Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 49 NÝJAR VÖRUR FRÁBÆRT VERÐ! Kringlan 8-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. 4.990 kr. Brúnt, drappað, ljóst St. 36-41 4.990 kr. Brúnt St. 36-42 5.990 kr. Svart, ljósbrúnt St. 36-41 3.990 kr. Svart St. 36-41 3.990 kr. Svart, brúnt St. 36-42 4.990 kr. Svart, brúnt St. 36-42 Nýtt kortatímabil Ný sending Kringlunni & Hamraborg 568 4900 552 3636 Buxnadagar Fimmtudag til Laugardags 20% afsláttur Stærðir 34-56 Verslunin flytur, mikill afsláttur af nýrri vöru, Stærðir 34-48 allt á að seljast HLIÐARGANGINUM SMÁRALIND 2.h Fræðsla um íslenskt samfélag á kínversku Í kvöld, fimmtudaginn 18. september, kl. 20 fer fram fræðslufundur um dvalarleyfi í Al- þjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Sér- fræðingur frá Útlendingastofnun ræðir um dvalarleyfi, vegabréfsárit- anir og fleira. Fundurinn fer fram á íslensku og er túlkaður á kínversku. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Í DAG Trjáklippingar í Garðyrkjuskól- anum Fimmtudaginn 25. sept- ember kl. 9–16 verður haldið nám- skeið í trjá- og runnaklippingum í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi. Námskeiðið er ætlað ófaglærðu starfsfólki garðyrkju- og umhverf- isdeilda sveitarfélaga og öðrum sem þurfa á slíku námskeiði að halda. Leiðbeinandi verður Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Orkuveitu Reykjavíkur og kennari í trjá– og runnaklippingum við Garð- yrkjuskólann. Á námskeiðinu verð- ur m.a. fjallað um limgerðisklipp- ingar, grisjun trjáa og runna, vaxtarlag trjáa, viðbrögð trjáa og runna við klippingum, klipping berja og skrautrunna og klipping rósa. Þá verður farið í vettvangs- ferð um útivistarsvæði skólans og mismunandi tegundir trjáa og runna skoðaðar með klippingar í huga. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða í gegn- um netfang endurmenntunarstjóra, mhh@reykir.is Jeppadeild Útivistar fer um Breiðbak og Fjallabak helgina 26.–28. september. Þátttakendur í ferðum Jeppadeildarinnar ferðast á eigin jeppum undir leiðsögn far- arstjóra Útivistar. Á föstudags- kvöldið verður ekið inn í Hraun- eyjar þar sem tekið verður eldsneyti og síðan ekið sem leið liggur í Jökulheima þar sem gist verður í skála. Á laugardeginum verður farið yfir Tungnaá og ekið um Breiðbak meðfram Langasjó, að Sveinstindi og inn í Skælinga. Eldgjá verður skoðuð og gist í skála í Hólaskjóli. Á sunnudaginn verður ekið um Syðri-Fjallabaksleið með viðkomu í nýjum skála Útivistar við Strút. Farið verður um Hungurfit og komið til byggða síðdegis á sunnudagskvöldinu hjá Keldum á Rangárvöllum. Slóðar á þessari leið eru margir grófir og erfiðir og er ferðin því miðuð við breytta jeppa. Brottför verður frá skrifstofu Útivistar, Laugavegi 178, kl. 19 föstudaginn 26. september. Fararstjóri er Skúli H. Skúlason. Þátttökugjald kr. 5.100/4.500 fyrir bílinn og kr. 2.000 í gistigjald á einstakling. Undirbún- ingsfundur verður haldinn á skrif- stofu Útivistar 23. september kl. 20. Á NÆSTUNNI LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi á Breiðholtsbraut aðfaranótt eða að morgni 14. september. Ekið var á umferðarvita og fór tjónvaldur af vettvangi. Leitað er að rauðri bifreið með tjóni á annarri hvorri hliðinni og brotinni hliðarrúðu. Þeir sem gætu hafa orðið vitni að óhappinu eða hafa upplýsingar um viðkomandi bifreið eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational hefur hafið sölu á Von- arljósinu, barmnælu með kenni- merki samtakanna, kerti vafið í gaddavír. Vonarljósið verður selt í verslun- um 10–11 á höfuðborgarsvæðinu. Vonarljós Amnesty TEKIÐ hefur til starfa miðstöð á sviði fjölmenningarlegrar ráð- gjafar og kennslu auk túlkaþjón- ustu. Miðstöðin hefur hlotið nafnið ICI – Inter Cultural Iceland. Markmið ICI er að auka fjöl- menningarleg samskipti og sam- vinnu á Íslandi, nýta þekkingu inn- flytjenda til að auðga íslenskt sam- félag og vinna gegn fordómum og mismunun með fræðslu og ráðgjöf. ICI mun auk þess leggja áherslu á alþjóðlegt og þó einkum evrópskt samstarf. ICI aðstoðar innflytjendur með ýmsu móti við að koma sjónarmið- um sínum á framfæri en einnig verður áhersla lögð á námskeiðs- hald og fræðslu. Sem dæmi má nefna fræðslu um fordóma og fjöl- menningarleg samfélög, námskeið í fjölmenningarlegri kennslu fyrir kennara, ítarleg námskeið um ólík samfélög, matreiðslunámskeið, námskeið um flóttafólk og stöðu þess og tungumálanámskeið. ICI mun einnig taka að sér þýðingar og túlkun á ýmsum tungumálum Ráðgjöf og greining verður einn- ig snar þáttur í starfinu og er þá einkum höfðað til skóla, opinberra aðila og fyrirtækja. ICI hefur þegar tekið til starfa og er hægt að sækjast eftir fræðslu, ráðgjöf eða túlkun á netfanginu ici@ici.is Stofnendur ICI eru sex talsins. Talið frá vinstri: Angélica Cantú Dávila, Guðrún Pétursdóttir, Thuy Ngo og Irena Guðrún Kojic. Ingibjörg Péturs- dóttir og Bjarney Friðriksdóttir voru fjarstaddar. ICI – Inter Cultural Iceland Miðstöð á sviði fjölmenn- ingarlegrar ráðgjafar STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna, SUF, fagnar áform- uðum viðræðum Norðuráls, Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um mögulega orkuöfl- un til stækkunar álvers Norðuráls. Með því að leysa málið á þennan hátt verður Norðurál stækkað, með þeim jákvæðu áhrifum sem það mun hafa á nærliggjandi byggðir og landið í heild. Í ályktun frá SUF segir að nýting jarðhitans sé umhverfisvæn og áhugaverð leið, ásamt því sem fleiri valkostir í sölu raforku leggja grundvöll fyr- ir aukinni samkeppni sem mun bæta hag neytenda til lengri tíma litið. Stjórn SUF telur mikilvægt að málefni Norðuráls verði leyst sem fyrst enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir norðvesturhluta landsins sem og samfélagið í heild, segir í fréttatilkynningu. SUF vill nýta jarðhita til orkuframleiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.