Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 B 5 TILKYNNT var í síðustu viku að Alcoa hefði þriðja árið í röð ver- ið valið í hóp þeirra fyrirtækja sem mynda grunn sjálfbærnivísi- talna Dow Jones (Dow Jones Sust- ainability Indexes – JDSI). Valið byggist á því að Alcoa þykir í starfsemi sinni hafa tekist að finna rétt jafnvægi milli umhverfis- verndar, félagslegrar ábyrgðar og góðrar fjárhagslegrar afkomu, að því er segir í fréttatilkynningu frá Alcoa. Byrjað var að reikna út sjálf- bærnivísitölur Dow Jones árið 1999 og var það í fyrsta skipti sem farið var að meta starfsemi fyr- irtækja um víða veröld á mæli- kvarða sjálfbærni. Aðeins 10% af þeim 2.500 fyrirtækjum sem mynda grunn Dow Jones Global hlutabréfavísitalnanna, sem eru hlutabréfavísitölur fyrir fjármála- markaði í ýmsum löndum og heimshlutum, eru einnig í grunni sjálfbærnivísitalnanna, segir í fréttatilkynningu. „Ég er stoltur af því að Dow Jones skuli áfram telja að Alcoa sé í fararbroddi á sviði sjálfbærni. Það er til marks um að mikilvægir hagsmunahópar telja að fyrirtækið og þau gildi sem starfsemi okkar byggist á um víða veröld séu til fyrirmyndar,“ sagði Alain Belda, forstjóri Alcoa, í fréttatilkynningu þegar valið var tilkynnt. Alcoa áfram í sjálfbærni- vísitölu Dow Jones SÍMINN hefur fest kaup á fjar- kennslu- og netfundakerfinu Web- demo af Dulkóðun Islandia. Starfsmenn Símans eru staðsettir um land allt meðal annars eru stórir hópar á Akureyri, Egilsstöð- um og Ísafirði. Kerfinu er ætlað stórt hlutverk í að sinna símennt- un starfsmanna Símans á lands- byggðinni. Kerfið mun gera Sím- anum kleift að halda námskeið fyrir starfsmenn sína í einstökum hlutum innri kerfa Símans. Starf- menn geta með kerfinu setið nám- skeið í rauntíma og fengið hljóð og mynd beint á Fræðslutorgi um innra net Símans, að því er segir í fréttatilkynningu. Síminn kaupir fundabúnað GÓÐAR lausnir ehf. hafa samið við Anza um hýsingu á nýjum hug- búnaði. Um er að ræða GSM- greiðslukerfi sem gerir farsímanot- endum Og Vodafone kleift að greiða fyrir fyrirframgreidda far- símaþjónustu með krítar- eða deb- etreikningum gegnum farsíma. Samningurinn við ANZA er til þriggja ára. Hugbúnaðurinn er hannaður af Góðum lausnum ehf. í samvinnu við Og Vodafone, VISA og Master- Card. Góðar lausnir og Anza semja MJÓLKURSAMSALAN, MS, hefur samið við AGR um innleiðingu á innkaupa- og birgðastýringarhug- búnaðinum AGR Innkaup. Hugbún- aðurinn mun tengjast viðskiptakerfi MS og nýta gögn þaðan til að útbúa söluspár. Út frá söluspánni og öðrum forsendum reiknar kerfið út hag- kvæmasta innkaupamagn fyrir hverja vöru með það að markmiði að koma í veg fyrir vantanir og lág- marka birgðir, að því er segir í til- kynningu. MS kaupir hugbúnað ◆ ◆ ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.