Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 B 7 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Hann telur að nýtt tímabil geti verið að bresta á nú þegar forráðamenn Landsbankans boði að bankinn muni beita sér fyrir markvissum fjárfestingum í fyrirtækjum og endur- skipulagningu atvinnulífsins. Skipan atvinnulífsins sé að líkjast meira því sem gerist í löndum eins og Japan, Svíþjóð og Þýskaland, þar sem bankar taki þátt í atvinnulífinu með beinum hætti. Hann segir að kosturinn við þetta fyrirkomulag sé að auð- veldara sé að gera raunhæfar langtímaáætlanir í fjárfest- ingum og nýsköpun í atvinnulífinu þar sem upplýsingaflæði er mikið milli fjármagns- og framleiðslufyrirtækjanna. „Í Bretlandi eiga bankar ekki beina aðild að fyrirtækjum. Þau neyðast því til að hámarka hagnað í skammtímanum svo að verð hlutabréfa þeirra haldist hátt. Skammtíma rekstrarsjónarmið koma í veg fyrir nauðsynlega langtíma- áætlanagerð. Þróun í þessa átt gæti verið til bóta á Íslandi því hún dregur úr áhættu í fjárfestingum og gæti aukið stöð- ugleika í efnahagslífinu. Hafa verður þó í huga að íslenskt efnahagslíf og þjóðfélag er afar smátt og einokun og fá- keppni er viðvarandi vandamál í flestum atvinnugreinum.“ Þá telur Ívar að aukin umsvif banka í atvinnurekstri muni eflaust draga úr lánsfjármöguleikum almennings og smærri fyrirtækja líkt og gerst hafi erlendis. Óneitanleg merki um fyrirtækjasöfnun Gylfi Magnússon, dósent í viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands, segir það ekkert óeðlilegt að banki eignist til skamms tíma einhvern hluta eigin fjár í fyrirtæki og leggi því þannig lið, til dæmis ef á að skrá fyrirtækið á hlutabréfa- markað eða á meðan verið er að selja það öðrum. Í slíkum tilfellum sé eðlilegt að bankarnir brúi nokkurs konar milli- bilsástand. „Það er hins vegar ekki eðlilegt hlutverk bankanna að eiga mikið í ótengdum fyrirtækjum til lengri tíma, reka þau eða stjórna þeim að miklu leyti. Það fellur ekkert sérlega vel að bankarekstri og á að vera hlutverk annarra. Auk þess sem bankar á Íslandi eru það fáir að ef þeir fara að eignast hluti í mörgum fyrirtækjum koma fljótt upp hagsmuna- árekstrar af ýmsum toga,“ segir Gylfi og nefnir sem dæmi að banki eignist fyrirtæki sem sé í samkeppni við viðskipta- vin bankans. Þá sé bankinn kominn í þá stöðu að vera í sam- keppni við viðskiptavin sinn. „Þetta er svo sem ekki séríslenskt álitamál en hefðir eru svolítið mismunandi á milli landa. Í Þýskalandi er meiri hefð fyrir því að bankar starfi mjög náið með fyrirtækjum og eigi í þeim hluti heldur en t.d. í Bandaríkjunum.“ Um samsvörun við japanska bankamarkaðinn segir Gylfi að sá markaður hafi einkennst af fyrirtækjasamsteypum þar sem kjarninn var oft banki með net af alls kyns fyr- irtækjum í kringum sig. „Þessi fyrirtæki áttu í innbyrðis viðskiptum og áttu eignarhluti hvert í öðru og skiptust á stjórnarmönnum, þannig að þau voru að sumu leyti rekin sem eitt fyrirtæki þó að formlega séð væru þetta mörg fyr- irtæki. Þetta kerfi gekk nú satt best að segja ágætlega fyrstu áratugina eftir að Japan var reist úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar en virðist hafa gengið sér til húðar á níunda og tíunda áratugnum.“ Spurður að hvort hann sjái þess merki að slík þróun sé á döfinni hérlendis, að um hvern banka um sig safnist net fyr- irtækja, segir Gylfi að óneitanlega megi merkja slíka fyr- irtækjasöfnun bankanna á undanförnum mánuðum og miss- erum. „En ég á bágt með að trúa því að menn ætli sér að reka bankana með þeim hætti í framtíðinni. Ég hef frekar trú á að um sé að ræða tímabundið ástand,“ segir hann. Bankarnir fari gætilega Fleiri aðilar sem rætt var við, menn úr íslensku atvinnulífi, tóku í sama streng. Sögðust telja að ástandið væri tíma- bundið og að í framtíðinni muni draga úr beinum afskiptum bankanna af atvinnulífinu. Voru flestir viðmælenda sam- mála um að bankarnir yrðu að fara afar gætilega í að beita áhrifum sínum sem hluthafar innan fyrirtækja sem væru jafnframt