltaf stutt í fallega brosið þitt. Það er svo skrýtið að þú sért farin GUÐRÚN EINARSDÓTTIR ✝ Guðrún Einars-dóttir fæddist í Reykjavík 4. septem- ber 1922. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. septem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 12. septem- ber. elsku amma, en þú býrð ennþá í hjörtum okkar því við munum alltaf elska þig og muna. Það verður erfitt að venjast fjarveru þinni því við erum orðin svo vön því að hafa þig nálægt, sama hvort það er heima hjá þér í Birki- grund eða hjá okkur í Skólagerði. Við söknum þín meira en orð fá lýst en verðum nú að kveðja þig. Þín barnabörn, Bryndís, Guðrún Ragna og Þorsteinn Yngvabörn. Núna þegar þetta góða sumar kveður eins og þú Dúna á ég að skila kveðju og þakklæti frá lítilli frænku og móður hennar fyrir allar heim- sóknirnar í sumar. Þú tókst þér oft göngutúr með „viðhaldið“ út í góða veðrið og komst við í húsunum í kring. Þar sem einhver var heima tylltir þú þér smástund og naust ná- lægðar við þá sem voru þér kærir. Heiða Steina og Ásdís Lóa voru svo heppnar að vera oft heima og fá þig í heimsókn. Eins átti ég að skila kveðju frá börnunum mínum og þakka þér fyrir allar þær stundir er þú sast hjá þeim veikum þegar við foreldrarnir vorum að vinna. Tíminn líður bara svo hratt og nú er þessi tími liðinn og komið að kveðjustund. Ég hef þá trú að Dúna sé núna komin til allra þeirra sem hún hefur saknað lengi og þráð að hitta og þessi trú hjálpar mér að kveðja. Dúna missti mann sinn ungan frá þremur sonum, en hún var lánsöm að eiga góða fjölskyldu sem hélt vel saman. Bróðir hennar Einar bjó í næsta húsi ásamt konu sinni Sísí og fjórum börnum en ættmóðirin Guð- rún átti heimili hjá Dúnu. Ég var svo heppin að koma inn í þessa fjölskyldu fyrir nær fjörutíu árum þegar ég kynntist manninum mínum, Óla, bróðursyni Dúnu. Það kom fljótt í ljós hversu gott var að eiga Dúnu að, sem ásamt sinni góðu mágkonu og vin- konu Sísí kenndi mér margt sem ung húsmóðir þurfti að kunna. En það var langt því frá að ég væri sú eina sem naut leiðsagnar. Dúna var þekkt fyrir hjálpsemi, útsjónarsemi og ekki skemmdi fyrir hennar ljúfa geð. Hún var iðulega að sinna einhverjum eða skjótast fyrir einhvern og sá maður hana oft keyra upp og niður götuna mörgum sinnum á dag. Dúna átti mörg áhugamál, en hestamennska var hennar aðal- áhugamál framan af og alltaf lagði hún við hlustir þegar rætt var um hesta. Ég tala ekki um þegar bróð- urbörnin hennar voru að leggja í hestaferð, þá öfundaði hún þau oft. Skóg- og garðrækt voru henni ávallt mikilvæg og hugsaði hún af natni um sinn stóra garð meðan hún hafði heilsu, en hún naut þess alltaf að fara út og virða hann fyrir sér. Blómin í gluggunum hjá henni töluðu líka sínu máli. Hún var mjög vandvirk og margt lék í höndum hennar sem best sést á bókum sem hún batt inn og fallegum dúkum o.fl. sem hún málaði á. Hún las mikið og miðlaði af því til annarra, en hún las lengi fyrir heimilisfólkið í Sunnuhlíð á vegum Rauða krossins og einnig var hún í leshópi hjá Hana- nú. Dúna var mjög félagslynd og var virk í félagsmálum. Fyrir nokkrum árum fékk Dúna áfall sem leiddi til þess að lífsgæði hennar skertust verulega, en verst fannst henni að geta ekki keyrt og haldið áfram að hjálpa öðrum. En hún átti þess kost að búa heima til síðasta dags með aðstoð sinna nán- ustu og þjónustu frá bæjarfélaginu og var það henni mikils virði. Við sem fengum að hafa þig og njóta nærveru þinnar örlítið lengur erum þakklát fyrir það. Ég kveð þig, elsku Dúna, með kæru þakklæti fyrir allt. Guðríður Þorsteinsdóttir. Mínar fyrstu minningar um