Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sidsel Knutsen, Vik- ing Polaris, Green Frost og Rainbow Warrior koma í dag. Tulugaq, Goðafoss og Arnarfell fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinnustofan op- in, kl. 9–12.30 bók- band, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgi- stund, kl. 11 leikfimi, kl. 13–16.30 smíða- og handavinnustofur opn- ar, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9– 12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 bókband, kl. 14–15 dans. Haustlitafeð að Þingvöllum verður fimmtudaginn 25. september kl. 12.30. Skráning í s. 568 5052. fyrir mánudaginn 22. september. Eldri Hafnfirðingar. Púttað á Ásvöllum á laugardögum frá kl. 10–14. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10– 13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 9 postulínsnámskeið, kl. 13 opin handa- vinnustofa, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 smíðar og útskurður og handavinna, kl. 13.30, boccia. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 10–11 leikfimi, kl. 13.30 sönghópurinn. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 10 gler- bræðsla, kl. 13.15 leik- fimi karla. Bingó í Holtsbúð 18. sept- ember kl. 19.30. Félag eldri borgara í Garðabæ. Félagsvist í Garðabergi föstudag- inn 19. sept. kl. 13. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.20. Opið hús kl. 14 vetrardagskrá kynnt og framtíðarsýn öldrunarmála í Hafn- arfirði, glerlist kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara Mosfellssveit. Opið kl. 13–16, kl. 13 tréskurður, kl. 15 les- klúbbur. Kl. 17 starf kórs eldri borgara, Vorboðar. Gerðuberg, fé- lagsstarf, kl. 10.30 helgistund, frá hádegi vinnustofur og spila- salur opinn. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handa- vinnustofan opin, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist og ker- amik, kl. 10.50 leik- fimi, kl. 13 félagsvist og gler-og postulíns- málun, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl. 13.30–16 félagsvist. Korpúlfar Grafarvogi. Pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10. Norðurbrún 1. Opin vinnustofa kl. 9–16.45. Kl. 10–11 ganga, leir. Vesturgata. Kl. 9.15– 15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15– 11.45 enska, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður, perlusaumur og morgunstund kl. 10 boccia, kl. 13 hand- mennt og bridge. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar í fé- lagsheimilinu að Gull- smara 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi. Leikfimi kl. 11.20 í Digraneskirkju. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blod- bankinn.is Kristniboðsfélag kvenna, Háaleit- isbraut 58–60. Fundur heima hjá Kjellrúnu Langdal, Viðarrima 43, kl. 16. Allar konur velkomnar. Í dag er fimmtudagur 17. sept- ember, 260. dagur ársins 2003, Lambertsmessa, Imbrudagar. Orð dagsins: En orð Guðs efldist og breiddist út. (P. 12, 24.)     Þórður Heiðar Þór-arinsson skrifar í Deigluna um hugmyndir um léttlestakerfi í Reykja- vík. „Það gæti verið spenn- andi kostur að koma upp léttlestakerfi í Reykjavík. Í það minnsta á þessum örfáu stofnæðum. Lest- arnar ganga fyrir raf- magni og eru því hljóð- látar og menga ekki neitt. Þær ferðast eftir sér- stökum teinum og eru því óháðar umferð nema ef vera skyldi á umferð- arljósum við gatnamót. Þær ná auk þess um 100 km hraða á klukkustund og ættu því að vera tölu- vert skilvirkari og fljótari milli staða en stræt- isvagnar. Gallinn er að sjálfsögðu kostnaðurinn en talið er að hver kíló- metri af léttlestarkerfi kosti um einn milljarð króna,“ skrifar Þórður.     