viðskiptavinir þeirra. um stólunum við hringborðið þá verða þeir að beita sig slík- um aga að það er full ástæða til að draga í efa að þeir geti alltaf staðið undir því. Hins vegar er mjög mikilvægt að hafa áreitna fjárfesta á mörkuðum. Þeir halda stjórnendum fyrirtækja á tánum og koma á breytingum. Það er gott og allur slíkur agi á markaðnum, líkt og aginn af samkeppni, er af hinu góða fyrir samfélagið. En það þarf að vera gert af réttum aðilum, ekki aðilum sem hafa aðgang að gögnum sem aðrir hafa ekki. Bankarnir segja gjarnan að þeir hafi „Kínamúra“ sem eigi að tryggja að upplýsingar fari ekki á milli deilda innan bankanna. Íslensku bankarnir eru litlar fjármálastofnanir í alþjóðlegum samanburði og því hætta á að allir þræðir leggist samt sem áður í hendur sömu aðila,“ segir Ólafur. Alþýðukapítalisminn að hverfa Að mati Ívars Jónssonar, prófessors við Viðskiptaháskól- ann á Bifröst, hefur íslenskt atvinnulíf tekið miklum breyt- ingum á síðustu tveimur áratugum. „Sá alþýðukapítalismi sem hér ríkti áður er óðum að hverfa. Í stað smárra fjöl- skyldufyrirtækja eru hlutafélög og verðbréfamarkaður nú leiðandi í þróun nýrra fjárfestinga í atvinnulífinu.“ viðskiptabanka sem í gegnum tíðina hafi tekið á móti inn- lánum og stundað útlán til fyrirtækja og einstaklinga. Í öðru lagi hafi þeir síðan í auknum mæli tekið að sér ýmsa ráðgjöf fyrir fyrirtæki m.a. skulda- og gjaldeyrisstýringu, verðmat fyrirtækja og rekstrareininga, skráningu hluta- bréfa á markað eða afskráningu auk viðskiptavaka með hlutabréf í þeim. Auk þessa séu bankarnir með greining- ardeildir sem meti fyrir hinn almenna viðskiptavin þessi sömu fyrirtæki og fleiri. „Nú nýverið hafa bankarnir farið að fjárfesta í auknum mæli í fyrirtækjum, m.a. þeim sem eru í viðskiptum hjá þeim.“ Ólafur segir þetta geta verið óheppilegt þar sem viðskiptabanki fyrirtækis fái í flestum tilfellum aðgang að öllum þeim upplýsingum sem fyrirtæk- ið hefur yfir að ráða. Bankinn fái jafnvel meiri aðgang held- ur en stjórn fyrirtækisins og markaðurinn. Þetta telur hann að stangist á við það að bankinn fjárfesti í fyrirtækj- um í óskyldri starfsemi, nema til að tryggja hagsmuni sína sem lánveitanda. „Bankarnir fjárfesta nær alltaf til skamms tíma. Því er mjög auðvelt að áætla að þeir séu að reyna með kaupum og sölu að hafa áhrif á gengi hlutabréfa með skammtímahagn- að að leiðarljósi,“ segir Ólafur. „Þegar bankarnir sitja í öll- n. Þróun fjármagns- rnum árum og hefur að milligönguhlutverk sfé heldur einnig að a annars staðar fyrir m einstök viðskipti og ulega þurfi bankarnir m, enda sé það þeim hlutverk fjárfesting- banka einstakra fyr- rkaði gerir það hins töðugt að standa vörð m viðskiptavinum og kt áhyggjuefni. kar vangaveltur komi ndanlega hætt rekstri anna af rekstri fyrir- kisafskipti í raun. Nú að ákvarðanir þeirra sinni,“ segir Hannes. ð kiptadeild Háskólans na í öðrum atvinnu- erð. Hann segir mörg m breytingum í fyrir- mu dæmin séu ekki gs Búnaðarbanka og um góð áhrif af fram- nulífið, þótt auðvitað er þátttaka bankanna i hér á landi á síðustu valda ómældum og ramleiðslu og skekkja eti tímabundið keypt efð fyrir því á heims- ni þátt í rekstri fyr- viðskiptabankar. hreinlega bannað að vinum sínum. Hér á ka og viðskiptabanka ftir sameiningu FBA naðarbanka. Bankar ra hluti hjá daglegum n og er óheppilegt að fnaði ekki að koma að ð því að fjármagna arbankastarfsemi að arhluti til að ná fram pti ættu að jafnaði að afnframt í sér bein af- bankamenn síðan að núverandi dæmisaga ýnir okkur.“ mskipa og nýkjörinn gnum hlutverk bank- orfi til eignaraðildar ankarnir gegna lyk- nu öllu. Þeir hafa ver- ustuhlutverk sitt mik- na skilgreina sig sem nkanna af fyrirtækjum uti í virðast egt. viðskiptalíf- soffia@mbl.is mun hér eftir sem hingað til leitast við að tryggja við- skiptavinum sínum samkeppnishæfa og virðisaukandi þjónustu á þessu sviði sem öðrum.