önmu Dúnu eru frá því við fjölskyldan flutt- um í Kópavoginn. Ég var sex ára og við sváfum á gólfinu hjá ömmu Dúnu í nokkrar vikur í stóra húsinu uppi í brekkunni, með skóginum í garðin- um. Í húsinu hennar voru fallegar stofur med styttum og bókum, út- skorinn viðarlampi og fullt af falleg- um myndum á veggjunum. Seinna meir, á sumrin, þegar veðr- ið gott var notalegt að fara upp í garð og setjast í sólina með ömmu Sísi og ömmu Dúnu og fá sér djús og spjalla. Síðar þegar ég fór að vinna í gróðr- arstöðinni Birkihlíð í nágrenninu stytti ég mér leið í gegnum garðinn hennar á hverjum degi og stoppaði hjá henni á leiðinni heim þegar hún sat úti í garði. Hún var alltaf brosandi og glöð að sjá mann, umvafin sum- arblómunum sínum og vildi sýnda mér og ræða um blómin í garðinum. Þegar Patrekur sonur minn kom í heiminn og vildi fara kanna heiminn fannst honum ekkert ævintýralegra heldur en að leika sér í garðinum og hitta ömmu Dúnu, fá að tína stóru rifsberin, á horninu, í munninn, bestu rifsber í heimi. Svo fluttum við til Englands og þá urðu færri skiptin sem við hittumst en alltaf þegar við komum heim á Torfuna var gott að vita af og fara í heimsókn til Dúnu. Í sumar hittum við ömmu Dúnu í grillveislunni, hún var eins og alltaf glöð og ánægð og sæl á svipinn innan um fólkið sitt. Það er erfitt að kveðja ömmu Dúnu, minningarnar streyma yfir mann sem og þakklæti yfir að hafa fengið að kynnast svona sterkri og merkilegri konu. Við munum sakna allra góðu stundanna með henni. Ég sendi samúðarkveðju til allra heima á Torfunni en sérstaklega til Jóns, Einars og Yngva og fjölskyldna þeirra og hugsa til ykkar allra á þess- um erfiðu tímum. Ástar- og saknaðarkveðjur, Sólrún og Patrekur, Huddersfield. Ljós ber á rökkurvegu, rökkur ber á ljósvegu. Líf ber til dauða, og dauði til lífs. (Þorsteinn Valdimarsson.) Ég átti því láni að fagna er ég þurfti til náms til Reykjavíkur að Dúna frænka mín bauð mér að vera hjá sér. Jón, sonur hennar, var þá ný- farinn til náms í Noregi og því laust herbergi í húsinu. Fyrir voru synir hennar, Einar og Yngvi Þór, og móð- ir, ásamt móðurbróður mínum, Þor- steini Valdimarssyni, sem leigt hafði hjá frænku sinni en þau voru bræðra- börn. Guðrún Einarsdóttir, Dúna, reisti ásamt manni sínum, Lofti Þór, fagurt einbýlishús á eignarlandi neðst við Nýbýlaveg í Kópavogi um miðjan sjötta áratuginn. Við hliðina á þeim byggði bróðir hennar, Einar, annað hús svipaðrar gerðar. Húsin stóðu nokkuð neðan vegar en í holtið upp að veginum höfðu þau plantað út skóg- arplöntum sem mynduðu þarna fljótt þéttan skóg. Neðar í Fossvogsdaln- um voru tún til heyöflunar fyrir hest- ana en bæði höfðu þau systkin yndi af hestum. Þarna höfðu lífsundrin gerst um langa hríð, eins og Þorsteinn skrifaði, „á grænum túnspildum fyrir sjónum ungra og aldinna barna, fol- öld og kálfar brugðið á leik, lömb risið á legg með burðarstírur í augum, ungar teygst upp úr hreiðurkörfu í einhverju skjólbeltinu, skurðbakki orðið gulur af fíflum á einni nóttu“. Á slíkum stað gátu menn ekki annað en samsamast náttúrunni enda hafði Dúna mikið yndi af öllum gróðri. Öll þau þrjú ár sem ég átti hjá frændfólki mínu voru ánægjurík þroskaár. Ég var leiddur inn í sam- félag tveggja fjölskyldna þar sem fjölskylduböndin voru svo sterk að enginn munur var á, hvort setið var inni á Nýbýlavegi 5 hjá Dúnu eða 3 hjá Einari og hans góðu konu, Sigríði Vilhjálmsdóttur. Dúna var einstök manneskja sem aldrei lét bugast þrátt fyrir mótlæti. Hún missti mann sinn frá þremur ungum drengjum en braust áfram með góðum stuðningi bróður síns og móður. Annað