Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 53 AÐ meðaltali hafa 1.038 áhorf- endur sótt leiki í efstu deild karla í knattspyrnu, Landsbankadeildinni, í sumar og þegar einni umferð er ólokið stefnir í aðra mestu aðsókn frá upphafi í efstu deild. Sumarið 2001 mættu að meðaltali 1.079 manns á völlinn og í fyrra voru áhorfendur að meðaltali 996 tals- ins. Sem fyrr sækja flestir heimaleiki KR-inga en 18.339 manns hafa séð heimaleiki KR í sumar eða að með- altali 2.038 manns. Fylkismenn koma næstir með 1.555 áhorfendur, Þróttur með 1.114, ÍA 1.002, Fram 986, Valur 977, FH 782, Grindavík 703, Fram 699 en fæstir hafa mætt á Hásteinsvöllinn, heimavöll ÍBV, aðeins 444. Góð aðsókn Þetta var ágætis byrjun hjá okk-ur, fyrsta takmarkinu náð og við ætlum að fylgja því vel eftir,“ sagði FH-ingurinn Logi Geirsson eftir að lið hans sótti ný- liða Breiðabliks heim í Smárann í gærkvöldi. Gestirnir unnu sannfær- andi sjö marka sigur, 22:29, þrátt fyrir að hafa slakað heldur vel á und- ir lok leiksins. FH-ingar höfðu yfirhöndina allan leikinn og eftir fyrsta stundarfjórð- ung gerðu þeir út um leikinn með góðum leikkafla – komust sjö mörk- um yfir og voru tregir að gefa þau til baka. Mörkin voru átta þegar flautað var til leikhlés, 8:16, og bættu gest- irnir aðeins við eftir því sem leið á – mestur varð munurinn í 11 mörk. Heimamenn náðu aðeins að klóra í bakkann undir lokin og lauk leiknum eins og áður segir 22:29. Logi Geirs- son fór fyrir sínum mönnum og skor- aði 13 mörk, þar af sex úr vítum. „Ætlum okkur miklu meira“ „Okkur var spáð sjöunda sætinu sem við erum ósammála og verðum því að sýna styrk og sanna að það sé kolrangt – við ætlum okkur miklu meira. Ég tel okkur hafa verið betri aðilann á öllum sviðum þó að Blik- arnir spiluðu kannski ágætis bolta. Þeir voru hugsanlega stressaðir, enda fyrsti leikur þeirra í deildinni í nokkurn tíma. Þetta eru flestir ungir strákar og þeir eiga eftir að stríða einhverjum liðum í vetur, “ sagði Logi. Brynjar Stefánsson, þjálfari Blika, vildi ekki afskrifa liðið strax því þeir eigi eftir að komast í takt og aðeins vaxa með hverjum leik. „Við áttum alls ekki góðan leik en ég vona að við séum búnir að ná hrollinum úr okkur fyrir deildina. Liðið á miklu meira inni og á eftir að sýna það í næstu leikjum. Við töp- uðum eiginlega í fyrri hálfleik – sóknarleikurinn gekk lítið gegn sex- núll vörn þeirra og við gáfum þeim því mörg hraðaupphlaup sem lið eins og FH nýtir sér til fullnustu. Ég lofa því þó að við verðum betri næst,“ sagði Brynjar.  ÞORBJÖRN Atli Sveinsson, knattspyrnumaður í Fram, hefur frestað för sinni til Danmerkur fram yfir leikinn á móti Þrótti en hann stundar nám ytra í vetur. Þorbjörn, sem hefur verið einn sókndjarfasti leikmaður Fram undanfarin ár, kom frá Danmörku fyrir helgina til að taka þátt í leiknum við Val og hugð- ist halda aftur út strax eftir leikinn en hann hefur nú ákveðið að fresta förinni og tekur því þátt í fallslagn- um mikla.  ÍVAR Ingimarsson, landsliðsmað- ur í knattspyrnu, lék með varaliði Wolves gegn Newcastle í fyrra- kvöld. Hann var óheppinn að skora ekki með hörkuskalla í leiknum sem endaði 1:0 fyrir Newcastle.  LÆKNAR enska úrvalsdeildar- liðsins Chelsea vita ekki hve alvarleg meiðsl Adrian Mutu eru en rúm- enski framherjinn meiddist í viður- eign Chelsea gegn Spörtu Prag s.l. þriðjudag. Mutu hefur farið á kost- um í liði Chelsea það sem af er keppnistímabilinu en hann fór af leikvelli í Prag meiddur en það var varnarmaðurinn Rastislav Michalik sem varð valdur að meiðslum Mutu. Það er óvíst hvort Mutu getur leikið næstu leiki liðsins.  KYLFINGURINN Darren Clarke hefur ráðið til sín fyrrverandi lands- liðsmann í ruðningi, Steve Hampson, og er honum ætlað að halda Norður- Íranum við efnið í líkamsræktinni næstu misserin. Clarke er um 110 kíló að þyngd og segir hann að þeir kylfingar sem séu í hópi tíu bestu í heiminum séu mun betur á sig komn- ir líkamlega og Hampson sé ætlað það hlutverk að ná aukakílóunum af Clarke sem er í 13. sæti á heimslist- anum.  ENSKA dagblaðið The Mirror sagði í gær að Osvaldo Ardiles, heimsmeistari með Argentínu 1978 og síðan leikmaður með Tottenham, taki við stöðu knattspyrnustjóra Aston Villa ef venesúelski auðmað- urinn Gustavo Cisnereos kaupir meirihluta í félaginu. Tilboð frá hon- um er sagt vera á leiðinni.  