“ Arðsemissjónarmið ráða fjárfestingum UM þátttöku bankanna í atvinnulífinu segir Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri Kaupþings-Bún- aðarbanka: „Við höfum haft það sem meg- inreglu að beita ekki atkvæðisrétti okkar í skráðum fé- lögum og láta arð- semissjónarmið ráða fjárfestingum okkar. Þó svo að sjálfsögðu mundum við beita atkvæð- isrétti okkar ef við teldum hags- munum okkar ógnað. Þessi háttur hefur reynst okkur vel og ég á ekki von á stefnubreytingu.“ Hann kaus að tjá sig ekki um málið að öðru leyti. eru hluti af starfsemi banka um allan heim.“ Hann segir þau hlutabréf sem séu almennt líkleg- ust til þess að skila góðri ávöxtun vera í fyrirtækjum þar sem miklir möguleikar eru til vaxtar eða líkur eru á því að samstaða náist hjá hluthöfum um hagræðingu, t.d. með samruna. „Bankarnir hafa enga sérstöðu á meðal hluthafa í slíkum fjárfestingum, þótt þeir geti verið í aðstöðu til þess að styðja við hagræðingu með sérþekkingu sinni. Hjá Íslandsbanka er þessi starfsemi aðskilin frá öðr- um einingum bankans,“ segir hann. „Bankar geta jafnframt eignast hlut í fyrirtækjum í tengslum við ráðgjöf, umbreytingar, lánveitingar eða hlutafjárútboð. Hlutafjáreign banka er yfirleitt hugsuð til skamms tíma með skýr markmið í huga og getur skipt miklu máli þegar tekin eru mikilvæg skref í lífs- ferli fyrirtækis,“ segir Bjarni og bendir á að markmið Íslandsbanka með stofnun Fjárfestingarfélagsins Straums hf. hafi verið að beina fjárfestingum í óskráð- um félögum og hlutabréfum sem tengjast umbreyting- arverkefnum, til sjálfstæðs félags sem sérhæfir sig á því sviði. „Þannig vill bankinn draga úr hættu á tortryggni út á við og hugsanlegum hagsmunaárekstrum innan bankans, t.d. sem lánveitenda annars vegar og hluta- fjáreigenda hins vegar. Það hefur orðið æ mikilvægara fyrir banka að veita heildarþjónustu og Íslandsbanki altali vel innan við 10% af heildareignum bankanna verið bundinn í framangreindum fjárfestingarverk- efnum.“ Engin sérstaða meðal hluthafa BJARNI Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka hf., segir þá fullyrðingu ranga að Íslandsbanki ráði víða ferðinni í fyrirtækjum. Hann segir að eign- arhlutur banka í at- vinnulífinu geti átt sér ýmsar ástæður og það eigi jafnt við um íslenska banka og erlenda. „Stærstur hluti eigna bankanna í fyrirtækjum eru í svokölluðum veltu- bókum. Þar fer fram stöðutaka þeirra í verðbréfum með það að markmiði að skila hámarks ávöxtun verð- bréfasafns með kaupum og sölu bréfa. Slík viðskipti arðsemi. Með þessu stuðla bankar að framförum, breytingum og framþróun í atvinnulífinu. Allt eru þetta eðlilegir þættir í starfsemi banka og fjárfesting- arbanka sem tímabundið getur fært þeim áhrifastöðu í fyrirtækjum,“ segir hann. Í þriðja lagi sé stöðutaka í veltubók, sem sé þátt- taka bankanna í verðbréfaviðskiptum og ætlað að breikka tekjumyndun. „Í þessu sækist bankinn ekki eftir áhrifum heldur er einn margra þátttakenda á verðbréfamarkaði. Bank- arnir auka með þessu dýpt markaðarins og stuðla að aukinni skilvirkni og bættri verðmyndun. Þetta er ávallt hluti af starfsemi alhliða fjármálafyrirtækis.“ Loks nefnir Halldór fullnustueignir, þ.e. þegar bank- ar yfirtaki til lengri eða skemmri tíma rekstur fyr- irtækja sem lenda í rekstrarvanda. „Við slíkar aðstæður getur það verið nauðsynlegt fyrir banka að yfirtaka fyrirtækjarekstur tímabundið meðan unnið er að lausn vandamála.“ Halldór segir að íslenskir bankar hafi almennt ekki orðið langtímafjárfestar í atvinnustarfsemi sem sé ótengd beinum rekstri fjármálaþjónustu þeirra líkt og hafi gerst í Þýskalandi. Hann telur litlar líkur á að ís- lenskir bankar þróist í þá áttina. „Fjárfestingar bank- anna í íslensku atvinnulífi þjóna eðlilegum viðskipta- legum tilgangi. Þessi þjónusta er þó afmarkaður hluti af starfsemi þeirra, því svo sem fyrr segir hefur að með- „Eignarhlutur banka í atvinnulífinu get- ur átt sér ýmsar ástæður og það á jafnt við um íslenska banka og erlenda,“ segir Bjarni Ármannsson. „Beitum ekki atkvæðisrétti okkar í skráðum félögum nema hagsmunum okkar sé ógnað,“segir Hreiðar Már Sig- urðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.