Hann vitnar til ummælaÁrna Þórs Sigurðs- sonar, forseta borg- arstjórnar, um að til sam- anburðar sé áætlaður kostnaður við mislæg gatnamót Kringumýr- arbrautar og Miklubraut- ur um 10–12 milljarðar fyrir utan tilfallandi kostnað við nærliggjandi gatnamót. „Þótt Árni hafi ýjað að því, er erfitt að sjá að léttlestarkerfi geti komið í staðinn fyrir mis- læg gatnamót á einum umferðarþyngstu gatna- mótum höfuðborgarsvæð- isins og víðar. Léttlest- arkerfi er eflaust möguleg framtíðarlausn til að létta umferðarþung- ann í höfuðborginni en ljóst er að áhrifa færi ekki að gæta fyrr en að mörg- um árum liðnum, jafnvel allt að 10–20 árum. Enn sem komið er, er einka- bíllinn einfaldlega auð- veldasta og fljótlegasta leiðin til að komast milli staða. Ekki verður séð að breyting verði á því í bráð, jafnvel þó að hug- myndir um léttlestarkerfi verði að veruleika,“ skrif- ar Þórður.     Hann bendir á að eiginmati einfalda leið til að auka eftirspurn eftir almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og þar með gera það kleift að koma á fót hagkvæmu kerfi, með eða án léttlesta. „Nauðsynleg undirstaða hlýtur að vera frekari þétting byggðar. Það mun aldrei verða hagkvæmt að reka eða nota almenn- ingssamgöngur á höf- uðborgarsvæðinu þegar stefnan er að þenja byggðina út í ystu mörk borgarinnar. Um leið og byggðin verður þéttari breytast forsendur al- menningssamgangna verulega, bæði fyrir rekstraraðila og not- endur. Það eru miklir möguleikar fyrir þéttingu byggðar í Reykjavík. Aug- ljósasta leiðin er að færa flugvöllinn úr Vatnsmýr- inni. Hvernig væri nú að byrja á því áður en hug- myndir um léttlestarkerfi eða aðrar bylting- arkenndar leiðir fyrir al- menningssamgöngur verða að veruleika?“ STAKSTEINAR Léttlestar og þétting byggðar Víkverji skrifar... VÍKVERJI dvaldi um hríð í Jökul-fjörðum í sumar. Raunar hefur hann aðgang að húsaskjóli og þarf ekki að liggja úti í tjaldi nema hann vilji. Víkverji, sem veiðir úr sér allt vit á sumrum og eyðir margfalt meiri tíma í félagsskap mývargs en með fjölskyldunni, hefur hingað til ekki verið bitinn þó í þykkum mý- strókum hafi staðið víða um land. „Flugan bítur alla aðra en mig,“ hef- ur Víkverji hugsað með sér, stoltur í aðra röndina. Víkverji komst þó að öðru þegar hann gekk einn síns liðs í blíðskap- arveðri frá Hesteyri yfir í Aðalvík, nánar tiltekið í Staðardalinn, og hugðist veiða þar silung. Að sjálf- sögðu var hann ekki með flugnanet frekar en fyrri daginn. Úr veiðiskapnum við Staðarvatn varð þó ekki annað en að Víkverji hrökklaðist inn í tjald þótt miður dagur væri og sólin skini sem glað- ast, svo hart sótti bitvargurinn að honum. Hann ákvað að taka þessu mótlæti með skynsemi og bíða með veiðiskapinn uns kvöldaði og mýið hefði hallað sér á annað eyrað; sló því hinn rólegasti upp tjaldi alveg við vatnsbakkann og lagðist svo til svefns. Víkverji er gjarnan spar- samur í smáum hlutum en bruðlar í þeim stærri, skoðar t.d. vandlega og kaupir síðan dósina með nið- ursoðnum tómötum sem kostar 38 kr. en ekki 43 krónur. Fer svo út að borða sama kvöld og skortir þá ekki silfrið. Af svipaðri hagsýni hefur Víkverji alltaf látið sér duga hræ- ódýr tjöld, sem kosta kannski eins og 1.999 krónur. Sú sparsemi kom honum í koll því þar sem hann vaknar nú seint um kvöld í 1.999 króna tjaldinu í Stað- ardal í Aðalavík var hann allur eitt- hvað undarlegur í framan. Reyndist flugnanetið fyrir tjaldopinu þá svo gisið að ekki sáust handa skil fyrir mýi inni í tjaldinu og Víkverji allur sundurbitinn. Þegar hann kom svo hrakinn og bitinn til Hesteyrar töldu menn þar einsýnt að Víkverji hefði lent í slagsmálum við óþekkt helj- armenni í Staðardalnum. Enda bæði augu Víkverja hálfsokkin af bólgu en úr augnaráðinu hefur þó væntanlega mátt lesa fyrirheit um betra tjald og flugnanet. x x x BATNANDI manni er þó best aðlifa því öfugt við sumarið áður naut Víkverji þess í þessari ferð, að vísu bólginn í framan nokkuð, að vera í dýrum gönguskóm í stað gam- als skópars úr byggingavinnu. „Fyrst fólk fór hér yfir heiðarnar á sauðskinnsskóm hljóta vinnuskórnir að duga mér,“ hafði Víkverji hugsað með sér sumarið áður og lagt á fjöll- in – og var ekki