Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 20 51 08 /2 00 3 SLÁTURFÉLAG Suðurlands, SS, og Kaupþing Búnaðarbanki hafa samið um að víkja til hliðar samningi um kaup SS á 67% hlut í kjúklingaframleiðandanum Reykjagarði. Þess í stað hafa fyr- irtækin samið um að SS kaupi allt hlutafé Reykjagarðs. Kaupþing Búnaðarbanki hf. fjármagnar kaupin og íþyngja þau því ekki greiðslustöðu Sláturfélagsins, að því er segir í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir að forsendur samnings- ins hafi breyst á þeim tíma sem liðinn er frá því hann var gerður. Niðurstaða aðila hafi verið að víkja til hliðar eldri samningi og gera nýjan samning sem sé án allra fyrirvara. Hann segir kjöt- markaðinn hafa verið upp í loft í 1–11⁄2 ár og að þróunin hafi verið með öðrum hætti en gert hafi ver- ið ráð fyrir. Rekstrarskilyrði Reykjagarðs hafi þess vegna ver- ið lakari en talið hafi verið þegar samningurinn var gerður í fyrra. Spurður um stöðu Reykjagarðs og greinarinnar í heild segir Steinþór að markaðshlutdeild Reykjagarðs sé líklega um 37%– 38%, en þrír aðrir framleiðendur séu á markaðnum. Hann segir lík- legt að einhver grisjun eigi eftir að verða í þeim hópi enda sé staða greinarinnar erfið um þessar mundir. Með kaupunum á Reykjagarði sé hins vegar horft til framtíðar. Búið sé að byggja fyrirtækið vel upp og stefnt sé að því að gera enn betur, en engar stórar breyt- ingar séu þó fyrirhugaðar á rekstrinum. Í lok júlí í fyrra gerði SS samn- ing við Búnaðarbankann um kaup á 67% í Reykjagarði með fyrir- vara um niðurstöðu áreiðanleika- könnunar. Ári áður hafði Búnað- arbankinn eignast Reykjagarð með kaupum á eiganda hans, Fóð- urblöndunni, en Fóðurblönduna seldi bankinn svo í byrjun þessa árs. Bankinn orðið fyrir tapi Kaupverð er ekki gefið upp, en í Morgunkorni Íslandsbanka kem- ur fram að ætla megi að verð Reykjagarðs hafi lækkað frá því í fyrra enda hafi afkoma almennt verið slök á kjötmarkaði. Í Morg- unkorninu segir ennfremur að kjúklingaiðnaðurinn hafi valdið Kaupþingi Búnaðarbanka, og áð- ur Búnaðarbanka, umtalsverðu tapi. Í máli stjórnarformanns fé- lagsins á fundi með sænskum fjárfestum nýlega hafi verið minnst sérstaklega á vandamál bankans í kjötiðnaði. Með sölunni séu ákveðin kaflaskil orðin í þátt- töku Kaupþings Búnaðarbanka í kjúklingaiðnaði, en bankinn beri þó enn áhættu í iðnaðinum þar sem bankinn fjármagni kaup SS og sé auk þess umsvifamikill í út- lánum í greininni. Aldrei markmið að eiga félagið Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka, segir aðspurður um ástæðu þess að samningi við SS var breytt úr því að hljóða upp á kaup á 67% hlut í kaup á 100% hlut, að það hafi aldr- ei verið markmið bankans að eiga Reykjagarð. „Við erum mjög sátt- ir við að rekstur Reykjagarðs sé kominn í hendur öflugs og trausts félags.“ Spurður hvort svokölluð „bankakjötsumræða“ hafi hvatt til þess að bankinn losaði um eign- arhald sitt á Reykjagarði segir Hreiðar Már svo ekki vera. „Í upphafi tengdumst við Reykja- garði sem þátttakendur í um- breytingarverkefni og meiningin var aldrei að eiga fyrirtækið til lengri tíma. Hugmyndir um að sameina Reykjagarð og annan framleiðanda voru hins vegar stöðvaðar af Samkeppnisstofnun og um leið var ljóst að upphafleg- ar áætlanir um þetta verkefni myndu ekki ganga upp.“ Hreiðar Már segir að Kaupþing Búnaðarbanki eigi eftir söluna á Reykjagarði engin hlutabréf í innlendri kjötframleiðslu. Spurður segir Hreiðar að bank- inn hafi ekki hagnast á lánveiting- um til kjúklingaiðnaðarins. „Þetta hefur verið kostnaðarsamt,“ sagði Hreiðar Már að lokum. SS kaupir allt hlutafé Reykjagarðs Hætt við að kaupa 67% af Búnaðarbanka en Kaupþing Búnaðarbanki fjármagnar kaupin Kaupþing Búnaðarbanki á ekki lengur hlut í kjúklingaframleiðandanum Reykjagarði eftir að SS keypti allt hlutafé félagsins. VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS KJÚKLINGAFYRIRTÆKIÐ Reykja- garður hf. var stofnað árið 1971 og er því orðið 32 ára gamalt. Félagið var í eigu Bjarna Ásgeirs Jónssonar og fjölskyldu til ársins 2001 en þá eignaðist Fóð- urblandan hf. félagið. Síðar sama ár keypti Búnaðarbanki Íslands Fóð- urblönduna og þar með Reykjagarð. Til stóð að sameina kjúklingafyrirtækin tvö Reykjagarð og Móa í framhaldinu en Samkeppnisstofnun lagðist gegn samein- ingunni. Búnaðarbankinn seldi síðan SS 67% hlut í Reykjagarði í ágúst 2002 og nú hefur SS eignast félagið að fullu. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu var neysla á kjúklingi við stofnun fyr- irtæksins um eða undir fimm kg á mann á ári en er í dag um 17 kg á mann á ári. Við tilkomu breytingar á reglugerð árið 1996 sem heimilaði sölu á fersku kjúk- lingakjöti tók neysla kjúklingakjöts mik- inn kipp. Aðalstarfsemi félagsins er á Hellu þar sem slátrun og vinnsla fer fram og á Ás- mundarstöðum þar sem mest af stofna- og kjúklingaeldinu fer fram. Reykjagarður framleiðir rúmlega 2.000 tonn af kjúklingakjöti á ári. Velta félags- ins í fyrra var um 700 milljónir og tap varð af rekstrinum. Að sögn Matthíasar Hannesar Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra félags- ins, er útlitið í rekstri félagsins betra á þessu ári, þó að ekki sé gert ráð fyrir hagnaði. Starfsmenn félagsins eru 70 talsins. S A G A N Reykja- garður 32 ára gamalt fyrirtæki Morgunblaðið/Kristján S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Kaupstefnan Vestnorden Aðilar í ferðaþjónustu funda í Færeyjum 4 Breytingar hjá Teymi Viðtal við nýjan framkvæmdastjóra Teymis 8 AFSKIPTI BANKANNA AF FYRIRTÆKJUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.