áfall reið yfir um tíu árum síðar er Einar bróðir hennar fórst við annan mann í hræðilegu bílslysi og konur þeirra slösuðust mikið. En í allri sorginni stóð Dúna sem kletturinn og veitti mágkonu sinni alla þá hjálp sem hún mátti. Við ungmennin í fjölskyldun- um nutum einnig ríkulega ástúðar og umhyggju hennar á þessum erfiða tíma. Þessi raun stappaði fjölskyldunum saman og böndin urðu enn traustari. Það var oft glatt á hjalla og Dúna var manna lögnust að kalla fram bros í Elsku bróðir minn. 4. september sl. mun seint gleymast. Þann dag fékk ég þær frétt- ir að þú værir látinn eftir hörmulegt slys, aðeins 24 ára gamall. Þú áttir allt lífið framundan og lítill erfingi á leiðinni. Þú varst svo lífsglaður, ávallt kátur og hress og ekki stóð á hjálpseminni. Þú varst alltaf mætt- ur til að hjálpa til, sama hvað það var. Það var eins og allt léki í hönd- unum á þér. Ég minnist þess þegar þú varst lítill. Hvað þú varst orkumikill og þurftir alltaf að vera að gera eitt- hvað. Þú hljópst á eftir bindivélinni í heyskapnum og hoppaðir yfir baggana og fórst langar leiðir til að leita að beini handa Tíru. Þú gast setið úti í sandhrúgunni allan dag- inn með bílana þína og lagt vegi út um allt. Þú varst ekki hár í loftinu þegar þú fékkst véladelluna og fékkst að fara með Sigga frænda og pabba á þríhjólið og smala kind- unum heim. Þegar þú sjálfur eign- aðist svo hjól þá tókst þú alltaf litla frænda þinn með á hjólið. Elsku Skúli, það eru erfiðir dag- ar framundan hjá okkur þegar við förum í alvöru að gera okkur grein SKÚLI MÁR NÍELSSON ✝ Skúli Már Níels-son fæddist í Reykjavík 13. októ- ber 1978. Hann lést af slysförum 4. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Melstaðar- kirkju 16. septem- ber. fyrir því að þú ert ekki lengur hjá okkur. Við vonumst samt til að þú verndir okkur eins og þú varst alltaf vanur að gera meðan þú varst meðal okkar. Ég geng út að gröf- inni með hjartað fullt af söknuði. Líf þitt þótt stutt væri gaf lífi mínu tilgang. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar- kraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Hvíl þú í friði. Þín stóra systir, Sigrún Eva. Elsku besti bróðir minn. Ég sakna þín svo sárt, þetta getur bara ekki verið, að þú sért dáinn svona ungur og kraftmikill. Þú áttir allt gott framundan. Já, ég sakna allra prakkarastrikanna og alls sem við gerðum saman, ég gat alltaf talað við þig um allt og ég gat alltaf treyst þér. Það er svo sárt að geta ekki séð þig, talað við þig og gert eitthvað skemmtilegt með þér eins og við vorum vön að gera. Í mér lifa allar minningarnar um þig og ekki gleymi ég verslunarmannahelginni síðustu og ferðinni til Danmerkur. Og auðvitað mun ég aldrei gleyma þegar við fórum saman í göngur ár- ið 2002. Þú varst alltaf að passa mig, litlu systur, á leiðinni upp og í skálanum. Á leiðinni niður, í smala- mennskunni sjálfri, komstu alltaf til mín og athugaðir hvort það gengi ekki allt vel hjá mér. Já, og allar stundirnar. Er ég lít á mynd af þér þá rifjast alltaf upp eitthvað skemmtilegt um þig og alltaf koma tárin fram. Ég get ekki hætt að hugsa um þig og ég sé þig alltaf hjá mér eins og þú sért á lífi. Ég vildi að það væri satt sem það er því miður ekki og hugsunin endar alltaf með táraflóði vegna þessa hörmu- lega slyss. Ég vildi að ég gæti gert eitthvað fyrir þig og eitthvað til að fá þig aftur en það er ekki hægt. En þú verður alltaf á lífi í huga mínum og hjarta. Nú ertu farinn og ég sé líkama þinn ekki aftur en sál þín hvílir hjá Guði og þar er litla frænka okkar hún Íris, sem ég vona að þú sért búinn að