Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 56
KVIKMYNDIR 56 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIKSTJÓRINN Robert Rodr- iguez hefur skapað sér nafn í kvik- myndaheiminum sem hálfgerður grallari, enda hefur hann komið sér upp heimatilbúnum framleiðsluað- ferðum, sem óbeint gefa bákninu í Hollywood langt nef. Rodriguez er búsettur í Austin, Texas og þar býr hann til kvikmyndir í bakgarðinum heima hjá sér, notar stafrænar tökuvélar og gengur í öll þau störf sem honum eru möguleg. Tengsl hans við menn á borð við Tarantino og sú „költ“-upphefð sem hann hef- ur öðlast, gera honum síðan kleift að fá gott fólk til að vinna með sér. Ekki má heldur gleyma Spy Kids fyrirbærinu, röð barnamynda sem Rodriguez hefur skapað sér ágætis lífsviðurværi með. Rodriguez kom fram á sjónar- sviðið eftir að hin ódýra mynd hans El Mariachi (1992) sem gerð var fyrir hinn spænskumælandi mark- að, sló í gegn, en hún bjó yfir krafti og tæknilegri hugmyndaríki sem bætti upp fyrir peningaskortinn. Önnur mynd Rodriguez í röðinni, Desperado (1995), var nokkurs konar endurgerð á El Mariachi fyr- ir bandarískan markað með auknu fjármagni frá Hollywood. Þar lék Antonio Banderas hinn tónelska einfara El Mariachi sem er jafn- vígur á sexhleypur og sex strengja gítara og Salma Hayek hristi lokk- ana í bakgrunni. Og nú hefur bæst við þriðja myndin um gítarleikar- ann harðvítuga, sem ber það epíska nafn Einu sinni var í Mexíkó. Rodriguez hefur ekki setið auð- um höndum við gerð myndarinnar frekar en fyrri daginn en hann leik- stýrir, klippir, skrifar handrit, stjórnar kvikmyndatöku, semur tónlistina og verður afrakstrinum kannski best lýst sem ofvirkri til- raun um stafræna hasarmynda- gerð. Í raun líður ekki sú mínúta þar sem Rodriguez hefur ekki lagt sig í líma að skapa sjónræn áhrif þar sem allt veður í vísunum í meistara vestrahefðarinnar (s.s. Peckinpah og Leone) annars vegar og meistara „költ“-hasarmynda- hefðarinnar (s.s. Tarantino og John Woo) hins vegar. Stafrænni töku- vélinni og klippingum er beitt á út- sjónarsaman máta í hasaratriðum, og ástríðufull gítartónlistin ýkir upp hina seiðmögnuðu ásýnd Banderas, Sölmu Hayek, Evu Mendes, Johnny Depps og annars fríðleiksfólks sem fyllir myndram- mann nær allan tímann og gefur áhorfandanum eitthvað til að ein- beita sér að á milli hasaratriða. En handritslega séð er kvik- myndin hin fullkomna naglasúpa, söguþráðurinn eru ryðgaðir og ruglingslegir naglar en kryddið og grænmetið kemur með leikurunum, kvikmyndalegum áhrifameðulum og mátulegum skammti af skop- skyni. Johnny Depp er laukurinn í þeirri uppskrift, en hér beitir hann þeirri skapandi leikaðferð sem sló svo eftirminnilega í gegn í Sjóræn- ingjum Karíbahafsins (Pirates of the Caribbean). Týpan sem hann leikur er alvarlega bilaður alríkis- lögreglumaður, sem lætur bókstaf- lega ekkert stöðva sig við skyldu- störfin. Piparinn í súpunni er síðan hinn augnpírandi Banderas sem er traustur sem fyrr í hlutverki gít- artöffarans raunamædda. Ég veit ekki hvað segja skal um kvikmyndagerð á borð við þá sem Rodriguez hefur hér látið frá sér fara. Skemmtileg meðan hún stend- ur yfir, ekki síst fyrir hasarmynda- og vestraáhugafólk, en eftirbragðið hefur sterkan naglakeim. Johnny Depp: Laukurinn í naglasúpunni Einu sinni var í Mexíkó. Vel krydduð naglasúpa KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn, handrit, kvikmyndataka o.fl.: Robert Rodriguez. Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Johnny Depp, Mickey Rourke, Salma Hayek, Eva Mendes og Willem Dafoe. Lengd: 110 mín. Bandaríkin. Col- umbia Pictures, Dimension Films, 2003. Once Upon a Time in Mexico / Einu sinni var í Mexíkó  Heiða Jóhannsdóttir                          !  