nema eins og tíu daga að jafna sig í iljunum. Gengið frá Aðalvík til Hesteyrar, horft inn Hesteyrarfjörðinn. ÉG vil koma með athuga- semd við afsökunarbeiðni Morgunblaðsins vegna greinar um samkyn- hneigð. Hinn 12. septem- ber birtist grein á bls. 48 í lesendabréfi Morgun- blaðsins um samkyn- hneigð og hefur Morgun- blaðið beðist afsökunar á birtingu þessarar greinar og harmar og biður les- endur sína og alla sem hlut eiga að afsökunar. Ég er ekki sammála Morgunblaðinu í því að grein af þessu tagi eigi ekkert erindi í þá málefna- legu umræðu, sem fram fer á síðum Morgunblaðs- ins. Að mínu mati var ekk- ert athugavert við grein- ina og finnst mér hér með verið að skerða tjáningar- frelsi lesenda með þessu framferði Morgunblaðsins. Mér finnst hér gæta verulegrar hlutdrægni af hálfu Morgunblaðsins og finnst mér nú fokið í flest skjól ef menn mega ekki vera mótfallnir viðhorfum samkynhneigðra án þess að skoðanir þeirra séu stimplaðar ómálefnalegar. Finnst mér hér vera um siðferðislega hnignun að ræða ef Morgunblaðið er farið að ritskoða skrif þeirra sem ekki aðhyllast viðhorf samkynhneigðra. Ég tek það fram að ég hef ekkert á móti samkyn- hneigðu fólki þótt ég að- hyllist ekki samkynhneigð. En ég hvet Morgunblaðið að taka afsökunarbeiðni sína til baka, annað er móðgun við fjölda fólks sem ekki aðhyllist viðhorf samkynhneigðra. Kveðja, Ívar Sigurbergsson. Tryggva svarað ÉG vil svara Tryggva R. Tómassyni sem skrifar í Velvakanda og svarar gagnrýni á PoppTíví. Í pistlinum nefnir hann „kattarkvikindi“. Háskóla- lærður maður ætti að vita að það orð táknar eitthvað neikvætt en í þessu tilfelli hafði kötturinn ekkert gert af sér í umræddum þætti. Er ég honum að vísu sammála þegar hann nefn- ir að fólk drekki kettling- um eða keyri á ketti á göt- unum, en það gerist ekki í beinni útsendingu fyrir al- þjóð. Árný Jóhannsdóttir. Rökleysa Tryggva HINN 16. september birt- ist hér í Velvakanda grein eftir Tryggva Rafn Tóm- asson þar sem hann tjáir sína skoðun á meintri kattarmisþyrmingu þeirra liðsmanna 70 mínútna. Óháð minni skoðun á því atviki sem um ræðir vil ég benda á rökleysuna í bréfi Tryggva. Hann segir að maður eigi ekki að vera að dæma einstaka hluti, vegna þess að á hverjum degi gerist miklu verri hlutir. Þannig að ef einn maður er drepinn, þá er ekki hægt að dæma það atvik sérstaklega því að í helförinni voru milljónir manna drepnar, og ekki nóg með það, enn í dag er verið að drepa miklu fleira fólk annars staðar í heim- inum. Það væri gaman að heyra rökfærslu Tryggva fyrir dómi yrði hann til dæmis kærður fyrir að, segjum, lemja mann. „En Gunni vinur minn drap einu sinni mann!“ Ó, þú hefðir átt að segja það fyrr, þá horfir málið öðru- vísi við. Kvenkyns dýravinur og háskólanemi. Tapað/fundið Skærgrænt hjól týndist FÖSTUDAGINN 5. sept- ember týndist frá Freyju- götu skærgrænt hjól af gerðinni GT Avalanche. Hjólið er með gráum hnakki og festingum fyrir barnastól. Þeir sem kann- ast við að hafa séð það vinsamlegast hringi í síma 864 5782 eða 562 3999. Fundarlaunum heitið. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Athugasemd við afsökunarbeiðni Morgunblaðið/Sverrir LÁRÉTT 1 roðasteinn, 4 kústur, 7 fýll, 8 sundfuglar, 9 þeg- ar, 11 lengdareining, 13 hrumhnappur, 14 fisk- inn, 15 urgur, 17 hestur, 20 agnúi, 22 þvinga, 23 skeri, 24 talaði um, 25 vitlausa. LÓÐRÉTT 1 dans, 2 skýjaflóki, 3 skyld, 4 digur, 5 smá- kvikindi, 6 lélegar, 10 heiðurinn, 12 ferskur, 13 hryggur, 15 kvenmenn, 16 raunveruleiki, 18 skordýrið, 19 byggja, 20 karlfugl, 21 knæpur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1karlselur, 8 fegin, 9 lundi, 10 sói, 11 senna, 13 rindi, 15 blaðs, 16 álkan, 21 veg, 22 óværa, 23 arfur, 24 karluglan. Lóðrétt: 2 angan, 3 lensa, 4 eflir, 5 unnin, 6 ofns, 7 hiti, 12 náð, 14 ill, 15 bjór, 16 afæta, 17 svall, 18 ágang, 19 kafna, 20 nýra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.