hitta. Hugur minn er ætíð hjá þér. Kveðja frá þinni litlu systur. Helga Rós. Elsku Skúli. Það er lítið hægt að segja þessa dagana, maður er hálf- tómur að innan, hugsar um hvað líf- ið er grimmt að taka svona ungan og góðan strák eins og þig í burtu frá okkur, frá ófæddu barni þínu. Ég er viss um að þú hefur verið alltof góður fyrir lífið. En ég veit að þú ert hér hjá okkur og passar okk- ur og hlærð með okkur á góðum stundum. Skúli, ég sakna þín svo mikið. Ég ákvað að senda með lítið ljóð sem ég samdi síðastliðinn vetur og ég kalla það óendanleikann. Lífið, svo óendanlegt, en samt svo stutt eins og hafið, óendanlegt, en allt endar svo hratt, einhvers staðar sker eða land, í óendanleikanum. Skúli, takk fyrir að hafa verið til. Þín systir, Guðrún Ósk. Elsku Skúli. Þú ert besti frændi minn. Takk fyrir að leyfa mér að fara með þér á fjórhjólið. Takk fyr- ir öll árin. Ég sakna þín, ég vildi að þetta hefði ekki gerst. Jesús segir: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jóhannesarguðspjall 11:25- 26) Sjáumst seinna. Þinn frændi, Róbert Arnar. Elsku frændi og vinur. Það eru engin orð þess megnug að lýsa þeim söknuði og trega sem við finn- um fyrir er við minnumst þín, elsku ,,kallinn“ minn. Við fráfall þitt hefur myndast stórt skarð í fríðan og samheldinn systkinahóp, skarð sem aldrei verð- ur fyllt. Enginn er og verður eins og þú. Strax er við fréttum af and- láti þínu varð stórfellt tómarúm í hjörtum okkar og allt varð svo óraunverulegt. Eftir situr söknuð- urinn og tómleikinn. Minning þín lifir í hjörtum okkar, ljúfar og fallegar minningar sem ekkert getur grandað. Við eigum góðar minningar um yndislegan frænda, ríkar minningar um ein- lægan og einstaklega ljúfan dreng, sem var ávallt reiðubúinn að hjálpa öllum. Fullur af sindrandi lífsorku og ætíð fús til að leggja hönd á plóg, ef á þurfti að halda. Já, það er erfitt að sætta sig við að hann Skúli Már, þessi duglegi og kraftmikli drengur, sé horfinn úr þessum heimi á fund æðri mátt- arvalda, kallaður burt úr faðmi ást- vina, fjölskyldu og vina. Æskan á að erfa landið og því er erfitt að sætta sig við að kallað hafi verið eftir svo ungum og hraustum manni sem átti allt lífið framundan. Alla setur hljóða og í huga okkar gerist spurningin áleitin: Hvers vegna? En þeirri spurningu verður seint svarað, slys verða og enginn veit hver verður næstur, þetta virðist allt vera fyrirfram ákveðið og hefur Skúla greinilega verið ætlað stærra hlutverk annars staðar. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Við kveðjum þig nú, elsku Skúli, og biðjum góðan Guð að geyma þig undir sínum verndarvæng. Við biðjum Drottin að blessa og styrkja alla sem nú eiga um sárt að binda, Brynju, Jónínu, Níels, systk- ini, afa, ömmurnar, skyldmennin öll og alla hans góðu vini. Guð varðveiti ykkur og gefi ykk- ur frið í sorginni og styrk til að komast í gegnum þetta mikla áfall. Guðmundur Rúnar og fjölskylda. Minningarnar hrannast upp í huga mér þegar ungur frændi minn fellur skyndilega frá. Skúli var varla orðinn tveggja ára þegar ég sá hann fylgjandi pabba sínum hvert fótmál fullur af áhuga á öllum sveitastörfum. Þetta fallega barn geislaði af gleði og naut frelsisins í sveitinni. Frá fyrstu tíð var alveg ljóst að þetta var það umhverfi sem Skúli naut sín best í. Áhuginn var svo mikill að það reyndist oft erfitt að fá frænda minn inn til að borða og hvað þá til að sofa. Ég hafði tækifæri til að fylgjast með Skúla sem barni og vera hon- um til halds og trausts þegar ég dvaldi nokkur sumur að Fremri-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.