ARDILES hefur mikla reynslu af ensku knattspyrnunni því eftir að hann hætti sem leikmaður stjórnaði hann liðum Swindon, Newcastle, WBA og Tottenham, með misjöfnum árangri reyndar. David O’Leary var ráðinn knattspyrnustjóri Aston Villa síðasta vor þegar Graham Taylor hætti störfum hjá félaginu.  SKOSKA liðið Dundee er að reyna að fá ítalska „silfurrefinn“ Fabrizio Ravanelli, sem hefur leikið með Middlesbrough og Derby á Eng- landi, til sín. Giovanni di Stefano, ráðgjafi hjá liðinu, mun ræða við Ravanelli og kanna hvort hann sé tilbúinn að leika í Skotlandi. FÓLK Þrátt fyrir ágætan leik á stundumþá er ljóst að bæði lið, HK og Selfoss, eiga eftir að slípast verulega fyrir átökin í vetur. Bæði lið tefla fram nokkuð breyttu liði frá því á síðasta tímabili og það mun taka tíma fyrir nýja menn að komast í takt við þá sem fyrir voru hjá lið- unum. HK-ingar hafa fengið til liðs við sig tvo Litháa og sýndu þeir ágætan leik í gær. Andrius Rack- auskas var markahæstur í liði HK og svo virðist sem HK-ingar hafi hitt á verðugan arftaka stórskyttunnar Jalieskis Garcia. Hann lék á köflum frábærlega og verður gaman að fylgjast með honum og Augustas Strazelas vaxa og eflast inní lið HK í vetur. Sömu sögu má segja af liði Sel- foss, þar voru aðeins 5 leikmenn af 14 í liðinu í fyrra og því ljóst að það mun taka Selfyssinga nokkurn tíma að slípast saman. Þegar það gerist munu þeir án efa verða erfiðir við- ureignar. Litháinn Ramunas Kallendauska er frábær leikmaður og á áreiðan- lega eftir að verða meðal marka- hæstu manna í vetur. „Erum að slípa liðið saman“ Árni Stefánsson, þjálfari HK, sagðist í viðtali eftir leikinn vera þokkalega sáttur við leikinn. „Þetta er fyrsti leikur, við unnum og erum að slípa liðið saman og það tekur sinn tíma fyrir Litháana að komast inní liðið en þeir voru ekki með okk- ur á undirbúningstímabilinu. Aðal- atriðið er að vinna þessa leiki og við förum í hvern einasta leik til að vinna. Við erum með þannig lið að ef við erum rétt innstilltir þá getum við unnið hvaða lið sem er í deildinni en ef við erum ekki klárir í slaginn þá getum við lent í vandræðum með þau öll.“ Í upphafi leiks sagði Vilhelm Gauti að það kæmu engir í Digranesið til að taka stig, þú ert væntanlega sam- mála því? „Já ég er það. Við ætlum að gera þetta hús að gryfju þannig að ekkert lið kemur hingað til að taka eitthvað af okkur. Hvernig líst þér á Selfossliðið? „Þeim var ekki spáð góðu gengi, en þeir hafa fengið til sín skemmti- lega leikmenn. Litháinn nýi (Kall- ensdauska) er mjög erfiður eins og fleiri. Sebastian er í markinu, hann er hörkugóður þjálfari og hann á eft- ir að slípa þetta lið til og gera það að fínu liði.“ Áminntur um að lið græddu held- ur ekki mikið á því að fá vítakast gegn Selfyssingum sagði Árni og brosti að það væri árans klúður að eyða öllum þessum vítum gegn þeim, enda hefði þeim gengið ágætlega gegn þeim á æfingamóti í sumar. Hvernig líst þér á mótið og móta- fyrirkomulagið, reiknar þú með því að það verði meiri stemmning á áhorfendapöllum í allan vetur? „Já, ég vona það. Ég er jákvæður gagnvart því. Fyrst þetta var ákveð- ið, þá leikum við þetta svona og við reynum að hafa gaman af þessu og ég hef trú á því að það verði miklu fleiri leikir sem skipta máli. Svo skiptir það miklu máli að stigin fylgja þeim liðum sem fara í efri hlutann og það gerir leikina alveg tvöfalt mikilvægari,“ sagði hinn skel- eggi þjálfari HK, Árni Stefánsson. Morgunblaðið/Kristinn Andrius Rackauskas, Árni Stefánsson og Augustas Strazelas fögnuðu sigri í fyrsta leik HK á keppnistímabilinu. Vísir að góðu keppnistímabili „STRÁKAR, höfum eitt á hreinu. Við erum á heimavelli og hingað koma menn ekki til að sækja stig,“ sagði fyrirliði HK, Vilhelm Gauti Bergvinsson, við sína menn skömmu áður en leikur HK og Selfoss hófst í Digranesi í gærkvöldi. Það voru orð að sönnu. HK hafði öll völd í leiknum og unnu þægilegan 28:23 sigur. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Logi skoraði 13 mörk fyrir FH Andri Karl skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.