Gríman 2003„BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda sjá nánari upplýsingar á www.sellofon.is Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is IÐNÓ fim, 18. sept kl. 21, Örfá sæti sun, 21. sept kl. 21, UPPSELT fim, 25. sept kl. 21. Nokkur sæti föst, 26. sept kl. 21. UPPSELT eftir Kristínu Ómarsdóttur Frumsýning fim. 18. sept. UPPSELT 2. sýn. lau. 20. sept 3. sýn. fim. 25. sept. 4. sýn. lau. 27. sept. 5. sýn. fim. 2. okt. Sýningar hefjast klukkan 20. Ath! Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala í 555 2222 eða á theater@vortex.is Mink leikhús Mozart fyrir sex Gestatónleikar í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit: Sun. 21. sept. kl. 16 Chalumeaux-tríóið: Kjartan Óskarsson, Óskar Ingólfsson og Sigurður I. Snorrason og þrír óperusöngvarar: Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir og Davíð Ólafsson Samstarfsverkefni Íslensku óperunnar, Chalumeaux-tríósins og Eyjafjarðarsveitar Frá Nagasakí til Alsír á 90 mínútum Madama Butterfly & Ítalska stúlkan í Alsír – tvær óperur í stuttformi Gestasýning í Höllinni í Vestmannaeyjum: Sun. 5. okt. kl. 20 Sýningar í Óperunni: Lau. 11. okt. kl. 20, sun. 19. okt. kl. 17, lau. 25. okt. kl. 20 ÓPERUVINIR – munið afsláttinn! Skráning nýrra félaga í Vinafélagið stendur yfir. Sími: 511 6400 – netfang: vinafelag@opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga MOZART FYRIR SEX Miðasala í síma 561 0280. RÁÐALAUSIR MENN Fimmtud. kl. 20 fös. kl. 23.30 (miðn.sýning) Lokasýningar í bili erling 3. sýning 20.09. kl. 20 LAUS SÆTI 4. sýning 20.09. kl. 22 UPPSELT 5. sýning 26.09. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: David Charles Abell Einsöngvari ::: Sigrún Hjálmtýsdóttir Tónlist eftir aldavinina Aaron Copland og Leonard Bernstein sem settu óafmáanlegt mark á bandarískt tónlistarlíf á síðustu öld. Diddú og söngveisla TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI FIMMTUDAGINN 18. SEPTEMBER FÖSTUDAGINN 19. SEPTEMBER Græn #1 25. september 2003 Hljómsveitarstjóri ::: Olari Elts Einleikari ::: Víkingur Heiðar Ólafsson Magnus Lindberg ::: Feria Jón Nordal ::: Píanókonsert Sergej Prokofíev ::: Píanókonsert nr. 1 Erkki-Sven Tüür ::: Sinfónía nr. 3 2. október 2003 Hljómsveitarstjóri ::: Lawrence Foster Einleikari ::: Erling Blöndal Bengtsson Georges Enesco ::: Rúmensk rapsódía nr. 2 Aram Khatsjatúrjan ::: Sellókonsert Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 3 Stóra svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 20/9 kl 14 - UPPSELT Su 21/9 kl 14 - UPPSELT Lau 27/9 kl 14 Su 28/9 kl 14 Lau 4/10 kl 14 Su 5/10 kl 14 - UPPSELT Lau 11/10 kl 14, Sun 12/10 kl 14 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Sala áskriftarkorta og afsláttarkorta stendur yfir Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900 Tíumiðakort: Notkun að eigin vali kr. 16.900 Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400 VERTU MEÐ Í VETUR ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 20/9 kl 20. Lau 27/9 kl 20. Lau 4/10 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fö 19/9 kl 20, Fi 25/9 kl 20 Fö 3/10 kl 20, Lau 11/10 kl 20 Su 19/10 kl 20 Su 26/10 kl 20 Ath. Aðeins þessar sýningar SUNNUDAGINN 21/9 - KL. 20 UPPSELT MÁNUDAGINN 22/9 - KL. 20 UPPSELT MÁNUDAGINN 20/10 - KL. 20 LAUS SÆTI ÞRIÐJUDAGINN 21/10 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ SÝNINGUM FER FÆKKANDI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.